Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JtJNÍ 1986 Minnsta hækkun fisk- verðs síðustu átta ár ÁKVÖRÐUN um fiskverð í lok maímánaðar var á ýmsan hátt frá- brugðin því, sem verið hefur undanfarin ár. Fiskverð hækkaði aðeins um 1,5% að meðaltali og hefur það aldrei hækkað svo lítið síðustu 8 ár. Ennfremur var verðið ákveðið dl tveggja verðtímabila í senn og verðhækkunin þvi í raun minni en 1,5% þegar miðað er við hækkun fyrir hvert þriggja mánaða tímabil eins og verið hefur. Samkomulag varð milli fulltrúa kaupenda og seljenda, en það er mjög fátítt að fiskverð sé ákveðið án þátttöku oddamanns. Loks er í samkomulaginu gert ráð fyrir breytingu á skiptahlutfalli sjómönn- um í vil 1. september næstkomandi til að vega upp á móti launahækk- unum landverkafólks. Yfímefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins að þessu sinni skipuðu Ámi Benediktsson og Magnús Gunnars- son, fulltrúar fískkaupenda, og Kristján Ragnarsson og Guðjón A. Kristjánsson, fulltrúar útgerðar og sjómanna. Hér fer á eftir álit þess- ara manna á fískverðsákvörðuninni: Magnús Gunnarsson: Verðið hefði átt að lækka „ÞAÐ ER Ijóst miðað við stöðu fiskvinnslunnar og þá starfs- hætti, sem í raun ætti að viðhafa, að fiskverð hefði átt að lækka. Frystingin er rekin með tapi. En menn mátu það einhvers virði að ná heildarsamkomulagi til að tryggja aukinn stöðugleika út árið og leggja sitt af mörkum tU að koma stjórn á efnahagsmál- in,“ sagði Magnús Gunnarsson. „Annar þáttur þessa er, að samið var um tvö verðtímabil í senn, þannig að hægt er að gera áætlanir til ársloka og menn þurfa ekki að eiga á hættu óvæntar breytingar á fískverði á haustmánuðum. Fisk- vinnslan færir verulega fóm með þessu samkomulagi og óvissan í gengismálunum hjálpar ekki upp á sakimar. Sveiflur á gengi doliars auka erfíðleikana stöðugt. Við þurfum að fara að lengja þau tfmabil, sem ýmsar ákvarðanir miðast við, svo sem gildistíma físk- verðs og kjarasamninga. Það er eina leiðin til að auka stöðugleika í efnahagsmálum og rekstri. Með stuttum tímabilum eykst óvissu- þátturinn og óhægt verður að áætia rekstur og fleira nema til skamms tíma. Árni Benediktsson: Ákvörðunin staðfestir kerfisbreytinguna „ÞAÐ VAR mikilvægt að ná samkomulagi um fiskverðið núna, þar sem þetta er fyrsta verðlagning eftir veigamikla kerfisbreytingu. Þetta sam- komulag staðfestir þessa breyt- ingu og jafnframt, að hún hafi farið fram með góðu samkomu- lagi allra aðila,“ sagði Ami Benediktsson. „Þetta samkomulag rýfur hug- myndina um sjálfvirkt samhengi milli fískverðs og launaþróunar í landi. Það er mjög mikilvægt, ætl- um við að ná valdi á verðbólgunni, þar sem þetta gefur möguleika á því að fást við réttar efnahagstærð- ir í réttu samhengi. Þess þarf jafn- framt að gæta, að samanburðurinn við sjómenn raski ekki launaþróun- inni í landi heldur. Þar verður einnig að vera hægt að fjalla um réttar efnahagsstærðir í réttu samhengi. Stigið var skref í þá átt að tegnja laun sjómanna við afkomu útgerð- ar. Ástæða er til að ganga lengra í því efni og munu sjómenn og út- vegsmenn væntanlega haida áfram að