Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 48
FASTEIGNA MARKAÐURINN Lifandiþjónusta Eign þín er í traustum höndum hjá okkur símar: I1540—21700. g EURDCARD^ JSSSu MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. „ Jókst kraftur er ég sá að bátai- um var snúið við“ Rætt við Benóný á Signrfara VE, sem féll út- byrðis og synti á eftir bátnum í nær 40 mínútur „ÉG varð ofsahræddur þegar ég féll í sjóinn, því ég hef svo oft hugsað um það, að ég myndi ekki lifa lengi ef ég lenti einhvern- tíma í sjónum og þarna sigldi báturinn frá mér án þess að nokkur vissi af mér,“ sagði Benóný Færseth skipstjóri á Sigurfara VE 138 í samtali við Morgunblaðið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í gær, en hann féll útbyrðis af bát sínum vestan við Vestmannaeyj- ar i gærmorgun og var í sjónum i um 40 mínútur áður en honum var bjargað af sundi. /^j/ „Eg fór aftur fyrir brúna bak- borðsmegin til þess að kíkja á togvírana, því við vorum að toga,“ sagði Benóný, sem er dóttursonur hins kunna aflamanns Binna heit- ins í Gröf, „ég var á inniskóm og steig upp á net sem er strengt á handriðið, en rann til og það skipti engum togum að ég steyptist í hafið. Mér varð ofsalega kalt og það var hrikalegt að sjá á eftir bátnum. Ég vissi þó að báturinn myndi stöðvast fljótlega eins og togið var því þá myndi trollið lenda á hrauni. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom úr kafinu var að hrópa margsinnis nafn Friðriks kokks sem hafði verið í brúnni, en það gekk ekki upp svo ég ákvað að reyna að synda á eftir bátnum, eða svamla réttara sagt því það var engin mynd á þessu sundi. Ég hugsaði aðeins um það að komast að bátnum. Ég er ekki neinn sér- stakur sundmaður, kann að fleyta mér, og það eru mörg ár síðan ég fór í sund síðast. Éggat fylgst með bátnum allan tímann og þótt ég geri mér ekki grein fyrir tímalengdinni í sjónum, þá fannst mér tíminn ógnarlang- ur, enda dró hræðslan ekki úr því. Þegar ég sá að bátnum var snúið við gaf það mér kraft, en mér var orðið jökulkalt. Þegar þeir nálguðust gat ég veifað til þeirra, en svo tæpt stóð þetta að ég rétt man eftir mér þegar þeir drösluðu mér um borð og máttur- inn til að grípa í bjarghringinn var ekki mikill. Mér finnst eins og mér hafi verið gefinn einhver kraftur, því ég er ekkert þrek- menni og gerði aðeins það sama og allir hefðu gert í sömu sporum, en þökk sé forsjóninni og snögg- um viðbrögðum strákanna um borð að þessu lyktaði á þennan hátt, því það mátti ekki tæpara standa hvort maður lenti þessa lífs eða hins.“ Sjá frásögn og viðtöl á bls. 4: „Þá snerum við bátnum á fullu með trollið úti.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Magni stýrimaður á Sigurfara stendur þarna í sömu sporum og Benóný þegar honum skrikaði fótur og féll útbyrðis, en Benóný hafði teygt sig út fyrir borðstokkinn til þess að athuga stöðu togvíranna. Slippstöðin á Akureyri: Samið um breytingar á 5. Kanadatogaramim „Líkur á öðrum verkefnum fyrir sama aðila á næsta ári,“ segir Gunnar Ragnars NÚ ER IJÓST að Slippstöð- ín hf. á Akureyn breytir fimmta togaranum fyrir kanadíska fyrirtækið Nat- **ional Sea Products og kem- ur hann til landsins í haust. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerði Slippstöðin á síðastliðnu ári samning um breyt- ingar á fjórum togurum fyrir fyrir- tækið og er nú að ljúka vinnu við þann síðasta þeirra. „Þessar breytingar hafa gengið mjög vel og alveg samkvæmt áætl- un. Við erum sérstaklega ánægðir með að nú, þegar breytingum á §órða togaranum er að ljúka, skuli Kanadamenn ákveða að semja við okkur um þann fimmta. Við teljum það vissa viðurkenningu Slippstöð- inni til handa um að vel hafi til tekist með hina fjóra," sagði Gunn- ar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Gunnars er nú verið að kanna með breytingar á annarri tegund togara frá sama fyrirtæki