Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Hjartaskurðlækn ingar á Islandi Hjartaskurðlækningar eru nú hafnar á Landspítalan- um í Reykjavík og markar það tímamót í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Með tilkomu þeirra má heita, að allar helstu sér- greinar læknisfræðinnar séu stundaðar í sjúkrahúsum okkar. íslendingar standa því jafnfætis nágrannaþjóðunum á sviði mikilvægustu lækninga og hlýtur það að teljast afrek fyrir fámenna þjóð. Það mun hafa verið pró- fessor Hjalti Þórarinsson, sem fyrstur manna vakti athygli á nauðsyn þess að hefja hjarta- skurðlækningar á íslandi. Það var í Læknablaðinu 1968, fyrir tæpum 18 árum. Síðan hefur hugmyndin nokkrum sinnum komið til tals, en veruleg hreyf- ing komst ekki á málið fyrr en Matthías Bjamason, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd árið 1988 til að kanna möguleika á hjartaskurðlækn- ingum hér á landi. Er niður- staða nefndarinnar lá fyrir ákvað ráðherrann, að skurð- lækningar þessar skyldu hefjast snemma árs 1986, sem og raun hefur orðið á. Samið var um það við Háskólasjúkra- húsið í Uppsölum, að það ann- aðist þjálfun lækna og hjúkrun- arfólks. Er sérstök ástæða til að fagna því samstarfí, sem tókst við Svia í þessu máli. Þeir hafa veitt þjálfunina end- urgjaldslaust og til Uppsala munu íslendingar áfram geta sótt ráðgjöf og aðstoð á sviði hjartaskurðlækninga. Rökin fyrir því að hefja hjartaskurðlækningar hér á landi í stað þess að halda áfram að sækja þessa þjónustu til erlendra sjúkrahúsa, em eink- um af tvennu tagi. Annars vegar er bent á hversu margir íslendingar þurfí á hjartaað- gerðum af ýmsu tagi að halda. Þeir hafa verið um 200 á ári að undanfömu. Kostnaður almannatrygginga vegna utan- fara þessara sjúklinga nam 76 milljónum króna á árinu 1984, á þágildandi verðlagi. Útreikn- ingar sýna, að það er beinlínis hagkvæmt frá fjárhagslegu sjónarmiði að stunda hjarta- skurðlækningar hér á landi, ef tækni, þekking og mannafli er á annað borð fyrir hendi. Fjár- hagslegi þátturinn er ákaflega þýðingarmikill, en ræður þó ekki úrslitum. Hinn mannlegi þáttur skiptir ekki minna máli og þar er komið að síðari rök- semdinni fyrir hjartaskurð- lækningum hér á landi. Ferða- lög hjartasjúklinga til útlanda og dvöl á erlendum sjúkrahús- um reynir augljóslega meira á þrek þeirra, andlegt sem líkam- legt, en sjúkrahúsvist hér á landi. Utanfarimar reyna líka á vandamenn sjúklinganna og skapa þeim margs konar óþæg- indi. Það em svo enn rök fyrir hjartaskurðlækningum hér á landi, að hugsanlega verður unnt að sinna hjartasjúklingum frá Færeyjum og Grænlandi, og ef til vill fleiri löndum, auk íslenskra sjúklinga, og koma þá að sjálfsögðu greiðslur fyrir. Hjarta- og kransæðasjúk- dómar em nú algengustu dán- arorsakir Islendinga og í ljósi þess hljóta heilbrigðisyfírvöld að leggja mikla áherslu á hjartalækningar af öllu tagi, þ. á m. skurðlækningar. Ánægjulegt er hversu góð samvinna hefur tekist við sjúkl- ingana sjálfa og félagsskap þeirra, Landssamtök hjarta- sjúklinga. í því sambandi má rifja upp fjársöfnunina, sem samtökin efndu til í fyrrasumar til að unnt væri að kaupa full- komin