Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Minning: Gísli Þórólfs- , son, Reyðarfirði Fæddur 4. febrúar 1917 Dáinn 21. júní 1986 Djarfur fullhugi er til foldar hniginn. Góð er gengin braut, vörð- uð mætum minningum um merkan drengskaparmann. Þar fór maður mikillar bjartsýni og ótrauðs óræð- is, harðfylgni og kjarkur voru fylgi- nautar á farsælli braut allt til ævi- loka. Bjartsýni hans var ekki hugar- sýn ein, heldur endurspeglaðist hún í athöfn og átökum hins daglega lífs, þar sem horfi var haldið til hinztu stundar og erfiður sjúk- dómur aftraði aldrei för þegar fram- kvæma skyldi, þegar hrinda þurfti úr vör áformum og byggja skyldi upp bjartari tíð. Orðin urðu að athöfn þarfri, þar sem eftir var fylgt af fullum þrótti og ótrúlegu viljaþreki þess, sem margsinnis hafði verið á landamær- um lífs og dauða. + Móöir okkar, AUÐBJÖRG M. GUÐLAUGSDÓTTIR frá Ártúnum, Rangárvöllum, Boðahlein 18, Garðabæ, lést í Landakotsspítala 23. júní. Börn hinnar látnu. Eiginmaöur minn og faöir, KJARTAN EIDE, Grevestrand/Kaupmannahöfn, lést 22. júni 1986. Ingeog Ingolf Eide. + Faöir okkar og fósturfaöir, SIGURÐUR RÓSMUNDSSON, léstá Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 23. júní. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna. + Fööurbróðir okkar, ÞÓRARINN JÓNSSON, Kleppsvegi 58, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum 16. júní. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Jón Ásgeirsson, Þórður Ásgeirsson. + Móöirokkar, tengdamóöirog amma, # ARNDÍS HELGADÓTTIR, Seljavegi 9, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. júníkl. 13.30. Anna, Svava, Sigrún, og Ásdfs Ársælsdætur Helgi, Brynjólfur, Haraldur, Baldvin og Hreiðar Ársælssynir, tengdaborn og barnabörn. + Hjartkær móöir okkar og tengdamóöir, GUÐFINNA VIGFÚSDÓTTIR, Öldugötu 12, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júní kl. 10.30. Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Dóra Sigurjónsdóttir, Richard Theodórs. + GUÐJÓN SIGURÐSSON, bakarameistari, Aðalgötu 5, Sauðárkróki, veröur jarðsunginn frá Sauöárkrókskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 14.00. Börn og aðrir vandamenn. Þannig geymi ég kæra minninga- mynd, en ekki var síður um vert, hveija alúð hann lagði að öllu, sem hann fékkst við, hversu eðlisþættir góðvildar og sanngimi vom fléttað- ir saman við dug og dáðríkan starfs- feril. Af æmu væri vissulega að taka, ef rekja skyldi athafnasögu Gísla Þórólfssonar. Þar skal aðeins á fáu einu tæpt, stiklað á einstökum þátt- um og á þá minnt, allt frá þeim dögum, er hann fór á vertíðir og var hamhleypan, sem allir vildu í veri hafa, síðar, er hann vann af vandvirkni og kappi að ræktunar- störfum hjá bændum, þegar hann réðist af stórhug í útgerð, sem varð skammvinnari en hann vildi, reisti síldarsöltunarstöð og rak af þrótti og myndarskap, en einmitt á þeim. ámm kom áfallið mikla, en hann reis upp á ný og hóf byggingu frystihúss og fiskverkunar og ekki skal gleymt síðustu athafnaámn- um, þegar hann á ný hóf síldarsölt- un og famaðist vel, enda af hygg- indum í hag búið sem bezt. Brot úr bjartri starfssögu, þó skugga bæri oft á, en hugurinn var heill og óskiptur og óbilandi elju- semi og kjamakraftur fylgdu ætíð athöfnum hans. Gísli var greindur maður og gott við hann að ræða, hann var þessi hlýi og notalegi persónuleiki, mér þótti vænt um hann og mat því meir, sem ég hafði af honum hald- betri kynni. Sem vinnuveitandi var hann afar vinsæll af starfsfólki sínu, enda skildi hann og mat að verðleikum vel unnin störf og af eigin raun var honum fullljóst, hvert gildi og verðmæti em í vel unnu verki fólgnir. Gísli var góður Reyðfírðingur — + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Huldulandi 3, veröur jarösungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. júní kl. 3. Valgarður Friöjónsson, Margrét E. Friðjónsdóttir, Þorkell Júlfusson, Steinar Friðjónsson, Áslaug Aðalsteinsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Gunnar Friöjónsson, Edda Þórarinsdóttir, Friðdis Friðjónsdóttir og barnabörn. + Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 185, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Hákon