Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 44

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 44 Laxasleppingar eru ekki gagnslausar Gildrubúnaður í Lárósi. Lárvatn í baksýn. eftirEinar Hannesson Fyrir nokkru var hér í heimsókn norskur vísindamaður á sviði nátt- úrufræði, Hans Nordeng að nafni. Nordeng hefur mjög ákveðnar skoð- anir í sambandi við lífsferil laxins og göngur hans m.a. í hafínu og skýringu á því hvemig hann fínni sína heimaá. Nordeng byggir á svonefndri feromona-kenningu eða lyktarslóð, sem hann hefur sett fram. Vegna þessarar tilgátu telja ýmsir, sem trúaðir eru á hana, að seiðasleppingum í ár og vötn hafí veriðáglæ kastað. Tilgáta Hans Nordeng er umdeild í Noregi og málflutningur hans er af ýmsum talinn öfgakenndur. Deilur hafa því verið uppi í þessu efni í Noregi og hafa menn eins og gengur skipst í flokk með og á móti. Vissulega er ástæða til að v taka til sérstakrar skoðunar málið þegar deilur þessar eru fluttar hingað til lands. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt mál, að talið sé að lyktarskyn ráði ferðalagi laxins. Sú skoðun er gömul, því Frank Buckland hélt þessu fram þegar 1880, að lax notaði lyktarskyn til að fínna heimaána, og White (1934), að lykt af laxaseiðum í straumvatni dragi að sér fullorðinn físk. Flestir eru á þeirri línu, að þetta eigi við þegar laxinn sé kominn nærri heimaslóð- um, t.d. Hasler (1966), eftir langt ferðalag um hafíð. En hitt er umdeilt, sem Nordeng heldur fram, að einskonar vörðuð lykt viðkom- andi stofns ráði ferðalaginu öllu um víðáttur hafsins. í framhaldi af því þrengist mjög, að unnt sé að vera með stofnblöndun í ám. Það sé nánast eyðilegging á viðkomandi stofni, þ.e. eiginleikum hans til að rata sína leið. Skoðum þetta ögn nánar, en áður skulum við athuga í hveiju tilgátan um lyktarslóð er fólgin. Lyktarslóðarkenningin Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknar- og tilraunastarfí hin síðari ár eru ýmis atriði í sambandi við laxinn enn á huldu svo sem það hvað það er sem stýrir átthagavísi hans, en hún er með ólíkindum. Hvemig laxinn getur farið til fjar- lægari staða í hafínu og skilað sér aftur til heimkynna sinna, er óráðin gáta. I örstuttu máli er gangur máls í sambandi við lyktarslóðarkenning- una þessi: Laxaseiði sem ganga til sjávar úr á gefa frá sér lykt og myndast þannig lyktarslóð í hafínu, vegna þess að seiði úr sömu á synda í mörgum hópum á mismunandi tíma, og varða þannig leiðina, ef svo má segja. Þegar á leiðarenda er komið fá „ættingjar" nýkomna físksins sem dvalist hafa á afréttin- um skilaboð um að halda heimleiðis og fylgja eftir hinni vörðuðu leið. Svo einfalt er þetta mál! Gönguseiðin skila sér á sleppistað Sem fyrr segir, er þessi kenning „Hefur verið reynt að gera sleppingar laxa- seiða tortiyggilegar og í þvi sambandi hefur á öfgafuUan hátt því ver- ið haldið fram, að um hreint skemmdarverk hafi verið að ræða gagnvart laxastofni viðkomandi ár.“ um lyktarslóðina mjög umdeild vegna þess m.a. að hún þrengir mjög fískiræktarmöguleika, ef hún er tekin sem góð og gild vara. Helsti sérfræðingur Norðmanna um áratugaskeið, Leiv Rosseland, taldi að þessi kenning stæðist ekki, þ.e. væri ekki fullnægjandi skvring á ratvísi laxins í hafínu, enda hafí slepping gönguseiða af laxi í Noregi úr einni á í aðra sýnt endurheimtu í síðamefndu ánni. í þessu sam- bandi má minna á, að hér á landi er af mörgu að taka um dæmi í sömu veru. Merkt gönguseiði af laxi úr Kollafjarðarstöðinni sleppt í Elliðaár skiluðu nær 100% heimtu í veiðinni í Elliðaám, þ.e. 8 af hundraði þeirra sem skiluðu sér heim á annað borð. Sama hefur gerst með merkt gönguseiði úr Kollafírði, sem sleppt hefur verið víða, t.d. hjá Lárósi. Þau hafa skilað góðum heimtum í Lárós, svo að athygli hefur vakið. Þá er athyglis- vert að laxaseiði af stofni úr ám í Ámessýslu, alin í Kollafírði og sleppt hjá Vogalaxi, skiluðu sér í stöðina á Vatnsleysuströnd þar sem þeim var sleppt í sjó. Auk þess má minna á, að ýmsar ár og ársvæði hafa verið ræktuð upp með aðflutt- um