Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNf 1986 33 JMfagtnifrlfittfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Góð samskipti við Lóxemborg Stórhertogahjónin í Lúxem- borg, Jean prins af Bourbon Parma og hertogi af Nassau og Josephine-Charlotte prinsessa af Belgíu, eru aufúsugestir á íslandi. Samskipti okkar við Lúxemborg hafa dafnað og blómstrað síðan 1955, þegar Loftleiðir hófu að fljúga þangað. Frú Vigdís Finn- bogadóttir lýsti tengslum þjóðanna með þessum orðum er hún ávarp- aði stórhertogahjónin: „Fá lönd eru íslendingum tungutamari en einmitt Lúxemborg. Haldi íslend- ingur til meginlandsins er einatt spurt: „Um London eða Lúxem- borg?“ íslendingar eru miklir ferðalangar, sem fara víða um lönd og leita nýrra hughrifa, en koma svo fagnandi heim og fínnst hvergi betra að vera - og land yðar lýkur oss upp dyrunum að meginlandi Evrópu. í heimi þar sem samgöng- ur eru svo langt á veg komnar eru lönd vor sem tveir brúarsporðar, stólpar mikilfenglegrar brúar er tengir Evrópu Nýja heiminum, vér erum stikla í hafínu á vesturleið, eðlilegur máttarstólpi miðja vegu milli tveggja heimsálfa." Á síðasta ári fluttu Flugleiðir 256.387 farþega um Findel-flug- völl í Lúxemborg. Þessi tala gefur vísbendingu um að á undanfömuin 30 árum hafí nokkrar milljónir manna farið um völlinn vegna ferða íslenskra flugvéla þangað. Gildi þess fyrir efnahagslíf Lúx- emborgar er mikið og öll vitum við íslendingar, hve mikilvægt það hefur verið fyrir Loftleiðir og Flugleiðir að hafa hindrunarlausan aðgang að Findel-velli. Forseti ís- lands minnti einnig á þá staðreynd, að í Lúxemborg er orðin til „ný- lenda" íslendinga, sem nú eru um 400 í landinu. Það eru háloftaferðir, sem hafa tengt landlukta meginlandsríkið Lúxemborg og ísland, eyjuna á Norður-Atlantshafí. Náin sam- skipti þjóðanna hafa því mótast og þróast á síðustu árum, þegar smáríki hafa lært, að þau fái ekki dafnað nema þau séu ódeig við að láta að sér kveða í samkeppni við þau ríki, sem ^ölmennari eru. í því efni hafa Lúxemborgarar verið óhræddir við að feta inn á nýjar brautir. Þeir hafa til dæmis lagt sig fram um að fá erlenda banka og fjármagnseigendur til að starfa í landi sínu; þar eru nú 119 bankar meðal 370.000 manna þjóðar. Sigurður Magnússon, fyrr- um blaðafulltrúi Loftleiða, lýsti mismunandi viðhorfí Lúxemborg- ara og íslendinga til erlends Qár- magns ágætlega meó þessum orðum í grein er birtist á sínum tíma í Lesbók Morgunblaðsins: „Þegar ég spurðist fyrir um það hve mikið Lúxemborgarar ættu sjálfír í Radio Lúxemborg eða öðrum stórfyrirtækjum í landinu, þá komu þeir af fjöllum. Hvað varðar þá um það? Hið eina, sem skipti þá máli, var hvort þessi fyrirtæki veittu mörgum eða fáum atvinnu. Forsætisráðherrann skellihló þegar ég sagði honum að íslendingar væru dauðhræddir við erlent Qármagn. „Við reynum að fá sem allra mest erlent fjár- magn inn í landið," sagði hann. „En við búum auðvitað þannig um hnútana að við verðum aldrei þrælar þess.