Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 2
2__________________________________
Geir Zoega framkvæmdastj óri Krossaness:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
ir. Þess vegna er okkur hagur í
þvi, að sem mest veiðist sem fyrst
á vertíðinni," sagði Geir Zoega,
verksmiðjustjóri fiskimjölsverk-
smiðjunnar í Krossanesi, í samtali
við Morgunblaðið.
Geir sagði, að nú væri verið að
bræða loðnuna úr Súlunni og fískúr-
gang. Það tæki um fjóra sólarhringa.
Stjómendur verksmiðjunnar hefðu
ekki hugleitt þann möguleika að
hætta móttöku á loðnu, þótt þeim
fyndist verðið hátt. Oddamaður og
aðrir í yfímefnd verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefðu átt að byggja
verðákvörðunina á einhveijum raun-
hæfum forsendum, ekki flugufregn-
um um samninga við einstakar
verksmiðjur. Raunhæft verð hlyti að
byggjast á útreikningum á afkomu
verksmiðjanna og útgerðarinnar
miðað við rekstrarkostnað og afurða-
verð. Þegar verð væri ekki ákveðið
með þeim hætti, væri eins gott að
hafa það fijálst. Hann væri í raun
og vera hlynntur fijálsri samkeppni,
þar sem eftirspum og framboð réði
hráefnisverðinu. Væri rekstrarað-
staða verksmiðja hér á landi sú sama
og í nágrannalöndunum, til dæmis
hvað varðaði verð á olíu og raf-
magni, væm íslendingar fyllilega
samkeppnisfærir við nágranna sína.
INNLENT
Evrópa opnuðmeð viðhöfn
NÝR skemmtistaður, sem hlotið hefur nafnið
Evrópa, var opnaður í gærkvöld að viðstöddu fjöl-
menni. Evrópa er til húsa i Borgartúni 32, þar
sem veitingastaðurinn Klúbburinn hefur verið um
árabil. Breytingar hafa verið gerðar á öllum
hæðum en mestar á 1. hæðinni. Eigendur eru
Vilhjálmur Ástráðsson, Gunnar H. Arnason og
Arne Vest Andersen.
Evrópa er á ijórum hæðum og sagði Vilhjálmur
Ástráðsson m.a. við opnunina að meiningin væri að
höfða til sem flestra og reynt yrði að bjóða upp á
ferskleika og fíöibreytta skemmtidagskrá. Boðið yrði
m.a. upp á diskótek og lifandi tónlist. Hollenska
söngtríóið „Sensation" og hljómsveitin Rikshaw
skemmtu í gærkvöldi auk þess sem Módelsamtökin
vom með tískusýningu. Þá er á fyrstu hæð hússins
12 fermetra siqár sem tengdur er móttökubúnaði
fyrir gervihnattasendingar og því hægt að sýna bein-
ar útsendingar frá evrópskum sjónvarpsstöðvum.
Evrópa verður opin á fímmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöldum.
Höfum ekki hugsað
okkur að hætta
móttöku á loðnu
„VIÐ SÖMDUM um nokkuð hátt
verð við útgerð Súlunnar, aðeins
fyrir einn farm, en ætluðum okk-
ur ekki að borga það út vertíðina.
Ástæða þess er sú, að það er verk-
smiðjum norðan lands mjög
mikilvægt að lengja vinnslutím-
ann með þvi að veiðar hefjist eins
snemma við Jan-Mayen og unnt
er. Við fáum ekkert af loðnunni
eftir að hún er komin suður fyr-
Ein frægasta myndin á sýning-
unni er af eiginkonu málarans,
Jacqueline.
Picasso-sýning-
unni að ljúka:
Sýningar-
gestir orðnir
11 þúsund
SÝNINGUNNI á verkum
spænska málarans Pablo Picasso
á Kjarvalsstöðum lýkur um helg-
ina. Sýningin var opnuð á Lista-
hátíð í vor að viðstaddri ekkju
málarans, Jacqueline Picasso,
sem lánaði verkin á sýninguna
úr sínu einkasafni.
Alls em á sýningunni 54 málverk
og ein jámmynd. Em hér á ferðinni
meðal annars verk sem ekki hafa
verið sýnd áður sem og fræg verk
úr eigu málarans. Mikil aðsókn
hefur verið á sýninguna og em sýn-
ingargestir orðnir 11 þúsund.
