Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 ► * u kíonan mín. tók. bilinn., og her kr>m he/m af sér" áster... ... að velja réttu máltíðina. TM Reg. U.S. Pat 0*f.-all riflhts reserved © 1986 Los Anjeles Times Syndicate Svona kaka var bannvara heima hjá mönunu! Þijár svona töflur á dag eiga að duga. Það er sama og dýralæknar gefa. Gott starfsfólk hjá Tryggingastofnun Að bila ekki ítrúnniá kommúnismann Til Velvakanda. Eins og kunnugt er hafa fylgis- menn kommúnismans hérlendis nefnt sig ýmsum nöfnum: Ifyrst kommúnista, síðar sósíalista og nú um alllangt skeið hafa þeir kallað sig alþýðubandalagsmenn. Þessar nafnbreytingar hafa verið gerðar til þess að reyna að slá ryki í augu fólks. Lítt virðast vondir atburðir í Finnlandi, Ungveijalandi, Tékkó- slóvakíu og Afganistan hafa haft áhrif á leiðtoga kommanna hérlend- is. (Sama máli gegndi, þegar Rússar sjálfír birtu sannanir um glæpi Stalíns.) Enda töluðu hérlendir kommarleiðtogar með mikillí lítils- virðingu um mann nokkum er gengið hafði úr flokknum af ástæðu, sem þeir töldu lítilfyörlega. Þeir sögðu sem sé, að hann hefði „bilað í Ungó“ (?). Því er þetta dæmi riljað upp hér, að nýlega hafa gerzt óheppilegir atburðir austan tjalds. Þar er um að ræða kjamorkuslysið mikla, sem Rússar ætluðu að þegja í hel. Og nú gerðist það, að ónefndur flokks- maður kómmanna hérlendis varð eitthvað veikur í trúnni og ræddi því málið við einn af leiðtogum flokksins. Sá brást þannig við, að hann ávítaði flokksmanninn og sagði honum, að hann ætti heldur að líta til afstöðu manna, eins og Ogmundar og Ossurs, „sem ekki hefðu bilað í Chemobyl." Jón Sigurðsson Gullhringur með bláum steini Kona sem fór í heita pottinn, sauna og ljós á Hótel Loftleiðum fyrir nokkm tapaði þar gullhring með bláum steini. Sá sem hefur fundið hringinn er beðinn að skila honum í gestamóttöku Hótel Loftleiða eða hringja í síma 30346. Til Velvakanda. Ég varð nýlega sjötugur og er einn af þeim mörgu, sem var neydd- ur til að hætta að vinna þrátt fyrir góða heilsu. Ég fylltist vonleysi og fannst ég einskis nýtur. Ekki bætti það úr skák 'að ég fæ mjög lágar greiðslur úr lífeyrissjóði, svo eitthvað varð til bragðs að taka til að geta dregið fram lífíð. Kunningi minn benti mér á að fara í Tryggingastofnunina og sækja um tekjutryggingu. Það vom þung spor, því ölmusumaður hef ég aldrei verið. En þegar þangað kom hitti ég fyrir svo einstaklega elsku- lega konu, sem gaf sér góðan tíma til að ræða við mig og hjálpaði mér að fylla út umsókn. Mig minnir að hún heiti Fanney. Jafnframt benti hún mér á að tala við Margréti í upplýsingadeild, þar sem ég ætti sjálfsagt rétt á einhveijum afslætti af sköttum. Ekki var verra að leita til hennar, því hún lagði sig alla fram um að hjálpa mér. Ég gleymi ekki þessum orðum hennar: „Þetta er réttur, sem þú hefur áunnið þér með lífsstarfí þínu." Ég fór ,því út miklu léttari í bragði. Mér fínnst oft vera hnýtt í Trygg- ingastofnun ríkisins, en ef þær tvær konur, sem ég hitti, em þverskurður af starfsfólkinu þar, er það ömgg- lega að ósekju. Sigurður Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjórnarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspuraum í Velvakanda. Víkverji skrifar HÖGNIHREKKVÍSI Framfarir í fjarskiptum em