Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUD AG UR 3. JÚNÍ 1986
17
Raunar er það ekki undrunarefni,
þó að þeir unglingar sem finnst
skólinn ekki fullnægja starfsgestu
sinni leiti sér lífsfyllingar annars
staðar. Því væri það verðugt verk-
efni fyrir þá sem nú vinna gegn
útbreiðslu vímuefna, að kanna vel
hvað það raunverulega er sem
dregur unglinga á mótunarskeiði
undir áhrif vímuefna.
Kennarar eru oft örlagavaldar.
Reyndar hefí ég í mörg ár verið
sannfærð um að neikvætt viðhorf
margra nemenda hérlendis til náms
tengist einnig kennsluleiða sumra
kennara.
En hér starfa líka kennarar sem
eru gulls ígildi. Það eru þeir kennar-
ar sem gjörþeklqa sína kennslu-
grein og njóta þess að kenna. Þeir
yfírfæra eigin eldmóð og áhuga á
námsefninu yfír á nemendur sína
og hljóta að launum virðingu þeirra
og þakklæti ævilangt. Þessir úrvals
kennarar ættu, vegna hæfni sinnar
til að koma nemendum til þroska,
að fá viðurkenningu og góða umbun
í launum.
Ef við ætlum ekki Austur-
landabúum einum frumkvæði í nýj-
um atvinnugreinum, þá er okkur
nauðsynlegt að endurskoða sem
fyrst þá undirstöðumenntun sem
íslenska skólakerfíð býður upp á
og taka þá mið af því sem best
gerist annars staðar. íslensk böm
og unglingar hafa sýnt það í námi
við góða erlenda skóla, að þau geta
tekist á við mun meira og flóknara
námsefni en boðið er upp á hér í
skólum. Árangur þeirra hefur jafn-
vel verið betri en margra innfæddra,
jafnvel þó þau hafi þurft að læra á
erlendu tungumáli.
Sú stöðnun sem átt hefur sér
stað í skólum á Vesturlöndum hefur
valdið foreldrum og framsýnum
skólamönnum verulegum áhyggj-
um. Það er flestum ljóst að mun
meiri áherslu verður að leggja á
undirstöðunámsgreinar eins og
móðurmál og stærðfræði, þar sem
á þeim greinum byggist ailt annað
nám. Við ættum því að hafa hug-
fast, að góða menntun á sem flest-
um sviðum verður hér á landi, sem
hjá öðrum þjóðum, undirstaða allra
framfara og velmegunar í framtíð-
inni.
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík
og sér um þáttinn „Rétt dagsins “
í Morgunblaðinu.
geta ekki einvörðungu treyst á
vamarliðið. Tíð áhafnaskipti,
tungumálaörðugleikar og ókunnug-
leiki á staðháttum hafa oft á tíðum
valdið vandræðum og skapað óör-
yggi. Sú staðreynd að hér er um
hemaðarstarfsemi að ræða þar sem
vélakosturinn getur verið tepptur í
öðrum verkefnum eykur enn á óör-
yggið. Þannig er ljóst að íslending-
um ber ávallt að hafa sín eigin
björgunartæki til taks.
Landhelgisgæslunni hefur verið
falið það verkefni að reka björgun-
arþyrlur samhliða annarri starfsemi
sinni. Þessi rekstur hefur ávallt
verið í miklu fjársvelti og notið lítils
skilnings ráðamanna. Virðist nán-
ast ætlun þeirra að björgunarstörf
séu unnin á skrifstofutíma. Hefur
þessi skipan mála vakið furðu alls
almennings í landinu. Víst er það,
að margir stunda skrifstofuvinnu.
Þúsundir sjómanna eru þó að störf-
um á hafí úti daga sem nætur.
Samgöngum er víða þannig háttað
að íbúar margra byggðarlaga njóta
ekki þeirrar bráðaþjónustu sem
öðmm þætti sjálfsögð. Mikill fjöldi
ferðast um landið árið um kring.
Slys og alvarleg veikindi gera ekki
boð á undan sér og verða oft utan
skrifstofutíma. Það er reynsla
lækna Borgarspítalans sem hvað
mest sinna slösuðum og skyndiveik-
um hér á landi, að allar tafír sem
verða á því að koma þessum sjúkl-
ingum til lækninga geta leitt til
varanlegra örkumla og dauða er
ella mætti forða. Það hlýtur að
vera skýlaus krafa alls almennings
í landinu að þessum málum verði
strax komið í viðunandi horf. Slíkt
öryggi yrði lágu verði keypt þegar
um líf eða dauða væri að tefla.
Höfundar eru læknar við Borg-
arspítalann.
443.000,-Kr
er ótrúlega gott verd fyrir Citroén
BX Leader, sem er ódýrasti
BX-inn. Aðeins dýrari er BX14 E;
470.000,- kr. BX 16 TRS kostar
kr. 568.000,- og glæsivagninn
BX 16 RS Break (station) kostar
nú aðeins 615.000,- krónur.
Þú getur líka eignast Citroén BX
með frábærum greiðsiukjörum:
GOTT FðlK / SlA
30% út og afganginn á allt að
tveimur árum.
Innifalið í þessu verði er ryðvörn,
skráning, skattur, stútfullur
bensíntankur og hlífðarpanna
undir vél.
Citroén BX er meðalstór,
afburðavel hannaður fjölskyldu-
og sportbíll. Hann er 5 dyra, mjög
rúmgóður, framhjóiadrifinn,
sparneytinn og með frábæra
aksturseiginleika.
Citroén lúxusinn er allur á
sínum stað; vökvafjöðrunin,
hæðarstillingin, sjarmerandi
innréttingin og listilega hannað
mælaborðið.
Vélin í BX bílunum er frá 72 uppí
94 hestöfl og viðbragðið þrýstir
þér aftur í þægileg sætin sem
þola samanburð við Ijúfustu
hægindastóla.
Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu
á þráðinn, við eigum eftirað segja
þér margt fleira.
Cnlr\híl IQH LÁGMÚLA 5
Vf/VylyUO F SIMI 681555
CITROÉN *
Þótt Citroén BX endist
e.t.v. ekki jafn lengi og
Sigurboginn ætti franska
þrautseigjan að fleyta
honum áfallalaust útþessa
öld.
Krafturlnn í BX-inum er
ástríkt afkvæmi gallvaskra
forfeðra sinna.
Frönsk tæknifullkomnun
teygir sig oft-til hæstu
hæða. Hjá Citroén er hún
beisluð á jörðu niðri.
Snilli og hugvlt er
Frökkum í blóð borið:
Pasteur fann upp
gerilsneyðinguna, Citroén
fann upp BX-inn.
Fegurðarskyn Frakka er
margrómað. Formfegurð
og mjúkar línur BX-ins
auka enn á orðstírinn.
LA CITROEN BX- ENCORE
UN FRUIT FORTINÉRESSANT
DE L’ESTHETIQUE ET DU GENIE
FRANQAIS'
'CITROÉN BX - ENN EINN SPENNANDI ÁVÖXTUR
FRANSKRAR FORMFEGURÐAR OG SNIUI