““ Lúxemborgarar eru fámennasta ríkið í Evrópubandalaginu. Þeim hefur hins vegar tekist að halda þannig á málum, að ýmsar af helstu stofnununum bandalagsins hafa aðsetur í landi þeirra. Þá hefur Lúxemborgari, Gaston Thom, verið formaður í stjómar- nefnd EB. Nú þegar fyrir dyrum standa alhliða viðræður milli ís- lands og Evrópubandalagsins, verði boði Willy de Clercq um þær tekið af íslenskum stjómvöldum, er ekki aðeins mikilvægt, að rétt sé á málum haldið gagnvart stjóm- amefnd EB heldur einnig ríkis- stjómum einstakra aðildarlanda. Á fundi utanríkisráðherra land- anna, Jacques F. Poos og Matt- híasar Á. Mathiesen, í dag gefst tækifæri til að ræða þær nýju brautir, sem kunna að vera að opnast í samskiptum þjóðanna beri viðræðumar við EB tilætlaðan árangur. Síðast en ekki síst ber að minnast þess, að Lúxemborgarar og Islendingar em samaðilar að Atlanthafsbandalaginu. Saga Lúxemborgar einkennist af því, að landið er í hjarta Evrópu og hefur því Iöngum verið í eldlínunni í meginlandsátökum. Með því að gerast stofnaðili að Atlantshafs- bandalaginu vakti hið sama fyrir Lúxemborgurum og íslendingum, að gera sameiginlegar ráðstafanir á friðartímum til að spoma gegn því, að ófriður yrði á ný í Evrópu og á Atlantshafí. Samstarfið hefíir þjónað þessum tilgangi í tæp pru- tíu ár. Lúxemborgarar hafa lagt sitt af mörkum í Mið-Evrópu og íslendingar á Norður-Atlantshafí. Þróunin hefur því miður orðið sú, að á sama tíma og menn hallast að því, að stöðugleiki hafí myndast á meginlandi Evrópu hefur spenna aukist á höfunum. Nú er svo komið, að danska öryggis- og afvopnunamefndin telur tæplega unnt að kenna herfræðilegt ástand á Norðurlöndum lengur við „lág- spennu“. Er brýnt, að ráðamenn Lúxemborgar átti sig á þeim breytingum, sem orðið hafa í næsta nágrenni íslands vegna aukinna umsvifa sovéska hersins í lofti og á Iegi. Gildi íslands fyrir öryggi Lúxemborgar og annarra meginlandsþjóða hefur aukist og minnkar ekki. Hveijir vilja ekki óperu? eftirSvein Einarsson I viðtali í útvarpinu á mánudag- inn við þá Ármann Öm Armanns- son, framkvæmdastjóra og for- manns dómnefndar um byggingu tónlistarhúss, og Júlíus Vífíl Ing- varsson, lögfræðing, formann sam- taka óperusöngvara, lét hinn fyrr- nefndi þau orð falla, að farið yrði eftir forsögninni um byggingu húss- ins og frá henni ekki vikið, þannig yrði húsið reist. Jafnframt hefur hann og fleiri margoft lýst yfír því, að í húsinu eigi að rúmast allar tegundir tónlistarflutnings, þar á meðal óperuflutningur. Þegar skoðaðar eru þær teikn- ingar, sem 1. verðlaun hlutu, er ljóst, að sá sem þær semur, hefur ekki hugsað sér óperuflutning í húsinu nema þá f einhvers konar hljómleikaformi eða í niðurskomu standi, eins og reynt hefur verið oft að láta okkur sætta okkur við upp á síðkastið; nema þá að höfund- ur tillögunnar hefur ekki hugmynd um hvað óperuflutningur er og hefur aldrei í leikhús komið. Þessi tillaga á sem sagt að fylgja „forsögninni". En þegar skoðaðar era ýmsar aðrar tillögur, sem inn bárust, kemur hins vegar í ljós, að í þeim mörgum er gert ráð fyrir, að í húsinu sé bæði venjulegur tón- listarflutningur og óperaflutningur og þetta samræmt á hagkvæman hátt, þannig, að notagildi hússins verði sem mest og sá upphaflegi viðbótarkostnaður umfram það gamaldags tónleikahús, sem í verð- launatillögunni