laxaseiðum. Til nánari fróðleiks má geta þess, að fyrir nokkmm ámm vom flutt gönguseiði af stofni árinnar Lagan í Vestur-Svíþjóð í laxlausar ár á austurströnd Danmerkur. I stað þess að laxinn kæmi til baka í Lagan, kom laxinn í dönsku ámar, og það þrátt fyrir að enginn villt seiði vörðuðu leiðina þangað, eins og lyktarslóðarvömkenning Nord- eng gerði ráð fyrir. Þá er ennfremur þess að geta, að gerð var tilraun í Noregi á sínum tíma til þess að ganga úr skugga um hald fyrrgreindrar kenningar, sem gerði ráð fyrir lyktarvörðum í hafínu. Það var rannsóknarstofnun í fískifræði í Ási, sem vann þetta verkefni. Tilraunin var framkvæmd sumarið 1980 í ánni Imsa hjá Stav- angri. Ákveðið var að stöðva allar göngur laxaseiða úr ánni til sjávar með því að taka seiðin í gildru, sem komið var fyrir neðarlega í ánni. Seiðin vom síðan sett í sjávartjöm. Til þess að tryggja sem best, að lykt af laxi í ánni neðan við gildmna fyndist ekki, var rafveitt á svæðinu og síðan fískim eytt með eiturefni. Biðu menn nú spenntir eftir að sjá hvað myndi gerast síðari hluta sumars, en það er hinn venjulegi göngutími laxins í ána. Laxaganga úr sjó í ána hafði verið um 80-100 laxar árlega. Þrátt fyrir að göngu- seiði af laxi úr ánni fæm ekki sína venjulegu leið og vörðuðu þannig gönguleiðir laxins, eins og lyktar- slóðarkenningin gerði ráð fyrir, kom laxinn úr hafi í ána eins og áður. Mönnum hefur verið það ljóst hér á landi, að jafnaðarlega sé best við sleppingu á seiðum í ár, að nota stofn úr viðkomandi vatnasvæði. Þessi vegna hefur það aldrei verið opinber stefna hér að blanda stofn- um saman, þó að því hafi verið haldið fram af aðilum, sem ættu að vita betur. Eins og fyrr segir, hefur verið reynt að gera sleppingar laxaseiða tortryggilegar og í því sambandi hefur á öfgafullan hátt því verið haldið fram, að um hreint skemmd- arverk hafí verið að ræða gagnvart laxastofni viðkomandi ár. Lyktar- vörðukenningin á m.a. að sanna þetta. Túlkun þessarar kenningar ber keim af trúarbrögðum frekar en vísindum. Hins vegar hefur það á liðnum tíma oft reynst erfítt að útvega slík seiði. Með tilkomu eldis- stöðva víðsvegar um land og fjölda þeirra, verður auðveldara en áður að sinna þeirri þörf, sem fyrir hendi er um fá seiði. Með tilkomu eldis- stöðva víðsvegar um land og fjölda þeirra, verður auðveldara en áður að sinna þeirri þörf, sem fyrir hendi er um að fá seiði til sleppingar úr viðkomandi á eða vatnasvæði. Einar Hannesson raðauglýsingar — raöauglýsingar —- raðauglýsingar tilboö — útboö Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86007: Nýbygging verkstæðis- og geymsluhúss á Selfossi. Opnunardagur: Miðvikudagur 18. júní 1986, kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins við Austurveg 44, Selfossi og Laugaveg 118, Reykjavík frá og með miðvikudeginum 4. júní 1986 gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi merktu: „RARIK-86007 Húsnæði á Selfossi". Reykjavík 2. júní 1986, Rafmagnsveitur Ríkisins. húsnæöi óskast Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu einbýlishús, raðhús eða sérhæð, helst í Árbæjar- eða Breiðholtshverfi. Tvennt í heimili. Vinsamlegast hringið í síma 75713 milli kl. 09.00-14.00 næstu daga. REYKJALUNDUR Húsnæði óskast í Mosfellssveit Viljum leigja húsnæði fyrir einn af læknum stofnunarinnar frá 1. júlí nk. Upplýsingar á skrifstofu Reykjalundar í síma 666200. Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð. Skrifstofuhúsnæði Til leigu er í miðborg Reykjavíkur rúmlega 100 fm skrifstofuhúsnæði sem skiptist í 5 herbergi. Húsið er laust nú þegar. Upplýsingar verða veittar í dag og næstu daga á skrifstofutíma í síma 29666. Fyrirtæki óskasttil kaups Leitum að meðalstóru fyrirtæki til kaups. Verðhugmyndir á bilinu 3-5 millj. Ýmislegt kemur til greina svo sem: Heildsala/innflutn- ingur, iðfyrirtæki/framleiðsla, fyrirtæki í þjón- ustuiðnaði. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir nk. föstudag 6. þ.m. merkt: „T — 86“. Með öll tilboð verður farið sem trúnaðarmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.