Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 37 Minning: Anthony Tunnard lögfræðingur Hinn 6. maí sl. lést í Boston, Englandi, Anthony Tunnard, lög- fræðingur, eftir strangt og nokkuð langt dauðastríð. Fullu nafni hét hann Richard Anthony Conolly Tunnard og var kallaður Tony af vinum og vandamönnum. Hann fæddist 9. nóvember 1911 í Boston, Lincolnshire, sonur lögfræðings þar í bæ. Anthony hlaut menntun sína á unga aldri í Repthonskóla, sem er gamall og þekktur heimavistar- skóli í Englandi. Árið 1937 öðlaðist hann málaflutningsréttindi eftir til- hlýðilegt nám og undirbúning og gengdi síðan lögfræðistörfum við lögfræðifyrirtæki föður síns. Við upphaf síðari heimsstyijald- arinnar gekk hann í herinn og gegndi herþjónustu um árabil í Noregi, á íslandi og í Líbanon. Árið 1942 giftist hann Þórunni Sigurð- ardóttur frá Akureyri, systur þess, sem þetta ritar. Sama ár settust þau að í Boston og áttu þar heimili æ síðan. Þeim varð þriggja bama auðið. Elsta er Halldóra Isabel, lögfræðingur að mennt, gift Mic- hael Blair, lögfræðingi, starfsmanni bresku ríkisstjómarinnar í Birming- ham. Næst er Anna, gift Robert Helfgott, bandarískum kaupsýslu- manni í San Diego, Kalifomfu. Yngstur er Conolly Finnur, endur- skoðandi í London. Kona hans heitir Eirlys og er frá Wales. Anthony Tunnard var yfirlætis- laus maður og hæglátur í fasi, fálát- ur og fátalaður við fyrstu kynni og seintekinn. Hann var maður dulur, flíkaði ekki skoðunum sínum, bar ekki tilfínningar sínar á torg og var ekki allra en tryggur vinur vina sinna. Hann var starfsmaður mikill, ötull og samviskusamur. Vandaði hann öll verk sín stór og smá og var trúr jafnt út á við sem inn á við. Svo sem vænta mátti, famaðist honum vel á starfsferli sínum. Lögfræðifýrirtæki það, sem hann rak og hafði tekið við af föður sínum dafnaði í höndum hans og jafnframt efnahagur hans. Þá vora honum falin mikilvæg og margvísleg trún- aðarstörf í Boston og Lincolnshire. Hann var Deputy Lieutenat, vara- fulltrúi krúnunnar, í Lincolnshire, stjómarformaður blaðasamsteypu í því fylki, bankaráðsformaður í Boston, formaður í stjóm heima- vamarliðs á staðnum og mennta- málanefndar og dómsmálaritari þar. Þá var hann æðsti maður í Franklínstúku frímúrara þar. Trún- aðarstörf sín öll leysti hann vel og samviskusamlega af hendi og hlaut viðurkenningu fyrir þau af hálfu Bretadrottningar. Hann var um- Electrolnx Electrolnx Elcctrolnx Elcctrolnx Elcctrolnx i __hagkvæmur auglýsingamióill! hyggjusamur og raungóður heimil- isfaðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Áhugamál hans utan starfsins vora náttúraskoðun, garðyrkja, fuglaskoðun, fuglaveið- ar, lax- og silungsveiðar, krikket, knattspyma og tennis á yngri áram og síðar golfíþrótt. Hann var góður íþróttamaður framan af ævi og alla tíð mjög góð stytta. Ekki mun það að öllu leyti hafa verið auðvelt fyrir Anthony, að eiginkona hans var útlendingur í Bretlandi, aðkomandi meðal heima- fólks þar. Það er gamalkunnugt, að oftlega hefur íslendingum reynst örðugt að festa yndi í útlöndum, að skjóta rótum í erlendum jarðvegi. Finnst sumum þeirra, að þeir 'lendi úti í kuldanum á framandi grand, „en rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg". Stund- um kunna það að verða að nokkra leyti hörð örlög fyrir konu að giftast frá eigin landi til annars lands, þar sem talað er annað tungumál og viðhorf, hefðir og hugsunarháttur sumpart frábragðið því, sem gerist á heimaslóðum. En að sjálfsögðu er sú ekki raunin í öllum tilvikum. Alla jafnan veltur þó ekki svo lítið á skilningi og viðbrögðum makans, hversu til tekst um aðlögun á annar- legri strönd. Má óhætt segja, að það verkefni fór Anthony þannig úr hendi að á betra varð ekki kosið, og var farsæld í hjónabandi eftir því. En aðrir og meiri erfiðleikar steðjuðu síðar að þeim hjónum. Um 1960 fór Þórann áð kenna sjón- depra. Hafði hún þá notað malaríu- lyf lengi við útbrotum í andliti og gleymdist að stöðva lyfjagjöfina í tíma áður en í óefni var komið, en lyfið hafði þá skaðað augnbotnana á óafturkræfan hátt. Sjóndepran ágerðist jafnt og þétt og siðustu 11 árin hefír Þórann verið blind og lifað í myrkri. Þá reyndi mjög á Anthony og var það ekki svo lítið, 1 sem hann færðist í fang. Var hann að hluta til auga og hönd hennar, leiðsögumaður hennar úti og inni, tengiliður hennar við umhverfíð og hjálparhella seint og snemma í einu og öllu. Brást hann hvergi, var óþreytandi í stuðningi sínum og þjónustu við hana og sýndi þá eins og endranær, hvem mann hann hafði að geyma. Var öll hans aðstoð af hendi leyst af stakri óeigingimi og greiðasemi og gleymist ekki þeim, sem kunnugir vora. Mikill drengskapar- og mann- dómsmaður er nú genginn þar sem Anthony Tunnard var. Missir konu hans og bama er mikill og sár og harmur þeirra þungur. Vinir hans og kunningjar sakna hans og geyma í minni mannkosti hans og manngildi og deyr orðstír hans ekki í huga þeirra. Að leiðarlokum er vandamönnum hans efst í huga virðing og þakklæti fyrir tryggð hans, fómarlund og ósérplægni. Blessuð sé minning hans. Ólafur Sigurðsson flðeins 1500 r W. útborgun oq •! eftirstöðvQmor til allt oð 6 mónoðQ í Vörumarkaöurinn hl. Ármúla la Sími 91-686117 Electralax Electrelxx Electrelux Electrolux Electrulux ‘ RYÐFRITT STAL EROKKARMÁL! FyrírUggjandi í birgðastöð: m Vinklar LllL Sívalt Ryðfrítt stangastál Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Profílar Flatt □ Pípur ÓOo Fjölbreyttar stærðir og þykktir Ryðfríar stálplötur Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) SINDRA Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.