tæki á bijóstholsskurð- deild Landspítalans, þar sem hjartaskurðlækningamar em nú stundaðar. Þetta framtak, og þær undirtektir sem það fékk, sýnir að almenningur í landinu fellst á nauðsyn hjarta- skurðlækninganna og hlýtur það að vera uppörvandi fyrir þá, sem ákvörðunina tóku og lækningunum sinna. Að mati lækna verður unnt að sinna um 90% nauðsynlegra hjartaaðgerða hér á landi. Sjúklingar með bilaðar hjarta- lokur og meðfædda hjartagalla verða væntanlega að leita lækninga erlendis. Vegna fá- mennis þjóðarinnar og tak- markaðrar fjárhagsgetu verður aldrei unnt að sinna öllum læknisverkum, sem nauðsynleg em talin, hér á landi. Við munum áfram þurfa að leita liðsinnis fæmstu sérfræðinga í læknisfræði í nágrannalöndun- um. Hins vegar er það rétt stefna, að lækningar á íslandi séu ætíð á jafn háu stigi og það sem best gerist erlendis, svo framarlega sem geta þjóð- arinnar leyfír og skynsamlegt er talið hveiju sinni. Norðmenn efla t invið Vestur-Evr eftir Áke Sparring Ágreiningur við Bandaríkja- menn vegna stefnu þeirra í af- vopnunarmálum og samningur til 20 ára um sölu á gasi til meginlands Evrópu móta útlinur utanríkisstefnu ríkisstjórnar Gro Harlem Brundtland í Noregi. Stefna Norðmanna í öryggismál- um hefur að mestu haldist óbreytt frá inngöngu þeirra í Atlantshafs- bandalagið. í hugum Norðmanna hafa Bandaríkin og NATO verið eitt og hið sama. Við lok seinni heimsstyijaldarinnar gátu Banda- ríkjamenn einir boðið Norðmönnum nauðsynlega vemd og svo er enn. Noregur er lítið land en hemað- arlegt mikilvægi þess er ótvírætt. Ef floti Sovétmanna næði undirtök- unum á Noregshafi gæti hann hindrað skipaferðir á sjóleiðinni milli Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu og samtímis einangrað Norðmenn frá bandamönnum sín- um. Ef Bandaríkjamenn fengju yfirráð yfir Noregshafí, gætu þeir ráðist á strategíska kjamorkukaf- báta Sovétmanna í Barentshafí. Þar með myndu þeir raska ógnaijafn- væginu og ógna stöðu Sovétríkj- anna sem stórveldis. Ekkert ríki getur haft yfirráð á Noregshafi án þess að ráða einnig strönd Norður-Noregs. í þessu er vandi Norðmanna fólginn. * Oháð stefnumótun Innan norska Verkamanna- flokksins er mönnum þetta ljóst. Johan Jörgen Holst, vamarmála- ráðherra, og Knud Frydenlund, utanríkisráðherra, eru báðir ein- dregnir fylgismenn aðildar Norð- manna að Atlantshafsbandalaginu. Hið sama gildir raunar um mikinn meirihluta norsku þjóðarinnar. Frydenlund hefur sagt, að vinsam- leg samskipti við Sovétríkin séu undir því komin að traust ríki í samskiptum Norðmanna og Banda- ríkjamanna. Þó er ljóst, að Verka- mannaflok'kurinn leitast nú við að fá meira svigrúm í samskiptum við hinn öfluga bandamann sinn. Til þessa liggja einkum tvær ástæður. Ekki er reiknað með, að Banda- ríkjamenn haldi úti hersveitum sín- um í Evrópu til eilífðamóns. Evr- ópumenn verði því að vera undir það búnir, að til brottflutnings þeirra kunni að koma. Norðmenn geta ekki staðið einir. Því telja menn innan Verkamannaflokksins, að Norðmenn þurfí að taka upp aukin samskipti við ríki Vestur- Evrópu og þessum sömu ríkjum sé einnig akkur í því. Seinni ástæðan er sú, að Norð- menn, líkt