Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 5 Ábúendur Höfða í Eyjahreppi: Bomir út með lögreg'luvaldi SYSLUMAÐUR Snæfells- og Hnappadalssýslu, Jóhannes Arnason, fór í gær ásamt nokkrum lögreglumönnum að Höfða i Eyjahreppi og var ábúandinn Sigurður Oddsson borinn út ásamt búslóð sinni. Þetta er önnur tilraun sýslu- manns til að bera Sigurð út, í fyrra skiptið, þann 11. júní sl. komu bændur og sveit- ungar í veg fyrir útburðinn. Fjöldi bænda var einnig mættur á staðinn í gær, en til átaka milli þeirra og sýslu- manns og manna hans kom þó ekki þrátt fyrir að heima- menn hefðu haft uppi hótanir um að veijast útburðinum með góðu eða illu. Þegar Morgunblaðsmenn komu á vettvang um hádegið í gær, var búið að bera út stærsta hluta innbúsins, en það var flutt í sendi- bifreið í geymsluskúr á næsta bæ, Ytri- Rauðamel. Bóndinn, Sigurð- ur Oddsson, var farinn ásamt ráðskonu sinni og tveggja ára barni hennar. Fjöldi bænda fylgd- ist með útburðinum, aðspurðir sögðust þeir hafa reynt að hindra þennan verknað en ekki getað þar sem við ofurefli hafi verið að etja. Bændurnir sögðust sumir hafa komið eldsnemma um morguninn, því þeir höfðu haft spurnir af ferðum lögreglunnar sem lokaði tveimur vegarslóðum að bænum um morguninn. Þegar sýslumaður kom á staðinn höfðu þeir lagt bifreiðum sínum og landbúnaðar- tækjum fyrir inngöngudyr húss- ins, og læst þeim til að hindra inngöngu sýslumanns og manna hans. Lögreglumönnum tókst að opna bílana og færa þá til og þegar þeir sem inni voru höfðu neitað að opna í nafni laganna var ráðist til inngöngu, og dyrnar brotnar upp. Bændurnir og Sig- urður Oddsson sögðu að lögreglu- menn hefðu gengið inn með kylfur á lofti og hótað líkamsmeiðingum ef reynt væri að hefta störf þeirra, en aðspurður kannaðist Jóhannes Arnason sýslumaður ekki við að svo hefði verið, sagði að fólkið hefði ekki haft sig í frammi eftir að dyrnar voru brotnar upp og allir komið vel fram. Þvi hafi ekki þurft að hafa í hótunum við menn. Hann sagði að embættið hefði lokað vegum og haft lögreglu- menn til taks við bíla á báðum stöðum, vegna hótana bænda um að hindra yfirvöld til að framfylgja úrskurði fógetaréttar, en slíkt væri ekki hægt að láta viðgangast í réttarríki. Á vegsummerkjum mátti sjá að íbúar hefðu farið í skyndi, þvottur var til þerris á snúrum og barnaleikföng í hlaðvarpanum. Fulltrúi eigenda jarðarinnar, Jón Steinar Gunnlaugsson, var einnig á staðnum, en Höfði er ein af nokkrum jörðum meðfram Haf- Ú'arðará sem er í eigu dánarbús Thors R. Thors. „Við erum hér að framkvæma úrskurð fógeta- réttar Snæfells- og Hnappadals- sýslu frá því í ágúst sl. Deilur milli eiganda og ábúanda byggjast m.a. á því að Sigurður sagði upp byggingarbréfinu og hafði þar með ekki rétt til að vera lengur á jörðinni og auk þess hefur hann aldrei borgað eina einustu krónu Morgunbladid/Börkur Sigurður Oddsson sém búið hef- uráHöfða undanfarin 12 ár. í afgjald af jörðinni“ sagði hann. Utburðurinn átti að fara fram 5. desember sl. en þá var ákveðið að fresta aðgerðum fram á vor. „Sigurður hefur ekki viljað hlýta úrskurðinum sjálfviljugur, það var margbúið að beina því til hans og því áttum við ekki annars úrkosta en grípa til þesssarar aðgerðar. Þetta var óhjákvæmilegt og hans val en ekki okkar.“ „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ég hafði allt eins búist við þessu“ sagði Sigurður Oddsson sem búið hefur á Höfða í 12 ár, en hann var á heimili foreldra sinna að Kolviðarnesi. Hann sagði að þetta mál ætti langan aðdrag- anda, og orsakirnar væru misklíð milli hans og landeigenda. „Það er ekki rétt að ég hafí aldrei borgað afgjald af jörðinni, ég er með kvittanir sem ég get lagt fram því til staðfestingar. Og hvað byggingarbréfið varðar þá stóðu eigendur ekki við samn- ingsákvæði og því taldi ég samn- inginn ógildan. Eg held að það sé verið að flæma menn af jörðum hérna, og á bak við það sé leigutaki við ána, Ottar Ingvarsson, þó hann komi hvergi nærri þessu opinberlega. Eg held það vaki fyrir honum og eigendum jarðanna við ána að koma þeim öllum í eyði og reyndar verið stefnt að því ljóst og leynt lengi, þar sem þetta er með bestu veiðiám landsins.“ Ágreiningur Sigurðar og land- eigenda hefur m.a. staðið um hús- byggingu á jörðinni, en eigendur hafa nýlega reist þar íbúðarhús. Tvisvar hefur verið kveðinn upp úrskurður um útburð á Höfða í undirrétti. í fyrra sinn var kröf- unni synjað, en í seinna skipti náði hún fram að ganga. Ábúandi hefur áfrýjað málinu til Hæsta- réttar og verður málið væntanlega tekið fyrir næsta vetur. Jón Steinar Gunnlaugsson fulltrúi landeigenda við nýja íbúðarhúsið að Höfða. Á hlaðinu má sjá dráttarvél sem notuð var til að reyna að hindra inngöngu sýslumanns og lögreglu og hluta búslóðarinnar sem borin var út. Nýja íbúðarhúsið á Höfða og nokkrir bændanna sem reyndu að hindra inngöngu sýslumanns um morguninn. Jóhann Árnason sýslumaður til vinstri og Eðvarð Árnason yfirlög- regluþjónn stigur út úr bílnum. WANG WANG APC PC + 3SKJÁIR Kynnum Wang APC fjölnotenda PC tölvuna og mlTl hugbúnaðinn á morgun, fimmtudag og föstudag frá kl. 14.00 — 17.00 í söludeild okkar, Sætúni 8 á 1. hæð. iilli \k » wm V Wang APC tölva með 3 skjám, Xenix stýrikerfi og ALLT-hugbúnaði. KOMIÐ OG SKOÐIÐ EINSTÆÐA NÝJUNG WANG Heimilistæki hf S(mi 27600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.