Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
_
mmmn
© 1986 Universal Press Syndicate
„ J?ú fxr5 ck.ki nóg kalsíum úrfxéunni."
... að veita verð-
laun.
TM Rag. U S. Pat. Off—all rlghts reservtd
e 1983 *-0s Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Hafið þið séð breiðskifuna
sem ég var að spila í
gærdag?
HÖGNI HREKKVlSI
„ Plr'NAN HAM5 ER. þjÓFAVARlN-"
Mun helmingnr íslensku þjóðar-
innar horfa á Maradona í sjón-
varpinu?
Fótbolti eða
geislamælar
6522-2086 hringdi:
„Ég vil láta í ljós óánægju með
grein „Dísu“ í Velvakanda 16.
maí sl., þar sem hún segir skyn-
samlegra að kaupa geislunarmæla
en beinar útsendingar frá heims-
meistarakeppninni í fótbolta í
sumar.
I fyrsta lagi er það fé, sem sjón-
varpið fær til umráða, algerlega
óskylt kaupum á einhveijum
geislamælum. Einnig get ég full-
vissað bréfritara um það, að a.m.k.
helmingur þjóðarinnar á eftir að
fylgjast með stjömum á borð við
Maradona, Platini, Rummenigge,
Robson o.fl.
Að lokum: Ef kjamorkustríð
yrði á annað borð, yrði gjöreyðing
og geislunarmælar kæmu fyrir lít-
ið.“
Knattspyrnuáhugamaður
hringdi:
„Vegna bréfs frá „Dísu“ í Vel-
vakanda 16. maí sl., þar sem hún
segir að nær væri að kaupa geisl-
unarmæla en beinar útsendingar
frá heimsmeistarakeppninni í
knattspymu í Mexíkó í sumar, vil
ég benda henni á það að ekki hafa
verið svo margar beinar útsending-
ar frá heimsmeistarakeppni í
knattspymu, og er þetta því mikill
fengur fyrir knattspymuáhuga-
menn nú.
Ef „Dísa“ hefur mikinn áhuga
á að vera í landi þar sem geislunar-
mælingar em með miklum blóma,
getur hún sem best flutt til Noregs
eða Svíþjóðar. Þar fær hún ömgg-
lega alla þá geislunarmæla sem
hún vill.
Að lokum vil ég þakka Bjama
Felixsyni fyrir gott framtak í þágu
knattspymuáhugamanna og allar
þær beinu útsendingar sem hann
hefur kríað út á undanfömum
ámm.“
Þakkir Poppkorns-
menn
131170 hringdi:
„Mig langar að þakka stjómend-
um Poppkorns fyrir frábæran þátt
12. maí sl. Ég hvet þá til þess að
sýna fleiri myndbönd með Prince
og Madonnu, og ég er viss um að
margir taka undir það. Þá var
einnig sýnt afbragðs myndband
með Cljff Richard og The Young
Ones. Ég vil líka hvetja strákana
til þess að sýna fleiri þætti af
lögum sem hafa verið vinsæl, en
ekki einskorða sig við lög sem eiga
eftir að verða vinsæl.
Tónlistar-
happdrætti
Velvakandi.
í Morgunblaðinu 13. þ.m. var
spurst fyrir um vinninga í happ-
drætti Samtaka um byggingu tón-
listarhúss.
Dregið var í happdrættinu 12.
október 1985. Fréttatilkynning um
vinningsnúmer var send öllum
dagblöðum og birtist hún í Morgun-
blaðinu 27. október. Auk þess vom
vinningsnúmer birt með auglýsingu
í fjómm dagblöðum, í Morgunblað-
inu 30. október.
Símsvari gaf upplýsingar um
vinningsnúmer til 13. febrúar á
þessu ári. Síðan hafa upplýsingar
verið veittar í síma 29107, sem er
skráður sími Samtaka um byggingu
tónlistarhúss (opiðkl. 14—18).
Þess skal að lokum getið, að allir
útdregnir vinningar hafa þegar
verið sóttir. Við viljum nota þetta
tækifæri til að þakka landsmönnum
ágætar viðtökur við happdrættinu.
F.h. happdrættisnefndar,
Bragi Jónsson
Dularfull hjálp-
arbeiðni frá
Filippseyjum
Velvakandi góður
Mér hefur borist bréf frá konu á
Filippseyjum. Hún segir frá bágind-
um sínum og biður um aðstoð.
Nú er mér hulin ráðgáta hvar
hún hefur fengið nafn mitt og heim-
ilisfang, og dettur mér helst í hug
að hér séu á ferðinni skipulagðar
hjálparbeiðnir. Bréfíð er greinilega
ekki skrifað af konu, sem býr við
þær aðstæður sem lýst er, og það
erekki frímerkt, heldur stimplað.
Velvakandi góður, nú þætti mér
vænt um að þú komir þessu á fram-
færi og fólk gæti látið þig vita ef
fleiri hafa fengið slík bréf.