Borgarstarfsmenn fjarlægðu kantinn við bíiastæði Eika-grills:
„Misskilningnr vegna þess
að einhver var í sumarfríi“
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
KANTUR sem starfsmenn
borgarinnar steyptu þvert yfir
bílastæði Eika-grills á Lang-
holtsvegi á fimmtudag er
horfinn. Menn frá gatnamála-
stjóra fjarlægðu hann í gær,
og hreinsuðu burt steypuhrúgu
sem þeir höfðu skilið eftir bak-
við veitingastaðinn. „Þetta
virðist hafa verið misskilningur
rnilli manna, sennilega vegna
þess að einhver var í sum-
arfríi. Þeir réðust i fram-
kvæmd sem enginn hafði gefið
leyfi fyrir,“ sagði Davíð Odds-
son borgarstjóri.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær samþykkti borgar-
ráð á fundi sfnum 26. maí tillögu
frá Borgarskipulagi um afnot
veitingastaðarins af hluta Bráka-
sunds. Aðspurður hvort Eika-grill
mætti nú ganga frá bílastæðunum
eins og um var rætt sagði Davíð:
„Það er enginn vafi um ákvörðun
borgarráðs. Hún gildir að sjálf-
sögðu."
Eiríkur Finnsson, eigandi
Eika-grills, sagðist ánægður með
þessi málalok. „Nú er kanturinn
horfínn, og strax í næstu viku
ætlum við að vinna að því að setja
upp blómaker til að afmarka bíla-
stæðin. Mér finnst þetta hafa
verið leiðindamál."
Skotar bjóða 700 krónum
meira fyrir loðnulestina
Tek ekki á móti loðnu á 1.900 krónur lestina, segir Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði
SKOZK fiskimjölsverksmiðja verð fyrir loðnu en hér hefur
hefur nú boðið íslenzkum út- verið samþykkt. Verðið er enn-
gerðarmönnum mun hærra fremur hærra en önnur lönd
hafa boðið. Miðað við fituinni-
hald loðnunnar nú, 20%, býður
þessi verksmiðja um 2.600 krón-
ur fyrir lestina, en hér fást nú
rúmar 1.900 krónur fyrir svo
feita loðnu. Aðalsteinn Jónsson,
eigandi fiskimjölsverksmiðj-
unnar á Eskifirði, segir verðið
hér of hátt til að vinnsla borgi
sig. Tilboðið frá Skotlandi
breyti þar engu um og því telji
hann réttast að hefja ekki
vinnslu fyrr en verð hér hefur
verið lækkað.
Fyrirtækinu J. Marr og Son,
sem meðal annars selur íslenzkan
físk í Hull og Grimsby, hefur
borizt telexskeyti frá fískimjöls-
verksmiðjunni í Fraserburgh, þar
sem boðnar eru 2.140 krónur fyr-
ir hveija lest miðað við 12% fítu-
innihald. Fyrir hvert 1% af fitu
umfram 12% eru boðnar 61,20
krónur. Miðað við 20% fítuinnihald
eins og mældist í fyrstu förmun-
um, sem hér hefur verið landað,
verður verðið því um 2.630 krón-
ur. Ekki er minnzt á þurrefnisinni-
hald í skeytinu.
Baldvin Gíslason, starfsmaður
J. Marr og Son, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að endanleg
staðfesting hefði ekki fengist á
þessu tilboði, en nokkrar útgerðir
hér heima hefðu lýst áhuga sínum
á þessu tilboði. Hann gat þess
einnig að verð á gasolíulítra í Fras-
erburgh væri 3,60 krónur, en hér
á landi 7,60 og af þvi væri vissu-
lega hagur. Baldvin sagði enn-
fremur að tilboð hefði borizt frá
fiskimjölsverksmiðju á Suðureyj-
um, en það væri nokkru lægra og
olíuverð þar væri hærra. Hann
sagði að sú verksmiðja gæti tekið
á móti 800 lesta förmum, en af-
kastageta verksmiðjunnar í
Fraserburgh væri óljós.
Aðalsteinn Jónsson, eigandi
fískimjölsverksmiðjunnar á Eski-
fírði, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að engin staðfesting hefði
fengizt á skozka tilboðinu. Það
breytti heldur engu um það, að
hér væru 1.900 krónur fyrir lestina
allt of hátt verð. Hann ætlaði sér
ekki að vinna loðnu á því verði.
Jón Kjartansson, skip hans, væri
á miðunum og það myndi landa
heima, þar sem löndun fyrir hann
fengist ekki í Krossanesi og hann
risti of djúpt fyrir höfnina í Fraser-
burgh. Síðan yrði skipinu lagt og
bræðsla að öðru leyti hæfíst ekki
fyrr en verð lækkaði hér heima.
Þetta þýddi líklega það, að vertíð-
in frestaðist fram á haust hvort
sem mönnum líkaði betur eða verr.
Eigendur loðnuverksmiðja myndu
fjalla um málið á laugardag og
þar næðist vonandi samstaða.
Aðspurður um það, hve mikið
verksmiðjumar hér væru færar
um að greiða, sagðist Aðalsteinn
ekkert vilja segja. Sérstakir full-
trúar hefðu verið valdir til að fjalla
um verðlagninguna.
Sjá greinargerð þjóðhags-
stofnunar um ákvörðun
loðnuverðs á bls. 31.