er gert ráð fyrir, yrði þannig fljótur að skila sér inn aftur. Þessar tillögur era líka sendar inn eftir sömu forsögn. Hvað er að gerast? Getur verið, að forsögnin hafí verið orðuð svo loðin, að möguleikamir til ópera- flutnings hafí aldrei verið meintir í alvöra og til þess eins nefndir, að slá ryki í augu manna og fá þá, sem bera veg og vanda íslenskrar ópera fyrir bijósti, til að sofna á verðinum? Eg vil ekki trúa að svo sé. Ármann Öm lét þess getið í umræddu við- tali, að eitthvað hefði dómnefnd rætt við forystumenn íslensku óper- unnar. Fleiri hafa nú reynslu af óperaflutningi, lengri og við betri aðstæður, og meiri kjmni af því sem til þarf þar sem raunverulegar kröfur er hægt að gera við sviðsetn- ingu. Og hvemig stendur á því að enginn sérfróður maður um ópera- flutning var þá valinn í dómnefnd- ina? Lítil þjóð þarf að fara vel með litla ^ármuni sína og hefur síður efni á dýram axarsköftum en stór þjóð. Framsýni er oft hagkvæmari en að taka mið af gærdeginum. Verði þetta tækifæri til sameigin- legrar lausnar ekki nýtt, kemur upp annað dæmi. Verðlaunatillagan býður ekki upp á, að þetta hús verði reist í áföngum, fyrst fyrir venjuleg- an tónlistarflutning og síðan í öðr- um áfanga og sem viðbót, sem gert hafí verið ráð fyrir frá upphafí, með sviði og sviðsbúnaði fyrir ópera-, ballett- og meiriháttar poppflutn- ing, svo og gestaleiki, sem við höfum hingað til ekki haft í neitt hús að bjóða. Með öðram orðum: Ef þessi tillaga verður fyrir valinu, þarf að reisa tvö hús. Ármann Öm sagði í umræddu viðtali, að bygging Þjóðleikhússins hefði tafíst um tvo áratugi vegna deilna um staðsetningu. Þetta er ekki rétt. Deilan um, hvar húsið skyldi standa, stóð álíka lengi og deilan um staðsetningu þessarar tónlistarhallar — ekkert er óeðlilegt við það, að fram komi ólík sjónarmið þegar svona stendur á. Það sem tafði byggingu Þjóðleikhússins var hins vegar tvennt, það, að skemmt- anaskatturinn, sem var tekjustofn- inn, var tekinn af leikhúsbygging- unni og að byggingin síðan var hemumin. Hér er um að ræða allt annað: Sveinn Einarsson „Þeg-ar skoöaðar eru þær teikningar, sem 1. verðlaun hlutu, er ljóst, að sá sem þær semur, hefur ekki hugsað sér óperuf lutning í húsinu nema þá í einskonar hljómleikaformi eða í niðurskornu standi, eins og reynt hefur verið oft að láta okkur sætta okkur við upp á síðkastið ...“ við eram að ræða um menningar- stefnu í tónlistar- og leiklistarmál- um íslendinga næstu fímmtíu árin. Við vitum, að þremur listgreinum era ekki búin samhliða vaxtarskil- yrði í Þjóðleikhúsinu, leiklist, dansi og ópera, og í lögum um Þjóðleik- hús, er reyndar tekið af skarið um það, hvað þar skuli hafa forgang. Islenska óperan er á hinn bóginn einkafyrirtæki, sem býr við þröngan húsakost, þannig að þrátt fyrir lofsvert framtak, er hér eingöngu um bráðabirgðalausn að ræða. Enn þann dag í dag eigum við ekki óperaflokk, sem gert er fært að sinna list sinni við sama borð og aðrir listamenn, þó að söngvarar hafí margsýnt það, að það eiga þeir meira en skilið. Ef við þurfum að fara að beijast fyrir tveimur húsum samtímis, er hætt við róðurinn þyngist, og þá gætu komið upp