Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JtJNÍ 1986 Ráðstefna um afvopnunarmál: Bann við efna- vopnum rætt Genf, AP. Á ÞRIÐJUDAG hófst í Genf, sumarfundur afvopnunarráðstefnu 40 þjóða, þar sem bann við framleiðslu og notkun efnavopna verður m.a. rætt. Hans Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur Þýskalands, hvatti til þess í ræðu er hann hélt, að menn sýndu sveigjanleika og samkomulagsvilja þegar leitað væri lausna á því, hvemig fylgjast ætti með að banni við efnavopnum væri framfylgt. Hann lýsti yfir ánægju sinni með að Sovétmenn hefðu nú sagst myndu samþykkja alþjóðlegt eftirlit m.a. með að birgðum væri eytt og að framleiðslutæki yrðu tekin í sundur. Genscher sagði að þangað til gert hefði verið sam- Veður víða um heim í 50 0» Hnst Akureyri 9 skýjað Amsterdam 16 25 heiðskfrt Aþena 18 29 skýjað Ðarcelona 20 léttskýjað Berlfn 12 27 heiðskfrt Brussel 10 22 heiðskírt Chicago 10 24 rigning Oublin 10 17 rignfng Feneyjar 24 heiðskfrt Frankfurt 11 23 heiðskfrt Qenf 11 22 heiðskfrt Helslnki 12 24 heiðskfrt Hong Kong 25 29 heiðskfrt Jerúsalem 18 28 heiðskfrt Kaupmannah. 8 14 heiðskfrt Las Palmas vantar Ussabon 13 25 heiðskfrt London 13 17 skýjað Los Angeles 16 30 heiðskfrt Lúxemborg 22 léttskýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 23 heiðskfrt Miami 25 29 skýjað Montreal 10 23 heiðskírt Moskva 17 27 heiðskfrt NewYork 18 27 skýjað Osló 11 16 skýjað París 14 25 skýjað Peking 19 33 heiðskfrt Reykjavik 7 skúrir Rfó de Janeiro 14 29 heiðskfrt Rómaborg 11 28 heiðskfrt Stokkhólmur 8 20 heiðskfrt Sydney 8 19 heiðskfrt Tókýó 19 24 heiðskfrt Vfnarborg 10 18 heiðskfrt Þórshöfn 11 skýjað komulag um niðurskurð vopna vildu Vestur Þjóðverjar að farið yrði eftir ákvæðum Salt samkomulagsins. Hann sagði einnig að þeir styddu þrönga túlkun á ABM samkomulag- inu frá 1972 um takmörkun á gagneldflaugum. Á blaðamanna- fúndi sagði vestur-þýski utanríkis- ráðherrann, að æskilegt væri að Reagan Bandaríkjaforseti og Gor- bachev, leiðtogi Sovétríkjanna hitt- ust fyrir árslok 1986, slíkt væri mögulegt ef vilji væri fyrir hendi. Einnig minntist hann á mögulegt bráðabirgðasamkomulag Banda- ríkjamanna og Sovétmanna varð- andi meðaldrægar kjamorkueld- flaugar. Fulltrúi Sovétríkjanna, Viktor Issraelyan.sakaði Bandaríkjamenn um að standa ekki við samkomulag Genf-fundar Reagans og Gorba- chevs og um að tefla í tvísýnu líkum á samkomulagi um bann við fram- leiðslu og notkun efnavopna, ef þeir hæfu á ný framleiðslu á efna- vopnum. En eins og kunnugt er lýstu Bandaríkjamenn því yfir, að þar sem Sovétmenn hefðu ekki stöðvað framleiðslu á slíkum vopn- um og hefðu þegar náð verulegu forskoti hvað þau varðaði þá myndu þeir hefja framleiðslu á ný l.des. 1987, ef ekki hefði náðst samkomu- lag um bann fyrir þann tíma. * .