Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 45
KA HAFÐI algjöra yfirburði, á öllum sviðum knattspyrnunnar, í leiknum gegn Skallagrími f Borg- arnesi f gærkvöldi. KA sigraði með nfu mörkum gegn engu og er það f annað sinn á stuttum tíma sem Skallagrímur tapar með þeirri óskemmtilegu markatölu. Tryggvi Gunnarsson, hinn mark- heppni miðherji KA komst í feitt þar sem vörn Skallagríms var í leiknum. Hann fór á kostum og skoraði fimm mörk — og er kominn uppfyrir Andra Marteinsson, Vík- ing, í keppninni um markakóngstit- ilinn í annarri deild, með tíu mörk. Haraldur Haraldsson gerði tvö mörk fyrir KA í gærkvöldi, Erlingur Kristjánsson eitt og Friðfinnur Hermannsson eitt. • Tryggvi Gunnarsson skoraði fimm mörk gegn Skallagrími og hefur þvf gert 10 mörk f 7 leikjum. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNI1986 2. DEILD Staðan í 2. deild Staðan í 2. deild eftir 7 um- ferðirer þessi: Selfoss Víkingur KA Völsungur Njarövík Einherji KS ísafjöröur Þróttur Skallagrímur Markaregn á Selfossi SELFOSSLIÐIÐ átti stórleik þeg- ar það gjörsigraði Þrótt á Sel- fossvelli í gær 5-0. Selfyssingar tóku frumkvaeðið strax í byrjun leiksins. Daníel Gunnarsson skoraði fyrsta markið eftir 6 mínútna leik. Jón Gunnar Bergs gerði annað markið eftir skemmtilega sendingu frá Daníel Gunnarssyni og þriðja markið í fyrri hálfleik skoraði síðan Þórarinn Ingólfsson með hörkuskoti af 20 metra færi. Þróttarar fengu á sig vítaspyrnu i fyrri hálfleik sem markvörður þeirra varði frá TómasiPálssyni. í síðari hálfleik gerðu Selfyssing- ar tvö mörk, Jón Gunnar Bergs með skalla eftir fyrirgjöf inn í víta- teig og Sveinn Jónsson sem komst inn í sendingu Þróttara til mark- mannsins. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri því Selfyssingar fengu mörg hættuleg færi inni í vítateig Þróttara. Leikurinn var hinn fjörugasti og þó Selfyssingar væru áberandi betri aðilinn þá sköpuðu Þróttarar sér ágæt færi við Selfossmarkiö. Skemmtilegur leikur heimamanna féll um 300 áhorfendum vel í geð enda slíkt markaqregn fáséð. Sig.Jons. Fyrsti sigur Isfirðinga Auðveldur sigur Njarðvíkinga NJARÐVÍKiNGAR sigruðu lið KS nokkuð óvænt með þriggja marka mun í Njarðvík f gærkvöldi. Sigur- inn var sanngjarn, en full stór eftir gangi leiksins. Fyrsta markið kom eftir 37 mín- útur. Þá skaut Albert Eðvaldsson föstu skoti beint úr aukaspyrnu frá vítateig í gegnum varnarvegg Siglfirðinga og neðst í markhornið. KS jafnaði svo strax í upphafi síðari hálfleiks með marki Gústafs Björnssonar úr aukaspyrnu á ná- kvæmlega sama stað, rétt fyrir utan teig, og Albert hafði skorað í fyrri hálfleik. Síðan komu þrjú mörk frá Njarð- víkingum. Fyrst skoraði Haukur Jóhannsson eftir fyrirgjöf, síðan Haukur aftur eftir að hafa fengið stungusendingu innfyrir KS-vörn- ina og að lokum Ragnar Her- mannsson eftir fyrirgjöf Hauks. Á milli markanna, sérstaklega þess þriðja og fjórða sóttu Siglfirðingar ákaflega, en voru óheppnir að skora ekki. Bestir í liði Njarðvíkur voru Ragnar Hermannsson, Haukur Jó- hannsson og Helgi Arnarson, en Gústaf Björnsson og Gunnlaugur Guðlaugsson voru fremstir Sigl- firðinga. Skallagrímur tapaði aftur með níu mörkum ÍSFIRÐINGAR unnu sinn fyrsta sigur i 2. deild á þessu keppnis- tímabili á ísafirði i' gærkvöldi. Sigruðu Völsunga frá Húsavík með tveimur mörkum gegn engu og voru mörkin gerð í síðari hálf- leik. Þetta var fyrsti leikurinn sem fram fer á grasvellinum á Torf- nesi í sumar, en hann hefur ekki verið í leikhæfu ástandi fyrr en nú. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíð- indalítill en þó áttu bæði liðin góð marktækifæri. Örnólfur fékk gott marktækifæri er hann fékk góða sendingu frá bróður sínum, Jóni, í byrjun en hann missti af knettinum þar sem hann var einn og óvaldað- ur á vítateig. Björn Olgeirsson átti skot sem Jakob, markvörður ÍBÍ, varði vel. Seinni hálfleikurinn var mjög fjörugur. Guðmundur Jóhannsson fékk gott marktækifæri á 55. mín- útu eftir góða sendingu frá Hauki Magnússyni, en var aðeins of seinn. Stuttu seinna átti Wilhelm Fredriksen hörkuskot að marki ÍBÍ, sem Jakob varði í horn. ísfirðingar náðu svo forystunni á 62. mínútu. Benedikt Einarsson tók þá auka- spyrnu og gaf háa sendingu inn í vítateig Völsungs og þar stökk Guðmundur Gíslason, sem kom inná sem varamaður rétt fyrir leik- hlé hæst allra og skallaði í netið. Tveimur mínútum síðar var Guð- mundur Gíslason aftur á ferðinni og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir góða sendingu frá Rún- ari Vífilssyni. Það sem eftir var leiksins sóttu Völsungar öllu meira en vörn ÍBÍ og Jakob, markvörður, stóðust all- ar sóknarlotur þeirra. Bestu leikmenn ÍBÍ í þessum leik voru Benedikt Einarsson, Jak- ob Tryggvason og Haukur Magn- ússon, Guðmundur Gíslason kom einnig mjög á óvart. Björn og Kristján Olgeirssynir voru bestir hjá Völsung. - J.T. • Jón Gunnar Bergs skoraði tvö mörk i stórsigri Selfoss á slökum Þrótturum. Miðnætur- ^ <■ mót IR-inga ANNAÐ árið í röð efna ÍR-ingar til svokallaðs miðnæturmóts í frjálsíþróttum. Verður það haldið í Laugardal föstudaginn 27. júnf og hefst keppni klukkan 22. Keppt verður ( 100, 200 og 800 metra hlaupum karia og kvenna, kringlukasti, spjótkasti og há- stökki karla og kringlukasti og hástökki kvenna. Mótið er opið öllum til þátttöku. * Kvennalandsleikur: ísland — Færeyjar á Kópavogsvelli ÍSLENSKA kvennalandsliðið i knattspyrnu leikur í kvöld lands- leik við Færeyinga á Kópavogs- velli og hefst hann kl. 20.00 Þjóðirnar leika aftur á föstu- dagskvöld og fer sá leikur fram á Akranesi og hefst kl. 19.00. Þetta verða fyrstu kvennalandsleikirnir gegn Færeyingum. Þjálfari ís- lenska liðsins er Sigurbergur Sig- steinsson. Færeyska landsliðið kom til landsins í gær og gistir í hinum nýju húsakynnum ISÍ í Laugardal. Önnur verkefni íslenska kvenna- landsliðsins á þessu ári eru tveir landsleikir við Vestur-Þjóðverja í byrjun júlí og aðrir tveir við Sviss- lendinga í ágúst. Þessir leikir fara allirfram hérálandi. Ævintýraferð til Englands, Knattspyrnuskóli PGL í Portsmouth, 1 5.-23. ágúst 1986. Verð fýrir 11 ára kr.21.300.00 Veröfyrir 12-13 ára kr. 27.500.00 Innlfalie or Flugfargjald, gisting, fæöi, fararstjóm, allur akstur, kennsla, skoðunarferð á Wembley og 1. deildarieikur. Lelkmenn úr ensku 1. delldlnnl kenna wió skólann. Staðfestl nga rgja Id kr. 3 þúsund. AUarnúnarI upplýaingar í síma27195og29611. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.