Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
165. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þrettán
hindúar
myrtir í
Punjab
Amritsar, AP.
GRÍMUKLÆDDIR byssumenn
skutu til bana 13 hindúa í Punjab
í gær og særðu sjö til viðbótar,
suma lífshættulega. Sátu byssu-
mennimir fyrir hópferðabíl, sem
fór um þjóðveg á afskekktum stað.
Þetta er grimmilegasta hryðju-
verkið í Punjab til þessa. Talið er
víst, að síkar hafi staðið að baki
ódæðinu.
Samkvæmt frásögn lögreglunnar
skildu byssumennimir að hindúa og
síka á meðal farþeganna, skipuðu svo
konum og bömum í hópi hindúanna
að hafa sig á brott og hófu síðan
skothríð á karlmennina, sem eftir
stóðu.
Síðan síkar hófu baráttu fyrir auk-
inni sjálfstjóm Punjabs, hafa þeir
hvað eftir annað framið fjöldamorð á
hindúum þar á svipaðan hátt. Þannig
skutu þeir 11 hindúa til bana í árás
21. maí sl. og hinn 12. september
1984 myrtu þeir 8 manns.
Á skyndifundi stjómar Punjabs í
gær vom þessi síðustu fjöldamorð
harðlega fordæmd. „Þau em svívirði-
legt brot gagnvart öllu mannkyni,"
sagði í yfirlýsingunni.
Fíllinn
Friðrik
er allur
BJART VEÐUR SYÐRA
k u * iu| «»wiu/ wL. K. M ag.
Austlaeg eða norðaustlæg átt verður um helgina og bjart veður sunnan- og vestanlands, að sögn Veðurstofunnar og hiti 10—15
gráður. Á Norður- og Austurlandi má búast við skýjuðu veðri og sums staðar súld við ströndina Norð-Austanlands. Þar verður hitinn
á bilinu 8—12 stig. Nýi heiti potturinn i Laugardalslauginni hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst á góðviðrisdögum, eins og spáð er
um helgina sunnanlands og vestan.
Kaupmannahöfn, AP.
FÍLLINN Friðrik, sem undan-
farin ár hefur mátt þola
stöðuga ásókn sjö kvenfíla í
dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn, lést í gær af völdum
hjartaáfalls. Fríðrik var sextán
ára og þrjú tonn að þyngd.
Þurftu starfsmenn dýragarðs-
ins að beita aflmiklum krana
til að fjarlægja hræið.
Að sögn starfsmanna var Frið-
rik fremur lítill bógur og friðsam-
ur með afbrigðum. í hvert skipti
er hann hugðist fara á fjörumar
við einhverja fílkúna, fylltust kyn-
systur hennar afbrýðisemi og
Iögðu til atlögu gegn Friðrik. Loks
varð álagið honum um megn og
þrátt fyrir tilraunir dýralækna
tókst ekki að bjarga lífi hans.
íhuguð em nú kaup á nýjum
fíl sem tekur Friðrik fram hvað
varðar hreysti og andlegt atgervi.
Shamir hyggst feta
í fótspor Peresar
George Bush í 10 daga ferð til Miðausturlanda
Jerúsaiem, AP.
YITZHAK _ Shamir, utanríkis-
ráðherra Israels og leiðtogi
Likud-bandalagsins, reyndi í
gær að gera lítið úr mikilvægi
Brundtland missir fylffi
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Monrunbladsins. *
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins.
SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í Noregi í gær, er mikið áfall fyrir
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra. Samkvæmt könnuninni hef-
ur Verkamannaflokkurinn nú fylgi 37,5% kjósenda, en hafði 43% í
síðustu könnun, er gerð var áður en flokkurinn tók við stjómartaumum.
Hægri flokkurinn og Framfara-
flokkurinn hafa nú samanlagt jafn
mikið fylgi og kratar. Jafnframt kom
í ljós, að Káre Willoch, leiðtogi hægri
manna, nýtur langtum meira per-
sónufylgis en Brundtland.
Forsætisráðherrann dregur í efa,
að könnunin sýni raunverulegan vilja
kjósenda, en segir þó, að staðan á
þingi, þar sem Verkamannaflokkur-
inn er í minnihluta, valdi miklum
erfiðleikum.
Brundtland hefur verið gagnrýnd
af eigin flokkssystkinum fyrir að vera
einráð og hlusta ekki á skoðanir
flokksstjómar og verkalýðshreyfing-
arinnar, er hún tekur ákvarðanir.
Aksel Kloster, sem á sæti í stjórn
flokksins, krafðist þess í gær, að
Brundtland léti af flokksformennsku
og stakk upp á Rune Gerhardsen,
hagfræðing norska Alþýðusambands-
ins, sem nýjum formanni. Gerhardsen
er sonur Einars Gerhardsen, sem um
langt árabil var leiðtogi Verkamanna-
flokksins og forsætisráðherra.
fundar Shimons Peres, forsæt-
isráðherra, með Hassan Mar-
okkókonungi. Shamir kvaðst þó
mundu reyna að feta í fótspor
Peresar eftir að hann tekur við
starfi forsætisráðherra í haust
og stuðla að viðræðum og að-
gerðum er leitt gætu til þess
að friður yrði saminn í millum
Israela og araba.
Shamir gagnrýndi þá leynd sem
hvílt hefði yfir Marokkófundinum.
Þykir það til marks um að stjórn-
arflokkana hafi greint á um
tilhögun fundarins. Peres skýrir
stjóm sinni á morgun frá viðræð-
unum, en í gær gaf hann Shamir
skýrslu um viðræðumar við Hass-
an.
George Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, heldur í dag í 10
daga ferð um Miðausturlönd og
er Israel fyrsti viðkomustaður
hans. Ferðin var ákveðin í fram-
haldi af fundi Hassans og Peresar.
Israelsk blöð skýra frá því í gær
að samið hefði verið um samstarf
ýmiss konar á fundinum og væru
t.d. ísraelskir áveitusérfræðingar
senn á fömm til Marokkó í þessu
sambandi.
Um 2.000 shítar bmtu sér leið
inn í sendiráð Marokkó í Beirút í
gær. Unnu þeir margs konar
skemmdarverk á skjölum og inn-
viðum. Þeir kveiktu í húsinu, sem
er fjögurra hæða, en eldurinn var
fljótt slökktur. Loks brenndu þeir
myndir af Hassan konungi í mót-
mælaskyni við fund þeirra Peres-
ar.