Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 34
34 MORGIJNBLADID, ÞRIDJUDAGUR3. JÚNÍ1986 Miles vann Timman Bugojno. AP. ANTHONY Miles frá Bretlandi vann Hollendinginn Jan Timman á sunnudag' i 6. umferð skák- mótsins í Bugojno í Júgóslavíu og var því efstur á mótinu eftir þá umferð. Miles, sem hafði hvítt og beitti enskri byrjun, sigraði andstæðing sinn eftir 39 leiki. Önnur úrslit í 6. umferð voru þau, að jafntefli varð hjá Lajos Portisch og Anatoly Karpov og Boris Spassky og Artur Yusupov en skák þeirra Andreis Sokolov og Ljubomirs Ljubojevic fór í bið. Miles er því efstur með 3 V2 vinninga, en næstir komu þeir Spassky, Ljubojevic og Sokolov með 2'/2 vinning hver og tvær biðskákir, þá Yusupov með 2 vinninga og eina biðskák og loks Timman með IV2 vinning og eina biðskák. Könnun á kynlífi bandarískra kvenna: Ein af hverjum fimm nota ekki verjur fyrr en eftir þriðju þungun Washington, AP. FJÓRAR af hveijum fimm einhleypum bandarískum konum á þrítugs aldri lifa reglubundnu kynlífi, ein af hverjum þremur verður van- fær að minnsta kosti einu sinni og fjörutíu prósent þeirra láta ijúfa fyrstu þung- un að því er segir í opinberri skýrslu sem hefur verið gerð eftir könnun á málinu. Ein af hveijum þremur hefur búið með karlmanni og ein af hveijum sex lifa kynlífi án þess að nota getnaðarveijur, ein af hveijum fimm nota ekki getnað- arveijur að staðaldri fyrr en eftir að þær verða ófrískar í 3. sinn. Þessi könnun var gerð fyrir þremur árum, en langan tíma hefur tekið að vinna úr niður- stöðunum. Árið 1983 ólu bam íjögur hundruð þúsund ein- hleypar konur af 3,1 milljón á þessum aldri og 660 þúsund fengu fóstureyðingu. Þetta er í fyrsta skipti sem skipuleg at- hugun fer fram á kynlífsatferli bandarískra kvenna á þessum aldri. Punjab: Lögregla köll- uð frá Gullna musterinu Amritnar, Indlandi. AP. YFIRVÖLD hafa ákveðið að kalla lögreglu- og öryggissveitir frá Gullna musterinu í Punjab, helgasta stað sikha trúflokksins, en ekki er fullljóst hvort þær hafa allar verið kallaðar brott eða hvort einhveijar þeirra hafa verið skildar eftir. Opinber tilkynning um þessa ákvörðun var gefin út í gær, á öðmm degi Þjóðarmorðsvikunnar, sem öfgasinnaðir sikhar boðuðu til til þess að minnast þess að tvö ár em liðin frá því að indverski herinn gerði innrás í Gullna musterið. Öfgamenn sikha myrtu einn hindúaleiðtoga Kongress flokksins í Punjab í gær. Ram Lubaya, sem sæti átti í héraðsstjóminni, dó þegar er tveir menn á vélhjóli skutu á hann í Parabhawali þorpinu. AP/Ljósmynd MANNRÆNINGJAR HANDTEKNIR Lögreglumönnum í San Berardino í Kalifomíu hefur hér tekist að hafa hendur í hári mannræningja eftir umfangsmikinn eltingar- leik í gegnum miðborgina. Mannræningjarair voru tveir og höfðu rænt 19 ára gamalli stúlku, sem um síðir tokst að flyja fra þeim. Þeir tóku þann kost að yfirgefa bifreið sem þeir voru á og fannst annar þar sem hann hafði falið sig undir bifreið, en hinn var handtekinn á göngu skammt frá. Japan: Þjóðþingið rofið og boðað til kosninga Tókíó. AP. JAPANSKA þingið var rofið í gærmorgun og þingkosningar boðaðar í