Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 29 AKUREYRI Fyrsti fundur nýrrar bæjarsljórnar Akureyrar í gær: Gunnar Ragnars kjörinn f or seti bæj ar slj órnar — Sigfús Jónsson bæjarstjóri Akureyri. GUNNAR Ragnars, oddviti sjálfstæðismanna, var i gær kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar til eins árs á fyrsta fundi hennar eftir kosningar. Hann hlaut 7 atkvæði, fulltrúa meirihlutaflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Sigurður Jóhannesson, Fram- sóknarflokki, hlaut 2 atkvæði og Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandlagi, hlaut einnig 2 atkvæði. Sjálfstæðisflokkur hefur 4 bæjarfulltrúa, Alþýðu- flokkur 3, Framsóknarflokkur 2 og Alþýðubandalag einnig 2. f upphafí fundar í gær minntist Áslaug Einarsdóttir, aldursforseti bæjarstjómar, Jóns G. Sólnes, fyrrum bæjarfulltrúa, sem lést nýverið. Vottuðu viðstaddir hon- um virðingu sína með því að rísa úr sætum. Gunnar Ragnars las síðan upp samkomuiag Sjálfstæð- Signý fer til RUVAK Akureyri. SIGNY Pálsdóttir, fyrrum leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar, tekur við starfi frétta- manns hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri um miðjan júlí. Signý tekur við starfi Emu Indriðadóttur, fréttamanns, sem í ágúst tekur við af Jónasi Jónas- syni sem deildarstjóri Ríkisút- varpsins. Signý var ein af ijórum umsækjendum um starf frétta- manns. Tveir óskuðu nafnleyndar en sá §órði var Finnur Magnús Gunnlaugsson, starfsmaður Ríkis- útvarpsins á Akureyri. Byggingarsaga Fjöru og Inn- bæjar gef in út Akureyri. FYRIRHUGUÐ er útgáfa rits um byggingarsögu og skrá yfir hús í Fjörunni og Innbænum á Akureyri á vegum Torfusam- takanna. Ritið er byggt á vinnu sem unnin var í sambandi við deiliskipulag Innbæjarins. Bæj- arráð hefur samþykkt að stuðla að útgáfunni með þvi að Bæjar- sjóður kaupi 200 eintök af rit- inu. Áætlaður kostnaður við það er 200.000 krónur. Símamynd/Skapti Hallgrímsson Gunnar Ragnars kominn á „sinn stað“ eftir að hafa verið kosinn forseti bæjarstjómar til eins árs. Til hægri er Valgarður Baldvins- son bæjarritari sem sat fundinn í stað Helga Bergs bæjarstjóra. Sigfús Jónsson nýráðinn bæjarstjóri ræðir við Gísla Braga Hjart- arson, einn liinna nýju bæjarfulltrúa, fyrir fnndinn í gær. Til vinstri era Áslaug Einarsdóttir og Heimir Ingimarsson bæjarfull- trúar. isflokks og Alþýðuflokks um meirihlutasamstarf og einnig verkefnalista flokkanna. Á fundinum var Sigfús Jóns- son, sveitarstjóri á Skagaströnd, kjörinn bæjarstjóri á Akureyri til fjögurra ára með 7 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags skiluðu auðu í kosningu um bæjar- stjóra og lýstu því yfir að það væri ekki vegna andstöðu við Sigfús Jónsson heldur vegna þess að nýi meirihlutinn hefði ekki haft neitt samband við fulltrúa flokkanna vegna ráðningar bæjar- stjóra. Fyrsti varaforseti bæjarstjóm- ar var kjörinn Áslaug Einars- dóttir, Alþýðuflokki, með 7 at- kvæðum, en 4 seðlar voru auðir. Sigurður Jóhannesson, Fram- sóknarflokki, og fráfarandi forseti bæjarstjómar, var kjörinn 2. vara- forseti með 7 atkvæðum meiri- hlutans en 4 seðlar voru auðir. Aðalritarar vom kjömir Bergljót Rafnar og Heimir Ingimarsson. Bæjarráð í bæjarráð voru kjömir sem aðalmenn Gunnar Ragnars og Talsverður fjöldi áheyrenda mætti á fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjóraar Akureyrar. í fremstu röð situr Sigfús Jónsson nýráðinn bæjarstjóri en hann tekur ekki til starfa fyrr en í ágúst. Sigurður J. Sigurðsson frá Sjálf- stæðisflokki, Freyr Ófeigsson, Alþýðuflokki, Sigurður Jóhannes- son, Framsóknarflokki og Sigríð- ur Stefánsdóttir, Alþýðubanda- lagi. Til vara voru kjörin Bergljót Rafnar og Bjöm Jósef Amviðar- son, Sjálfstæðisflokki, Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, Úlfhild- ur Rögnvaldsdóttir, Framsóknar- flokki og Heimir Ingimarsson, Alþýðubandalagi. í stjóm veitustofnana — sem er ný af nálinni og kemur í stað stjómar Hitaveitu, Rafveitu og Vatnsveitu, voru kjörnir