Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986
19
Hótel Geysir
Morgunblaðið/Davíð
Haukadalur:
Hótel Geysir
formlega opnað
Laugarvatni.
LAUGARDAGINN 21. júní var
formleg opnun á nýju hóteli við
Geysi í Haukadal. Hótelið er til
húsa í byggingu sem er í senn
gömul og glæný. Um er að ræða
gamla íþróttaskólahúsið, þar sem
veitingasala var á sumrin allt til
ársins 1984. Húsinu hefur nú
verið umbreytt gjörsamlega,
meðal annars með viðbyggingu,
og þar hefst veitingasala frá og
með næstu helgi.
tímans? Meðal mögúleika sem
nefndir hafa verið er að bjóða upp
á skíða- og vélsleðaferðir inn á
hálendið á vetrum og að koma upp
heilsuræktaraðstöðu við hótelið.
Þessa viku verður unnið af kappi
við að fullbúa eldhús hótelsins til
að starfsemi geti hafist um næstu
helgi. Unnið er að ytra frágangi
hússins og verið er að gera upp
gömlu sundlaugina á lóðinni.
Davíð
Már Sigurðsson hótelstjóri
Sigurður Greipsson stofnaði
íþróttaskóla sinn í Haukadal um
1930 (hann starfaði til 1970) og
byggði íþróttahúsið sem um ræðir
árið 1946. Sú bygging er stein-
steypt og hin traustasta. Þar ráku
þau hjónin, Sigurður og Sigrún
Bjamadóttir, veitinga- og gististað,
Hótel Geysi, á sumrin. I janúar
1985 skemmdist húsið nokkuð af
eldi, og um sumarið eftir lést Sigr
urður.
Nýir eigendur, Már Sigurðsson
og Sigríður Vilhjálmsdóttir, kona
hans, hófust handa um endur-
byggingu hússins í mars síðastliðn-
um, og er nú að mestu lokið fyrsta
áfanga hins nýja hótels. I þeim
áfanga er húsnæði til veitingasölu
en ný álma með gistirými verður
byggð síðar. í millitíðinni verður
gisting seld í sveftipokapláss í
gömlu húsi á lóðinni.
Steinveggir gamla íþróttahússins
bera nýbygginguna uppi en nýir
léttbyggðir veggir em þar fyrir utan
og myndast þannig pláss fyrir borð
við stóra útsýnisglugga þaðan sem
sér yfir hverasvæðið norðan megin.
Vegna þes hve hátt var til lofts í
íþróttahúsinu reyndist unnt að hafa
tvær hæðir í nýju byggingunni. Nú
rúmast um það bil 300 gestir f mat
— tvöfalt fleiri en áður.
Nýjar innréttingar em að sjálf-
sögðu í húsinu, og býsna óvenjuleg-
ar. Þær em allar unnar í fum og
sérkennilega útskomar. Hönnun og
smíði innréttinga er verk Erlends
Magnússonar í Hveragerði en arki-
tekt hússins er Kristinn Sveinbjam-
arson. Hönnuður umhverfís er Ein-
ar Sæmundsen.
Eins og kom fram í ræðu Gísla
Einarssonar í Kjamholti, oddvita
Tungnamanna, við opnunina, þá era
tekjur íslendinga af ferðamanna-
stöðunum Gullfossi og Geysi æði
miklar. Heimamenn í Biskupstung-
um vilja gjaman að þessar tekjur
skili sér í meira mæli til byggðar-
lagsins. Hótelrekstur sem þessi er
vemleg lyftistöng fyrir atvinnulífið
í héraðinu, og það em einkum konur
í sveitinni sem fá atvinnu við veit-
ingastörfin.
Eigendur hins nýja hótels telja
nauðsynlegt að fá gesti allan ársins
hring til að reksturinn beri sig. Til
að svo megi verða þarf nauðsynlega
að fá ný gistiherbergi í gagnið sem
fyrst. En hvað er hægt að gera til
að laða að fólk utan ferðamanna-
Frá vígsluhátíðinni á laugardaginn.
Athugasemd frá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur
MORGUNBL AÐINU hef ur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur:
„Laugardaginn 21. júní birtist
frétt í Morgunblaðinu varðandi það
að sænskt fyrirtæki hyggist hefja
framleiðslu á fóðri til fískeldis o.fl.
I fréttinni er sagt að þessi nýjung
þ.e. framleiðsla fiskfóðurs muni
heijast á næsta ári.
Hinir mörgu viðskiptamenn
Mjólkurfélags Reylqavíkur vita að
í tvö ár hefír tölvustýrð fóðurblönd-
unarstöð MR í Sundahöfn framleitt
fóður fyrir eldisfísk, bæði lax og
silung, við miklar vinsældir.
Tilefni þessarar athugasemdar
er niðurlag fréttarinnar þar sem
segir að fískfóðurframleiðsla sé
ekki hafín í landinu en sé á undir-
búningsstigi."
Eru
þeir að
fá 'ann
Sverrir Kristinsson rennir fyrir lax sem ekki reyndist vera
undir á Iðunni.
Góð veiði í Laxá í Leir
„Héðan er allt gott að frétta
og veiðin mun betri heldur en í
fyrra, alls um 135 laxar komnir
á land á 5 stangir síðan að veiðin
hófst 9. júní. Fyrsta daginn veidd-
ust 12 laxar og mesta dagveiðin
var 15. júní, 19 laxar. Svo hefur
þetta farið niður í einn lax á dag,
meðan gmggið var sem mest í
vatnsveðrinu á dögunum," sagði
Guðbjörg Greipsdóttir, ráðskona
í veiðihúsinu við Laxá í Leirár-
sveit.