líkar tafír og þegar Þjóðleikhúsið var að rísa. En þá skulum við ekki gleyma því, að aðsóknin að óperasýningum Þjóð- leikhússins og sýningum íslensku óperannar hefur sannað, að þar eram við að tala um að mæta áhuga talsvert stærri hóps en þeirra sem sækja tónleika að staðaldri. Við bætist áhorfendahópur ballettsýn- inga, sem hvarvetna í heiminum fer vaxandi, og loks má ekki gleyma nútímalegum poppsýningum, sem við eram lítið farin að kynnast enn vegna húsnæðisleysis og höfundur verðlaunatillögunnar hefur heldur ekki haft veður af eða vill hafa í sínu húsi. Og svo sakar ekki að geta þess, að atvinnumöguleikar hljóðfæraleikara margfaldast, því meiri sem starfsemin er, og þróunin undanfarin 10 ár, hefur sannað okkur, hversu grandvöllurinn er orðinn traustur. Fyrir tuttugu áram hefði ég tekið þessari snortu verðlaunatillögu fagnandi hendi. í dag fullnægir hún ekki kröfum tímans, hvað þá að hún horfí til framtíðarinnar. Höfundur er rithöfundur ogleik- stjóri. Heimsfrægar hljómsveitir á Listahátíð: Listapopp í Laugardalshöll MADNESS, Fine Young Cannibals, Lloyd Cole And The Commo- tions og Simply Red, allar þessar hljómsveitir verða á Listahátíð mánudaginn 16. júní og þriðjudaginn 17. júní. En þar við verður ekki látið sitja því íslensku hljómsveitimar Grafík, Rikshaw, Greifarair og Bjarai Tryggva, koma einnig fram. I upplýsingariti frá Lista- poppi eru hljómsveitir þessar kynntar á eftirfarandi hátt: Fine Young Cannibals er tríó og hefur verið eftir að fyrsta plata þremenninganna kom út fyrir ári síðan. Söngvari hljóm- sveitarinnar, Roland Gift, er talinn í fremstu röð söngvara Bretlands. Lloyd Cole And The Commo- tions er skosk að uppruna. Sveitin flytur vandað og fágað rokk við texta söngvarans Lloyd Cole. Madness hefur löngum verið ein Qörugasta hljómsveit popps- ins. Þrátt fyrir ærslin er tónlist Madness mjög vönduð og hljóð- færaleikur allur fyrsta fíokks. Madness þykir ein skemmtileg- asta hljómleikasveit sem um getur og skapar sveitin ætíð ógleymanlega stemmningu á tónleikum sínum. Það hefur margsinnis verið reynt að fá Madness til að halda tónleika hér á landi, en loksins núna gefst §ölmörgum aðdáendum þeirra tækifæri til að sjá þá með eigin augum. Fjórða erlenda hljómsveitin, sem verður í Laugardalshöll- inni, er Simply Red. Sveitin hleypur í skarðið fyrir Strang- lers sem ekki kemst til hátíðar- innar vegna plötuupptöku. Simply Red hefur skotið hratt upp á stjömuhimin og nægir því til sönnunar að minna á lag þeirra „Holding Back The Years“ sem er á hraðri uppleið á vinsældalista rásar tvö. Hljómsveitin er frá Man- chester en þar fæddist helsti forsprakki hennar í júní 1960, sá heitir Mike „Red“ Hucknall. Ásamt því að vera aðalsöngvari hljómsveitarinnar semur Hucknall flest lög hennar. Hann þykir hafa til að bera mjög til- fínningaríka rödd og djúpa og hefur honum verið líkt við stór- söngvara á borð við A1 Green, Ray Charles og fleiri álíka. Aðrir meðlimir hljómsveitarinn- ar eru Fritz Gerald Mclntyre sem sér um hljómborð og syng- ur, Timothy Kellet á trompet og hljómborð, Cristhopher Joyce á trommur, Sylvian Ric- hardsson á gítar og Anthony James Bower á