Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 39

Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 39 Morgunblaðið/Júlíus Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIN, lendir með vélsleðamanninn, Vilhelm Ágústsson, á lóð Borgarspít- alans. Vélsleðamaður slasast mikið við Gæsavötn: Féll niður 20 metra snar- bratt gil og flaut 60—80 metra í ísköldu jökulvatni Tæplega þrjár klukkustundir liðu frá því tilkynnt var um slysið þar til þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á slysstaðnum „ÞETTA var vægast sagt hrikalegt slys og það er kraftaverki Ukast að Vilhelm skyldi lifa það af. Hann féll nánast lóðrétt niður í 20 metra djúpt gil ofan í ískalt jökulvatn og flaut með því 60-80 metra áður en einum samferðamanna hans tókst að stökkva til hans og halda honum upp úr vatninu," sagði Sigurjón Hannesson, einn úr hópi vélsleðamanna sem voru við Gæsavötn norðan Vatnajökuls á Iaugardagskvöldið, þegar þaulvanur vélsleðamaður, Vilhelm Ágústs- son frá Akureyri, féll á sleða sínum ofan í 20 metra djúpt snarbratt gil og kom niður á Rjúpnabrekkukvísl. Vilhelm slasaðist mikið, en er nú á batavegi og taldi Sigurjón að hjálmur á höfði hans hefði bjargað miklu. Vilhelm hélt meðvitund allan tímann frá þvi slysið átti sér stað milli klukkan 10.30 og 10.45 þar til þyrla Gæslunnar lenti á slysstaðnum klukkan 01.40, eða um þremur klukkustundum síðar. Vilhelm var á ferð með þremur félögum sínum frá Akureyri og var leiðinni heitið að gistiskála við Gæsavötn, þar sem sleðamennimir ætluðu að hitta félaga sína frá Reykjavík. Áttu þeir 5-8 kílómetra ófama að skálanum þegar óhappið varð. „Tveir félagar Vilhelms höfðu farið yfir kvíslina nokkm norðar, og því hefur Vilhelm líklega verið gmnlaus um að hætta væri á ferð- um,“ lýsti Sigurjón aðdragandan- um. „Hæðarmunur og birtuskilyrði hafa orðið til þess að Vilhelm sá ekki gilið fyrr en um seinan. Hann var á vesturleið undan sólu og snjó- bakkinn sem hann renndi sér á var um 5 metmm lægri en gilbrúnin, svo erfítt var að sjá hana úr fjarska," sagði Siguijón Siguijón sagði að samferðamenn Vilhelms hefðu bmgðist fljótt og rétt við: „Strax eftir að Vilhelm fellur stekkur félagi hans niður í gilið og nær að grípa til hans og halda honum upp úr vatninu. Annar kom skjótlega að, en sá fjórði fór í skálann til að sækja hjálp. Það hefur verið um 15 mínútna keyrsla, því við komum á staðinn rúmum hálftíma eftir að slysið átti sér stað. Þrátt fyrir að á annan tug manna væm komnir á staðinn til hjálpar gekk mjög erfíðlega að ná Vilhelm upp úr gilinu. Þama var maður sem var vel að sér í skyndihjálp og bjó hann Vilhelm undir flutninginn. Síðan þurfti að klöngrast með hann upp snarbratta þriggja mannhæða snjóhengju, og þá tók við brött 15 metra löng snjóskriða. Þetta tókst þó og við fundum og undirbjuggum lendingarstað fyrir þyrlu Laindhelg- isgæslunnar, sem kom þó ekki fyrr en tveimur tímum og fjömtíu mín- útum eftir að tilkynnt var um slys- ið, sem mér fínnst fyrir neðan allar hellur," sagði Siguijón Hannesson. Vantaði flugvirkja Páll Halldórsson flugrekstrar- stjóri Landhelgisgæslunnar var annar tveggja flugmanna sem fór í þetta björgunarflug á þyrlunni TF-SIF. Páll sagði að vissulega hefði allt of langur tími liðið frá því slysið var tilkynnt þar til þyrlan fór á loft. Þar væri mörgu um að kenna, en fyrst og fremst því að vakt Fluggæslunnar stæði aðeins í 12 tíma, frá átta á morgnana til átta á kvöldin, og því gæti stundum verið erfítt að ná í menn. Þetta hefði þó gengið óvenju seint, því á frívakt tæki venjulega vel innan við klukkustund að komast í loftið frá því tilkynning bærist til þeirra. Páll sagði að sér hefði verið til- kynnt um slysið klukkan 11.25 og