Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ1913 127. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Egyptaland: 20 farast í flugslysi Kaíró, AP. FOKKER-FLUGVÉL egypska flugfélagsins Air Sinai fórst i innaniandsflugi í gær, og létu 20 manns lífið. Alls voru 25 far- þegar í flugvélinni, og var þeim fimm, sem komust lífs af, bjarg- að úr flaki hennar. Flugmönnum vélarinnar hafði verið gefið lendingarleyfí í Kaíró þegar hún hrapaði skyndilega til jarðar á þjóðveg í grennd við flug- brautina, en skammt þar frá er skemmtigarður, þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Enda þótt far- þegalisti flugvélarinnar hafí ekki enn verið gerður opinber, er talið að flestir þeirra, sem fórust, hafí verið Egyptar. Bretland: Aspirín ætlað börnum tekið af markaði Lundúnum, AP. Aspirinframleiðendur skýrðu frá þvi i gær að ákveðið hefði verið að taka þær tegundir lyfs- ins, sem ætlaðar eru börnum, af markaði i Bretlandi. Ástæðan er sú að rannsóknir bandarískra visindamanna benda til þess að tengsl séu milli aspiríns og barnasjúkdómsins Reye, sem getur reynst lífshættulegur. Þessi ákvörðun var tekin eftir að bresk yfírvöld höfðu farið fram á að hætt yrði við sölu aspiríns handa bömum. Samkvæmt niður- stöðum rannsókna bandarísku vís- indamannanna er meiri hætta á að þau böm, sem gefíð er aspirín við ýmsum sjúkdómum eins og t.d. inflúensu, fái Reye-sjúkdóminn. Símamynd/AP Efnt var til mótmælaaðgerða i gær fyrir framan sendiráð Austurrikis i Tel Aviv vegna sigurs Kurts Waldheim, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, i forsetakosningunum um helgina. Finnland: Mikil geisla- virkni mælist Helsinki, AP. FINNSK yfirvöld greindu frá því í gær að tilraunir með kjarn- orkuvopn kynnu að hafa valdið þvi að óvenjumikil geislavirkni mældist á suðausturströnd Finn- lands aðfaranótt þriðjudags. Þegar geislavirknin var i há- marki var hún fjórum sinnum meiri en mældist i Finnlandi eftir kjarnorkuslysið i Chernobyl i maí. Talsmaður stjómarinnar sagði að enn hefði ekki tekist að fínna ástæðu þess að geislavirkni óx sem raun bar vitni eða hvaðan hún barst. Þó væri hugsanlegt að hún hefði stafað af tilraunum með kjamorkuvopn eða leka frá kjam- orkuveri. Geislavirknin og var ekki talið nauðsynlegt að grípa til sérstakra öryggisráðstafana, þar sem hún þyrfti að vera a.m.k. tíu sinnum meiri. Aukning geislavirkninnar mældist ekki annars staðar í Finnl- andi. Fred Sinowatz kanslari Austur- ríkis sagði áf sér á mánudag. Miklar sviptingar eftir kjör Waldheims: Tveir ráðherr- ar segja af sér Vfn, AP. MIKLAR sviptingar hafa átt sér stað í austurrískum stjóramálum eftir sigur Kurts Waldheim i forsetakosningunum þar á sunn- udag. Utanríkisráðherra lands- ins, Leopold Gratz, og land- búnaðarráðherrann Giinther Haiden, lýstu yfir því í gær að þeir hygðust segja af sér vegna kosningaúrslitanna, en á mánu- dag tilkynnti kanslarinn, Fred Sinowatz afsögn sína. Margir fréttaskýrendur telja að afsagnir ráðherranna megi frekar rekja til þess að sósíaldemókratar, sem verið hafa við völd síðustu 16 Búist við átökum á fundi hvalveiðiráðsins í dag: Gætum tekið aðild okkar að ráðinu til endurskoðunar — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Malmö. Frá ómari Valdimarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FRAMTÍÐ Alþjóða-hvalveiðiráðsins er nú í mikilli tvísýnu. Fjár- hagur ráðsins er afar bágur, meðal annars vegna þess að nokkur af rúmlega 40 aðildarrikjum ráðsins skulda fjárframlög sín til margra ára. