Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 fclk f fréttum AVA GARDNER komin á efri ár — en alltaf jafn glæsileg, tíguleg og kannske pínulítið „ósnertanleg". TINA TURNER Hún minnir mann alltaf einna helst á lítið lukkutröll — síbrosandi og geislandi af lífsfjöri — söngkonan Tina Tumer. Kyntákn tveggja kynslóða Það var margt um manninn á frumsýningu söngleiksins „La Cage Aux Folles" í Palladium í Lundúnum á dögunum. Var þar samankominn fjöldinn allur af frægu fólki, sem virtist kunna vel að meta það sem fram fór á fjölunum. Meðal gesta voru t.d. kyntákn tveggja kynslóða, ef svo má að orði komast, þær Ava Gardner, kvikmyndaleikkonan dáða, og söngkonan síunga Tina Tumer. Báðar eru konumar stórglæsilegar - en hvor á sinn hátt. stendur fast við það að hún sé al- saklaus í eit- urlyfjamáli þessu. Victoria Sellers og kókaín-skandallinn Dóttir Peter Sellers og Britt Ekland, Victoria (21), stendur í miklum málaferlum vegna eiturlyfjabrasks sam- býlismanns síns, Reed Wallace. Fjölskylda Victoríu Sellers varð að setja rúmar 4.000.000 ($100.000) í trygging- argjald til þess að hún gæti um fijálst höfuð strokið unz réttarhöld byija í miklu kókaínmáli, sem hún tengist í Ameríku. Talið er að fyrrverandi sambýlismaður Victoríu, Reed Wallace, sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fíkniefnamáli og kalla þeir ekki allt ömmu sína í þeim efnum vestra. Lögreglan hafði grun um að hann flytti inn kókaín frá Kólumbíu fýrir yfir $1.000.000 í viku hverri. Við húsleit fannst ekkert ólöglegra efna en hinsvegar vélbyssa sem vart gat talist til algengra búsáhalda. Ennfremur komst lögreglan þar í tæri við eftirlýstan mann, Philip Sena, sem gronaður er um morð. Victoría fullyrðir að hún hafi ekkert vitað um þessi mál og að hún sé saklaus. Yfirvöldin segjast hinsvegar hafa öruggar sannanir fyrir því að hún hafí m.a. verið látin lokka keppinaut í eiturlyQaheiminum í gildru þar sem hann sætti barsmíðum og hótunum léti hann ekki af sölu á yfír- ráðasvæði Wallace. Victoría segist hafa verið nýbúin að slíta sambandinu við Wallace þegar lög- reglan lét til skarar skríða og tekið saman við nýjan vin, Robert Gallagher. Talið er að verði ákæran á hendur henni látin niður falla verði hún mikilvægt vitni í þessu stórmáli. Eins og við mætti búast af dóttur Peter Sellers og Britt Ekland, dreymir Victoríu að gera það gott í kvikmyndaheiminum. Þótt móðir hennar hafi raunar aldrei „slegið í gegn“ á hvíta tjaldinu hefur hún / ÆKm lifað góðu lífí, enda hafa ritlaun af minn- ingarbókum hennar um lífíð með Peter Sellers sennilega gefíð meira í aðra hönd en leikaralaunin. Ferill Victoríu hófst í Playboy, sem birti myndaröð af henni fáklæddri, en hún er hörð á því að gerast leikari, og þá helzt grínleikari því, eins og hún segir sjálf; „Þá er maður öruggur um vinnu eftir fertugsaldurinn líka.“ Fátt er um kærleika milli Victoríu og ekkju Sellers, Lynne Fredrick, sem situr öll að auðæfum hins látna snillings, en Victoria telur að hún hafí komið því til leiðar að Sellers-bömin frá fyrri hjóna- böndum erfðu nánast ekkert eftir föður sinn. Þetta fer einkum fyrir bijóstið á bömunum þremur, Michael, Söm og Victoríu, vegna þess að þeim var kunnugt um að sá gamli ætlaði að skilja við Lynne Frederick, þá er hann féll skyndilega frá úr kransæðastíflu, 54 ára að aldri. Nokkuð tókst krökkunum að rétta hlut sinn flárhagslega með útgáfu bókarinnar E.S. — Ég elska þig“ sem kom út árið 1981. Bókin seldist mjög vel enda sjóður óþekktra staðreynda, margra miður geðs- legra, um líf og háttemi Peter Sellers. Þannig er fullyrt í bókinni að hann hafi reynt að kyrkja fyrstu konu sfna, hótað að skjóta nr. 2 og að hann hafí varpað öllum skartgripum þeirrar þriðju í sjóinn. Svo stóð til, eins og áður segir, að skilja við þá flórðu áður en maðurinn með ljáinn tók í taumana. Sú mynd, sem þau gefa í bókinni, er allt önnur en sú, sem almenningur hafði af Sellers eins og hann birtist almenningi í myndaröðinni um Bleika pardusinn, þar sem hann lék hinn góðlátlega en klaufska Clouseau lögregluforingja. „Við vildum segja sannleikann um pabba,“ fullyrðir Michael, sonur hans, sem er nú 31 árs. „Pabbi var snillingur, mesti gamanleikari allra tíma og við elskuðum hann — líka þegar þunglyndisköstin hertóku hann.“ Eflaust er þetta rétt og satt, en bókin hefur skipt sköpum fyrir íjárhagslega afkomu bamanna á undanfömum ámm. Viktoría fæddist í London 1965 en dvaldist ýmist í Frakklandi eða Bandaríkj- unum öll sín uppvaxtarár. Stjúpfeður hennar hafa verið nokkrir og hún hefur aldrei náð að festa rætur í neinum af þeim mörgu heimavistarskólum, sem hún hefur stundað nám við. Hún hefur mjög gott samband við hálfsystkini sín úr sambúð Sellers við Ann Howe, þau Micha- el og Sarah, en gamli maðurinn lagði fæð á Britt Ekland eftir skilnaðinn og nefndi hana aldrei upp frá því nema með eftir- nafni einu. Britt, móðir Victoríu, var sannarlega ekki við eina fjölina felld eftir Sellers- ævintýrið og kann dóttirin varla að nefna alla þá stjúpfeður sem hún hefur átt um dagana. Þó var einn, sem var henni vem- lega góður og hefur reynst henni sem faðir þótt sambandið við Britt Ekland sé löngu fyrir bí. Heitir sá Lou Adler, kvik- myndaframleiðandi, og hefur hann reynst henni klettur í yfírstandandi vandræðum. Talið er að ofannefndur Reed Wallace hafí minnt hana mjög á Adler og hún sýnt honum óverðskuldað traust enda hefur hann margreynt að fá hana til þátttöku í ljósbláum klámmyndum þótt hún hafí, að ráðum stjúpföðurins ekki lagt nafn sitt fræga við þá Iistgrein. Þegar upp komst um samband hennar við Wallace og aðra þekkta glæpamenn var Adler snöggur til og er búist við að hún sleppi með skrekkinn í þetta sinn — reynslunni ríkari. Victoria Gömlu, góðu dagarnir. Peter Sell- ers og Britt Eklandal- sæl með lífið ogtilver- una, ásamt dóttur sinni nýfæddri, Victoríu Sellers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.