Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 61

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 61
 Minning: Leifur Guðmunds- son forsljóri Þegar ég gerðist skáti fyrir rétt- um 50 árum, var einn af forustu- mönnum í Skátafélaginu Væringj- um hæglátur maður, sem barst ekki mikið á daglega í starfínu, en sem stjórnaði með þeirri festu og öryggi sem eru einkenni góðrar og árangursríkrar stjórnar. Þetta var Leifur Guðmundsson sem þá var einn af aðalforingjum félagsins og varð reyndar félagsforingi Vær- ingja 1937, en jafnframt í stjórn Bandalags íslenskra skáta 1936—1938. Leifur gekk ungur í Skátafélagið Væringja, sem fá stofnun þess 1913 hafði verið í samvinnu við KFUM enda séra Friðrik stofnandi beggja hreyfing- anna. Gekk Leifur að þessu skátastarfi með þeirri alúð og samviskusemi, sem einkenndu öll hans störf síðar. Við sem þekkjum uppeldisgildi skátastarfsins erum viss um að þau áhrif, sem það hefur á unglingsár- unum, verða oft varanleg og mót- andi á skapgerð og viðhorf manns alla ævi. Leifur var alinn upp á stóru heimili, því þau systkinin voru mörg og í dag væri sagt að þau hefðu getað myndað heilan skátaflokk. Það er ekki sagt í hugsunarleysi því að samheldnari fjölskyldu hefí ég ekki kynnst bæði á gleði- og sorgarstundum. Það er ekki lítils virði fyrir ungan skátaforingja, að alast upp við þessi skilyrði. Enda voru Leifí sífellt falin ábyrgðarmeiri störf í skátastarfínu. Hann stofnaði Skátafélag á ísafirði 1928 og var síðar kosinn heiðurs- félagi Skátafélagsins Einheija. Sameining og endurskipulaguing skátastarfs í Reykjavík fór fram 1938 og var Leifí falin forusta um það starf. Hann varð fyrsti félags- foringi hins nýskipaða Skátafélags Reykjavíkur. Gegndi hann því starfí í mörg ár. Alltaf bar Leifur sama hug til skátafélagsins og þó að annir for- stjórastarfs við hið stóra fyrirtæki, Mjólkurfélag Reykjavíkur, væri umfangsmikið, þá gaf hann sér alltaf tíma til að sinna beiðnum við aðstoð. Var hann um tíma áhrifa- maður í samtökum blóðgjafa, sem stofnuð voru fyrir allmörgum árum. En fyrir 50 árum skipulagði Leifur einmitt Blóðgjafarsveit skáta, sem sá spítölunum að mestu fyrir blóði. Lengi býr að fyrstu gerð. Skátahreyfíngin og æskulýðs- starf á íslandi á mikið að þakka slíkum forustumönnum, sem Leifur var. Við minnumst hans með virðingu og þökk og óskum honum góðrar heimferðar nú að ævilokum. Páll Gíslason Leifur Guðmundsson fyrrv. forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur lést sunnudaginn 25. maí eftir stutta legu í sjúkrahúsi, 75 ára að aldri. Með Leifí er genginn vænn maður og vinsæll og einn af þeim sem má segja að hafí sett svip á bæinn eins og stundum er tekið til orða um menn úr athafnalífínu. Leifur fæddist á ísafírði 30. maí 1910, en foreldrar hans voru þau hjónin Nikólína H.K. Þorláks- dóttir og Guðmundur Guðmundsson bakari þar í bæ. Árið 1914 tekur Guðmundur sig upp með ijölskylduna og flyst á brott frá ísafírði til Reykjavíkur en í leiðinni eru þau eitt ár í Olafsvík. Guðmundur Guðmundsson bak- ari, faðir Leifs, Iést laust fyrir 1930 og stóð þá ekkjan uppi með barna- hópinn sinn, 10 börn á ýmsum aldri. Þar sem Leifur var elstur bamanna má