Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Viss um að þetta gengur Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. „Ég er_ spenntur en um leið rólegur. Ég er viss um að þetta gengur...“ Þetta skrifaði Arne Treholt í bréfi til hinnar 17'fa árs gömlu vinkonu sinnar daginn áður en hann ætlaði sér að flýja. Samfangi Treholts frá Gambíu ætlaði að smygla bréf- inu út úr fangelsinu, en bréfið fannst er farangur Gambíu- mannsins var skoðaður er hann yfirgaf Ila-fangelsið. í bréfinu er að finna upplýsingar um hvað stúlkan á að gera síðustu klukkustundirnar fyrir flótt- ann. Bréfið var ásamt öðru í skjala- tösku, sem Treholt afhenti Gamb- íumanninum á fostudagsmorgnin- — skrifaði Tre- holt í bréfi til vinkonu sinnar daginn fyrir flóttan um. í töskunni voru einnig 128 þúsund norskar krónur, tæpar 700 þúsund íslenskar krónur, en peningamir voru ekki gerðir upptækir. Hald var síðar lagt á þessa peninga hjá vinkonu hans. í bréfinu til vinkonu sinnar er Treholt mjög persónulegur og er þar meðal annars að finna ástar- játningar til stúlkunnar. Þá eru þar fyrirmæli um hvað stúlkan eigi að gera. Hann segir henni að skipta peningunum í erlendan gjaldeyri og Treholt biður hana um að vera varkára og nota til þess marga banka til þess að vekja ekki á sér óþarflega mikla athygli. Treholt segir að halda eigi fund nokkrum klukkustundum fyrir flóttann, þar sem síðasta hönd verður lögð á áætlanimar varð- andi hann. Fundinn á að halda í íbúðinni, sem hann hafði fengið að láni á fölskum forsendum og þar sem hann ætlaði að fela sig fyrst eftir flóttann. Samkvæmt Treholt á enginn að nota sitt rétta nafn á fundinum, stilla á útvarpið hátt svo lítil hætta sé á því að fólk í næstu íbúðum heyri hvert um- ræðuefnið er. Að lokum biður Treholt stúlk- una um að brenna bréfið þegar hún hefur lesið það. Því miður fyrir Treholt fór stúlkan ekki að þessari beiðni hans. Hún geymdi bréfið og lögreglan fann það, er stúlkan var handtekin og verður notað sem sönnunargagn gegn honum. Lögreglan gerir ekki ráð fyrir frekari handtökum vegna flótta- tilraunarinnar og engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við rannsókn lögreglunnar. Annar fangana sem ætlaði sér að hjálpa Treholt við flóttann gengur laus, en lögreglan hefur ekkert gert til þess að hafa hendur í hári hans. Fanginn á að snúa aftur til fang- elsisins eftir nokkra daga, en hann er í leyfí nú og lögreglan telur að nægur tími gefíst til þess að yfirheyra hann þá. FLOTTATILRAUN Treholts mistókst og hann verður því áfrai.. að sætta sig við það að dúsa á bak við lás og slá. IANDSHAPPDRÆTTI TÓNLISTARSKÖLA RAGNARS jÓNSSONAR GLÆSILEGIR VINNINGAR ÍIBÍLAR og 44 hljóðfæri að eigin vali Mercedes Benz 190 E árg. 87 Volkswagen Golf CL árg. 87. TON U STARSKOLA RAGNARS JÓNSSONAR Akureyri—Reykjavik Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrii^grunnskóla ogalmenning. SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS Loksins, lausir úrprísund Philip Rochot (t.v.) og George Hansen, starfsmenn frönsku sjón- varpsstöðvarinnar Antenna-2, stuttu eftir að þeim var sleppt sl. föstudag, en þá höfðu öfgasinnaðir múhameðstrúarmenn haft þá í haldi í 3 mánuði. Myndin er tekin á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli í Beirút. Á veggnum bak við þá hangir mynd af Assad, Sýrlandsforseta. Séra Ian Paisley: „Norður-írland rambar á barmi borg-arastyrjaldar“ — var borinn með valdi ásamt 20 þing- mönnum út úr þinghúsinu i Belfast í gær Belfast, AP. SÉRA Ian