ræða þau mál. Skiptahlutfall þarf að geta breytzt í hlutfalli við aðrar kostnaðarbreytingar án þess að til stórátaka þurfí að koma miili sjómanna og útgerðarmanna. Það er svo aftur neikvætt við þessa verðákvörðun, að nauðsynlegt reyndist að ákveða hærra verð en fískvinnslan þolir. Það reyndist nauðsynlegt til að ná þeim mark- miðum, sem ég hef minnzt á,“ sagði Ámi Benediktsson. Kristján Ragnarsson: Víðtækt og ánægju- legt samkomulag „SAMKOMULAGIÐ er mjög víð- tækt og sérstaklega ánægjulegt að það tókst i framhaldi af sjóða- kerfisbreytingunni, sem menn urðu sammála um. Auk þess rennir þetta samkomulag mjög styrkum stoðum undir þær efna- hagsaðgerðir, sem gerðar voru í ársbyrjun með almennum kjara- samningum. Þetta samkomulag á ekki að raska þeim og áhrif þess á gengi krónunnar eru engin og því á það ekki að þurfa að breytast á árinu vegna sjávar- útvegsins," sagaði Kristján Ragnarsson. „Þetta er að mörgu leyti óvenju- leg ákvörðun. í fyrsta lagi vegna þess, að þama náðist allsheijarsam- komulag og úrskurðar oddamanns var ekki leitað eins og svo algengt hefur verið. í öðru lagi urðu menn sammála um að setja saman tvö verðtímabil í eitt vegna þess, að við gerum ráð fyrir minni verðlags- breytingum nú en áður og þær, sem verði, séu ennfremur fyrirséðar á árinu. í þriéja lagi var þama um tiltölulega litla fískverðsbreytingu að ræða, sem stafar af því, að geta fiskvinnslunnar í þessu efni er mjög takmörkuð og á móti því kemur að staða útgerðar er betri en oftast áður og tekjur sjómanna líka. í fjórða lagi er um að ræða samkomu- lag milli okkar og sjómanna. Vegna þess að fískverð hækkar ekki meira en þetta bætum við tekjur þeirra umfram fískverðbreytinguna með því að hlutur þeirra úr aflanum hækkar um 1 prósentustig, úr 70% í 71% þegar landað er hér heima. Þetta gefur þeim launahækkun upp á 1,4%,“ sagði Kristján Ragnarsson. Skipshöfnin á ms. Geira Péturs hlaut Landsbankabátinn. Morgunblaðið/Silli. Hefðbundinn sjómanna- dagur á Húsavík Magnús Bjarnason (t.v.) og Sören Einarsson voru heiðraðir á sjó- mannadaginn á Húsavík. Húsavík. HÁTÍÐAHÖLD sjómanna- dagsins á Húsavík hófust á laugardag með kappróðri og kappsiglingu hraðbáta og unglingadansleik um kvöldið í félagsheimilinu, og á sunnu- dag var siglt með börnin um Skjálfandaflóa. Á sunnudaginn hófust hátíða- höldin kl. 8 með messu í Húsa- víkurkirkju þar sem sr. Bjöm H. Jónsson predikaði. Klukkan 13.30 hófust hátíða- höldin í hinu fegursta veðri á íþróttavellinum, með því að tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, en þeir voru Magnús bjamason og Sören Einarsson. Landsbankabáturinn var af- hentur, en það er farandgripur, sem sá bátur fær er skilar hæstu meðalverði fyrir bolfísk innlögð- um hjá Fiskiðjusamlaginu. í þetta skipti hafði m.s. Geiri Pét- urs (skipstjóri Sigurður Olgeirs- son) hæst meðalverð, kr. 16,83, en næstur kom Sigþór með kr. 16,52. Smábátabikarinn fékk Vilborg (Hreiðar Jósteinsson) með meðalverð 18,01 og næstur var Þórður með 16,73 kr. Síðan hófust ýmsar íþrótta- keppnir og leikir ög svifdreki flaug yfír völlinn og dreifði kara- mellum yfir