Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 63 Hæ, hæ, alltof stutti þáttuí — spjallað við Valtý Björn Valtýsson sem tekið hefur við þættin- um „Lög unga fólksins“ altýr Björn Valtýsson sem nú hefur tekið við þættinum „Lög unga fóksins“ af Þorsteini J. Vilhjálmssyni, sá um sinn fyrsta þátt í gærkvöldi. Morgunblaðið spjallaði við Valtý á dögunum og var hann fyrst spurður hvern- ig honum litist á að taka við þessum gamalgróna þætti. „Mér líst bara vel á það — mig hefur lengi langað til að vinna eitthvað í sambandi við útvarp og þetta gæti verið byijunin. Ég hef áhuga fyrir að halda áfram í einhveiju svona ef ég fæ tæki- færi til þess. - Ætlar þú að gera einhveijar breytingar á þættinum? Nei, ég tek bara við þættinum eins og hann er og held áfram með hann. Það getur verið að maður fái einhverjar hugmyndir um breyting- ar þegar maður er kominn inn í þetta, en þá er auðvitað spumingin hvort þær verða samþykktar. — Hefurðu sjálfur verið tryggur hlustandi þessa þáttar? Ég hef oft hlustað á hann en kannski þó ekki alveg reglulega. Það er mjög stór hlustendahópur sem þessi þáttur hefur, það sýnir hlustendakönnun Ríkisútvarpsins sem gerð var fyrir skömmu - það eru hlustendur á öllum aldri sem hlusta á „Lög unga fólksins". - Stundum hefur málfarið í þessum þætti verið gert að umtals- efni af málvöndunarmönnum sem gagnrýna málfar eins og: Æðisleg- ar niðursoðanar stuðkveðjur o.s.frv. Ætlar þú að halda áfram að lesa upp slíkar kveðjur? Ég leiðrétti hiklaust ef um mál- villur er að ræða og laga kveðjumar til. En ef einhver viss lína er í kveðjunni, einhver ferskleiki hjá krökkunum sjálfum, þá reynir maður að breyta því sem minnst. - Ertu nokkuð farinn að skoða póstinn? Já, já, maður er farinn að líta á þetta. - Er það mikill póstur sem kemur? Já, það berst mjög mikið af bréf- um og það er ekki nema brot af kveðjunum sem kemst í þáttinn. - Hversu mikill hluti kemst í þáttinn? Það em um 10 kveðjur í hveijum þætti held ég en að jafnaði koma svona 40 bréf í hverri viku þannig að það er mikið sem verður útund- an. Það hefur breytt þættinum töl- vert hve löng lögin em orðin, þau em tölvert lengri en áður var. Lögin núna em varla mikið undir fjórum mínútum. Ég man að þegar ég var að senda kveðjur hér áður vom lögin svona um tvær mínútur og þá komst allveg hellingur af kveðj- um. í þáttinn. Nú era lögin orðin svo löng að ekki nærri eins mikið af kveðjum kemst með. Það þyrfti eiginlega að lengja þennan þátt tölvert eins og sést á því að margar kveðjumar heíjast á: „Hæ, hæ, alltof stutti þáttur". Morgunblaðið/Júlfus Valtýr Björa Valtýsson, hinn nýi umsjónarmaður þáttarins Lög unga fólksins. Votur veitingastaður E igendur veitingastaðar eins í Sviss telja sig hafa fundið upp á nýjung sem eigi eftir að draga að viðskiptavinir i stórum hópum. Þeir hafa látið gera hjá sér útisundiaug, sem að sjálfsögðu er upp- hituð, þar sem gestirnir geta fengið morgunverð framreiddan á flotbökkum hvort sem hann samanstendur af venjulegum mat eða megrunarfæði. Þeir telja þetta stórsnjalla hugmynd og segja að mjög heilsusamlegt sé að neyta matar síns niðri i vatni. COSPER — Ég mátti svo sem vita það, fulltrúi skattstjórans er mættur. Útsala 15°/o-60% Viö rýmum fyrir nýjum vörum. Seljum í dag og næstu daga alls konar keramik og stell meö hressilegum afslætti. Allt að 60%. HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK Sími 685411. Innritun Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1986 stendur nú yfir. Boðið er upp á kennslu á þessum brautum: EÐ- Eðlisfræðibraut Fé- Félagsfræðibraut FI- Fiskvinnslubraut F2- Fiskvinnslubraut FJ- Fjölmiðlabraut H2- Heilsugæslubraut 2 H4- Heilsugæslubraut 4 12- íþróttabraut 2 14- íþróttabraut 4 LS- Latínu- og sögubraut MÁ- Málabraut TÓ- Tónlistarbraut TT- Tækniteiknun TÆ- Tæknifræðibraut T4- Tölvufr. — viðskiptabraut 4 U2- Uppeldisbraut 2 U4- Uppeldisbraut 4 V2- Viðskiptabraut 2 V4- Viðskiptabraut 4 NÁ- Náttúrufræðabraut Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabœ, Lyngáai 7—9, 210 Garðabœ. Skrífstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00—16.00, sfmar 52198 og 52194. Þeir sem óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Innrítun stendur til 6. júni nk. Skólameist- arí er til viðtals f skólanum alla virka daga kl. 9.00—12.00. SKÓLAMEISTARI Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7—9 — 210 Garöabæ. S: 52193 og 52194. (4 ára nám) (4 ára nám) (1 árs nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (4 ára nám) (4 ára nám) (4 ára nám) (1 árs nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (2 ára nám) (4 ára nám) (4 ára nám) Stór b íla þ vottastöð Verð á sumarþvotti er eftirfarandi: Stórir flutningabílar með aftanívagn 990 kr. Stórirflutningabílar 780 kr. Stórar rútur 780 kr. Stórirsendiferðabílar 480 kr. Minni sendiferðabílar 480 kr. Jeppar og fleiri 480 kr. Ef menn vilja tjöruhreinsun eða skumm þá reiknast það aukalega. Stöðin er opin virka daga kl. 9—19. Stórbflaþvottastöðin, Höfðabakka 1, sími 688060.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.