Paisley, hinn herskái leiðtogi mótmælenda á Norður- írlandi, sagði i gær, að Norður-írland rambaði á „barmi borgarastyij- aldar“, eftir að lögreglan flutti hann og 20 aðra forystumenn mót- mælenda með valdi út úr þinghúsinu í Belfast. Paisley og félagar hans neituðu að yfírgefa þinghúsið, er James Kilfedder, forseti þingsins, las upp yfírlýsingu um að leysa skyldi þing- ið upp. Risu Paisley og félagar hans þá úr sætum sínum og mótmæltu. Hófu þeir síðan maraþonumræðu, þar sem þeir véfengdu lögmæti ákvörðunar þingforsetans. Er þeir vildu ekki víkja úr þingsalnum, tók lögreglan til sinna ráða og bar þá út með valdi. Sjötíu og átta þingmenn áttu upphaflega sæti á þingi Norður- írlands, sem komið var á fót 1982 í þeim tilgangi, að Norður-írland fengi aftur heimastjóm f innan- landsmálum. Var ætlunin sú, að kaþólskir menn jafnt sem mót- mælendur mótuðu störf þingsins. Vonir manna um, að þingið yrði vettvangur til þess að draga úr deilum á Norður-írlandi dvínuðu þó, eftir að þingmenn mótmælenda lýstu því yfír, að þeir myndu aldrei deila völdum með kaþólskum mönn- um og þingmenn þeirra síðamefndu neituðu að taka sæti sín á þingi. Eftir þetta varð þingið að mál- stofu án nokkurra valda í reynd, þar sem aðeins 49 þingmenn mót- mælenda sóttu þingftmdi. „Lýðræðið riðar nú til falls á Efnahags- samdrátt- ur í Japan Tókýó, AP. VERG þjóðarframleiðsla Japana Iróst saman á fyrsta ársfjórð- angi þessa árs og var það í fyrsta sinn í 11 ár, sem slíkt á sér stað. Nam samdrátturinn 0,5% á þessu timabili, sem samsvarar 2,1% miðað við eins árs tímabil. Hækkandi gengi jensins er kennt um þessa óhagstæðu þróun. Þjóðar- framleiðslan hefur farið vaxandi í Japan frá því á fyrsta ársfjórðungi 1975, en þá dróst hún saman um 0,8%. Fór hún enn vaxandi þar til síðla á síðasta ári, en þá urðu mikil umskipti, jenið tók að hækka en Bandaríkjadollar að lækka. Þetta gerðist í kjölfar leiðtoga- fundar helztu iðnrílqa heims sl. haust, þar sem ákveðið var að stefna að því að knýja fram lækkun dollarans en hækkun jensins. Norður-írlandi," sagði séra Paisley í gær, eftir að hann og félagar hans höfðu verið reknir úr þing- húsinu. Gaf hann síðan út áskorun til stuðningsmanna sinna um að búa sig undir harðvítuga baráttu gegn samkomujagi því frá 15. nóv. sl. þar sem írska lýðveldinu var veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála á Norður-írlandi. Nicholas Scott, aðstoðarlrlands- málaráðherra, lýsti þessu nokkuð á annan hátt í viðtali í gær, þar sem hann sagði: „Það varð að loka þinginu sökum þess að það sinnti ekki þeim verkefnum sem því voru ætluð." Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 13 skýjað Amsterdam 15 22 skýjað Aþena 19 33 heiðskirt Barcelona 25 léttskýjað Berlín 11 23 heiðskírt Brtissel 13 24 skýjað Chicago 15 29 heiðskírt Dublin 10 vantar Feneyjar 27 hálfskýjað Frankfurt 21 skýjað Genf vantar Helsinki 12 18 heiðskirt Hong Kong 26 31 skýjað Jerúsalem 16 27 heiðskírt Kaupmannah. 9 20 heiðskírt Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 13 22 skýjað London 14 19 skýjað Los Angeles 16 25 skýjað Liixemborg 16 skýjað Malaga 25 skýjað Mallorca 32 léttskýjað Miami 24 29 skýjað Montreal 19 27 skýjað Moskva 9 12 skýjað New York 21 33 heiðskírt Osló 11 23 heiðskírt París 13 25 skýjað Peking 19 30 heiðskirt Reykjavlk 11 súld Rióde Janeiro 15 28 skýjað Rómaborg 17 32 heiðskírt Stokkhólmur 10 20 heiðskírt Sydney 5 16 heiðskfrt Tókýó vantar Vínarborg 17 22 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.