Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 HOMEBLEST ... ínýjumumbúóum Þæreru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar á grillið eð’í pottinn og svo líka í veislumar bragðið þaðhrífur já minnamánúsjá. mmmmmmm Grillur í skól- um eða grillur í blaðamanni eftir Ingibjörgu As- geirsdóttur og Sigrúnu Guðmundsdóttur í greinum þeim um skólamál sem birst hafa undanfarið í Morgun- blaðinu, hefur Guðmundur Magnús- son blaðamaður ráðist harkalega að flestum þáttum í starfi grunn- skóla á íslandi. Hann fjallar meðal annars um uppeldis- og kennslu- fræði, námskrárgerð, skipulag skólastarfs og menntun kennara og telur öllu ábótavant. Við fögnum umræðu um skóla- íál, en hefðum óskað þess að hún byggði á meiri þekkingu og skiln- ingi en minna á fordómum. Þannig hefði umræðan verið betur til þess fallin að bæta íslenskt skólastarf. Við viljum hér aðallega taka til umræðu þá þætti í skrifum blaða- mannsins sem við þekkjum best til, þ.e. dagleg störf kennara í grunn- skólum. í grein sinni „Grillur í skólum" (Mbl. 24.4. ’86) ásakar Guðmundur Magnússon kennara um að starfa samkvæmt „firrum í ríkjandi skóla- speki". Að mati blaðamannsins hafa þessar „firrur“ „valdið upplausn í skólum". Við höfum sem kennarar leitast við að haga störfum okkar í sam- ræmi við það sem blaðamaðurinn kallar „firrur“ og verðum því að taka þessar ásakanir til okkar. Við höfúm hinsvegar ekki orðið varar við að afleiðingin af slíkum starfs- háttum væri sú að í skólum landsins ríkti upplausn, og það sem blaða- maðurinn kallar „firrur" teljum við mikilvæga þætti í árangursríku skólastarfi. Frumkvæði og áhugi nemenda Fyrsta „firran" sem blaðamaður- inn segir kennara starfa samkvæmt er sú „að frumkvæði í námi eigi að koma frá nemendum og nám og kennsla eigi að taka mið af áhuga eða áhugaleysi nemenda". Þetta skýrir blaðamaðurinn þannig að það feli í sér algjört stjómleysi á því hvað og hvort nemendur læri. Áhugi og frumkvæði eru nátengd hugmyndum okkar um nám og kennslu. Við sjáum það sem eitt mikilvægasta hlutverk kennarans að vekja og viðhalda áhuga bama og unglinga á námi og menntun. Hæfileikinn til að vekja áhuga nemenda á viðfangsefninu hefur jafnan verið aðalsmerki góðra kenn- ara. Það er hætt við því að þekking sem nemendum er ætlað að afla sér af litlum eða engum áhuga komist ekki til skila eða síist inn í sam- hengislausum brotum. Nemendur sem em áhugalausir og skortir frumkvæði em líka óvirkir í námi. Þeir sitja og bíða eftir því að náms- efnið sé matreitt fyrir þá og þeir síðan mataðir á því. Auk þess má ætla að nemendur sem ekki hafa vanist við fmmkvæði og sjálfstæði í námi eigi örðugt með að stunda framhaldsnám þar sem slíks er krafist. Kennarar em ekki einir um að finnast áhugi og frumkvæði í námi mikilvægir þættir. Foreldrar tala mikið um áhuga/áhugaleysi bama sinna í samtölum við kennara og vilja að þau stundi námið af áhuga og að fmmkvæði þeirra í námi sé eflt. Röðun í bekki Önnur „firran" sem blaðamaður- inn telur upp er sú „að röðun í bekki sé undir öllum kringumstæð- um röng. Það er talið félagslega rangt að leyfa ekki vanþroska böm- „Kennarar eru ekki einir um að finnast áhugi og frumkvæði í námi mikilvægir þættir. Foreldrar tala mikið um áhuga/áhugaleysi barna sinna í samtölum við kennara og vilja að þau stundi námið af áhuga og að frumkvæði þeirra í námi sé eflt.“ um eða bömum með skerta náms- getu að vera í sama bekk og önnur böm.“ Hér blandar blaðamaðurinn saman tveimur málum sem ekki þurfa að eiga samleið. Annars vegar er hér á ferðinni spumingin um það hvort raða eigi í bekki eftir náms- getu og hins vegar spumingin um það hvort andlega eða líkamlega fötluð böm eigi að ganga í almenn- an skóla. Það hefur ekki tíðkast hér á landi að raða í bekki eftir námsgetu. Aftur á móti hefur verið raðað í bekki eftir námsárangri. Hugtakið „námsgeta" vísar til eðlislægra þátta sem tengjast hæfileikum bama til að læra, meðal annars þeirrar þekkingar sem boðið er upp á í skólum. Það er svo annað mál hvort námsárangurinn verður í samræmi við námsgetuna. Það er háð Qölmörgum þáttum, meðal annars því hvort bamið hefur áhuga á námi sínu. Jafnvel viðhorf um- hverfisins til getu þeirra, jákvæð eða neikvæð, skipa miklu um árang- ur. Til þess að hægt væri að raða bömum í bekk eftir námsgetu, yrði að vera til mælikvarði sem gerði okkur kleift að mæla námsgetu í þeim óteljandi tilbrigðum sem kenn- arar sjá í starfi sínu. En svo er ekki. Samt mælir blaðamaðurinn með röðun í bekki eftir námsgetu. Við skulum athuga nánar hvað sllkt felur í sér vitandi að við höfum engan áreiðanlegan mælikvarða til að mæla námsgetu. Röðun í bekki felur það í sér að sumir nemendur fara í besta bekk, við skulum kalla það A-bekk upp á gamlan islenskan máta. Aðrir em í meðallagi og fara í B-bekk. Svo em það „tossamir" sem fara i C-bekk. Þeir fá tossa- stimpil sem loðir við þá allan náms- tímann, hversu vel sem þeir reyna að vinna. Reynslan sýnir að ef bömum er raðað í bekki eftir náms- árangri á fyrstu ámm skólagöngu, þá helst sú röðun nokkum veginn út alla skólagönguna. Þegar böm em á þennan átt flokkuð eftir vafa- sömum mælikvarða og þannig gefin vafasöm sjálfsímynd sem lengi loðir við,,þá skyldi engan undra að flestir "kennarar hafi á móti röðun í bekki eftir námsgetu eða námsárangri á gmnnskólastigi. Og svo em það bömin sem blaða- maðurinn kallar „vanþroska" og að hans mati eiga enga samleið með „eðlilegum" bömum og ætti því að koma fyrir annars staðar þar sem þau em ekki fyrir öðmm. Þessi böm eiga samkvæmt landslögum rétt á skólagöngu, og samkvæmt íslenskum gmnnskólalögum hefur skólaganga það meðal annars að markmiði að bömin fái tækifæri til að læra að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. I okkar lýð- ræðislega þjóðfélagi em borgarar alla vega, „eðlilegt" fólk og andlega og líkamlega fatlaðir. Ef fatlaðir em hafðir í sérstofnunum hvemig eiga þeir þá að læra að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu? Dæmin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.