Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Stefán Hrannar og Birgir Már i í Skansmýrinni. Skansmýrin hefur í ómunatíð verið í senn leikvöllur barna og vettvangur fjörugs fuglalífs. Flatey vaknar af vetrardvala Séð yfir „Plássið". Á miðri mynd Silfurgarðurinn og reiturinn. Meðal annars má sjá Eyjólfshús, Vertshúsið, Kaupfélagið og Vesturbúðir næst og lengst til hægri. Buslað í sjónum í Mjósundi. Talið frá vinstri: Birgir Már Ragnarsson, Stefán Hrannar Guðmundsson og Birna Ögmundsdóttir. Flatey á Breiðafírði sýndi sínar bestu hliðar nú um hvítasunnuna. Stafalogn og blíða var hlutskipti Flateyinga og helgargesta, en að venju kom nokkur hópur fólks til að eyða helginni í Flatey. Þar búa nú aðeins hjónin Haf- steinn Guðmundsson og Ólína Jónsdóttir, þó fleiri búi þar hluta úr árinu. Eftir kulda og fremur leið- inlega tíð að undanfömu má segja að vorið hafí „sprungið út“ nú um helgina og það ríkti sannkölluð stemmning bæði hjá mönnum og skepnum. Sauðburður er vel á veg kominn og krían komin fyrir nokkra. Ritan er sest upp í höfninni en nokkuð í að þær stöllur he§i varp. Hins vegar er æðarfuglinn farinn að verpa nokkuð og skarfsung- amir jafnvel orðnir stálpaðir. Alls verpa um 30 fuglateg- undir í Flateyjarlöndum og um helgina dirraði loftið af lífí og. þrótti nærri allan sólarhring- inn. Mannfólkið naut tilverann- ar og bæði ungir og gamlir teiguðu þann lífsþrótt og þá lífsnautn sem slíkir Flateyjar- dagar era svo ríkir af. Þessar myndir vora teknar í Flatey um hvítasunnuna og segja meira en mörg um „Ijúft líf“ um helgina. Ærnar í Flatey eru líklega spakari en almennt gerist. Tvær þeirra á tali við Birgi Má og Stefán Hrannar. „Helgarkot". Skotta í Krákuvör og Stefán Ægir Guðmundsson. Kveðjustund á bryggjunni. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Óskarsson, Ólina Jónsdóttir, Sigurbergur Bogason og Hafsteinn Guðmundsson. Hallbjörn Bergmann og nikkan. Bæði ómissandi f Flateyjarferðum. Við Bentshús. Talið frá vinstri: Guðmunda Ögmundsdóttir, Birgir Magnússon, Vigdís Ólafsdóttir og Edda Úlfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.