landinu í næsta mán- uði. Er 6. júlí talinn líklegasti kjördagurinn. Las Michita Sak- ata, forseti neðri deildarinnar, upp keisaralegt bréf um þingrof- ið og var því ákaft fagnað af þingmönnum Fijálslynda flokks- ins, sem farið hefur með völd í landinu. Flestir þingmenn stjómarand- stöðunnar voru flarverandi á fund- inum. Fullyrða þeir, að hin opinbera ástæða Yasuhiro Nakasone forsæt- isráðherra fyrir þingrofinu sé yfirskin í þeim tilgangi einum að styrkja stöðu Fijálslynda flokksins. Nakasone heldur því fram, að nauðsyn beri til að leiðrétta mis- vægið milli kjördæma landsins, að því er snertir kjósendaQölda og þingsæti. I kosningunum verður kosið til neðri deildar þingsins, þar sem 511 þingmenn eiga sæti, en samtímis verður kosið um helming þingsæta í efri deild þingsins, þar sem 252 þingmenn sitja. Talið er, að með því að láta þessar kosningar fara fram samtímis, þá verði þátttakan í þeim mun meiri en ella, en mikil kosningaþátttaka er álitin Fijáls- Yasuhiro Nakasone, forsætísráðherra. lynda flokknum í hag. Fijálslyndi flokkurinn hefur nú 250 þingsæti í neðri deildinni og með aðstoð smáflokks eins, sem ræður yfir 8 þingsætum, hefur japanska stjómin þar 258 þingsæti eða nauman meiri hluta. I efri deild þingsins hefur Fijálslyndi flokkur- inn 138 þingsæti. „Markmið fijáls- lynda flokks hlýtur að vera að fá hreinan meiri hluta eða minnst 257 þingsæti í neðri deildinni," sagði Nakasone í fréttaviðtali í gær. Sú skoðun er mjög almenn, að með 'því að styrkja stöðu flokksins á þjóðþinginu, vonist Nakasone til þess að geta sniðgengið flokksregl- ur, sem koma í veg fyrir, að hann geti verið forsætisráðherra áfram, en samkvæmt núgildandi reglum ætti embættistímabili hans sem forsætisráðherra að ljúka í nóvem- ber nk. Flokkur jafnaðarmanna er helzti stjómarandstöðuflokkurinn í Japan og hefur hann uppi áform um að leita til dómstóla til þess að koma í veg fyrir kosningamar í næsta mánuði á þeim forsendum, að kjós- endum hafi ekki nægilega tíman- lega verið gerð grein fyrir hinum nýju lögum um úthlutun þingsæta, en þau voru samþykkt 22. maí sl. Dómari í Bandaríkjunum: 13 ára stúlka ræður því hvort hún lætur eyða fóstri New Brunswick, New Jersey. AP. DÓMARI hefur úrskurðað að móðir 13 ára gamallar stúlku hafi rétt tíl að sannfæra hana um að gangast undir fóstureyð- ingu, en endanleg ákvörðun þar að lútandi hljóti að vera stúlk- unnar sjálfrar. Samtök, sem beijast gegn fóstureyðingum, höfðuðu málið 0g óskuðu eftir því að stúlkunni yrði skipaður forsjármaður, sem hún gæti ráðfært sig við um hvort hún vildi eignast bam sitt eða ekki. Dómarinn úrskurðaði að móðir stúlkunnar hefði til þess rétt eins og sérhvert foreldri að reyna að sannfæra bam sitt. Samtökin ættu ekkert með að hafa afskipti af stúlkunni, velferð hennar væri á ábyrgð móðurinnar og stofnana þjóðfélagsins, sem hefðu með mál bama og unglinga að gera. Stúlkan er komin þijá mánuði á leið og hefur ekki ljáð máls á því að eyða fóstrinu. Hann sagði að endanleg ákvörðun um fóstur- eyðingu hlyti að vera stúlkunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.