Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl 1986 Þjóðleikhúsið; „Með vífið í lúkunum“ um Vesturland og Vestfirði Frá 27. júní til 7. júlí mun leikhópur frá Þjóðleikhúsinu sýna breska gamanleikinn „Með vífið í lúkunum“ á 11 stöðum á Vesturlandi og Vestfjörðum. I fyrrasumar fór Þjóðleikhúsið með þetta verk í leikför um Norður- og Austurland. Fyrsta sýning verður að Loga- landi í Reykholtsdal 27. júní, önnur í Félagsheimilinu í Stykkishólmi 28. júní, þriðja í Félagsheimilinu Röst, Hellissandi 29. júní, þá í Dalabúð, Búðardal 30. júní, í Baldurshaga, Bíldudal 1. júlí, Félagsheimilinu Patreksfirði 2.júlí, Félagsheimilinu á Þingeyri 3 júlí, Félagsheimilinu á Suðureyri 4. júlí, Félagsheimilinu Hnífsdal 5. og 6. júlí og síðasta sýning verður svo í Félagsheimilinu í Bolungarvík 7. júlí. Allar sýning- Á Hótel Esju en ekkiSögu í Morgunblaðinu á sunnudaginn var sagt frá fýrirhuguðum félags- fundi Nemenda- og kennarasam- bands Hússtjómarskóla Suður- lands. Þessi fundur verður á fimmtudagskvöld á Hótel Esju, en ekki Sögu, eins og stóð í fréttinni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. amar hefjast klukkan 9 og kostar aðgöngumiðinn 450 krónur. „Með vífið í lúkunum" er ærsla- leikur. Það var fmmsýnt í London fyrir þremur ámm og gengur þar enn. Það vom yfír 50 sýningar á því í vetur í Þjóðleikhúsinu, og er það komið í röð vinsælustu verka þess. Þótt ekki sé við hæfi að spilla ánægju væntanlegra áhorfenda með því að segja of mikið um sögu- þráðinn, má geta þess að í verkinu segir frá allóvenjulegri uppákomu í Smith-fjölskyldunni, sem við fyrstu sýn virðist ósköp venjuleg fjölskylda. Aðeins heimilisfaðirinn gerir sér grein fyrir að um er að ræða óvenjulega fjölskyldu, og þegar lögreglan kemst á snoðir um það verður hann að grípa til ör- þrifaráða. Höfundur verksins er Bretinn Ray Cooney en Ami Ibsen þýddi það. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerði leikmynd og búninga, lýsingu sér Kristinn Daníelsson um og Benedikt Amason er leikstjóri. Leikhópurinn sem fer með vífið í lúkunum um Vesturland og Vest- firði. Frá vinstri: Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Anna Kristín Am- grímsdottir, Randver Þorláksson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Gísli Árnason, yfir-sviðsmaður, Sigurður Skúlason, Þorgrímur Ein- arsson og Sigurður Siguijónsson. Alþjóðleg ráðstefna um hjarta- rannsóknir DAGANA 22.-25. júní verður haldin að Hótel Loftleiðum al- þjóðleg ráðstefna um hjarta- rannsóknir. Þetta er 7. Evrópu- þing Alþjóða hjartarannsóknafé- lagsins (International Society of Heart Research). Margir heimskunnir vísindamenn munu taka þátt í ráðstefnunni og verða flutt alls rúmlega 100 erindi. í yfírlitserindum verður m.a. fjallað um nýjungar í rannsóknum á hjai-i adrepi og meðhöndlun þess, hjarta\ öðvasjúkdómi og innri bygg- ingu og starfsemi æða og hjarta- vöðvafmma. Undirbúning ráðstefnunnar hafa annast: Jónas Hallgrímsson, Magn- ús Jóhannsson, Guðmundur Þor- geirsson, Þórður Harðarson og Sigmundur Guðbjamarson, sem er : forsæti. INNLENT Hótel