Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 29

Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 29
Morgunblaðið/Einar Falur Fimm bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, f.v.: Valgerður Guðmundsdóttir, Ingvar Viktorsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Tryggvi Harðarson. meirihluta, skipting atkvæða á milli hinna flokkanna skiptir líka máli,“ sagði Agnar Friðriksson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ. Flokkurinn hélt meirihluta sínum í Garðabæ. „Við hefðum auðvitað viljað halda fímmta manninum inni, en það er ekki um það að fást. Við erum með 53% atkvæða, sem er næstbesta útkoma sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fengið í Garðabæ. Við erum einn af örfáum kaupstöð- um þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig atkvæðum. Kjósendum fjölgaði hér talsvert og var töluverð óvissa um úrslitin. Við getum því verið sáttir við okkar hlut. Meirihlutinn stendur eftir _sem áður mjög traustum fótum. Ég á ekki von á miklum breytingum í bæjarstjóminni. Við höfúm reyndar ekki eins sterka stöðu í nefndum bæjarins, en það breytir ekki okkar starfí," sagði Agnar. Helga Kristín Möller, A-lista: „Náðum okkar takmarki“ „VIÐ teljum að þetta sé glæsileg- ur sigur og erum því mjög ánægð. Við náðum okkar tak- marki, það er að endurheimta sæti í bæjarstjórninni, og er Alþýðuflokkurinn núna orðinn næst stærsti flokkurinn í Garðabæ,“ sagði Helga Kristín Möller, efsti maður á lista Al- þýðuflokksins í Garðabæ. „Ég tel að þetta sé þvi að þakka að við rákum málefnalega kosn- ingabaráttu og tókst að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Við vomm með góðan framboðslista og traust fólk sem vann fyrir okkur í kosning- unum. Þá er því ekki að leyna að fólk er orðið þreytt á of miklum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og sýna úrslitin að bæjarbúar vilja veita honum meira aðhald. Það er ómögulegt að segja hvetju þetta breytir. Við munum reyna að koma okkar fólki sem víðast f nefndir og ná sem mestum áhrifum og auðvitað vonumst við til að geta komið fram ýmsum breytingum. Við munum berjast fyrir því að okkar stefnumál nái fram að ganga. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Garðbæingum kærlega fyrir stuðninginn og vona að við reyn- umst traustsins verð,“ sagði Helga Kristín. Seltjarnarnes: Guðmar Maguússon, D-lista: „Hæsta hlutfall atkvæða á landinu“ „VIÐ þurfum ekki að kvarta. Við fengum hærra hlutfall atkvæða en nokkur annar framboðsaðili á landinu. Við héldum okkar hlut nokkurn veginn, en vegna ein- staklega óhagstæðrar skiptingar atkvæða féll fimmti bæjarfull- trúinn,“ sagði Guðmar Magnús- son, annar maður á lista Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 menn kjörna og hélt meirihluta sínum í bæjarstjórninni. „Það er ekki með neinu móti hægt að túlka þessi úrslit sem vantraust á störf okkar. Það munaði örfáum atkvæðum að við héldum okkar fulltrúatölu, en það er hend- ing hver fer inn þegar svona litlu munar. Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram að þessu sinni á Seltjamamesi og sýnist mér að atkvæði þeirra hafí að mestu færst yfir á Alþýðu- bandalagið. Þetta hefur ekki önnur áhrif en þau að inn í bæjarstjómina kemur félagsfræðingur í staðinn fyrir verkfræðing, sem ég tel slæm skipti þó félagsfræðingurinn sé í sjálfu sér alls góðs maklegur. Þetta . mun ekki hafa nein áhrif á stefnu okkar. Við þurfum að þjappa okkur betur saman og ræða málin vel í okkar hópi. Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra stuðningsmanna okkar og þeirra sem unnu fyrir okkur í kosn- ingabaráttunni, ekki síst unga fólk- inu sem svo sannarlega lét ekki sitt eftir liggja," sagði Guðmar. Guðrún K. Þorbergs- dóttir, G-lista: „Tvímælalaust mikill sigur“ „ÞAÐ er stór stund hjá okkur að fá annan mann. Ég átti von á að við fengjum aukið fylgi, en að við fengjum annan mann datt mér ekki í hug,“ sagði Guðrún K. Þorbergsdóttir, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins á Sel- tjarnarnesi, en listinn vann einn mann af Sjálfstæðisflokknum. „Það er greinilegt að málflutn- ingur okkar hefur fengið hljóm- grunn, við lögðum mikla áherslu á útlit bæjarins og vemdun Valhúsa- hæðar. Það hefur verið léleg stjóm á bænum undanfarin ár. Okkur datt ekki í hug að við gætum fellt meirihlutann sem hefur stjómað hér í 25 ár, en þetta er tvímælalaust mikill sigur, og gagnrýnin á stjóm bæjarins kemur fram með þessum hætti. Meirihlutinn verður að taka miklu meira tillit til minnihlutans næstu árin en hann hefur gert og það er áreiðanlegt að þeir þora ekki að hrófla við Valhúsahæðinni á næsta kjörtímabili," sagði Guð- rún. Keflavík: Ingólfur Falsson, D-lista: „Kosningalof- orð sem enginn getur efnt“ „Alþýðuflokkurinn var með þau slagorð á lofti að gera Kefla- vík aftur að þeim sjávarútvegsbæ sem hann var áður. Þetta eru kosningaloforð sem enginn getur staðið við, því miður, en þau virðast hafa hrifið," sagði Ingólf- ur Falsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur bæjarfulltrúum, fékk tvo menn en hafði fjóra áður. „Ég tel að þessi slagorð Alþýðu- flokksins hafí skipt mestu máli, en því er heldur ekki að leyna að miklar mannabreytingar vom á framboðslistunum og virðist Al- þýðuflokkurinn hafa náð að höfða til yngra fólksins. Ég á ekki von á að miklar breytinar verði hér í bænum. Þetta var auðvitað mikill sigur hjá Alþýðuflokknum og óska ég þeim góðs gengis. Þeir biðluðu mjög stíft til okkar fyrir kosning- amar og virðist það hafa haft áhrif, en engan óraði fyrir að þeir fengju meirihluta bæjarfulltrúa. Þeir taka við góðu búi, bærinn stendur vel. Þetta verður samt erfitt hjá Alþýðuflokknum, því þetta er mikið til óvant fólk. Hjá okkur verða vissar breytingar því við lendum nú í stjómarandstöðu. Mjög gott samstarf hefur verið í bæjarstjórn en núna verður maður að breyta um hugsunarhátt til að veita meiri- hlutanum aðhald," sagði Ingólfur. Guðfinnur Sigur- vinsson, A-lista: „Krafa um endurreisn sjávarútvegs“ „ÉG HEF trú á að ýmislegt hafi spilað saman. Við vorum með góðan framboðslista og mikill kraftur í baráttunni. Við höfum líka haft forystu í umræðunni um endurreisn sjávarútvegsins hér,“ sagði Guðfinnur Sigurvins- son, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Keflavík. Alþýðu- flokkurinn vann sigur í Keflavík, fékk fimm menn kjöma í bæjar- stjórn og náði þannig hreinum meirihluta. „Sjávarútvegsfyrirtækin voru lengi í fjársvelti, en menn reyndu þó að halda skipum sínum gang- andi. Síðan keyrði um þverbak þegar kvótinn kom en skipin hér hafa almennt mjög lítinr. kvóta. Fyrirtækin eru að fara yfírum hvert á fætur öðru og eru menn orðnir mjög reiðir. Bæjarbúar skildu það sem við vorum að segja og ég tel að stefna okkar í sjávarútvegsmál- unum hafí gert útslagið í þessum kosningum og glæsilegum sigri okkar. Því er alltaf klínt á okkur að við höfum þó flugvöllinn, en það er ekki réttmætt. Það er svo margt annað sem við höfum ekki á móti. Til dæmis greiðir vamarliðið ekkert aðstöðugjald til sveitarfélaganna. Ég tel að það væri sanngjamt að láta það greiða aðstöðugjald eins og aðra vinnuveitendur en það gæti verið eitthvað ákveðið hlutfall af launum. Annars blönduðust vamarmálin ekkert inn í kosning- amar hér. Sigur okkar er krafa um endur- reisn sjávarútvegsins hér. Við munum byija á því að ræða við sjáv- arútvegsráðherra og knýja á um aukinn kvóta fyrir skipin okkar. Við sátum eftir þegar uppbyggingin var í sjávarútvegi og teljum okkar geta farið fram á þetta með fullum rétti,“ sagði Guðfinnur. Grindavík: Eðvarð Júlíusson, D-lista: „Misskilningur að kratarnir bjargi“ „ÚRSLITIN koma mér ekki á óvart. Síðastliðin tvö ár hefur verið alda hér á Reykjanesi, alls- konar atvinnumálaráðstefnur verið haldnar og Karl Steinar Guðnason framsögumaður á þeim flestum, svo skrítið sem það nú er,“ sagði Eðvarð Júlíusson efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Grindavík. Flokkur- inn fékk tvo menn