Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 !ás Noregnr: Statoil gerir 500 milljarða kr. gassölusamning Ósló.AP. NORSKA ríkisolíufélagið Statoil hefur gert samning við vestur- þýskt fyrirtæki, Ruhr Gas, um sölu á jarðgasi fyrir um 500 milljarða norskra króna, að því er talsmaður Statoil greindi frá í gær, og er þetta einn af stærstu samningum í iðnaðarsögu Nor- egs. Talsmaðurinn, Hákon Lavik, sagði, að enn hefði ekki verið gengið formlega frá öllum samningsatrið- um. Hann sagði, að vestur-þýska fyrirtækið hefði samið fyrir hönd sex helstu gassölufyrirtækja í Vest- ur-Evrópu. Hin fyrirtækin eru BEB og Thyssengass í Vestur-Þýska- landi, Gasunie í Hollandi, Distrigas í Belgíu og franska fyrirtækið Gaz de France. Samningurinn hljóðar upp á sölu á 450 milljörðum rúmmetra af jarðgasi að verðmæti um 500 millj- arðar n. kr. (um 2.900 milljarðar ísl. kr.) á árabilinu frá 1993 til 2020. Ame Oeien, olíu- og orkumála- ráðherra Noregs, sagði, að „sölu- samningur þessi er stærri að vöxt- um en nokkur Norðursjávarsamn- ingur, sem Norðmenn hafa gert“. Gasið, sem samið hefur verið um sölu á, kemur að mestu frá Troll- svæðinu fyrir utan Björgvin. Hluti þess verður þó væntanlega frá Sleipnis-svæðinu, sem er sunnar. Vegna samningsins er áætlað að veija um 60 milljörðum n. kr. í fjár- festingar í nýjum leiðslum og bor- pöllum. Aætlað er, að á Troll-svæðinu séu 1.200-1.300 milljarðar rúmmetra af jarðgasi að verðmæti um 1.000 milljarðar n. kr. (um 5.300 milljarð- ar ísl. kr.). Flokkur Ozals fékk 10 borgar- stjóra af sextán Ankara, Tyrklandi. AP. Födurlandsflokkur Turguts Ozals, forsætisráðherra Tyrk- lands vann tlu borgarstjóra af sextán í borgarstjórakosningum á sunnudag. Föðurlandsflokkurinn fékk um 42 prósent greiddra atkvæða. Al- þýðudemókratar komu næstir, unnu þrjá borgarstjóra og 28 prósent atkvæða. í þriðja sæti var miðflokk- ur sem nýtur stuðnings Demirels fyrrverandi forsætisráðherra með 20 prósent atkvæða, en engan borgarstjóra kjörinn. Kork‘0‘Plast Sænsk gæöavara KORK-gólfflísar með vinyl-plast- áferd. Kork*o*Plast: í 10 geröum. Veggkork í 8 geröum. Ávallt til á lager. Aörar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum Einkaumboö á íslandi fyrir WICANDERS KORK- FABRIKER: Hringiö eftir ókeypis sýnishorni og bæklingi. bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO CO 'Armúla 16 sími 38640 AP/Ljósmynd . Sparkað í andlit stjórnarandstæðings Það er ekkert lát á óeirðunum í Suður-Kóreu og harkan slík að við þekkjum slíkt tæpast hér á Vesturlöndum nema af afspurn. Myndin sýnir sérþjálfaðan lögreglumann í þvi að bæla niður óeirð- ir, sparka í andlit ungs stjórnarandstæðings. Námsmaðurinn var nýlentur á öryggisdýnu eftir að hafa hoppað niður af annarri hæð bankabyggingar i Seoul. Andstæðingar stjórnvalda tóku bygginguna og héldu þar til i tvær klukkustundir áður en þeir voru hraktir brott. Fiskveiðisamningur Grænlendinga og Japana: Selja tungumála- vandkvæði strik í reikninginn? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HEIMASTJORNIN í Grænlandi “ verður nú að viðurkenna, að grænlenskir sjómenn geta ekki unnið um borð í japönsku verk- smiðjutogurunum, sem ætlunin er að stundi veiðar við Græn- landsstrendur í sumar. Heima- stjórnin taldi það eina af grund- vallarforsendum fiskveiðisamn- ings síns við Japani, að græn- lenskir sjómenn fengju tækifæri til að læra fiskveiðitækni um borð í japönsku veiðiskipunum. Jens Geisler, þingmaður Inuit Ataqatigiit, sem er vinstriflokkur, upplýsti á þingfundi í Nuuk (Godt- háb), að ókleift hefði reynst að fínna lausn á tungumálavandkvæðunum, sem skapast mundu um borð í skip- unum. Onnur grundvallarforsenda samninganna var, að Græniending- amir mundu læra flökun og aðra vinnslu á karfa fyrir Japansmarkað. En nú er sá möguleiki einnig úr sögunni. Samningurinn kveður á um, að Japanir fái að veiða um 35.000 tonn af fiski, aðallega karfa, á græn- lenskum miðum — gegn allt að 25 milljónum danskra króna (um 125 millj. ísl. króna) greiðslu á ári. Sjávarútvegsráðherra Islands, Halldór Asgrímsson, hefur harðlega gagnrýnt þennan samning Græn- lendinga og Japana. Halldór segir, að veiðar Japananna muni leiða til rányrkju á íslensk/grænlenska karfastofninum og hafí hann hvað eftir annað, án sýnilegs árangurs, vakið athygli grænlenskra yfírvalda á þeirri staðreynd. LENI ELDHÚSRÚLLUR LENI SALERNISPAPPÍR í stórum og smáum pakkningum LENI á minnið fyrir næstu innkaupaferð og það mun ekki bregðast Þú feerð úrvalsvöru á hagstæðu verði ■ MuniðLENI! VERSLUNARDEILD ^&SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI681266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.