og aðrar þjóðir Evrópu, trúa og vona að takast muni að koma á slökun í samskiptum aust- urs og vesturs. Innan Verkamanna- flokksins gætir nú tortryggni gagn- vart áformum Bandaríkjamanna. Að hluta til kunna að vera sálfræði- legar ástæður fyrir þessari tor- tryggni: Stjóm Reagans Banda- ríkjaforseta er að verulegu leyti hætt að hlusta á sjónarmið Evr- ópuþjóða. Að hluta má rekja tor- tryggnina til aðgerða Bandaríkja- manna. í Noregi telja menn gjörðir þeirra fremur auka spennu í stað þess að stuðla að slökun. Ráðamenn innan Verkamanna- flokksins eru teknir til við að leggja áherslu á evrópsk sérkenni sín. Innan borgaraflokkanna gætir hins sama. Áke Sparring, fjirrum forstjóri sænsku utanrikisstofnunarinnar. Þegar áform voru uppi um það 1971-74 að vamarliðið hyrfi héð- an í áföngum, fékk Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, Sparring til að gera úttekt á öryggis- hagsmunum íslands. Skýrsla hans vakti miklar umræður, en hann mælti ekki með varnarleysi. Hér sést hann tala á fundi sam- taka um vestræna samvinnu fyrir nokkrum árum. Að mati norska Verkamanna- flokksins ógna jrfírráð Sovétmanna í Austur-Evrópu fríði í Evrópu. Ráðamenn innan flokksins telja, að þrátt fyrir að Sovétmenn eigi í vaxandi erfiðleikum með að halda ríkjunum þar í jámgreip sinni muni þeir aldrei hverfa frá Austur- Evrópu, á meðan spenna er í Evr- ópu. Slökun komi aðeins til sögunn- Kátínaá Lækj artorgi hjá Kastrup Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Teatergruppen Kastrup sýndi á Lækjartorgi. Abel Spendabel — hvad koster en sabel. Leikstjóri: Terkel Spanasbo. í LEIKSKRA Norrænu leiklistar- N0RRAN N0RDISK P0HJ0ISMAISET leiklistorhótíd omoiöt- omotöön- anugomonna teotertestieol teotterilestlvoolit Reykjarik Reykjorik Reykjonk 22.-29. júní 1986 22 -29. jum 1986 22.-29 kesdkuu 1986 8ANDALAG ISlfNtKRA UIKriUGA hátíðarinnar segir að Kastrup- leikhópurinn eigi sitt leikhús og fáist við fjölbreytt verkefni frá gamanleikritum til nútíma drama. Leikhópurinn hefur unnið saman að sögunni og komið með hugmyndir um tónlistina. Sýning Kastrup-hópsins á Lækjartorgi í gær, þriðjudag, var fyrsta sýning erlends hóps á þessari leiklistarhátíð. Fjöldi manns safnaðist saman til að fyigjast með sýningunni og kátínan var í öndvegi bæði hjá leikumm og áhorfendum. Það virðist vaka fyrir leik- hópnum — svo að vitnað sé á ný í leikskrána — að draga upp eins konar hliðstæður í þessum ærslaleik við söguleg þjóðarleið- togamorð og jafnvel farið að rifja upp goðafræðina og baráttu guða og jötna. En því ekki bara að líta á sýninguna sem sjálf- stætt verk, án tengsla mismun- andi flókinna við fomar tíðir og atburði. Söguþráðurinn er hressilegur: í konungshöllinni em allir að Frá sýningu Kastruphópsins. skemmta sér. Drottningin á von á sér og elur tólf ára telpukom, sem reynist vera sveinstauli. Yfírforinginn verður óhress, þar sem hann ætiaði að taka við hásætinu að kóngi látnum. Krýn- ingarganga hefst og tveir kaup- menn mæta með fallbyssu og vilja skipta á henni og Jótlandi. Síðan koma upp áform um að drepa kónginn og yfírforinginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.