nærri geta, að oft reyndi á aðstoð hans við framfærslu heimilisins, en þó tókst honum af litlum eða nánast engum efnum að ljúka prófí frá Verslunarskóla ís- lands 1932. Verslun og skyld störf voru hans verkefni og að loknu prófí fór hann að starfa í Verslun Gunnars Gunn- arssonar í Reykjavík og seinna í versluninni Novu þar sem hann vann næstu árin. Árið 1941 byijar hann að starfa hjá Heildverslun Eggerts Kristjáns- sonar hf. og er þar samfleytt til ársins 1963 og síðustu árin sem skrifstofustjóri. Þá ræðst Leifur til Mjólkurfélags Reykjavíkur sem framkvæmda- stjóri og sinnir þvi starfí til ársins 1980, er hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Leifur kvæntist Katrínu Hansen 27. maí 1939, og eignuðust þau 3 böm, en þau em Hlíf húsmóðir í Reykjavík, Guðmundur verksniiðju- stjóri í fóðurblöndunarstöð Mjólkur- félags Reykjavíkur og Valdimar dagskrárgerðarmaður. Hjónaband þeirra Katrínar var farsælt og gott og bamalán mikið, en 1977 syrti í álinn, er Katrín féll frá um aldur fram. Seinni kona Leifs er Ragn- heiður Guðbrandsdóttir og lifír hún mann sinn. Leifur var maður félagslyndur og starfaði mikið í ýmiskonar fé- Gunnlaugur Hall- grímsson - Minning Fæddur 16. júní 1930 Dáinn 27. maí 1986 í dag verður til moldar borinn Gunnlaugur Hallgrímsson hér í borg. Gunnlaugur fæddist á Isafirði sonur hjónanna Þorgerðar Guð- mundsdóttur og Hallgríms Péturs- sonar byggingameistara. Sem drengur fluttist Gulli eins og hann var alltaf kallaður með foreldmm sinum og systkinum Þóri og Ásdísi til Reykjavíkur. Þórir bróðir Gulla lést fyrir fáeinum áram langt um aldur fram. Faðir Gulla reisti hús við Brá- vallagötu 16 í Reykjavík og bjó Gulli þar alla tíð þar til fyrir tveimur ámm að hann gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu Önnu K. Ragnars- dóttur og stofnuðu þau myndar- heimili að Kvisthaga 4, þar sem þau fluttu inn fyrir aðeins fáeinum vik- um. í raun fannst manni Gulli vera að byija lífið, því núna hafði hann eignast sitt eigið heimili. Eftir að faðir Gulla lést hélt hann alltaf heimili með móður sinni og reyndist henni alveg framúrskar- andi vel síðustu árin þegar heilsu hennar fór að hraka, en móðir hans lést á síðastliðnu ári. Hvem hefði órað fyrir því þá þegar hann sat við kistu móður sinnar síðastliðið sumar að nokkram mánuðum seinna væri hann allur. Gulli var einstaklega hógvær og hlédrægur maður, heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita, þótt skapmaður væri hann þegar því var að skipta. Gulli var drengur góður og því sorglegt til þess að vita að nú þegar hann var búinn að eignast góða konu og yndislegt heimili skyldi hann vera burt kallaður, svo snögg- lega. Gulli vann hjá Hafrannsókna- stofnun ríkisins í yfír tuttugu ár allt til síðustu stundar. Við sendum eiginkonu hans og oáLL „Eitt er nauðsynlegt“ lagsskap en þó einkum í skátahreyf- ingunni. Hann var einn af stofnend- um skátafélagsins Einheija á ísafirði 1928 og heiðursfélagi þeirra. Þá var hann um skeið félags- foringi í Væringjum og skátafélagi Reykjavíkur var þar einnig heiðrað- ur á sama hátt. Leifur Guðmundsson tók við forstjórastöðu hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur af Oddi