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hugleiða Japanir stofnun nýs hvalveiðisambands á suðurhveli jarðar, þar sem þeir vilja halda hvalveiðum áfram. Fleiri hvalveiðiþjóðir, þeirra á meðal íslendingar og Norðmenn, hafa látið í það skina að þau geti þurft að endurskoða afstöðu sína til aðildar að ráðinu. „Ef ráðið gerir ályktanir sem í almennum umræðum árdegis stríða gegn stofnsamningi þess, í dag verður m.a. fjallað um vfs- gæti svo farið að við þyrftum að athuga okkar gang í þessu sam- bandi," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Ég hef sagt slíkt áður á fundum hér í ráðinu." indaveiðar íslendinga og Suður- Kóreumanna. Fyrir liggur tillaga Bandaríkjamanna, Astralíubúa Svía og fleiri um að ráðið leggi til við aðildarríkin að þau beiti sér gegn verslun með afurðir hvala sem veiddir eru í vísindaskyni. Verði þessi tillaga samþykkt getur orðið erfítt fyrir íslendinga að selja þau tvö til þrjú þúsund tonn af hvalkjöti sem ekki er neytt innanlands, og þar með væri enginn flárhagsgrundvöllur fyrir vísindaáætluninni. fslenska sendinefndin, með Guðmund Eiríksson, þjóðréttar- fræðing utanríkisráðuneytisins í broddi fylkingar, reyndi í gær og gærkvöld að fá hinar sendinefnd- imar til að fallast á nýtt orðalag f tillögu Bandaríkjamanna, Svía og fleiri. Var talið í gær að búast mætti við talsverðum átökum um þetta atriði. Talsmaður hvalavemdunar- hóps Greenpeacesamtakanna, Michael Mielsen, sagði S samtali við Morgunblaðið að samtökin teldu aðeins tímaspursmál hvenær íslendingar myndu falla alveg frá hvalveiðum, hvort sem þær væm undir yfírskyni vísinda eða ekki. Tækninefnd ráðsins samþykkti mótatkvæðalaust í gær að mælast til þess við stjóm Danmerkur að hún hvetti Færeyinga til að draga sem mest úr notkun krókstjaka og spjóta við grindadráp í Færeyj- um — jafnframt því sem Færey- ingar em hvattir til að drepa ekki fleiri dýr en þeir geta torgað sjálf- ár, hafa misst fylgi í skoðanakönn- unum að undanfömu, en þingkosn- ingar eiga að fara fram í landinu í apríl á næsta ári. Gunther Haiden landbúnaðarráð- herra hefur sætt mikilli gagnrýni í ráðherratíð sinni. Til dæmis þóttu viðbrögð hans við vínhneykslinu, sem kom upp á síðasta ári mjög umdeild, og hann hefur átt í erjum við bændur undanfama mánuði. Hinn nýi kanslari, Franz Vranit- zky, sem gegnt hefur embætti fjár- málaráðherra í stjóm sósíaldemó- krata, tekur formlega við völdum á mánudag, en Waldheim sver emb- ættiseið sinn á miðvikudag. Enn hefur ekki verið opinberlega skýrt frá því hveijir taka við emb- ættum utanríkisráðherra og land- búnaðarráðherra. í málgögnum stjómarandstöðunnar segir að breytingamar hafí komið of seint: kjósendur hafí færst til hægri í stjómmálum, þar sem stjóm sósíal- demókrata hafí misst tökin á efna- hagsmálum landsins. Waldheim hefur borist fjöldi heillaóskaskeyta í tilefni forseta- kjörs hans. Stjómvöld í flestum arabaríkjum hafa fagnað sigri hans. Bæði Moammar Gadhafí forseti Líbýu og Yasser Arafat leiðtogi frelsishreyfingar palestínuaraba, PLO, sendu t.a.m. Waldheim skeyti, þar sem þeir lýstu yfír ánægju sinni með forsetakjörið. Forsetar Vest- ur-Þýskalands og Frakklands sendu Waldheim einnig heillaóskaskeyti, en eftir því sem best er vitað hafa engin slflc skeyti borist frá Banda- ríkjunum, Bretlandi eða Norður- löndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.