Nes-rallkeppni BÍKON; „Fékk í magann þegar vélin hikstaði á síðustu leiðinni“ — sagði Rúnar Jónsson annar sigurvegaranna Það voru ekki nema tólf sekúndur sem skildu fyrstu tvo keppn- isbilana að í Hótel Nes-rallinu á Ólafsvík um sl. helgi. Feðgamir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigruðu á Ford Escort RS, eftir mikla keppni við Hjörleif Hilmarsson og Ara Arnórsson á Toyota Corolla. Þeir síðamefndu stálu senunni í keppninni, náðu forystu en urðu að lúta í lægra haldi á lokasprettinum eftir frá- bæra frammistöðu. Þriðji varð íslandsmeistarinn Þórhallur Krist- jánsson á Talbot Lotus, sem ók með Úlfari Eysteinssyni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaidsson Feðgamir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigmðu spennandi keppni á Ford Escort RS, óku grimmt og unnu sína fyrstu keppni saman eftir að hafa verið í öðra sæti í þremur siðustu keppnum. Keppnin hófst á föstudagskvöld og voru eknar þrjár sérleiðir. í sinni annarri keppni sem ökumað- ur náði Hjörleifur Hilmarsson forystu, og kom flestum í opna skjöldu með hröðum akstri. Nokkrum sekúndum á eftir hon- um komu Jón og Rúnar, en Haf- steinn Aðalsteinsson og Sigurður Jensson á Ford Escort voru í þriðja sæti á undan Þórhalli og Úlfari. Aðeins nokkrar sekúndur skildu þessa kappa að, síðan voru Qórir bílar aðrir í mikilli keppni um Qórða sætið. Á laugardag varð sérleið meðfram Snæfells- jökli mörgum til óláns. Hafsteinn og Sigurður urðu að hætta keppni þegar vélin stöðvaðist og fór ekki í gang aftur. Á svipuðum slóðum lenti Þórhallur í vandræðum með Talbot-bílinn, þegar olíukælir fór að leka og hann tapaði dýrmætum tíma. þetta skildi Hjörleif og Jón eina eftir í baráttunni um sigurinn og þvílík barátta. Aðeins sekúndur skildu þá að á milli einstakra leiða.“ „Þetta var mjög spennandi og þó Hjörleifur væri aðeins í sinni annarri keppni hafði ég reiknað með honum í toppbaráttunni", sagði annar sigurvegaranna Jón Ragnarsson í samtali við Morgun- blaðið. „Mér hafði tekist að ná ágætri keyrslu daginn áður, var þó reynd- ar heppinn að fara ekki illilega útaf. Kom á of mikilli ferð í krappa beygju, fór þversum á veginum og sló afturendanum í stein. En þetta reddaðist, þó það munaði bara hársbreidd að illa færi. Á fyrstu leið laugardags náði ég forystu, Hjörleifur átti í vandræð- um með bílinn. Á næstu leið fannst mér ég fara greitt en Hjörleifur gerði betur, kom mér á óvart. Eftir þetta vorum við að slást um sekúndur á hverri leið, síðan náði ég fimmtán sekúndum betri tíma í Kerlingaskarði, sá í Hjörleif eftir að honurh mistókst beygja. Þetta var eins og vítamín- sprauta fýrir mig, ég ók hraðar og hélt bilinu milli okkar gegnum gegnum Berserkjahraun." „Á síðustu leið keppninnar átti ég í vandræðum vegna gangtrufl- ana í vélinni, tapaði 16 sekúndum til Hjörleifs, en það skildu tólf sekúndur okkur að þegar yfir lauk. Síðan átti ég í erfiðleikum með að komast í mark, rétt slapp við aukarefsingu þegar drapst á bílnum og hann fór ekki í gang strax,“ sagði Jón. „Það var gaman að vinna, ég hef lent í öðru sæti í þremur