heitnum Jóns- syni, sem var þekktur að hagsýni og dugnaði, og það var ekki vanda- laust. En Leifur var aðgætinn versl- unarmaður og vinnusamur og blómstraði reksturinn í höndum hans. Ég held að á engan sé hallað þó sagt sé, að Leifur hafi verið aðaldriffjöðrin í því að stofna Korn- hlöðuna hf. í Sundahöfn, en þetta fyrirtæki er sameign MR, Fóður- blöndunnar og SLS og hefír marg- sannað ágæti sitt. Hagur fóðurverksmiðjanna er sameiginlegur í þessu fyrirtæki, Komhlöðunni, en það gerir kleift að gera stór sameiginleg innkaup á fóðri, en við það nást yfirleitt betri samningar en á smáslöttum. þama er einnig góð sameiginleg geymsla og fóðurbirgðir til nokk- urra mánaða sem er hægt að nýta eftir hendinni. Þetta fyrirtæki hefír einn starfsmann en forstjórar aðild- arfyrirtækjanna þriggja mynda stjóm, og er reglan sú að formanns- starfíð og önnur embætti hreyfast innbyrðis frá ári til árs. Leifur var góður og öraggur starfsmaður og vann MR feiknavel af dugnaði og trúmennsku. Á þess- um tímamótum, þegar vinur okkar er nú allur, viljum við færa þakkir og heiðra minningu þessa ágæta vinar okkar og félaga. Við kveðjum Leif með þökk og virðingu og send- um aðstandendum samúðarkveðjur. Stjóm Mjólkurfélags Reylya- víkur systur og öðrum ástvinum innileg- ustu samúðarkveðjur. V aktu minn Jesú, vaktu í mér vakaláttumigeinsíþér. Sálinvaki, þásofnarlíf sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Péturs.) Frændsystkinin „Eitt er nauðsynlegt“ Sigurður Pétursson, gerlafræð- ingur, birtir grein í Morgunblaðinu 15. maí í tilefni af predikun Jónasar Haralz bankastjóra í Dómkirkjunni 16. mars þar sem lagt var út af frásögn þeirri í Lúkasar guðspjalli þegar Jesús kom í hús þeirra systra Mörtu og Maríu. María settist við fætur Jesú og hlýddi á orð hans en Marta kvartaði undan því að María skyldi ekki hjálpa sér en Jesús svaraði: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu en „eitt er nauðsynlegt. María hefur valið góða hlutann og hann skal ekki frá henni tekinn." Sigurður gerir lítið úr gildi þess að setjast við fótskör Krists og læra. Hann segir að viskan verði ekki í askana látin og að Kristur sé aðeins einn af spámönnunum. Hinn 21. maí birtir dr. Þorkell Jó- hannesson prófessor grein þar sem hann áréttar skoðun Sigurðar og skilur ekki í hví „Mörtur" era settar á lægra þrep hjá meistaranum. Þetta er merkileg niðurstaða hjá tveim háskólagengnum mönnum því enginn hefur gagnrýnt gildi vinnu og efnahagsstarfsemi og auðvitað veitir vinnan fyllingu þegar menn eru svo lánssamir að hafa starf við sitt hæfí. En til þess að vinna geti orðið arðsöm leita menn sér fyrst þekkingar. Ef þekktir og viðurkenndir gerla- eða efnafræðingar kæmu til Islans til fyrirlestrahalds mundu Sigurður og Þorkell sennilega vera mættir til að hlýða á mál þeirra. En þó að gerlafræði og efnafræði séu í alla staði gagnlegar fræðigreinar hversu háleitara er ekki fræðslusvið Krists konungs. Hann vill betrambæta mennina, gefa lífí manna nýja eiginleika, já, gjörbreyta þeim. Hann kom til að gefa okkur líf og nægtir. Það grúfa dökk ský yfír jörðinni. Þessi dökku ský stafa af starfsemi neikvæðra afla á jörðinni, starfsemi Satans. Ávöxtur