Björg Bogadóttir,
1257-3758
Víkverji skrifar
Víkveiji notaði góðviðrið um
helgina til að skoða sig um í
Reykjavík og nágrenni. Víða var
verið að vinna í görðum og á tveim-
ur stöðum að minnsta kosti heyrðist
í sláttuvél, þannig að garðsláttu-
menn vita hvað til síns friðar heyrir
á næstunni. Að vísu virtist ekki
mikið sprottið, þar sem vélamar
voru dregar yfir grasflatimar.
Þurrkarnir að undanfömu teíja
fyrir sprettunni, en í gær byijaði
að rigna.
Hvergi sjást merki yfirvofandi
kosninga þegar farið er um borgina.
Kannski eiga stjómmálaflokkarnir
eftir að festa upp áróðurspjöld og
myndir af frambjóðendum eða þeir
em alveg hættir að eyða peningum
í slíkt. Aðeins á einum stað hefur
Víkveiji séð kosningaborða, það er
í Austurstræti beint framan við
ritstjómarskrifstofur Morgunblaðs-
ins. Þar hefur Kvennalistinn hengt
upp áminningu til vegfarenda um
tilvist sína. í Evrópulöndum eru það
myndir af frambjóðendum og stutt
slagorð á spjöldum, sem helst minna
almenning á kosningar. Setja þess-
ar auglýsingar svip sinn á borgir
og þjóðlönd síðustu vikumar, sem
barist er um fylgið.
í stað þess að hengja áróðurinn
á hús og staura hafa stjórnmála-
flokkamir hér valið þá leið að festa
hann á stuðningsmenn sína. Fólk
sést með alls kyns barmmerki til
staðfestingar á því, hvaða flokki
það fylgir.
ótt kosningaspjöldin vantaði,
hafði Víkveiji nóg að skoða á
ferðum sínum um borgina um helg-
ina. Hann hafði til dæmis ekki áttað
sig á því áður, að smábátaeign er
orðin jafn mikil og sjá má í hinni
sérstöku höfn fyrir þessa báta í
Elliðaárvogi. Minnti sjónin helst á
bátahafnir við Miðjarðarhaf eða
Adríahaf. Þó var ekki unnt að hafa
langa viðdvöl þama, því að mold-
rokið var svo mikið. Vegur hefur
verið malbikaður í áttina að höfn-
inni en umhverfis hana sjálfa vantar
vegi og stéttir. Undrar það Víkveija
alltaf, hvers vegna skilið er við verk
af þessu tagi án þess að fullljúka
þeim. Hraðinn í vexti borgarinnar
er kannski svo mikill, að aldrei gefst
tími til að leggja lokahönd á verk.
Við Skúlagötuna vom menn að
girða af stóra spildu meðfram sjón-
um með vímeti og tvöföldum
gaddavírsstreng þar fyrir ofan.
Varla er verið að hefta ferðir sjávar-
dýra með þessum framkvæmdum?
En okkar ágætu borgaryfirvöld ráð-
ast ekki í framkvæmdir af þessu
tagi af ástæðulausu. Er ekki að
efa, að þetta skýrist fyrir kjördag.
XXX
Af spumingum þeim, sem birst
hafa í Morgunblaðinu og beint
er til Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra, í tilefni af kosningunum,
má ráða, að háttvirtir kjósendur séu
mest með hugann við sitt næsta
nágrenni, þegar þeir velta fyrir sér,
hveijum þeir ljá fylgi í kosningun-
um. Að borgarstjóri skuli sitja fyrir
svörum með þessum hætti er ein-
hver besta staðfesting, sem unnt
er'að fá á mikilvægi þess, að einum
flokki sé treyst fyrir stjóm borgar-
innar. Engum datt í hug, að það
væri til nokkurs gagns, að einhver
forystumanna vinstri flokkanna
sæti þannig fyrir svömm, þegar
þeir höfðu meirihluta í Reykjavík
1978 til 1982. Er ekki að efa, að
þá hefði það gerst oftar en einu
sinni, að skuldinni hefði verið skellt
á einhvem samstarfsflokkanna í
erfiðum málum. Engum slíkum
„vömum“ er unnt að koma við,
þegar aðeins einn flokkur fer með
stjóm borgarmála; ábyrgðin er skýr
og ótvíræð.
Líklega stendur það stjórn lands-
mála og virðingu Alþingis hvað
mest fyrir þrifum, að einum stjóm-
málaflokki skuli aldrei hafa verið
trúað fyrir meirihluta á þingi. Deil-
an um Þróunarfélagið, þar sem
forsætisráðherra segist í raun ekki
treysta fjármálaráðherra fyrir því
að fara með fé ríkisins, er skýrt
dæmi um það, hvemig menn geta
misnotað pólitískt samstarf. Á
meðan Reykvíkingar bera gæfu til
að kjósa einn flokk til ábyrgðar,
geta þeir verið næsta ömggir um
skipulega stjóm og markviss við-
brögð við þeim vanda, sem upp
kann að koma. Reynslan af stjóm
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
kennir þeim það að minnsta kosti.