■« >"■ Mikhail Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins (fremst til vinstri) og kona hans, Raisa. Mynd þessi var tekin skömmu eftir komu þeirra til Búdapest. Fundur Varsjárbanda- lagsins í Búdapest Búdapest, AP. LEIÐTOGAR Varsjárbandalagsins komu saman til tveggja daga fundar í Búdapest í gær. Gert er ráð fyrir, að á fundinum verði samþykktar tillögur frá Sovétmönnum um verulega fækkun í hefðbundnum herafla í Evrópu. Þeir Mikhail Gorbachev, leið- togi Sovétrílq'anna, og Wojiech Jaruzelski, forseti Póllands, fluttu aðalræður fundarins, en leiðtogar hinna aðildarríkjanna fimm fluttu ávörp. Á fundi með fréttamönnum á mánudag komst Gorbachev svo að orði, að ræddar yrðu tillögur um „róttæka fækkun í heraflan- um í Evrópu". í heimsókn sinni til Austur-Berlínar í apríl minntist Gorbachev einnig á þessar tillög- ur, er hann lagði til, að fram færi fækkun í herafla allt frá Atlantshafi til Úralijalla. Viðbrögð leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins þá voru á þá leið, að enn væru ekki fyrir hendi nægar upplýsingar til þess að geta svarað þessum tillögum Sovétmanna að svo komnu. Þann- ig væri það ekki ljóst, hvort Sovét- ríkin myndu hætta viðræðum þeim, sem fram fara í Vínarborg um fækkun í hefðbundnum her- afla í Mið-Evrópu. Sovézki hershöfðinginn Nikolai Chervov sagði á fréttamannafundi á mánudag, að Varsjárbandalagið „vilji ekki hætta viðræðunum í Vínarborg með þessu nýja frum- kvæði". Nyerere efins um ágæti eins flokks kerfisins; Kvartar undan áhuga- leysi flokksmanna Lusaka, AP. JULIUS Nyerere, fyrrverandi forseti Tanzaníu, hefur látið í ljós efasemdir um réttmæti eins flokks stjórnmálakerfisins i landi sínu, sem mörg Afríkuríki hafa haft sem fyrirmynd. Kom þetta fram í blöðum i Zambíu í gær. Haft var eftir Nyerere, sem er 64 ára að aldri og einn af reyndustu stjómmálamönnum Afríku, að eins flokks kerfíð fæddi af sér áhuga- leysi á meðal fulltrúa, sem kjömir væm af almenningi við þær aðstæð- Nyerere sagði af sér forsetaemb- ættinu á síðasta ári, en er eftir sem áður einn áhrifamesti stjómmála- maður landsins, þar sem hann er áfram formaður Byltingarflokksins, sem er eini löglegi stjómmálaflokk- ur landsins. „í sumum héruðum Tanzaníu em forystumenn flokksins orðnir svo áhugalausir, að þeir hirða ekki framar um að halda flokksfundi," sagði Nyerere á mánudag á fundi með fréttamönnum í Lusaka, höfuð- Nyerere borg nágrannaríkisins Zambíu. Nyerere var þar staddur til við- ræðna við Kenneth Kaunda, for- seta. Chemobyl: Gamalt fólk finnst á slysasvæðinu en annars allt með kyrrum kjörum Moskva, AP. Sovésk lögregluyfirvöld vísuðu á bug öllum fréttum um að þjófnað- ir og gripdeildir hefðu átt sér stað í yfirgefnum þorpum og bæjum nærri Chernobyl. Hins vegar var frá því skýrt, að gamalt fólk hefði fundist þar á reiki. Dagblaðið Sovietskaya Rossiya birti fyrir skömmu viðtal við Dim- itry Chaus ofursta, en hann er yfirmaður öiyggisgæslu á þeim svæðum, sem fólk var flutt brott frá vegna geislunar. „Aðeins illar tungur geta sagt að þjófar, sem lifa á eignum annara, ráfi um yfirgefin þorp og bæi“, hafði blaðið eftir ofurstanum. „Við getum sagt með vissu, að þetta sé einungis uppspuni". í blaðinu sagði einnig, að mestöll gæsla á yfirgefnu svæðunum færi fram með raf- eindatækni, til þess að hlífa lög- reglumönnum við geislun. Haft var eftir öðrum yfirmanni, sem sér um eftirlit á svæðinu, að einhveiju fólki hefði tekist að sleppa inn á svæðið, stundum til