kjörna, missti einn. „Þeir hafa verið að lemja á þessa daufu hönd Sjálfstæðisflokksins sem á að vera hér yfir og Framsókn- arflokksins reyndar líka. Fólk er farið að óttast um sinn hag, sem er ekki nema eðlilegt og hefur Alþýðuflokkurinn spilað inn á það: En að kratamir bjargi þessu, það er alger misskilningur, sem á eftir að koma í ljós. Ég hef verið að vara við þessu ástandi, en þetta er ekki bæjarmálapólitík nema að litl- um hluta. Ég tel að þetta sé lexía sem við sjálfstæðismenn höfum haft gott af upp á seinni tíma. Við höfum hafíð viðræður við Framsóknarflokkinn um áfram- haldandi meirihlutasamstarf og á ég von á að samningar takist. Samstarfíð gekk mjög vel á síðasta kjörtímabili og vil ég halda því áfram,“ sagði Eðvarð. Magnús Olafsson, A-lista: „Breytingar með nýjum mönnum „ÉG ER mjög ánægður með úr- slitin þó að við hefðum ætlað okkur að fá þijá menn kosna. Úrslitin koma þó engan veginn á óvart,“ sagði Magnús Ólafsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins í Grindavík. Þar bætti flokk- urinn við sig einum manni í bæjarstjórn og er nú með tvo. „Meirihlutinn hélt velli þó báðir flokkamir, það er Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur, hafi tapað manni. Þeir munu sjálfsagt halda áfram samstarfinu ef þeir ná saman. Því er ekki við miklum breytingum að búast. Hjá okkur er þetta gjörbreyting, því við fáum menn í nefndir og bæjarráð. Við erum líka opnir fyrir viðræðum um meirihlutasamstarf við þá sem það vilja. Úrslitin á Reykjanesskaganum í heild eiga örugglega eftir að hafa einhverjar breytingar í för með sér í framtíðinni, þó ég viti ekki ná- kvæmlega hvemig þær verða. Verulega dregur úr áhrifum Sjálf- stæðisflokksins, en mesta breyting- in felst þó vafalaust í verkum þeirra nýju manna sem víða eru að taka við,“ sagði Magnús. ________IMJarðvík:________ Rag'iiar H. Hall- dórsson, A-lista: „Tímamót í sögu Njarðvíkur“ „VIÐ erum yfir okkur ánægðir með það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur. Ég vil þakka þeim fyrir það, og ekki síst þeim sem unnu fyrir okkur í kosning- unum,“ sagði Ragnar H. Hall- dórsson, efsti maður á lista Al- þýðuflokksins í Njarðvík. Al- þýðuflokkurinn vann einn mann af Sjálfstæðisflokknum og féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins við það. „Eg tel að við höfum verið með sterkan lista sem fólkið bar traust til og að það hafí ráðið úrslitum. Þetta eru tímamót í sögu Njarðvík- ur því Alþýðuflokkurinn er í fyrsta skipti orðinn stærsti flokkurinn í Njarðvík. Ég á von á því að við munum reyna að mynda meirihluta með fulltrúa Framsóknarflokksins sem hefur oddaaðstöðu og auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Stefna allra flokkanna hefur verið svipuð og munum við ekki söðla stórt um þó auðvitað séu alltaf einhvetjar áherslubreytingar. Við munum leggja sérstaka áherslu á atvinnu- málin og umhverfís- og fegrunar- mál. Ég á von á að góð samstaða náist í bæjarstjóminni, sama hvar menn standa í pólitíkinni," sagði Ragnar. Mosfellssveit: Aðalheiður Magnús- dóttir, G-lista: „Leifar af gamalli ættarpólitík“ „VERST að við fengum ekki tvo,“ varð Aðalheiði Magnús- dóttur, efsta manni á G-listanum í Mosfellshreppi að orði. Al- þýðubandalagið, sem í síðstu kosningum bauð fram með Framsóknarflokknum, fékk einn fulltrúa kjörinn. „Fylgi okkar var töluvert, en Sjálfstæðisflokk- urinn er nú með hreinan meiri- hluta og framsókn dottin út. Mér finnst þetta skrítið, vegna þess að alla kosningabaráttuna var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með meirihlutastjórnina. Þetta sýnir bara hvað íhaldið er ráð- andi flokkur í sveitinni.“ Fyrir þessar kosningar samein- uðust tvær stórar ættir í Mosfells- hreppi um að styðja Sjálfstæðis- flokkinn, að sögn Aðalheiðar. „Við búum ennþá við leifar af gamalli ættarpólítík, þar sem eru gömlu landeigendumir. Til þess að styðja við bakið á D-listanum vartil dæmis gefið út blaðið „Varmá“ þar sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.