BORGARRÁÐ hefur samþykkt að komið verði fyrir hraðahindr- unum á samtals 10 stöðum við Framnesveg, Brekkustíg, Bræðraborgarstíg, Ægisgötu og Garðastræti. íbúasamtök Vesturbæjar og Foreldra- og kennnarafélag Vestur- bæjarskóla sendu umferðamefnd Reykjavíkurborgar bréf sem dag- sett var 15. mars sl. þar sem lagt er til að hraðahindrunum verði hann, Benóný Ásgrímsson flug- maður og læknir Borgarspítalans Stefán Karlsson hefðu verið komnir niður á völl fáeinum mínútum síðar. „Hins vegar gekk mjög erfíðlega að ná í flugvirkja, sem þarf að líta yfir þyrluna og búa hana til flugs. Auk þess leit á tímabili út fyrir að það þyrfti að hífa manninn upp á spili, og slíkt þarf undirbúning. Ennfremur fínnst mér að Slysa- vamafélagið hafí dregið það of lengi að láta okkur vita um slysið, því við teljum ekkert eftir okkur að undirbúa flug þótt ekki liggi ljóst fyrir að okkar sé þörf," sagði Páll Halldórsson. Þyrlan fór í loftið klukkan 00.40 og var um klukkustund á leiðinni vegna mikils mótvinds. Síðan tók það lækninn um 50 mínútur að búa Vilhelm undir flugferðina og því var ekki lagt af stað til Reylcjavíkur fyrr en klukkan 02.30. Heimferðin gekk hraðar fyrir sig og var lent á lóð Borgarspítalans klukkan 3.10. Jóhannes Briem var á vakt hjá Slysavamafélagi íslands þetta kvöld. Hann sagði að sér hefði borist tilkynning um slysið um klukkan 11.00 á laugardagskvöldið. Tilkynningin kom í gegnum Gufu- nesradíó frá snjóbfl, sem var á leið frá gistiskálanum til slysstaðarins. „Vegna þess hve sambandið var lélegt og hve litlar upplýsingar lágu yfír um slysið ákvað ég að bíða með að ræsa út flugáhöfnina þar til snjóbíllinn kæmi að slysstaðnum. Það tók um 20 mínútur og kynnti ég mér á meðan hveijir væm á bakvakt hjá Fluggæslunni," sagði Jóhann Briem. komið fyrir á samtals 40 stöðum i Vesturbænum, norðan Hringbraut- ar. Katrín Fjeldsted og Guttormur Þormar fulltrúar í umferðamefnd ræddu við fulltrúa íbúasamtakanna og varð að samkomulagi að leggja til að hraðahindranir verði settar upp á samtals 10 stöðum við áður- nefndar götur. Sú tillaga var sam- þykkt á fundi í umferðamefnd 7. maí síðastliðinn. Tillagan var síðan lögð fyrir borgarráð sem samþykkti hana á fundi sínum á þriðjudaginn. Borgarráð: Tíu hraðahindrunum kom- ið fyrir í Vesturbænum GEGN kísilskán og öðr- um óhreinindum. FYRIR vaska, baðker, sturtubotna, flísar, salernis- skálaro.fl. HREINSIR (NUDDI) íslenskir leiðbeinlngar._ Fæst í flestum verslunum. sem selja ræstivörur, í Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði, á Akranesi, Hellu, Hvols- velli, Selfossi. Húsavík, svo og á öllum bensínstöðvum ESSO. Hreinlætisþjónusta hf. Sími 27490. ER BILLINN ILAGI KÚPLINGSDISKAR OG PRESSUR Original japanskir varahlutir í flesta japanska bíla. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 6B7BOO ÁGÓÐUVERÐI - ACDelco Nr.l BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 SÍUR ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-brófaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaðri vinnu. Þú stundar námið heima hjá þér á þeim hraða sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þérgefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færð ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiðin eru öll áensku. □ Tölvuforritun □ Ratvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almenntnám □ Bifvélavirkjun □ Nytjalist □ Stjórnun fyrirtœkja □ Garöyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennaka □ Kælitækni og loftræsting Nafn:........................................................ Heimilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Samtún Grenigrund JlfofgiiiiÞIiiMfe

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.