sem aðalmenn Sigurður J. Sigurðsson, Haraldur Sveinbjömsson, Ingólf- ur Amason, Páll Hlöðversson og Sigurður Jóhannesson. I atvinnumálanefnd vom kjöm- ir sem aðalmenn Bjöm Jósef Amviðarson, Hólmsteinn Hólm- steinsson, Gísli Bragi Hjartarson, Heimir Ingimarsson og Ásgeir Amgrímsson. Nánar verður greint frá nefndaskipan á vegum Akureyrarbæjar síðar hér á Akur- eyrarsíðunni. Nýstofnað fyrirtæki í Hamborg — Island Tours: „Einbeitum okkur að ferð- um til íslands og* Grænlands“ — segir Ómar Benediktsson, einn eigenda og starfsmaður fyrirtækisins Akureyri. FYRSTA APRÍL síðastliðinn tók til starfa fyrirtæki i Hamborg í Vestur-Þýskalandi sem nefnist Island Tours og var beina Araar- flugs-þotuflugið frá Hamborg til Akureyrar á sunnudaginn fyrsta ferðin sem fyrirtækið seldi i til landsins. Afmæliskveðja: „Fagran bæ hér byggi...“ Alcureyri. BÆJARRÁÐ Akureyrar hélt sinn 2.000. fund á dögunum eins og fram kom í Morgun- blaðinu. í tilefni af þessum tímamótum sendu starfsmenn bæjarskrifstof- unnar bæjarráði eftirfarandi kveðju ásamt fögrum rósavendi: „Góðanbæhérbyggi bæjarráð sem fyrrum tvöþúsundfundaferð. FamistvelAkureyri auðna því fylgi bænum innst við fagran §örð.“ Eigendur lsland Tours eru þrír íslendingar, Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti, Böðvar Valgeirsson í Ferðaskrifstofunni Atlantik og Ómar Benediktsson sem starfar í fyrirtækinu í Þýskalandi. Hver aðili á Vs í fyrirtækinu. Ómar var um borð í Amarflugs- þotunni frá Hamborg á sunnudag og ræddi blaðamaður við hann á leiðinni. „Já, þetta er fyrsta ferðin okkar. Við seldum um helming sætanna og annar ferðaheildsali í Hamborg seldi hinn helminginn," sagði hann. — Ferðaheildsali, hvað er það? „Það er sá sem skipuleggur ferðir og selur í gegnum ferða- skrifstofúr, og við ætlum að ein- beita okkur að ferðum til íslands og Grænlands — jafnvel til Fær- eyja ef áhugi verður á. Þetta er fyrsta íslenska fyrirtækið fyrir utan Flugleiðir sem fer í þetta erlendis og ég vona að þetta fram- tak okkar verði hvatning fyrir aðra að reyna fyrir sér erlendis." Ómar sagði að Island Tours myndi örugglega bjóða upp á að minnsta kosti eina dagsferð, eins og Amarflug var með á sunnu- daginn, á næsta ári. „Þetta er mjög góð auglýsing fyrir aðrar ferðir. Þetta er stutt ferð, en gerir það að verkum að sumir koma örugglega aftur og segja einnig öðmm frá því hve hér á landi er dásamlegt," sagði hann. Tveir komu eaefng'ert frá Sviss „Við erum að þreifa fyrir okkur með þessum styttri ferðum sem ekki hefur verið boðið upp á til þessa — en verðum svo með lit- prentaðan bækling í haust þar sem boðið verður upp á fleiri ferðir. Við komum með hann í nóvember fyrir næsta sumar, því Þjóðveijar panta og ganga frá sínum málum svo snemma." Annars sagði Ómar greinilegt að ferðir sem þessi dagsferð á sunnudaginn gætu orðið vinsælar. „Þessi seldist upp á tíu dögum eftir að hún var auglýst. Þetta er fyrst og fremst nýr markaður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ómar Benediktsson — einn af eigendum Island-Tours í Hamborg og starfsmaður fyrirtækisins um borð i Araarfiugsvélinni frá Hamborg. sem við erum að fara inn á — fólk sem færi annars ekki til íslands. Þetta fólk er flest frá Hamborg og nágrenni, en þó veit ég um einn sem kom frá Köln og tveir komu frá Sviss einungis til að fara í þessa ferð. Og það fannst mér athyglisvert." Hluti af byggðastefnu að fá annan þotu- flugvöll Á heimleiðinni á sunnudag þurfti Amarflugsvélin að milli- lenda í Keflavík til að taka elds- neyti. „Flugbrautin á Akureyri er of stutt til að taka á loft með fullfermi og það gerir okkur svo- lítið erfítt fyrir. Hefði það verið hægt hefðum við annað hvort getað stytt ferðina eða þá fólkið séð meira. Þess vegna fínnst mér mjög brýnt fyrir ferðamannaþjón- ustuna að koma upp þotuflugvelli annars staðar en í Keflavík. Það er hluti af byggðastefnu líka.“ Starfsmenn Island Tours í Hamborg eru tveir, Ómar og þýsk stúlka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.