Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Davíð o g hús- næðismálin VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fi. Danfoss VLT hraða- breytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 150 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HEÐINN = VÉLAVERSUDN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Hver er steftia þeirra flokka í húsnæðismálum sem nú bjóða fram í borgarstjómarkosningunum? Hvað hyggst íhaldsmeirihluti Dav íðs Oddssonar gera í húsnæðismál- um ráði hann ferðinni í borgarmál- um að loknum kosningum? Á sama húsnæðisstefna að ráða þá ferðinni eins og síðasta kjörtímabil? Hver var stefnan? í hnotskum að skilja þá verst settu eftir út í kuldanum. Lítum á aukningu á leiguhúsnæði borgarinnar á kjörtímabilinu: 1983: 12 íbúðir 1984: Engin 1985: 2 íbúðir 1986: 7 íbúðir Biðlistinn eftir leiguhúsnæði sem Davíð skilur eftir í lok kjörtímabils- ins er um 350 manns. Davíð svari Afrekaskrá Davíðs Oddssonar í húsnæðismálum borgarbúa fyrir síðasta kjörtímabil liggur fyrir. Hvers mega þeir 350 einstaklingar og Qölskyldur þeirra vænta ráði Davíð áfram ferðinni á næsta kjör- tímabili. Hvað ætlar Davíð að gera næstu 4 árin tit að leysa húsnæðis- vanda borgarbúa? Þessar Qölskyldur og aðrir sem er um megn að standa undir þeirri greiðslubyrði sem fylgir því að eignast húsnæði eiga á því kröfu að Davíð svari þeirri spumingu. Stefna Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka sett fram skýra stefnu í húsnæðismálum nú fyrir þessar sveitarstjómarkosningar Alþýðuflokkurinn hefur sett fram raunhæfan valkost um byggingu 600 kaupleiguíbúða á hveiju ári næstu 10 árin. Þar hefur fólk val um leigu eða kaup slíkra íbúða. Kjósi fólk að Ieigja yrði leigugjald 4.670 krónur á mánuði fyrir lág- launafólk og fyrir aðra 7.180 krón- ur. Þessi greiðsla færi til að greiða niður lán úr Byggingasjóði ríkisins og verkamanna, sem lánuðu 80% af kaupverði kaupleiguíbúða. Kjósi fólk að eignast slíka fbúð greiðir það viðbótargjald, sem er frá 2.084 kr. í 4.909 krónur allt eftir því hvað það kýs að eignast íbúðina á Iöngum tíma. Viðbótargjaldið færi til að greiða niður hlut framkvæmdaaðil- ans sem geta verið sveitarfélög og eða félagasamtök, en hlutur þeirra í fjármögnum kaupleiguíbúða væri 20%. Þegar viðkomandi hefur með viðbótargjaldi greitt niður hluta sveitarfélagsins fær hann afsal fyrir íbúðinni og yfirtekur eftirstöðvar lána við byggingarsjóðinn. Hér er um raunhæfan valkost að ræða. Kaupleiguíbúð getur lág- launafólk eignast á 30 ámm með fastri mánaðargreiðslu að upphæð 6.754 kr. og aðrir á sama tíma með 9.264 kr. mánaðargreiðslu. Enga útborgun þarf — engin hlaup milli bankastofnana og viðkomandi þarf hvorki að sækja um lífeyris- né húsnæðislán. Framlag Reykja- víkurborgar Og hvemig á Reykjavíkurborg að standa undir fjármögnun kaup- leiguíbúðanna. Ef gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg byggði eða keypti 300 kaupleiguíbúðir af þeim 600 sem framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir á landinu öllu á hverju ári þá yrði hlutur borgarinn- ar 136 milljónir á ári. Þar sem hér er um mjög hagstæðan kost að ræða í húsnæðismálum verður að gera ráð fyrir að launþegasamtök eða önnur félagasamtök hefðu áhuga á að gerast samstarfsaðilar með Reykjavíkurborg um kaup- leiguíbúðir. Sé um fleiri fram- kvæmdaaðila að ræða minnkar hlutur Reykjavíkurborgar sem því nemur. Að auki má benda á að útgjöld borgarinnar árlega á næstu 10 ámm vegna byggingar 300 kaupleiguíbúða minnkar árlega í hlutfalli við endurgreiðslu viðbótar- gjalds frá þeim sem kaupa íbúðim- ar. Alþýðuflokkurinn gerir líka í sínu tillögum ráð fyrir því að leggja á stighækkandi eignarskatt í tvö ár á félög og fyrirtæki og nettóskuld- lausar eignir yfír 7 milljónir króna sem rynni til húsnæðismála. Það gefur 600 milljónir hvort árið um sig. Alþýðuflokkurinn vill að 2—300 milljónir af því fjármagni renni til sveitarfélaganna til að auðvelda þeim að hrinda af stað fram- kvæmdaáætlun um byggingu eða kaup á 6000 