Guðbjörg sagði mest vera veitt
í Laxfossi og þar í kring, lítið enn
sem komið væri fyrir ofan hann
og ekkert fyrir ofan efri brú.
Mikill lax væri f ánni og af ölium
stærðum, þeir stærstu 14 og 15
punda og síðan allt niður í smálax.
„Það er mikil fluguveiði í bland
við maðkveiðina og græn Frances
hefur verið mjög vinsæl og marg-
1 ar aðrar flugur hafa gefið skot,"
bætti Guðbjörg við. Erlendir veiði-
menn em nú í startholunum, þeim
verður hleypt í ána 5. júlí og ættu
að gera það gott.
Frábær byrjun
í Dölunum
Geysigóð veiði var fyrstu þrjá
dagana í Laxá f Dölum, veiðin
hófst á föstudaginn og á hádegi
mánudags höfðu 76 laxar komið
á land á 6 stangir. Laxinn veiddist
um alla á, en mest efst í henni
og neðst. Stærsti laxinn var tæp
20 pund og auk þess veiddust fjór-
ir 17 punda fiskar og margir upp
undir það enda var meðalþunginn
vel yfir 10 pundum og smálax sást
varla í hrúgunni. í gærdag hafði
bæst nokkuð við töluna, en mesti
krafturinn hafði Qarað út eins og
tíðum gerist. Talsvert er komið
af laxi í Laxá og hann er að ganga
af krafti.
Bærileg byrjun í Flóku
14 laxar veiddust fyrsta daginn
í Flóku í Borgarfírði og þykir það
bara góð byijun og fylgir sögunni
að víða hafí mátt sjá lax þó ein-
göngu neðan Múlastaðafoss.
Stærsti laxinn var 13 punda fískur
sem Ingvar Ingvarsson á Múla-
stöðum veiddi ofarlega í ánni.
Þessi veiði fékkst á laugardaginn,
en strax á öðmm degi dró úr
veiðinni, næsti hópur fékk 4 laxa
á 2 dögum, og má búast við reyt-
ingi einum saman uns göngumar
taka að herða á ný á venjulegum
tíma.
Dræmt í Korpu ...
Veiðin hófst í Korpu á laugar-
daginn og veiddust aðeins tveir
laxar fyrsta daginn, sem þó er
auðvitað betra en ekki neitt. Eitt-
hvað hefur slitnað upp úr ánni í
viðbót, en um gífurveiði er ekki
að ræða.
Svo bregðast kross-
tré____
Gamla máltækið um brestinn í
krosstrénu á við er fjallað er um
Iðu í Amessýslu og Stóm Laxá í
Hreppum. A þeim veiðistöðvum
hófst gamanið á laugardaginn og
er skemmst frá að segja að veiði
var engin og varla líf að sjá. Telst
til tfðinda að þessir staðir bregðist
í „opnun“, sérstaklega þykir vera
góð vpn að eiga fyrstu dagana á
Iðu, svo ekki sé talað um efsta
svæðið í Stóm Laxánni. En þetta
brást sem sé að þessu sinni, en
veiðimenn ættu samt ekki að
örvænta, því frést hefur að veiði-
menn á „Stólnum" hjá Selfossi
hefðu verið að „fá’ann" á sama
tíma, eina 12 físka fyrri daginn
og eitthvað minna þann seinni.
Var þetta vænn lax og nýgenginn,
sjálfsagt á leið upp úr.
Rokvænir Þingey-
ingar...
Fregnir berast af geysilega
stómm löxum í Laxá í Aðaldal
og ekki líður sá dagur, að ekki
veiðist þar 18—22 punda lax og
iðulega þó nokkrir dag hvem. Þá
em menn sammála um að líkams-
burðir Laxárlaxins nú og yfír-
bragð sé með því besta sem um
getur. Tveggja ára fískur úr sjó
er nú 15—19 pund í stað 10—14
punda og menn bíða þess í ofvæni
að sjá hvað 3ja ára fískurinn
verður þungur. Laxinn virðist
yfirleitt vera 20 prósent feitari úr
hafínu en áður og 12—14 punda
fískar þykja næstum litlir. Sem
dæmi má nefna, að í gærmorgun
komu menn með 9 laxa afla úr
Æðarfossum og var meðalþung
inn rúmlega 15 pund.
Þá fylgir þessu einnig, að fískur
sé kominn upp un* alla á og þessir
vænu era ekki síður ofarlega, að
minnsta kosti þrír 20 punda laxar
hafa veiðst fyrir löndum Ámes
og meðalþunginn er í stakasta
lagi á Núpum og Kili.
Farinn að veiðast
í Mýrakvísl og
Reykjadalsá
Þá er farinn að veiðast lax í
Mýrakvísl og Reykjadalsá, ekki
margir enn sem komið er, enda í
allra fyrsta lagi í þessum ám, en
til tíðinda telst, að 20 punda fiskar
hafa veiðst í báðum ánum.
Góð byrjun I Álftá
Veiði hófst í Álftá litlu á Mýmm
á föstudaginn og veiddist einn lax
fyrsta daginn, annar á laugardag
inn, tveir á sunnudaginn og tveir
til viðbótar á mánudaginn. Þetta
hafa verið 5—14 punda fiskar og
mál manna að meira sé gengið
ána af laxi en venja sé til á þessum
tíma, en Álftá hefur löngum verið
„síðsumarsá", þótt það hafi verið
að breytast ofurhægt síðustu
sumrin. Fimm laxar höfðu veiðst
á maðk, einn á flugu, Þingeying
straumflugu.