Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 ÚTVARP / SJÓNVARP f Mexíkó Imorgunþætti rásar 2 í fyrradag var rætt við tvo sparkfræðinga (þetta nýyrði er víst komið frá Kristni R. Ólafssyni sparkfræðingi Ríkisútvarpsins á Spáni). Nú en sparkfræðingamir voru þau Erla Rafnsdóttir knattspymukona og Guðrjón Amgrímsson blaðamaður. Að sjálfsögðu bollalögðu þau Guð- jón og Erla hvemig færi nú með úrslitaleikinn. Heyrðist mér að þau byggjust helst við því að Argentína og Frakkland mættust í úrslita- leiknum og var Erla jafnvel ekki frá því að Belgía kæmist í úrsiit. Já svo sannarlega get ég verið sammála þessum ágætu gestum morgunútvarps um að Frakkar eiga skilið að sigra á þessu móti. Þannig er ég persónulega þeirrar skoðunar að helsti leikmaður Frakka, Michel Platini, sé einhver sterkasti knatt- spymumaður er sést hefír og vitna ég þá til nákvæmra sendinga hans á miðjunni, sendinga er nánast fylgja þaulhugsuðu forriti. Það er unun að fylgjast með þessum af- burðamanni er virðist ætíð hafa yfirsýn yfir gang leiksins, jafnvel á úrslitastundu þegar aðrir leikmenn leika af fingmm fram. Nú en þá er þessum formála lokið og ég vík að hlut sjónvarpsins í heimsmeist- arakeppninni. Hlutur sjónvarps Ég hef rætt við ýmsa fótbolta- áhugamenn um beinu útsending- amar frá Mexíkó. Flestir em sam- mála um að það sé miklu meiri áhugi fyrir slíkum sendingum frá heimsmeistarakeppninni en frá til dæmis enskum leikjum_Þetta er eins og svart og hvítt... sagði ágætur knattspymuáhugamaður við mig er þetta mál bar á góma ... þegar enska knattspyman er sýnd í beinni útsendingu er enginn í sjón- varpsstofunni enda bíðum við eftir styttum leikjum og úrdrættinum. Nú en ekki em allir sammála um að boltinn frá Mexíkó skuli ríkja á skjánum. Þannig lenti ég í matar- boði í fyrrakvöld þar sem aðeins einn úr hópi gestanna varði beinu útsendingamar og ekki má gleyma lesendabréfum er birst hafa í Vel- vakanda að undanfömu frá fólki er stynur undan fótboltanum. Þann- ig segir Valger^ur F. Baldursdóttir í Velvakandabréfí frá 19. þessa mánaðar: Er fótbolti kannski það eina sem forráðamenn sjónvarpsins hafa sjálfír áhuga á að sjá? Ég hygg að fólk noti sjónvarp nú til dags mestmegnis til afþreyingar að loknum löngum vinnudegi og því er það lágmarkskrafa að sjónvarpið sýni myndir við þess hæfi. íslend- ingar eiga ekki ótakmarkað fé og því er fáránlegt að sóa svo miklu af ráðstöfunarfé sjónvarpsins á hverjum tíma í fótbolta - heims- meistarakeppni eða ekki. Væri ekki nær að nota þessa peninga til að bæta þjónustu við sem flesta not- endur frekar en einhvem lítinn hóp manna og kvenna? Vandratað er meðaihófíð en þó held ég að flestir geti verið sammála um að úrslitaleikina í heimsmeist- arakeppninni verði að sýna beint og þá verði annað dagskrárefni að víkja. Dagskráin má hins vegar ekki líða vegna veigaminni leikja. Og að lokum þetta. Bjami stendur sig prýðilega við að lýsa því sem fram fer í Mexíkó en þó held ég að sé kominn tími til að fleiri spark- fræðingar fái að spreyta sig á skjánum og koma þá í hugann menn á borð við Kristin R. Ólafsson og Hermann Gunnarsson, nú og kannski fengist Ómar til að sveigja Frúna frá heiðarbýlum og inn á miðjan völl. Ólafur M. Jóhannesson Þáttur úr sögu Reykjavíkur, „Hálfdanska bælið“, er á dagskrá rásar eitt í kvöld. Þættir úr sögu Reykjavíkur: Hálfdanska bælið ■■■■ „Hálfdanska 0~| 30 bælið“ nefnist "A annar þáttur í þáttaröðinni úr sögu Reykjavíkur sem er á dag- skrá rásar eitt í kvöld. Umsjónarmaður er Gerður Róbertsdóttir. Þessi þáttur flallar um tímabilið 1786 til 1840 í sögu borgarinnar. Á þeim tíma réðu danskir kaupmenn, og þó aðaliega hálfdanskir fatorar þeirra, lögum og lofum f bænum. íslenskir embættis- og menntamenn vildu ekki búa þar og allflestir lands- menn höfðu andúð á Reykjavík. í hugum flestra var bærinn hálfdanskt bæli á þessu tfmabili. En smám saman breyttist þetta við- horf, tómthúsmönnum fjölgaði í bænum, sjávarút- vegur verður aðalatvinnu- greinin og embættismenn setjast þar að. Hótel: Hljóðvarp — þáttur í samvinnu við hlustendur Brúðkaupið ■§■■ Hljóð-varp er á 0020 dagskrá rásar — eitt í kvöld, Ævar Kjartansson sér um þáttinn í samvinnu við hlustendur. Þáttur þessi er á dagskrá vikufega og er þar gerð tilraun til að skapa vettvang fyrir hlust- endur að koma efni á fram- færi í beinni útsendingu. Geta hlustendur t.d. sent þættinum efni á snældum. Hugmyndin er sú að þar geti verið um að ræða eins konar hljóðpóst sem gæfí kost á skoðanaskiptum, auk þess sem hlustendur eru hvattir til að senda frá- sagnir og jafnvel stuttar sögur og ljóð. Einnig er hægt að mæta á staðinn og viðra sínar skoðanir eða taka lagið. Umsjónarmað- ur hefur fastan símatíma á mánudögum kl. 16—18 og síminn er 22260. ■■■■ Brúðkaupið, 19. 