Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 Þing norrænna heila- og taugaskurðlækna: Mænuaðgerðir aðal umfjöllunarefnið og ýmsar tækninýjungar ÞING NORRÆNNA heila- og taugaskurðlækna var haldið á Hótel Loftleiðum dagana 11—14 júní sl. Þingið var haldið í 38. sinn, og er þetta í annað sinn sem það er haldið hér á landi. Um 50 fyrir- lestrar voru fluttir um ýmis efni, en aðalumfjöllunarefni þingsins voru aðgerðir á mænu og hrygg. í tengslum við þingið var sýning á tækjum sem eru að ryðja sér tU rúms við heUa og mænuaðgerðir, svo sem leisertæki, smásjár og hátíðnisogtæki, svokölluð CUSA-tæki. Morgunblaðið/Börkur Fjórir gestafyrirlesarar fluttu erindi, læknar frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki, og flallaði einn þeirra, P.W. Ascher frá Austurríki, um notkun leiser- geisla við aðgerðir á mænu og heila. „Menn hafa verið að prófa sig áfram með tækninýjungar, svo sem leisergeisla," sögðu þeir Bjami og Kristinn í samtali við Morgun- blaðið, „en það er ekki fyrr en nú sem þetta er að komast í almenna notkun." Á þinginu flölluðu þeir Bjami og Kristinn um notkun smá- sjár við bijóskiosaðgerðir, en ís- lendingar vom fyrstir Norðurlanda- þjóða til að nota smásjár við bijósk- losaðgerðir í einhveijum mæli, en sú tækni var tekin upp hér 1982. Heila- og skurðlækningadeild Borgarspítalans hefur verið starf- rækt frá því 1971, og á því timabili hafa milli 14 og 1500 höfuðaðgerðir verið framkvæmdar þar að sögn læknanna, en heildarfjöldi aðgerða er um 3.000. Langalgengasta að- gerðin er við bijósklosi í baki, en árlega em framkvæmdar hátt á annað hundrað bakaðgerðir. Á sl. ári var íjöldi aðgerða á deildinni 354. Þeir Bjami og Kristinn sögðu sneiðmyndatækið hafa valdið mestu byltingu sem orðið hefur á rannsókn og sjúkdómsgreiningu sjúklinga á deildinni frá upphafi. Þeir sögðust hafa notað smásjár í einhveijum mæli við aðgerðir frá því deildin tók til starfa og í dag væm þær notaðar Tímaritið UNG hefur göngu sína TEXTABLAÐIÐ HF. hefur sent frá sér 1. tölublaðið af tímaritinu UNG sem fjallar um tónlist og menningu ungs fólks. Þetta fyrsta tölublað er 72 sfður og er þar fjallað um dægurlagatón- list og flytjendur hennar. Rætt er við Stuðmenn, Magnús Eiríksson, Steinar Berg, Þorra Jóhannsson skáld, Guðmund R. Guðmundsson í Hugskoti og Karl Óskarsson kvik- myndagerðarmann. Greinar em um hljómsveitimar Stranglers, Lloyd Cole & the Commotions, Rolling Stones og fleiri. Mikið er af dægur- lagatextum í blaðinu, m.a. em birtir textar laganna úr forkeppni Sjón- varpsins vegna Eurovision-söngva- keppninnar. Að sögn útgefenda er ætlunin að gefa blaðið út 6 sinnum á ári. Blaðinu stýrir sex manna ritstjóm en auk hennar starfa 11 blaðamenn og ljósmyndarar við efnisöflun. við flestar aðgerðir á höfði og f baka, því með aðstoð þeirra væra aðgerðir nákvæmari, fljótvirkari og hættuminni fyrir sjúklinginn. Flest- ar aðgerðir á mænu og heila fara nú fram hér á landi, og að sögn læknanna em eingöngu mjög sér- hæfð tilfelli send utan. Um hundrað höfuðaðgerðir vom gerðar á s.l. ári, og sögðu þeir Bjami og Kristinn að innan tíðar fengju þeir í hendur hátíðnisogtæki, svonefnt CUSA- tæki, en með hjáip þess er hægt að bijóta niður æxlisvef f heila án þess að skaða heilbrigðan vef. Læknamir Kristinn Guðmundsson myndatækið. „Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er að safna fyrir þessu tæki.“ Aðspurði um hvenær þeir tælq'u leisertæknina í þjónustu sína, sögðust þeir ekkert geta um það sagt að sinni, meiri áherslu þyrfti að leggja á að endurnýja sneiðmyndatækið sem er orðið um og Bjarni Hannesson við sneið- 10 ára gamalt, en tæki af þessu tagi em ekki talin endast nema í 10 ár, en Bandalag kvenna í Reykjavík hefur ákveðið í tilefni af 70 ára afmæli sínu á næsta ári að gangast fyrir söfnun til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir röntgendeildina. ísland um seinustu aldamót: Ljósmynda- sýning í Banda- ríkjunum Ljósmyndasýning Ljósmynda- safns íslands, í húsakynnum National Press Club í Wash- ington DC, var formlega opnuð þann 17. júní síðastliðinn. Sýn- ingin stendur tíl 2. júlí. Sýningin er styrkt af utanríkis- málaráðuneytinu, viðskiptaráðu- neytinu, Flugleiðum og fleimm. Á henni em 71 mynd, allar teknar hér á landi í kringum seinustu aldamót af 10 ljósmyndumm. Þeirra á meðal em Magnús Ólafs- son, Eyjólfur Jónsson, Tempest Anderson og Sigfús Eymundsson. í inngangi að sýningarskrá segir Hjörtur Pálsson að sýningin gefí góða mynd af tveimur meginat- vinnuvegum íslendinga um seinustu aldamót, landbúnaði og sjávarút- vegi. Alveg sjálfsagt Öllum finnst okkur sjálf- sagt að hafa rafmagn. Það er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Við þrýstum á hnapp og heim- ilistækið eða vélin á vinnustað er reiðubúin til þjónustu við okkur. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að dreifa rafmagni til notenda sinna stöðugt og hnökralaust. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir orku- reikningar valda auknum lán- tökum og hærri rekstrar- kostnaði. Jafnsjálfsagt og það er að hafa stöðugt rafmagn ætti að vera sjálfsagt að greiða fyrir það á réttum tíma. Láttu orkureikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT34 SÍMI686222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.