Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 9 SÉRTILBOÐ RF 570 Kæliskápur fyrir orlofshús — einstaklingsíbúðir — kaffistofur — dvalarheimili o.fl. Kæliskápur sem þarf lítið pláss. Vinnuborð kæliskápur undir. Skápurinn hefur l-stjörnu frystihólf 14,5 I. Hálfsjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir ávexti og grænmeti. Hentugar hillur og rými í skáp og hurð fyrir smjör, ost, egg og flöskur. Verð aðeins kr. 13.708.-.,,,, Vörumarkaðurinn hf. J Sími: 686117 Ármúla 1A ASEA CYLINDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni i einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegna betri endingar. jFOrax HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 Ásmundur Ólafur Ragnar Ragnar Barátta um völd í Staksteinum í dag er fjallað um átökin í Alþýðubandalaginu, sem fara harðnandi frá degi til dags. Þar er vakin athygli á því, að þótt að einhverju leyti sé um hugmyndafræðilegan ágrein- ing að ræða sé undirrótin þó barátta um formannssæti Svavars Gestssonar, sem ber skylda til að láta af formennsku eftir eitt og hálft ár ef lög flokksins eða starfsreglur eru túlkaðar á þrengsta veg en gæti átt eftir þrjú og hálft ár ef túlkunin er frjálslegri. Um hvað snú- ast átökin? Að einhveiju leyti snú- ast þau sjálfsagt um mismunandi skoðanir fulltrúa hinna gömlu ráð- andi afla innan Alþýðu- bandalagsins og nýrra kynslóða á því, hvemig standa eiga að stefnu- mörkun og stjómmála- starfi sósíalisks flokks á borð við Alþýðubanda- lagið. Að hinu leytinu snúast þessi átök ein- faldlega um völdin í nokkuð öflugum stjóm- málaflokki. Þegar Al- þýðubandalagið var gert að formlegum stjóm- málaflokki, var sú starfs- regla sett, að menn mættu ekki gegna ákveðnum trúnaðar- störfum á'vegum flokks- ins nema ákveðinn ára- fjölda. Þessi starfsregla náði einnig til formanns flokksins, sem mátti gegna þvi starfi sam- fleytt í þijú kjörtímabil, eða 9 ár, en þá var lands- fundur haldinn á þriggja ára fresti. í samræmi við þetta lét Ragnar Amalds af formennsku eftir að hafa gegnt henni í 9 ár og Lúðvik Jósepsson tók við. Eftir að Svavar Gestsson varð formaður varð sú breyting á, að landsfundur er haldinn á tveggja ára fresti. Á næsta landsfundi verður Svavar búinn að sitja sem formaður i 7 ár en þijú kjörtimabil. Ef litið er á lgörtimabilin er starfs- tími hans útrunninn. Ef litið er tíl árafjöldans gæti hann átt tvö ár eftír. Omögulegt er að segja til um hveraig þetta ákvæði í starfsreglum flokksins verður túlkað. Það er hins vegar \jóst, að gamla ráðaklíkan eða „litla, ljóta klíkan", eins og hún var kölluð á dögum Hannibals og Bjöms, hefur engan öruggan frambjóðanda í formannssætíð að Svav- ari frágengnum. Þess vegna er ekki ólíklegt, að hún reyni að túlka starfsreglumar á þann hátt að Svavar megi sitja tvö ár i viðbót. Aðrir munu hins vegar túlka þær á annan veg. Hvað sem þvi liður er ljóst, að átökin sem nú standa yfir snúast að verulegu Ieyti um það, hver verður næsti formaður flokks- ins. Hver verður næstí for- maður? Að Svavari Gestssyni frágengnum sýnast ein- ungis þrir menn koma til greina sem formannsefni i Alþýðubandalaginu, þeir Ragnar Amalds, Ól- afur _ Ragnar Grimsson og Ásmundur Stefáns- son. Fyrir kosningar töldu margir að Óssur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvijjans, gæti komið til greina en því er ekki lengur að heilsa. Össur sá til þess sjálfur í fræg- um sjónvarpsþætti, kvöldið fyrir kosningar, þegar hann reyndist ekki maður til þess að standa við eigin orð, sem nokkur hundmð vitni vom að auk fjölmargra segul- bandsupptaka. Asmund- ur Stefánsson er nýr liðs- styrkur fyrir gömlu klík- una í Alþýðubandalag- inu. Árum saman var hann henni andsnúinn en sneri við blaðinu fyrir nokkrum mánuðum og gerði pólitískt bandalag við hana. Ásmundur mun hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hann næði aldrei þeirri áhrifastöðu, sem fyrri forsetar Al- þýðusambands íslands hafa haft, nema með því að tryggja sér pólitísk áhrif einnig. Eins og málurn er nú háttað gæti hann vel orðið frambjóð- andi gömlu klíkunnar f formennsku f Alþýðu- bandalaginu, en tæplega sæti hann þá lengi sem forseti ASf. Betri kostur fyrir hann væri sá, að gerast þingmaður fyrir Alþýðubandalagið en halda forsetastólnum í ASÍ. Hann yrði heldur aldrei talinn fullkomlega öruggur liðsmaður gömlu klfkunnar. Reynist aðstæður f Alþýðubanda- laginu þannig á næsta landsfundi, að menn verði tilbúnir til að gera byltingu, verður Ólafur Ragnar kjörinn formað- ur. Það mundi þýða endalok gömlu klfkunnar f flokknum að mestu leyti, en ekki endilega, að Alþýðubandalagið yrði flokkur, sem auð- veldara væri að vinna með t.d. fyrir Sjálfstæð- isflokldnn. Það gæti þró- ast á allt annan veg. Leiti landsfundur flokksins hins vegar málamiðlunar er Ragnar Amalds lík- legur frambjóðandi. Þótt hann hafi verið formað- ur áður má kjósa hann á ný eftir nokkurra ára hlé. Hann hefur haldið sig frá átökunum f Reykjavík að mestu, in.a. til þess að komast f þá aðstöðu, að hann geti verið sá málamiðlunar- kostur, sem allir getí sætt sig við. í ijósi þessa verða menn að skoða átökin f Alþýðubandalag- inu um þessar mundir. Þar er tekizt á um völd f flokki, sem hefur vem- leg áhrif í þjóðfélaginu, svo að eftir nokkm er aðslægjast. laugarasbið Sími 32075 SALURA Tækninýjung fyrir knattspyrnuaðdáendur Nýttá íslandi Laugarásbíó sýnir alla leikina sem eftir eru í beinni útsendingu á 30 m2sýningartjaldi. Upplifið heimsmeistarakeppnina eins og þið væruð sjálf á vellinum. Útsendingar verða þannig: í dag, miðvikudag kl. 17.50 Frakkland — V-Þýskaland í kvöld, miðvikudag kl. 21.50 Argentína — Belgía 28/6 laugardag kl. 17.50 ? —? 29/6sunnudag kl. 17.50 Úrslit Ath.: Forsala er á alla leikina í dag, miðvikudag kl. 16.00 og verður daglega kl. 16.00-19.00. Miðaverð er kr. 300. ÍSLENSKU LANDSLIÐSMENNIRNIR í KNATTSPYRNU VERÐA HEIÐURSGESTIR Á LEIK V-ÞIÓÐVERIA OG FRAKKA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.