kaupleiguíbúðum á næstu 10 ámm. ÁTTUNDA námskeiðið sem Borgarspítalinn og Rauði kross íslands efndu til fyrir sjúkra- flutningamenn var haldið í Borg- arspítalanum dagana 7. til 18. apríl sl. Fólkið velji sjálft Sú lausn sem hér hefur verið lýst í húsnæðismálum um kaupleigu- íbúðir felur í sér róttækustu umbæt- ur í húsnæðismálum allt frá því lögin um verkamannabústaði vom sett. Komist hún til framkvæmda mun hún marka algjört tímamót í húsnæðismálum íslendinga. Fólki verður gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið án vinnuþrældóms og skuldabasls. Þetta er raunhæfur valkostur í húsnæðismálum. Val- kostur sem snýst um frelsi fólksins til að velja sér eignarform eða leigu ef það svo kýs. Ihaldinu sem tíðrætt er um frelsi einstaklingsins — vill ekki gefa fólki val í húsnæðismálum. Það vill miðstýra og þvinga fólk nauðugt viljugt út í eignarstefnuna. Vanda láglaunafólksins í borginni telur Davíð nægja að leysa á heilu kjör- tímabili með 5 leiguíbúðum á ári. Davíð og forgangsmálin Davíð fannst allt í lagi að leggja 20 milljónir í hljómflutningstæki vegna afmælis Reykjavíkurborgar. En Davíð taldi borgina ekki aflögu- færa um 1—2 milljónir til að auð- velda unglingum og öldruðum að- gang að félagsmiðstöðinni í Frosta- skjóli. Ölfusvatns- og ísbjarnarævintýr- ið kostaði borgina svipaða Qárhæð og hlutur borgarinnar í 600 kaup- leiguíbúðum. En það þjónaði betur pólitískum vilja Davíðs að leysa frekar íhalds- Námskeiðið sóttu að þessu sinni 11 nemendur frá ýmsum stöðum á landinu. Námskeiðinu stýrði Krist- inn Guðmundsson heila- og tauga- skurðlæknir Borgarspítalans. Á námskeiðinu leiðbeindu alls rúm- „Alþýðuflokkurinn hef- ur sett fram raunhæfan valkost um byggingu 600 kaupleiguíbúða á hverju ári næstu 10 ár- in. Þar hefur fólk val um leigu eða kaup slíkra íbúða.“ íjölskyldur úr skuldasúpunni. Reyk- víkingar voru látnir greiða 200 milljónir í ísbjamarævintýrið, þar sem eigendumir stóðu eftir með allt sitt á þurru. Og Reykvíkingar vom látnir gefa íhaldsfjölskyldu 60 milljónir (nú- viröi 72 milljónir) fyrir jörðina á Ölfusvatni sem er metin á 400 þús. krónur. En Davíð vantaði pólitískan vilja til að styðja tillögu borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, Sigurðar E. Guð- mundssonar, um 90 millj. króna framlag til kaupleiguíbúða. Afrekaskrá Davíðs á sl. kjörtíma- bili í húsnæðismálum borgarbúa staðfestir það að íhaldsmeirihlutan- um er ekki treystandi til að leysa húsnæðisvanda Reykvíkinga. Höfundur er alþingismaður fyrir Aiþýðufiokkinn. lega 30 kennarar og fyrirlesarar. Námskeiðið stóð alla dagana frá kl. 8 til kl. 17. Skipulag námskeiðs- ins var með svipuðum hætti og í fyrra. Sjúkraflutninganámskeið 7.-18. aprík 1986. Kennarar i fremri röð, nemendur í aftari röð. Fremri röð frá vinstri: Friðrik Þorsteinsson, Þórarinn Siggeirsson, Sigríður Hjaltadóttir, Kristinn Guðmundsson, Lilja Harðardóttir, Ragnar Finnsson og Sigurður Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Baldursson F. B.S. V-Hún, Jón Arngrímsson Hólmavik, Jón G. Knutsen Akureyri, Heiðar Jónsson Selfossi, Haraldur G. Hlöðversson Vestmannaeyjum, Guðmundur Fylkisson ísafirði, Fnðgeir Hjaltalín Grundarfirði, Vig- fús H. Jónsson Egilsstaðöðum, Sigmundur Þorgrímsson Húsavík og Ásgerður Þórisdóttir aðalskrifstofa RKÍ. Námskeið fyrir sjúkraflutningamenn COMBI CAMP er lausnin að vel- heppnuöu sumarleyfi, veiðiferö eða heimsókn til fjarstaddra vina og vandamanna. COMBI CAMP er ein fljótlegasta lausnin á tjöldun er býöst. Aöeins 15 COMBI CAMP hefur trógólf í svefn- og íverurými er dregur úr jarökulda og raka. COMBICAMP Benco hf. Bolholti 4. Simi: 91 -21945. Verðkr. 135.000 Staðgreitt COMBI CAMP hefur góða lokun á öllum samskeytum vagns og tjalds er eykur enn á notagildi við erfiö skilyrði. COMBI CAMP er rúmur og þægilegur fjölskylduvagn er hentar vel til feröa- laga hvar sem er. COMBI CAMP er á hagstæöu veröi og kjörum. Hafið samband. Sjón er sögu rikari. COMBICAMP Verð kr. 121.500 Staðgreitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.