Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 138. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. JUNI1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjaþing fjallar um aðstoð við skæruliða í Nicaragua: Reagan gerir úrslitatilraun Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, gerði í gær lokatil- raun til að vinna þingið og þjóðina á sitt band í afstöð- unni til Nicaragua og lýsti yfir í sjónvarpsávarpi að það yrðu „sorgleg mistök“ ef þingið hafnaði tillögum hans um aðstoð við skæruliða í Nicaragua. Hann ítrekaði þá skoðun sína að Nicaragua væri á góðri leið með að verða að sovézkri herstöð. Beiðni Reagans um að ávarpa fulltrúadeildina í eigin persónu vegna þessa máls var synjað. Sömuleiðis höfnuðu helztu sjón- varpsstöðvar landsins, CBS, NBC og ABC, ósk hans um að fá að ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá lívíta húsinu. Eina stöðin, sem sýndi ræðuna, var kapalsjónvarps- stöð. Forsetinn frestaði sumarleyfis- dvöl sinni í Kalifomíu og ræðu- höldum í Las Vegas til þess að flytja sjónvarpsræðuna. Thomas P. O’Neill, forseti fulltrúadeildar- innar, hafnaði ósk Reagans um að ávarpa þingdeildina er hún fjallaði um aðstoðina við skæraliða í Nicaragua í dag á þeirri forsendu að það ætti sér engin fordæmi. O’Neill bauð Reagan í staðinn að ávarpa sameiginlegan fund beggja þingdeilda eða sitja fyrir svörum fulltrúadeildarmanna, en Reagan sagði boð af þessu tagi óaðgengi- legt. Reagan sagði í ræðu sinni að fjögur sovézk hergagnaskip hefðu losað í höfnum Nicaragua undan- farna þijá mánuði og að sovézkir flugmenn hefðu tekið að sér njósnaflug fyrir stjómarherinn. Þeir væm því orðnir beinir þátt- takendur í átökunum í landinu. AP/Símamynd Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ræðir við Yuri Dubinin, hinn nýja sendiherra Sovétríkj- anna í Washington, er sá síðarnefndi afhenti Reagan trúnaðarbréf sitt. AP/Símamynd Sæmdur sólarorðunni Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýska- lands, brosir eftir að Alan Garcia, forseti Perú, hafði sæmt hann „sólarorðunni", æðstu orðu landsins. Brandt var í hópi þeirra, er sóttu þing Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, sem haldið var í Líma, höfuð- borg Perú. Flóttatilraun Treholts: Samverka- maður enn- þá ófundinn Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA lögreglan segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við rannsókn á fyrirhuguðum flótta Ame Treholt úr fangelsi um helg- ina. Lögreglan segist ekki gera ráð fyrir frekari hand- tökum vegna flóttatilraunar- innar, en tveir meintir sam- verkamenn Treholts sitja í gæzluvarðhaldi vegna máls- ins. Annar fanganna tveggja, sem ætlaði sér að laumast inn í fang- elsið og hjálpa Treholt út, geng- ur laus. Lögreglan segist ekkert hafa gert til þess að hafa hendur í hári hans. Hann hafi fengið leyfi til að dveljast tímabundið utan fangelsismúranna og eigi að snúa aftur til fangelsisins eftir nokkra daga. Telur lögregl- an að nægur tími gefist þá til þess að yfirheyra hann. Bréf Gorbachevs um afvopnunarmál Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, sagðist hafa fengið „einkabréf" frá Mikhail S. Gor- bachev, formanni sovézka kommúnistaflokksins, og það hefói fjallað m.a. um afvopnun- armál. Hermt var í gær að þýð- ingu bréfsins væri ólokið og hefur því ekkert lekið út um innihald þess. Yuri V. Dubinin, hinn nýi sendi- herra Sovétríkjanna í Washington, hitti Reagan að máli í fyrradag og afhenti honum þá bréf Gorbachevs. A fundinum skiptust Reagan og Dubinin á skoðunum um leiðir til að koma nýjum leiðtogafundi í kring og eftir fundinn sögðust háttsettir embættismenn vongóðir um að af slíkum fundi yrði í sumar. Heimildir herma þó að viðræður Reagans og Dubinins hafi verið mjög almenns eðlis. Hvorki hefði verið rætt um tímasetningu undir- búningsfundar utanríkisráðherra stórveldanna, George P. Shultz og Eduard Shevardnadze, né leiðtoga- fundarins sjálfs. Suður-Afríka: Winnie Mandela segir við- skiptaþvinganir einu lausnina í SJÓNVARPSVIÐTALI, sem sýnt var í London í gær, sagði Winnie Mandela, eiginkona hins fangelsaða blökku- mannaleiðtoga Nelsons Mandela, að viðskiptaþvinganir væru einu friðsamlegu aðferðirnar, sem nothæfar væru til að stöðva ofbeldið í landinu. Hún gagnrýndi Thatcher, forsæt- isráðherra Breta, harðlega fyrir linkind í garð hvítra, og spurði hve lengi blökkumenn í Suður-Afríku ættu enn að þjást. Frú Mandela sagði einnig, að lögin um neyðarástand í landinu væru stríðsyfírlýsing á hendur blökkumönnum. Hún sagði þá hafa haldið sig innan dyra á tíu ára afmæli Soweto-uppreisnarinnar, Mandela hélt því fram, að stjórn Suður-Afríku reyndi að telja um- heiminum trú um, að nú væri fylgt umbótastefnu í landinu. í raun myndi stjórnin beijast með kjafti og klóm gegn meirihlutastjórn svartra manna, en blökkumenn gæfust ekki upp, hversu lengi sem stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna styddu við bakið á Pretoríu- stjórninni. Mandela: Gefumst ekki upp sem var á mánudaginn, þar sem þeir vissu, að stjórnvöld myndu nota neyðarlögin sem skálkaskjól til að drepa saklaust fólk. Menn óháðu sjónvarpsstöðvar- innar, sem tók viðtalið, sögðust hafa rætt við Mandela á heimili hennar í Soweto, útborg Jóhannes- arborgar. Fréttamaður stöðvarinn- ar sagði mögulegt, að frú Mandela fengi allt að tíu ára fangelsi fyrir yfírlýsingar sínar, en neyðarlögin banna allar yfírlýsingar um við- kvæm mál. Sjá „Kirkjan má ekki taka beina afstöðu” á bls. 21. Dollar féll skyndileg’a London, AP. BANDARÍKJADALUR féll skyndilega í verði gagnvart helztu gjaldmiðlum í gær og þurrkar lækkunin út hækk- un, sem orðið hafði á dalnum undanfarna 10 daga. Dalurinn hækkaði örlítið við opnun gjaldeyrismarkaða, en þegar fréttir bárust af óvenju lítilli aukningu á sölu varan- legra neyzluvara í maí snar- lækkaði hann. Búizt hafði verið við að sala varanlegra neyzlu''ara ykist í maí, miðað við apríl, um 1,0- 1,2%, en aukningin nam aðeins 0,4%. Þá hjálpaði til að mikið var selt af dal á bandarískum gjaldeyrismarkaði til að hagn- ast á hækkuninni síðustu daga. Brezka pundið hækkaði og kostaði 1,5115 dali í gær, miðað við 1,4940 í fyrradag. Verð á gulli hækkaði og kostaði únsan 343 dali í Zurich (341 í fyrradag) og 342,30 í London (340,50).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.