keppnum í röð. Það er þó svo skrítið að ég hef oft fengið betri tilfínningu eftir að hafa sigrað með Ómari, sem aðstoðar- ökumaður," sagði Jón. Sonur hans, Rúnar er í aðstoðaröku- mannssætinu, aðeins sextán ára gamall og leiðir Íslandsmeistara- keppnina ásamt föður sínum. „Við ætlum að verða íslandsmeistar- ar“, sagði Rúnar. „Pabbi er farinn að keyra hraðar, orðinn mikið öruggari í akstrinum. Keppnin var rosalega spennandi og ég fékk í magann á síðustu leiðinni þegar vélin fór að hiksta, beið eftir að sjá lokakaflann," sagði Rúnar. „Mig vantaði hörkuna til að beijast grimmar um fyrsta sætið," sagði Hjörleifur eftir keppni. „Ég var ákveðinn í að vinna bikar og gat því alveg sætt mig við annað sætið, enda nýbyijaður að keyra. Það kom sjálfum mér á óvart að ég skildi vera í forystu eftir fyrri daginn, en ég ætlaði að standa mig eða fara aftur í aðstoðaröku- mannssætið. Hjálp Halldórs Úlf- arssonar fyrir keppni gerði gæfu- muninn og þetta gekk vel. Á næstsíðustu leiðinni klúðraði ég rosalega einni vinkilbeygju, sem kostaði mikinn tíma. Fraus á bremsunum, sem kemur ekki fyrir aftur! Dekkin gripu ekki eins vel í og ég hélt, hafa líklega verið orðin of heit. Þó vel hafi gengið núna má maður passa sig að verða ekki of öruggur í næstu keppni á Húsavík. Eg held líka að sumir ökumannanna núna hafi ekki ekið á fullu allan tímann," sagði Hjör- leifur. Á eftir þeim Jóni og Hjörleifi gekk á ýmsu. Þórhallur og Úlfar héldu auðveldlega þriðja sætinu á Talbot-bílnum, en keppnin um sæti á eftir hafði verið jöfn. Guðmundur og Sæmundur Jóns- synir á Renault höfðu verið fímmtu á laugardagsmorgun, en mættu á einni leiðinni kindum á miðjum vegi á blindhæð og fóru útaf. Töpuðu þeir miklum tíma og síðar festust þeir í á, eftir að hafa sprengt dekk. Allir stjömu- draumar voru þar með úti hjá þeim bræðrum, en næstu menn á eftir högnuðust á þessum óförum. Þorvaldur Jensson og Pétur Sig- urðsson á Opel Kadett voru lengi vel í fjórða sæti, óku vel að venju, en Steingrímur Ingason og Július Vífill Ingvarsson á Nissan tóku þá á í lokasprettinum. Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson hefðu getað veríð ofarlega ef brotinn öxull í Toyota þeirra hefði ekki heft frekari framför. Þeir stálu senunni, félagamir Hjörleifur Hilmarsson og Ari Arnórsson, á Toyota. Var skammt frá sigri í sinni annarri keppni á nýsmíðuðum bílnum. Af 22 bílum sem voru skráðir í keppni luku 13 keppni síðdegis á laugardag. Nokkuð vantaði á að skipulag keppninnar væri Bifreiða- íþróttaklúbb Ólafsvíkur til sóma, en rallið lífgaði upp á bæjarlífíð. Lokastaðan: Refsing mínútur 1. Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson, Ford Escort 1.31.36 klst. 2. Hjörleifur Hilmarsson/Ari Amórsson, Toyota Corolla 1.31.48 klst. 3. Þórhallur Kristjánsson/Úlfar Eysteinsson, Talbot Lotusl.33.13 klst. 4. Steingrímur Ingason/Júlíus V. Ingvarsson, Nissan 1.39.50 klst. 5. Þorvaldur Jensson/Pétur Sigurðsson, Opel Kadett 1.39.59 klst. 6. Halldór Gíslason/Karl ísleifsson, Vauxhall 1.43.32 klst. G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.