þess að leita að öldruðum ættingj- um, en einnig hefði verið nokkuð um að það væri gamalt fólk, að leita á fomar slóðir. „Við vitum ekki hvemig sumar af gömlu konunum komust inn í bakgarðinn sinn, en þær fundust að sjálfsögðu og fóru að gráta, því þær vildu ekki fara og vildu gefa gæsunum sínum og kjúklingunum að éta“, sagði A. Ishchenko hershöfðingi og átti þar við Pripyat, en það er næsti bær við Chemobyl. Blaðið sagði einnig frá öðm til- viki, þar sem tvær gamlar konur, Anastasia Semenyaka og María Karpenok, földu sig meðan á brott- flutningnum stóð. Þær fundust svo ekki fyrr en 28. og 29. maí. Þær voru fluttar á spítala, en ekki var getið um líðan þeirra. Sovietskaya Kossiya sagði frá nokkmm sögusögnum, sem gengið hafa fjöllum hærra eftir slysið. Meðal annars var sagt að þeir, sem störfuðu við að hreinsa til eftir slysið, fengju daglega mikið magn rauðvíns og vodka, til þess að halda aftur af sjúkdómum af völdum geislavirkni. Einnig hefði heyrst, að verð á brenndum vínum hefði verið lækkað vemlega í Kænu- garði, auk þess sem að þar væm áfengir diykkir nú seldir allan sól- arhringinn. Blaðið leiðrétti þennan misskilning og vitnaði í A.E. Ivash- cenko hershöfðingja, sem sagði: „í Kænugarði, sem og í öðmm bæjum á sama svæði, em áfengir drykkir seldir samkvæmt sömu reglum og á sama verði og alls staðar í Sovétríkjunum". I blaðinu var einnig sagt frá því að 312 kýr og 320 svín hefðu verið afhent eigendum sínum á ný. Sagt var að ávallt væri sýnd nærgætni á hinu yfirgefna svæði. Til dæmis hefðu nokkrir hermenn tekið að sér kálf, hund og kettling, og nefnt þau: „ísótópa", „Rönt- gen“ og „Geislavirkni". Gengi gjaldmiðla London, AP. MIKIL hækkun á dýrum málm- um eins og gulli og platinu ein- kenndi gjaldeyrismarkaði S Vest- ur-Evrópu í gær. Bandaríkjadoll- ar lækkaði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum þar. Þessu ollu fréttir um versnandi ástand í Suður-Afríku, sem talið er að geti Ieitt tU skorts á dýrum málmum vegna hugsanlegra truflana í rekstri náma, þar sem þessir málmar eru unnir úr jörðu, en Suður-Afríka er auðug af gullnámum. SterUngspundið hækkaði og kostaði 1,5135 dollara síðdegis í gær (1,4985). Gengi doUarans var annars þannig, að fyrir hann fengust 2,200 vestur-þýzk mörk (2,2385), 1,8057 svissneskir frankar (1,8405), 7,0775 franskir frankar (7,1000), 2,5040 hollenzk gyllini (2,5130), 1.526,50 ítalskar lírur (1.530,50), 1,3892 kanada- ískir dollarar (1,3928) og 167,15 japönsk jen (167,40). Óeirðir í Berlín Berlín, AP. TIL mikilla óeirða kom í Berlín á mánudagskvöld þegar 300 manns söfnuðust saman tíl að mótmæla meintu harðræði lög- reglunnar við handtökur i Ham- borg um helgina en þar efndu kjamorkuandstæðingar til fjöl- mennra mótmæla. Lögreglan i Berlín handtók 60 manns og 19 lögreglumenn slösuðust. Óeirðimar hófust seint á mánu- dagskvöld og stóðu fram undir morgun. Óeirðaseggimir grýttu lögreglumenn og kveiktu í bflum. Talsmaður Friedrichs Zimmer- mann, innanríkisráðherra, sagði hann vinna að skýrslu um óeirðimar og að hún yrði lögð fyrir ríkisstjóm- ina í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.