Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 23
Alnæmisráðstefnan 1 París MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 23 Bandaríkjamaður með alnæmi á hástigi hlaut bata París, AP. BANDARÍSKUR alnæmissjúklmgur, sem hafði sjúkdóminn á hástígi, hefur hlotíð bót í kjölfar meðferðar, þar sem tvíburabróðir hans kom við sögu. Eftir 10 mánaða meðferð er líðan sjúklingsins góð, að því er fram kom i fyrirlestri vísindamanns á alþjóðlegu alnæmis- ráðstefnunni í París í gær. „Þetta er enginn stórsigur," sagði dr. Anthony S. Fauci, sem starfar við Bandarísku heilbrigðis- stofnunina í Bethesda í Maryland, í fyrirlestrinum á ráðstefnunni. „En þegar hafðar eru í huga þær fram- farir, sem hafa orðið í framleiðslu á bóluefni gegn alnæmi, er ljóst, að þama er um að ræða lítinn en mikilvægan skerf til aukinnar þekk- ingar á sjúkdómnum," sagði hann. Búist er við, að á miðvikudaginn kemur segi franskir vísindamenn einnig góðar fréttir af beinmergs- flutningi milli ættingja. Dr. Fauki sagði, að Bandarílq'a- maðurinn, sem um ræddi, hefði verið einn þriggja alnæmissjúkl- inga, sem gengist hefðu undir svip- aða meðferð, þar sem beitt var lyíjagjöf og beinmergsflutningi milli eineggja tvíbura. LjrQagjöfin hefði reynst árangurslaus, en bein- mergsflutningurinn aðeins borið árangur í einu af þremur tilfellum. Að tíu mánuðum liðnum, er maður- inn við góða heilsu og fullvinnandi. Harður árekstur Þrettán manns létu lífið i árekstri fjögurra btía í Berks- hire á Engiandi sl. mánudagsmorgun. Hér er verið að fjarlægja einn bílinn af slysstað. Bandaríkin: Haig í fram- boð til forseta? Washington, AP. ALEXANDER HAIG, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur sagt að verið getí að hann bjóði sig fram tíl forseta í næstu forsetakosning- um þar í landi. Þetta kom fram sl. mánudag er Haig veitti viðtöku sérstakri viður- kenningu frá samtökum um alþjóð- legar herfræðirannsóknir í Virginíu í Bandaríkjunum. Haig, sem orðinn er 61 árs gamall, er 4 stjömu hers- höfðingi og hefur gengt ýmsum trúnaðarstöðum þ.á m. verið yfir- maður herafla Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu og starfsmanna- stjóri í Hvíta húsinu. Grænland: Eindæma dræm steinbítsveiði Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STEINBÍTSVEIÐI við Græniand hefur gengið hræmuiega það sem af er þessu ári. Framleiðsla steinbítshrogna hefur verið miklu minni en vinnslufyrirtækin reiknuðu með, bæði þau sem eru í einkaeign og þau sem heimastjórnin rekur. Ole Ramlau Hansen, forstjóri stærstu fiskvinnslunnar á Græn- landi, Godtháb Fiskeindustri, sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að fyrirtæki hans tæki venjulega á móti um 100 tonnum af steinbíts- hrognum á ári. A þessu ári hafa því borist 5 tonn til vinnslu. Og sömu sögu er að segja frá flestum sjávarplássunum. Þar hefur aðeins verið landað 16 tonnum af steinbíts- hrognum samtals, þar af 13 tonnum í bænum Manniitsoq (Sukkertopp: en), sem er á vesturströndinni. í meðalári berast um 300 tonn af steinbítshrognum til verksmiðjanna á vesturströndinni. ORKUBANKINIXI AUGLÝSIR Byrjendanámskeið er að hefjast í Orkubankanum í Kung- Fu laugardaginn 28. júní. Námskeiðið mun standa v'fir í einn og hálfan mánuð. Æft er þrisvar í viku. Verð á nám- skeiðin er aðeins 2.000 kr. og innifalið er í líkamsræktina þrisvar í viku. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Friðrik P. Ágústsson. , Orkubankinn hefur upp á góða þjónustu að bjóða: Vaxtarrækt, aeróbic, nudd, sólarium, vatnsgufa, heilsubar. ORKUBANKINN Hraustur banki Orkubankinn Vatnsstíg 11, sími 21720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.