ævintýralegar. Hinir nýju far- simar eða bílasímar fara nú eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim þ. á m. hér á íslandi. Víkveiji varð þess var á dögunum, að kaup- sýslumaður nokkur, sem þurfti að sinna brýnu viðskiptaerindi en var við laxveiðar við á á Vesturlandi fjarri öllum venjulegum símum tók upp síma í bifreið sinni og ræddi við viðskiptavin sinn í Reykjavík í algerlega lokuðum síma. Hingað til hafa bílasímar verið þeim ann- mörkum háðir, að samtöl hefur þurft að panta í gegnum miðstöð og hver og einn, sem haft hefur tækjabúnað til, hefur getað hlustað á þau. Það er hins vegar ekki hægt í þessum nýju símum. Af þessu er auðvitað mikið hag- ræði og ekki aðeins fyrir þá, sem stunda viðskipti. Sími er mikið öryggistæki. í okkar harðbýla landi er mikill fyöldi fólks á ferð á vetrum í misjöfnum veðrum. Það getur skipt sköpum, að hafa slíkt tæki við hendi og geta komið skilaboðum áleiðis um vandamál, sem upp koma með þessum hætti. Að vísu hafa talstöðvar lengi verið við lýði, en þær hafa ekki verið útbreiddar og alls ekki gert sama gagn vegna þess, að misjafnlega hefur gengið að ná sambandi með þeim. Víkveiji minnist þess eitt sinn fyrir einum og hálfum áratug að hafa sökum kunnáttuleysis verið á ferð á einum bíl á §allaslóð, sem fáir fóru um. Bfllinn festist svo rækilega, að ekki var um annað að gera en ganga til byggða, sem tók 18 klukkustundir. Svo vel vildi til, að veður var gott, en sú ferð hefði ekki gengið jafnvel í vondu veðri. Auðvitað eiga menn ekki að fara á einum bíl um óbyggðir. En það læra menn bara af slíkri reynslu! Bflasími hefði hins vegar komið að góðum notum í því tilviki og raunar mörgum fleirum. Því miður eru þessi tæki enn svo dýr, að ekki er á margra færi að kaupa þau. Von- andi Iækka þau fljótt í verði. En þurfa þau að vera svona dýr? Er ríkið á ferðinni einu sinni enn að taka óhóflega mikið í sinn hlut af tæki, sem ekki er hægt að líta á sem lúxus heldur sem nauðsynlegt öryggistæki við íslenzkar aðstæður? XXX Fyrir borgarstjórnarkosningar var nokkuð rætt um holræsa- framkvæmdir Reykjavíkurborgar og það stórátak, sem unnið er að í þeim efnum og miðar m.a. að því að hreinsa fjörur og sjó í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins. Á dögunum átti Víkveiji leið um fjörur í Fossvogi fyrir neðan Fossvogs- kirkjugarðinn. Þótt fjaran Kópa- vogsmegin í Fossvogi hafi lengi verið svo óhrein, að enginn hafí haft ánægju af gönguferð um hana vegna frumstæðra holræsa og margvíslegs óþverra, hefur Ijaran verið hreinni hinum megin í vogin- um. Því virðist ekki lengur til að dreifa. Fjaran var full af alls kyns drasli, sem sjórinn hefur borið á landi þ. á m. mikið af hinum nýju plastflöskum, sem gosdrykkir éru seldir í. Sú spurning vaknar hvað valdi því að draslið eykst á sama tíma og stórátak er gert í holræsa- málum. Er hugsanlegt að verulega aukin bátaumferð um þetta svæði valdi þessu? Er það til í dæminu, að þeir, sem fara um voga og víkur á bátum í kringum höfuðborgar- svæðið gæti ekki nægilega vel að sér? Þetta er aðeins tilgáta en það skiptir höfuðmáli, að gera myndar- legt átak í fjöruhreinsun á höfuð- borgarsvæðinu. Það er eitt stærsta umhverfísverndarmál þessa svæðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.