bamahópinn. Slysa- vamafélagskonur seldu kaffí í félagsheimilinu og þar var svo stiginn dans um kvöldið. Fréttaritari Guðjón A. Kristjánsson: Fyrst og fremst málamiðlun „ÞETTA var fyrst og fremst samþykkt svona í yfimefndinni sem málamiðlum. Annars vegar var farið fram á lækkun fisk- verðs og hins vegar hækkun og einhvers staðar urðu menn að mætast. Þetta varð niðurstaðan og svo kemur útgerðin inn í þetta 1. september. Með þvi móti fylgja launahækkanir okkar sjómanna nokkurn veginn hækkunum land- verkafólks þá. Þetta þýðir að laun sjómanna fylgja þróuninni í landi fram eftir hausti en eftir fyrsta desember dragast þeir aftur úr,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson. „Það, sem kannski skiptir mestu máli í þessu, er breytingin á skipta- hlutfalli, þegar að henni kemur. Hún ætti þá að geta verið til fram- búðar. Þó við teljum að útgerðin sé í stakk búin til að gefa meira eftir en þetta og hefði getað það fyrr varð þetta sú málamiðlun, sem menn náðu sáttum um. Það liggur alveg ljóst fyrir, þegar verið er að tala um stærðir í verð- lagsmálum, að við erum nú að tala 0,5% til 1%, þegar áður var verið að tala um 10 til 20% vegna verð- bólgu og þróunar hennar. Nú eru menn að reyna að skipta raun- verulegum stærðum án þess að eftir komi gengisfelling og aðrar hliðar- ráðstafanir, sem oftast hafa fylgt fiskverðsákvörðunum og kaup- gjaldsákvörðunum í landinu og breytt og rifíð niður það, sem samið var um. Vegna þessarar breytingar verða menn að taka upp önnur vinnubrögð og vera meira samstíga í ákvörðun- um um verð, ná saman um hlutina þó verið að sé að tala um litlar hækkanir, jafnvel brot úr hundraðs- hluta. Menn séu þannig að semja um raunveruleg verðmæti, sem standi eftir og verði ekki aftur tekin með gengisfellingum og öðrum ráð- stöfunum. Við verðum að ná okkur niður á svipað stig í verðlags- og verðbólgumálum og gerist í öðrum í MÁNAÐARYFIRLITI útlend- ingaeftirlitsins kemur m.a. fram að f maimánuði komu til landsins alls 8.342 útlendingar. Þetta er um 22% fjölgun frá því i fyrra en þá var fjöldinn i mai 6.836. Ef tekinn er heildarfjöldi frá áramótun kemur í ljós að orðið hefur 13% fjölgun ferðamanna löndum. Takist það, ættum við standa betur eftir, en þó við værum að ná fram eitthvað meiri hækkun- um, sem þýddu síðan vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Síðan verður fískvinnslan að fara að taka aukið tillit til þess, hve hátt verð fæst fyrir fískinn á erlendum mörkuðum. Þróist fískverð hér innan lands ekki hægt og rólega í átt að því verði, sem fæst erlendis, er hætt við því að vinnslan fái ekki þann fisk, sem hún þarf að fá til að anna eftirspum á erlendum mörkuðum. Auk þess þarf frysting- in endurskipulagningar við á flest- um sviðum," sagði Guðjón A. Krist- jánsson. frá þvi 1985. Frá áramótum hafa komið 27.088 ferðamenn, en i fyrra komu 25.476. Flestir voru ferðamennimir í maímánuði bandarískir eða alls 2.371. Frá Vestur-Þýskalandi komu 1.589, Svíþjóð 1.006, Danmörku 748 og Noregi 645 ferðamenn. 22% fjölgnn ferða- manna í maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.