Teitsson, Knútur Hákonarson, Sigrún B. Einarsdóttlr og barnabörn. + Móöirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, áður Barmahlið 25, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Guðrún H. Högnadóttir, Valur Magnússon, Eyjólfur Högnason, Krlstjana Heiðdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Núpsdalstungu, Leifsgötu 10, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Elísabet Ólafsdóttir, Jón Stefánsson, Jón Ólafsson, Kjartan Ólafsson, Jóhanna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og vinarhug vegna fráfalls, JÓNSG. SÓLNES, Inga Sólnes, E. Júlfus Sólnes, Gunnar Sólnes, Jón Kr. Sólnes, Inga Sólnes, Páll Sólnes og fjölskyldur. unni byggð sinni og vildi leggja henni lið — af kjarnafólki kominn. Móðir hans, Katrín Jóhannesdóttir, var eyfírzkrar ættar, mikil höfð- ingskona í sjón og raun, faðir hans, Þórólfur Gíslason, reyðfírzkur vík- ingur, sem kunnur var að vaskleik ogdugnaði. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Þuríður Ó. Briem, ágætiskona að allri gerð, ljóðelsk og skáldmælt vel °g fylgir henni hvoru tveggja hressilegt viðmót og atorkusemi áhugans. Böm þeirra hjóna eru fjögur: Kristinn, fulltrúi hjá VR á Reyðar- fírði, kona hans er Guðný Kjartans- dóttir húsmóðir; Katrín, húsmóðir á Eskifírði, hennar maður er Auð- bergur Jónsson heilsugæzlulæknir; Þórólfur, kaupfélagsstjóri á Þórs- höfn, hans kona er Andrea Bjöms- dóttir kennari og Dagbjört, hús- móðir á Sléttu í Reyðarfirði, hennar maður er Sigurður Baldursson bóndi þar. Bömin em öll nýtir og hæfír þjóð- félagsþegnar, sem erft hafa góða eðliskosti foreldra sinna. Gísli Þórólfsson var einn þeirra sveitunga minna, sem mér varð hvað hugumkærastur fyrir margra mætra hluta sakir. Oft hefur mér verið hugsað til þess, hverju hann hefði áorkað, ef heilsa og kraftar hefðu átt fulla samfylgd við áræði hans og stórhug allan. i raun má kalla starfssögu hans ganga kraftaverki næst. Ég kveð þennan kæra vin minn með sámm söknuði í minningu margra ágætra stunda, sem bregða sínum hugljúfa blæ á gráa tilver- una. Hann var einn þeirra, er settu svip á umhverfí sitt, gaf fordæmi sem fáum er gefíð að fylgja og lét eftir sig vináttu og virðingu þeirra, sem að verðleikum mátu viljastyrk hans, óþreytandi elju og óvenjuleg- an kjark þess, sem um fjölda ára var svo §arri því að ganga heill til skógar. Frá íjölskyldu minni em færðar þakkir fyrir frábær kynni og varma vináttu liðinna ára. Ég kveð Gísla með þeim orðum, sem ég veit að við hann áttu utan alls efa: „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast". Blessuð sé minning hins dáðríka drengs. Helgi Seljan Gísli Þórólfsson útgerðarmaður, Reyðarfírði, andaðist 21. júní 1986. Hann fæddist í Sjólyst í Reyðarfírði 4. febrúar 1917. Gísli var alia sína ævi með sjálfstæðan rekstur. Hann var ekki nema 17 ára þegar hann keypti sér trillu og stækkaði svo alltaf umsvif sín. Hann var aldrei undir aðra gefínn. Hann lét til dæmis smíða 150 tonna bát í Noregi ásamt bróður okkar, Amþóri, og mági sínum, Þórlindi Magnússyni. Síðar byggði hann frystihús. Síð- ustu árin var hann sfldarsaltandi og hafði 30 manns í vinnu. Fyrir 20 ámm bilaði heilsa hans og þurfti oft spítalavistar við. Tvisvar fór hann til Englands vegna hjartaað- gerðar. Hefði hann ekki misst heils- una væri hann eflaust orðinn stórat- vinnurekandi heima á Reyðarfírði í dag. Eg sakna míns bróður mikið. Nú hefur hann kvatt þennan synduga heim og er kominn til Guðs sem gaf hann, þar hefur hann fengið góða heimkomu. Nú er hann um- vafinn englum Guðs. Gísli var giftur Þuríði Briem frá Breiðdal og áttu þau 4 böm, þau em: Kristinn Briem, skrifstofustjóri Vegagerðarinnar, giftur Guðnýju Kjartansdóttur; Katrín, gift Auðbergi Jónssyni, lækni á Eskifírði; Þórólfur, kaup- félagsstjóri á Þórshöfn, giftur Andreu Bjömsdóttur; Dagbjört, gift Sigurði Baldurssyni, bónda á Sléttu í Reyðarfirði. Farþúífriði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gísli verður jarðsunginn í dag, miðvikudag 25. júní, frá Búðar- <~yrarkirkju, Reyðarfírði, kl. 14. Jói bróðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.