Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 13

Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 13 OLE KORTZAU Myndlist BragiÁsgeirsson Það er flölhæfur danskur list- hönnuður, Ole Kortzau að nafni, sem um þessar mundir er kynntur í kjallarasölum Norræna hússins. Ole Kortzau sækir fyrirmyndir að verkum sínum í efnivið náttúr- unnar og hér er það einfaldleikinn og stór form sem eiga hug hans allan. " Listamaðurinn er húsameistari að mennt, en hefur öðru fremur hlotið frægð og viðurkenningu fyrir listhönnun á mörgum sviðum, hann- ar grafík, textflmynstur, postulín, silfurmuni og húsgögn. Hann er ekki einasta afkastamikill á breiðu sviði heldur einnig mjög iðinn við að kynna list sína og þannig eru sýningar hans orðnar hvorki fleiri né færri en 25 á 13 árum. Fyrstu sýningu sína hélt hann í Marienborg árið 1973, en síðast hefur athafna- semi hans á vettvanginum náð um allan heim. Svona gerist þetta úti í hinni stóru veröld. Það er eitthvað létt og austur- lenzkt í list Ole Kortzau og er líkast því sem hann hafí tileinkað sér kín- verskan lífsmáta um einfalt líf við útfærslu verka sinna. Formin í myndum gerandans eru stór og hrein og mjög í anda danskrar erfðavenju í list og listiðn- aði — iðulega skerast þau svo af smáformum tengdum hlutveruleik- anum. Heildin verður létt og leik- andi, næsta loftræn, ef svo má að orði komast. Danskur listiðnaður er víðfrægur fyrir þessar eigindir og hér getum við séð eina útgáfu hans. Þessi sér- stöku einkenni eru sprottin upp beint frá danskri náttúru og um- hverfí, vel að merkja. Það skiptir svo miklu máli í allri list, að um- hverfið sé kveikja listsköpunnar einstaklingsins en f ferskri og lif- andi útgáfu og í bland við heimslist- ina. Þannig verður þjóðleg list al- þjóðleg. Þannig spratt ogeinnig upp máltækið „Öll þjóðleg list er léleg. Öll góð list er þjóðleg." Þetta skilst m.a. svo, að ekki megi kæfa litsköpunina í hinu þjóð- lega né drekkja henni í alþjóðlegum straumum, en að uppruninn og umhverfi listamannsins sé ávallt aðal listar hans. Það er mikilsvert að fá sýningar sem þessa hingað til landsins f þeirri miklu uppbyggingu sem ís- lenzkur listiðnaður og listhönnun er í um þessar mundir. Slíkir munir, sem þeir á sýningunni, eru verzlunarvara af æðri gráðu og menn taki eftir því hve öllu er vel fýrir komið og smekklega frá hveij- um hlut gengið. Hvergi er um of- hleðslu að ræða þrátt fyrir að þétt sé setinn bekkurinn á þessari fjöl- þættu sýningu og hefði hér margt getað farið úrskeiðis í höndum óvanra. Þó má segja, að það sé nokkur verzlunarbragur á sýning- unni, sem kann að hafa sínar eðli- legu skýringar í ljósi þess, að það er listmunaverslun (Epal) sem gengst fyrir kynningunni. Verzlun- in hefur gert mikið af því að kynna danska listhönnun hér á landi, sem að sjálfsögðu er þakkarvert. Maður saknar þess, að engin sýningarskrá fylgir þessari vönduðu kynningu en hins vegar gefst kostur á að glugga í einn ritling og nokkur laus blöð. Eiginlega er útilokað að setja upp slíka sýningu í þessum ágætu sölum án þess að þessi hlið sé í lagi og þetta ættu ábyrgir að huga að. Það sem er einna athyglisverðast á þessari sýningu í ljósi fjölbreytni hennar er hve formhugsun gerand- ans er hrein og bein, — persónuleiki listamannsins og viðhorf hans til lífs og listar kemur fram í hverjum einstökum hlut. Gengur eins og rauður þráður um alla sýninguna og gildir hér einu í hvaða efni hann vinnur. Ég sé hér greinilegan skyldleika hinna þokkafullu rósamynstra við silfurmunina og postulfnið — allt listiðnaður í háum gæðaflokki. Listamaðurinn Ole Kortzau hefur hlotið frægð og frama fyrir listmuni sína og eru það í sjálfu sér góð meðmæli. En það varðar þó mestu, að margir munanna á sýningunni í kjallarasölum Norræna hússins staðfesta að sóminn er verðskuldað- ur. Og það gerir sýninguna heim- sóknar virði. Stálkerra, burðargeta 1000 kg. Innanmál 257x142x40 cm. Ljósabúnaður, bremsu- búnaður, sturtubúnaður, opnanlegur að aftan og framan. 64.000.— ★ Stálkerra, burðargeta 500 kg. Innanmál 170x115x40 cm. Ljósabúnaður, 13“ dekk. 38.000.— ★ Hvítar harðplastkerrur. Burðargeta 450 kg. Innanmál 170x15x40 cm. Ljósabúnaður, 13“ dekk. 36.000.— Bíla- og lyftaraflutnlngskerrur. Vönduð vinna, unnið úrnýju efni affagmönnum. Víkur Vagnar hf. Víkí Mýrdal Sölustaðir: GísliJónsson og Co. hf., Sundaborg 11, sími 686644. Smíðum allar gerðir af t.d. bátakerrur. og kerrum, M'4 !.:* s BORCARS KRÁIIN Gulabókin sem allir fa öteypis í haust Þúsundir fyrirtðdgavetóa með, hvað með þitt fyrirtæki ? 4$vart d fivítu Borgartúni 29, sími 622229.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.