bassa. Aðstoð- armenn hljómsveitarinnar eru Ian Murrey Kirkham sem leikur á saxófón og Janette Rose Sewell sem syngur. Simply Red, Lloyd Cole And The Commotions, Grafík og Meðlimir Simply Red eru: Fritz Gerald Mclntyre, hljómborð og söngur, Michael James „Red“ Hucknall, söngur, Timothy Kellet, trompet og hljómborð, Cristhopher Joyce, trommur, Sylvian Richardson, gitar, og Anthony James Bower, bassa. Bjarni Tiyggva verða á sviði Laugardalshallar mánudaginn 16. júní en hinar fjórar sveitim- ar birtast þar á sama stað daginn eftir. Stórhertogahjónin af Lúxemborg mæta til kvöldverðarboðsins á Hótel Sögu ásamt forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadottur. Við eigum að treysta vináttubönd þjóða okkar — sagði þjóðhöfðingi Lúxemborgarí ræðu er hann hélt í kvöldverðarboði forseta íslands Stórhertogahjónin af Lúxemborg, Jean og Josephine-Charlotte, sem hér era stödd í opinberri heimsókn sátu á mánudags- kvöldið hóf í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, á Hótel Sögu. I ræðu sem stórhertoginn hélt af þessu tilefni sagði hann m.a.: „Landfræðileg staðsetning eyju ykkar, í miðju Atlants- hafs, veldur því að hún er afskorin frá hjarta Evrópu, þar sem hið litla ríki okkar er umlukt voldugum nágrannaríkjum. Ykkur hefur tekist að halda sögulegum þjóðararfí ykkar um aldaraðir meðan Lúxemborg, staðsett á landamæram germönsku og latnesku menningarsvæð- anna, hefur þurft að skilgreina þjóðarein- kenni sín og beijast fyrir varðveislu þeirra." „En margt sameiginlegt má finna með ríkjum okkar," sagði stórhertoginn, „bæði hafa þau glatað og síðan endurheimt aftur sjálfstæði sitt. Hvoragt okkar hefur haft nægan styrk til þess að sjá um vamir sínar sjálf og bæði leituðum við af þessum sökum skjóls um stundarsakir í hlutleys- mu. Það var af þessum ástæðum sem við gerðumst aðilar að vamarbandalagi vest- rænna lýðræðisríkja. Bandalags sem við treystum til þess að varðveita frið og frelsi í aðildarríkjum þess.“ Stórhertoginn lagði í ræðu sinni þunga áherslu á mikilvægi samvinnu milli ríkja, jafnt stórra sem smárra án þess þó að hin síðamefndu glötuðu sérkennum sín- um. Taldi hann ísland og Lúxemborg hafa það þrek sem þyrfti til þess að svo yrði. Að lokum sagði stórhertoginn: „Island og Lúxemborg hafa dregist nær hvort öðra á síðustu áram. Við eigum margt sameiginlegt hvað varðar þjóðfélagslega stærð ríkjanna og því stjómmálalega hlutverki sem þau gegna í heiminum. Einnig hefur samvinna ríkjanna á sviði flugmála átt mikinn þátt í því að treysta vináttubönd þjóðanna. Þið erað eflaust sammála mér um það að við ættum að treysta þessi bönd, jafnt á sviði samskipta sem viðskipta okkur báðum til hagsbóta." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Magnús Sigurðsson Japan: Nakasone vonast eftir stórsigri í kosningunum YASUHIRO Nakasone, forsætisráðhera Japans, rauf þing í byijun siðustu viku og boðaði til almennra þingkosninga 6. júlí. Virti hann þar að vettugi hörð mótmæli stjórnarandstöðunnar. Gerðist þetta á sérstökum aukafundi þingsins, sem kallaður var saman gagngert í þessum tilgangi. Enginn japanskur forsætisráðherra eftir stríð hefur kallað þjóðþingið