þeirrar iðju er: deilur, metingur, mannvonska, öfund, ærumeiðingar, baktal, illkvittni, lygi, rætni, eigingimi og hverskonar ósiðsemi. Er kynslóð okkar siðlaus og hórsek eins og Einar Gíslason heldur fram? Fjölmiðlar og jafnvel leiksýningar, sem bomar era uppi af almannafé í menningarskyni, boða oft siðleysi, lauslæti og fram- hjáhald. Það virðast vera ótal púkar á sveimi í mannlífínu. Þessu þarf að breyta en verður ekki breytt nema með viðleitni. Ef við geramst lærisveinar Krists gefur hann okkur innsýn inn í nýjan himin og nýja jörð. Hlutverk Krists var og er að vera tengiliður milli Guðs og mannkynsins í heild, opna sálir manna fyrir andlegum inn- blæstri, vekja hið blundandi eilífðar- eðli í bijóstum þeirra, glæða og efla hveija raunveralega andlega þrá, hlúa að hinu minnsta fræi göfugrar og sannrar guðstrúar og guðrækni og færa þeim sem mót- tækilegir era frið og blessun þeirra andlegu hæða sem hann sjálfur hefur náð. Kristur er æðsti prestur „Þeir sem gerast læri- sveinar Krists vaxa í kærleika, langlyndi o g gæsku og öðlast gleði og frið.“ mannkynsins, því aðalinntak boð- skapar hans „kærleikurinn" er innsti kjarni allra annarra trúar- bragða. Sterkasta græðslu- og lækninga- aflið sem þekkist í þessari verald- legu tilvera er einfaldlega „kærleik- urinn“. Kærleikurinn sem streymir frá nægtabranni hjartans til vemd- ar litla baminu, eða eiginkonu eða eiginmanni. Kærleikurinn sem streymir til bróður eða systur, vinar eða elskhuga í ástúðlegri gleði. Þegar maðurinn úthellir sjálfum sér í kærleikskrafti og þakkargjörð til Guðs síns, stígur upp ljósgeisli frá áranni. Þessir geislar snerta orku- - stöðvar hærri vitundarstöðva sem opnast og endurkasta kærleiks- og græðiorku aftur til þeirra sem eru veikir, lasburða og einmana í mann- heimi. Kristur kom í heiminn til að vísa mönnum leiðina til meiri lífsham- ingju og lífsfyllingar. Þeir sem gerast lærisveinar Krists vaxa í kærleika, langlyndi og gæzku og öðlast gleði og frið. Þess vegna var hlutverk Maríu „hið allra nauðsyn- legasta". í húsi föður míns era margar vistarverur, sagði Kristur. I fram- haldslífinu era mörg tilverusvið sem hæfa þroska einstaklinganna. Við andlátið hverfur sálin inn á af- markað tilverasvið sem maðurinn hefur afmarkað eða valið sér með breytni sinni hér í jarðlífinu. Enginn kemst langt hinum megin án þess að endurfæðast, hreinsast og vaxa í Kristi. Á efri sviðum himnanna búa þroskaðar og fagrar verar. Ein þeirra nefnist „Veran fagra". Henni er lýst á þessa leið. Hún birtist ekki sem maður eða kona heldur sem ljómi í mannsmynd. Kyrtillhennarskínsemsólára. -t Rödd hennar er sem vorblær. Bros hennar er sem sælublik semekkieigaorð. Ef þessi lýsing á við „Verana fögra" hvaða orð í íslenskri tungu eigum við þá til að lýsa Kristi sem var sonur Guðs og var vegurinn, sannleikurinn og lífíð. Engin. Mannkynið á að vera á verði svo það tapi ekki áttum í málum hins umkomulitla heims sem er á leiðinni að meistara borðinu með öll sín skökku dæmi. Höfundur er eltilifeyrisþegi, iður kaupmaður og bankamaður. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður I 1 J0£i $tm¥ Ut^lb s Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.