Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 64
EUROCARD UGGUR Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Samþykkt nýrra hluthafa Amarflugs: Hlutaféð aukið um 150 milljónir Samningar við kröfuhafa hafa gengið vel ÞEIR AÐILAR sem íhugað hafa þátttöku S 95 miUjón króna hluta- fjáraukningu Amarflugs ákváðu á fjölmennum fundi í gærkvöldi að ganga til liðs við félagið og standa við gefin hlutafjárloforð og meira til, þvi samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, var ákveðið að halda áfram söfnun hlutafjárloforða, upp í 150 millj- ónir króna. Væntanlegir hluthafar í Amar- flugi með þá Hörð Einarsson, fram- kvæmdastjóra FVjálsrar fjölmiðlun- ar, og Helga Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra Samvinnuferða/ Landsýnar, í forsvari hafa að und- anfömu staðið í samningaviðræðum við lánardrottna innlenda sem er- lenda um niðurfellingu skulda eða skuldbreytingu til lengri tíma. Sl. sunnudag áttu þessir menn, ásamt núverandi framkvæmdastjóra Am- arflugs, Agnari Friðrikssyni og stjómarformanni, Hauki Bjöms- syni, fund með Þorsteini Pálssjmi fjármálaráðherra og Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Var þess freistað á þeim fundi að fá niðurfellingu skuldar Amarflugs við ríkissjóð, en hún er eitthvað talsvert yfir 30 milljónir króna. Greindu talsmenn Amarflugs ráð- herrunum frá því að enn væri eftir að semja um 80 milljón króna skuld, til þess að rekstrargrundvöll- ur fyrirtækisins væri tiyggður. Á þessum fundi var Amarflugsmönn- um boðið upp á að Amarflug hagaði afborgunum af skuldum sínum við ríkissjóð með þeim hætti að lítii greiðslubyrði yrði næstu 24 mánuði, en þess meiri næstu tvö árin þar á eftir. Með þessa vitneskju héldu þeir Amarflugsmenn síðan áfram í samningaviðræður við aðra kröfu- hafa, og vom þær viðræður það langt komnar í gærkveldi, þegar ofangreindur fundur var haldinn, að þeir sem hugleitt hafa þátttöku í hlutafjáraukningunni, treystu sér á því stigi til þess að taka ákvörðun um þátttöku í hlutafjáraukningunni og he§a vinnu við endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Kröflu- mælar til Napólí ÞRÍR menn frá Norrænu eld- fjallastöðinni hér á landi héldu um helgina til Italíu með svokall- aða hallamæla til mælinga á jarðskorpuhreyfingum við út- borg Napóli, Pozzuoli. Talsverð- ar hreyfingar hafa verið þar sið- an 1980 og er þáttur Islending- anna liður í því að fylgjast með þeim og, ef unnt reynist, vara í tíma við eldsumbrotum eða jarð- hræringum. Guðmundur Sigvaldason, for- stöðumaður stofnunarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mælar þessir hefðu verið notaðir með góð- um árangri við Kröflu til að fylgjast með jarðhræringum svo dæmi væm nefnd. Þeir væm smíðaðir af starfs- mönnum stofnunarinnar og mjög dýrir. Hins vegar hefðu jarðvísinda- menn víða um heim góða samvinnu og vegna þess, hefðu mennimir farið til Ítalíu með mælana og vonast væri til að þeir kæmu að góðum notum. Hvort svo yrði, væri hins vegar allt of snemmt að segja til um. Guðmundur sagði, að í Pozzuoli hefði síðast gosið árið 1538 og fjall, kallað „Nýja fyall“ hefði þá myndazt. Talsverðar hreyfingar hefðu verið þama síðan árið 1980 og óttuðust menn að til tíðinda kynni að draga, en borgin væri áiíka flölmenn og Reykjavík. Sundaskáli Eimskips: Starfsmaður handtek- inn