saman til þess eins að leysa það upp. Það var því varla furða, þó að þingmenn stjórnarandstöð- unnar brygðust harkalega við og kölluðu þetta „hneyksli og sví- virðu“. Neituðu flestir þeirra að mæta á þingfundinn og voru því ekki viðstaddir er keisaralegt bréf um þingrofið var lesið upp. Helztu rök Nakasones fyrir þingkosningum nú era þau, að biýna nauðsyn beri til að leið- rétta það misvægi, sem nú er til staðar milli kjördæma landsins að því er varðar kjósendafjölda og þingsæti. Á síðasta reglulega þingi, sem lauk 27. maí sl., vora samþykkt lög um réttlátari út- hlutun þingsæta í neðri deild þingsins með tilliti til búsetu fólks. Gerðist þetta í kjölfar þess, að hæstiréttur landsins kvað upp marga dóma, þar sem tekið var fram, að óréttlát skipting þing- sæta vegna misvægis atkvæða væri ekki í samræmi við stjómar- skrá landsins og því ólögleg. Jafnaðarmenn, sem era stærsti stjómarandstöðuflokkurinn í Jap- an, héldu því hins vegar fram, að hér væri aðeins um yfírskin að ræða. Hinn raunveralegi tilgang- ur með þingrofínu væri eingöngu sá að styrkja stöðu Fijálslynda lýðræðisflokksins, flokks Naka- sones og festa hann sjálfan í sessi sem forsætisráðherra. í kosningunum í júlí verður kosið til neðri deildar þingsins, þar sem 511 þingmenn eiga sæti, en samtímis verður kosið um helming þingsæta í efri deildinni, þar sem 252 þingmenn sitja. Talið er, að með því að láta þessar kosningar fara fram samtímis, þá verði þátttakan í þeim mun meiri en ella, en mikil kosningaþátttaka er álitin verða Frjálslynda lýðræð- isflokknum mjög í hag. Vill hreinan meirihluta Á fundi með fréttamönnum fyrir nokkram dögum dró Naka- sone enga dul á þessa fyrirætlun og sagði: „Markmið Frjálslynda lýðræðisflokksins hlýtur að vera að fá hreinan meirihluta eða minnst 257 þingsæti í neðri deild- inni.“ Þar hefur flokkurinn nú 250 þingsæti og með því að styðjast við smáflokk einn, sem haft hefur 8 þingsæti, hefur stjómin haft nauman meirihluta eða 258 þing- sæti. Sterk staða Nakasones innan hans eigin flokks kemur á óvart. Það era ekki nema fáeinar vikur síðan, að dagar hans sem flokks- leiðtoga vora taldir að margra áliti. Á fundi leiðtoga helztu iðn- ríkja heims í Tókýó í maíbyijun beið Nakasone mikinn ósigur er honum tókst ekki að tryggja sér aðstoð hinna þátttökuríkjanna til þess að stöðva áframhaldandi hækkun japanska jensins. Þrátt fyrir fyrirheit verður ekki séð, að sá fundur hafí leitt af sér neinar skjótar aðgerðir í þá átt. Gengi jensins hefur áfram haldizt mjög hátt en gengi dollarans lágt að sama skapi. Enda þótt framtíðarhorfur Nakasones sem fíokksleiðtoga séu mun bjartari nú horfíst hann samt í augu við mikil vandamál. Keppi- nautar hans hafa hafíð herferð gegn honum til þess að koma í veg fyrir, að hann verði áfram forsætisráðherra og halda því fram, að tveggja ára stjómartíma- bil hans til viðbótar komi ekki til greina. Nakasone setur hins vegar traust sitt á það, að undir hans forystu eigi Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn eftir að vinna mikinn kosningasigur nú. Þá getur hann haldið því fram, að vinsældir sfnar séu slíkar, að flokkurinn geti ekki komizt af