0"| 05 þáttur banda- ^ A ríska fram- haldsmyndaflokksins Hót- el, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Brúðkaup á að fara fram á St. Gregory og eru það afkomendur auðugs fólks sem ætla að ganga í það heilaga. Þá gerast óvæntir atburðir og allt virðist ætla að fara út um þúfur. Með aðalhlutverk fara James' Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Brúðkaupið, 19. þáttur myndaflokksins Hótels, dagskrá sjónvarps í kvöld. er á UTVARP MIÐVIKUDAGUR 25. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttirá ensku. 8.00 Fréttir. 8.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie. Heiðdís Norðfjörð byrjar lestur þýð- ingar SigríðarThorlacius. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir og Guð- mundurJónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. - Tilkynn- ingar.Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miödegissagan „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhoí. Kristmann Guðmundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir ' les (22). 14.30 Norðurlandanótur. Fær- eyjar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Suðurland. Umsjón: Einar Kristjánsson, Þorlákur Helgason og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Sfödegistónleikar a. Hörpukonsert nr. 4 í Es-dúr eftir Franz Bertini. Annie Challan leikur með Antinqua musica-kammer- sveitinni; Marcel Couraud stjórnar. b. Sinfónía nr. 6 í A-dúr eftir Joseph Haydn. Hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín leikur; Max Goberman stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Kristín Halldórsdóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir 17.45 í loftinu. Umsjón Hall- grímur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tónleikar. Tilkynningar. lé.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýöingu sina (5). . 20.30 Ýmsar hliöar. Þáttur í umsjá Bernharðar Guð- mundssonar. 21.00 Islenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 21.30 Þættir úr sögu Reykja- víkur: Annar þáttur: „Hálf- danska bælið". Umsjón: Geröur Róbertsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóövarp. Ævar Kjart- MIÐVIKUDAGUR 25. júní 09.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son, Kolbrún Halldórsdóttir SJÓNVARP I 17.00 Úr myndabókinni - 8. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Doðabrá prinsessa, I Klettagjá, Raggi ráðagóði, Snúlli snigil! og Alli álfur, Ugluspegill, Lúkas, Ali Bongó og Alfa og Beta. Umsjón: Agnes Johansen. 17.50 HM í knattspyrnu - undanúrslit. Bein útsending frá Mexíkó. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. MIÐVIKUDAGUR 25. júní 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Frá Listahátíð - Tónleik- ar The New Music Consort á Kjarvalsstöðum 7. júni sl. Hljómsveitinni til aðstoðar eru Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon píanóleik- arar. Stjórnandi upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 21.05 Hótel 19. Brúðkaupið. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aöalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Auöugt fólk ætlar að halda brúökaup barna sinna á St. Gregory. Óvæntir atburðir setja strik í reikninginn og allt virðist ætla að fara út um þúfur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.50 H M í knattspyrnu - undanúrslit Bein útsending frá Mexikó. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. ansson sér um þátt í sam- vinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur. — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. og Kristján Sigurjónsson. Inn í þáttir fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé 14.00 Kliöur Þáttur í úmsjá Gunnars Svanbergssonar og Sigurð- ar Kristinssonar. (Frá Akur- eyri.) 15.00 Núerlag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaöan spjalli við gésti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár mínútur kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SYÆÐISÚTYARP REYKJAVÍK 17.03—18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni —FM 90, 1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 HMz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.