og ef þau verkefni næðust yrði það strax á næsta ári. „Ég tel að mjög gott samband hafi náðst milli Slipp- stöðvarinnar og þessa kanadíska fyrirtækis — ég lít svo á að það hafi sérstaklga verið staðfest með ákvörðun þeirra nú varðandi fímmta togarann — og tel því veru- legar líkur á að við náum samning- um við þá um hin verkefnin, þrátt fyrir þann mikla þrýsting heimafyr- ir að verkefnin fari ekki úr landi,“ sagði Gunnar Ragnars. Utsala í „Ríkinu“ SÍÐDEGIS í dag hefst rýming- arsala á nokkruni vintegundum í áfengisútsölu Afengis- og tób- aksverslunar ríkisins við Lind- argötu. I áfengisútsölu ÁTVR á Akureyri verður að öllum lík- indum sams konar útsala, en hún hefst ekki fyrr en á morg- un. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verða 2-3 þúsund flöskur settar á þessa útsölu og mun hún standa á meðan verið er að selja það magn. Einkum mun vera um að ræða hvítvín, rauðvín og freyðivín af tegundum sem búið er að taka úr sölu og tiltölulega lítið magn er til af. Vínið verður selt með misjafn- lega miklum afslætti. Mun vera miðað við að Áfengisverslunin gefí eftir sinn hluta útsöluverðs- ins, það er erlenda innkaupsverð- ið, flutningskostnað og álagningu, en ríkið haldi sínum tekjum að fullu og mun afslátturinn í mörg- un tilvikum nema um þriðjungi af núgildandi útsöluverði vínanna. Eins og áður segir hefst útsalan í Lindargötuútsölunni í dag og stendur aðeins á meðan birgðir endast. Útsalan verður ekki aug- lýst nema með lítið áberandi skilti í búðinni. Vindlinga- pakkinn hækk- ar í 93 kr. ALLAR tegundir amerískra vindlinga og hinir frönsku Royal vindlingar að auki voru hækkaðar í byrjun vikunnar um 1-3%. Algengustu tegundir amerískra vindlinga hækka um 2,70 kr, úr 90,30 kr. í 93 kr., eða um tæp 3%. Royal hækkar úr 78,20 í 79 kr. pakkinn. Hækkun á amerísku vindlingunum er vegna hækkunar á innkaupsverði þeirra frá Banda- ríkjunum en hækkunin á Royal vindlingunum er vegna breytinga ágengi. Léttlamb á markaðinn NÝ TEGUND lambakjöts, svo- kallað léttlamb, verður á boð- stólum í sumar. Veitingastaður- inn Ritan i Kópavogi hefur samið við nokkra bændur um slátrun á ungum lömbum í sumar til að matreiða undir þessu merki. Fyrstu lömbunum var slátrað í gær og verður kjötið kynnt á næstunni. Lömbin eru sérstaklega valin. Þau mega ekki vera meira en 10 vikna gömul og skrokkamir innan við 10 kg að þyngd. Kunn- ugir telja að kjötið af þessum lömbum sé sérstaklega góður matur. Bændurnir sjá þama hugs- anlega möguleika á nýjum mark- aði fyrir lambakjötið, enda mun framleiðslan ekki síst vera miðuð við ferðamenn. Stórlaxarnir óvenjulega margir í Laxá í Aðaldal ÞAÐ HEFUR vakið sérstaka athygli veiði- og áhugamanna við laxá í Aðaldal, það sem af er sumri, að laxinn er óvenjulega þungur. Talað er um, að einkum fiskurinn, sem verið hefur tvö ár í sjó, sé 20 prósent þyngri en hann er að öllu jöfnu og það viti á sérstaklega góð lífsskilyrði í hafinu. Þá líður varla dagur, að það veiðist ekki 18—22 punda lax í ánni og algengt er, að þeir séu fleiri en einn dag hvem. Lax, sem hefur dvalið tvö ár sjó hefur yfírlett vegið 9—14 pund, en nú bregður svo við, að jafn gamlir laxar vega oft og iðulega 15—19 pund og hefur það sannast með töku hreistursýna. Fyrir skömmu veiddu veiðimenn 9 laxa á einni morgunstund fyrir neðan Æðarfossa og var meðal- þunginn yfir 15 pund og þannig mætti halda áfram. Virðist einu gilda hvar í ánni stungið er niður, meðalþunginn er alls staðar hinn sami og fleiri virkilegir „stórlax- ar“ heldur en nokkru sinni fyrr. I júlí er von á hinum raunverulegu „stórlöxum", fískum sem dvalið hafa þijú ár í sjó og eru jafnan fáliðaðastir. Góð skilyrði í hafinu gætu skilað fleiri slíkum fískum í ána en áður og spyija menn nú ákaft: Hvað verða þeir stórir nú? Sjá nánar „Em þeir að fá’- ann?“ blaðsíðu 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.