án sín. Skoðanakannan- ir sýna, að enda þótt vinsældir Nakasones hafí aðeins minnkað síðustu daga, þá njóti hann samt stuðnings meira en helmings kjós- enda, sem er svo sannarlega ekki lítið fyrir forsætisráðherra, sem stundum hefur orðið að standa fyrir óvinsælum ráðstöfunum. Kosningamar munu fara fram á sama tíma og japanskt efna- hagslíf er farið að finna virkilega fyrir hækkandi gengi jensins. Þá hafa ýmsir úr hópi stuðnings- manna Nakasones sjálfs tekið upp harða gagnrýni á hann og stjóm hans fyrir allt of mikla aðhalds- semi í fjármálum ríkisins. Þessi þættir skipta miklu máli fyrir framtíð Japans, enda gætu þeir haft veraleg áhrif á úrslit kosn- inganna. Þrír keppinautar En málefnin ein skipta ekki máli, heldur mennimir líka. Á meðal þriggja helztu keppinauta Nakasones hefur aðeins einn, Kiichi Miyazawa, fyrrverandi utanríkisráðherra, látið í ljós af- dráttarlausar skoðanir varðandi útgjöld ríkisins. Hann vill meiri framlög til opinberra fram- kvæmda í þvf skyni að auka hagvöxt og nota jafnframt tæki- færið og láta gera umfangsmiklar endurbætur á úreltu samgöngu- kerfí landsins. Hinir keppinautamir tveir era Nobura Takeshita fjármálaráð- herra og Shintaro Abe utanríkis- ráðherra, sem báðir hafa setið f stjóm Nakasones. Þeir hafa því átt erfitt með að gagnrýna stjóm- arstefnuna og aðeins látið frá sér fara óljósar yfírlýsingar, sem unnt er að túlka á ýmsa vegu. Kosningabaráttan í Japan er venjulega ekki án áhrifamikilla tilþrifa. Árið 1984, er Nakasone náði lq'öri fyrir núverandi kjör- tfmabil, rejmdu keppinautar hans að svíkja hann með því að bjóða forsætisráðherraembættið manni, sem sjálfur hafði verið stuðnings- maður hans. Orðrómur var á sveimi um víðtækan samblástur gegn Nakasone, þar sem ýmsir forystumenn úr Fijálslynda lýð- ræðisflokknum og miðflokkunum stæðu að baki. Allt fór þetta þó út um þúfur. Að þessu sinni má alveg eins Yusuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra Japans og leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokksins. Samkvæmt samþykktum flokksins ber Nakasone að láta af embætti í október og leyfa öðrum að komast að, þar sem hann er þá búinn að vera flokksleiðtogi í fjögur ár. Nú vonast hann til þess að fá þess- um reglum breytt með stórsigri í kosningunum i júlí og verða leiðtogi flokksins og þar með forsætisráðherra tvö ár í við- bót. búast við því, að sams konar samblástur og lejmimakk eigi eftir að haldast langt fram jrfír kosn- ingamar f júlf. Nakasone mun freista þess að koma á þeirri brejrtingu, að hann geti orðið forsætisráðherra tvö ár í viðbót. Andstæðingar hans og keppinaut- ar munu reyna að bregða fyrir hann fæti. Hvort þeim tekst það, skal ósagt látið að svo komnu. Óvænt atvik eiga vafalaust eftir að selja sinn svip á undir- búning kosninganna og valdabar- áttuna í kjölfar þeirra. En þeir sem bezt þekkja til japanskra stjómmála segja að öll valdabar- átta þar sé fjarri því að líkjast skoplegum farsa frammi fyrir opnum tjöldum, heldur miklu fremur áhrifamiklu drama, sem þó fari að mestu fram að tjalda- baki. (Heimildir: Die Zoit, The Economist o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.