með 800 g af hassi Fíkniefnalögreglan hafði samvinnu við Eimskip og Tollgæsluna um uppljóstrun LÖGREGLAN handtók í gær einn starfsmanna Eimskips í Sunda- skála, þar sem hann var að fjarlægja 800 gramma pakka af hassi úr vörusendingu sem barst hingað til lands með Eyrarfossi í fyrri- nótt. Að sögn Arnars Jenssonar lögreglufulltrúa fíkniefnalögregl- unnar hafði lögreglan um nokkra hríð haft grunsemdir um að þessi leið værí notuð til þess að smygla fíkniefnum inn í landið. „Við höfum haft grunsemdir um nokkum tíma þess efnis að einhver starfsmaður í Sundaskála tæki efnin úr vörusendingunum áður en þær færu í venjulega afgreiðslu og kæmi þeim undan," sagði Amar í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. „Við ákváðum því að kanna þetta í samvinnu við Eimskip og Tollgæsluna og Eimskip réð í vinnu tvo lögreglumenn í þennan skála. Þeir fylgdust síðan með. í dag kom í ljós, þegar einn starfsmaður í Sundaskála fór í pakka úr vöm- sendingu sem barst með Eyrarfossi að hann tók úr honum 800 grömm af hassi. Hann var síðan handtek- inn.“ Amar sagði jafnframt að tveir menn til viðbótar hefðu verið hand- teknir í gærkveldi og verið væri að kanna hvort þeir tengdust þessu máli. Þeir eru ekki starfsmenn Eimskips. Amar sagði jafnframt að enginn grunur léki á að áhöfn Eyrarfoss væri viðriðin þetta at- hæfí. Amar sagði að ekki væri vitað hvort önnur eiturefni en hass hefðu verið flutt inn með þessum hætti, né hvort grunsemdir um að þessi aðferð hefði verið notuð áður væm á rökum reistar. Morgunbladið/Magnús Gottfreðsson í skoðunarferð við Mývatn Stórhertogahjónin af Lúxemborg fóru til Mývatns í gær. Þar skoðuðu þau meðal annars fuglalíf við vatnið, Dimmuborgir, Námaskarð og heimsóttu svo Laxárvirkjun. Sakaður um að taka 20 milljón- ir í okurvexti HERMANNI Gunnarí Björgvins- syni, verslunarmanni, var í gær birt ákæra fyrir okurlánastarf- semi. í ákæmnni segir, að Hermann hafl, á ámnum 1984 og 1985 lánað út peninga í miklum mæli til margra manna og jafnframt áskilið sér og tekið við hærri vöxtum af lánunum en lögleyft var á því tímabili, eða á bilinu 61%-272,7% ársvexti, en oftast þó um 130% ársvexti. Lög- leyfðir vextir, sem heimilt var að áskilja sér af slíkum lánum á þessu tímabili vom hins vegar 18-34% á ári. Einnig er í ákæmnni talin upp nöfn 35 manna, sem Hermann lán- aði fé og kemur þar fram að oftekn- ir vextir em samtals að upphæð krónur 20.748.469,- Þess er kraflst, að ákærði verði dæmdur til refsing- ar, til greiðslu skaðabóta til lántak- enda, verði þeirra krafist, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið á hendur Hermanni er rekið fyrir Sakadómi Kópavogs. Listahátíð: Ricciarelli kemur ekki ítalska sópransöngkonan Katia Ricciarelli tilkynnti Listahátiðarnefnd í gær veikindi og mun hún ekki syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói á laugardaginn. Hrafn Gunnlaugsson, formaður sagði svo í samtali við Morgun- framkvæmdanefndar Listahátíð- blaðið í nótt, að ljóst væri að ar, staðfesti í samtali við Morgun- Katia Ricciarelli gæti ekki sungið blaðið í gærkvöldi að Ricciarelli hér á laugardaginn og yrði gengið hefði tilkynnt um veikindi. Sigurð- í það árla í dag að fá listamann ur Bjömsson, framkvæmdastjóri íhennarstað. Sinfóníuhljómsveitar íslands,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.