Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 9

Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 9 Bragðtegundirnar fjórar af Kico Cooler, sem komnar eru á markað- inn. Nýr drykkur kominn á markaðinn: Avaxtadrykkur með styrkleika pilsners KOMINN er á markað hér á landi nýr franskur svaladrykkur, Kico Cooler, sem er með sama vínandamagn og pilsner eða 2,2%. Það er heildverzlun Al- berts Guðmundssonar sem flytur drykkinn inn. Að sögn Inga Bjöms Albertsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, hefur drykkurinn náð miklum vinsældum beggja vegna Atlants- hafsins og það á kostnað bjórs. Ytra er styrkleiki drykksins venju- lega á bilinu 4—5% en vegna áfengislöggjafarinnar hér þarf að blanda veikari drykk fyrir íslenzkan markað. Uppistaðan í drykknum er ávaxtasafi, hvítvín og kolvetni, sem veldur því að hann freyðir eins og gosdrykkur. Kico Kooler mun fást hér í fjórum bragðtegundum. Drykkurinn er seldur í glerflöskunr af sömu stærð og gosflöskur en þær eru frá- bmgðnar þeim að því leyti að tappinn er skrúfaður á. HclúaitilboÓ fjölsfeldunnar Meiriháttar matseðill: Rjómabætt súpa Dubarry • Grillaður kjúklingur að hœtti hússins m.frönskum og salati • Vanilluís Frutti r,6d0 Rjómabætt súpa Dubarry • Gljáð hamborgarasæik odtí Kalkútta • Sítrónufromage kr.öt/U Rjómabætt súpa Dubarry • Gufusoðin smálúðuflök Marguery • Ferskjur Melba kr.55U Rjómabœtt súpa Dubarry • Ofnsteikt lambalœri a oct\ la Maison • Perur Bella Helena kr.ö5U Meðan fullorðna fólkið nýtur veitinga fá börnin franskar, ís og gos FRÍTT. Tilboðið gildir einnig Verzlunarmannahelgina Ótrúlegt veró á gistingu: 1950 kr. tveggja manna herbergi. 1450 eins manns. FRÁEHIRAR VEITINGAR í FALLEGU UMHVERFl kóPe/ SELFOSS VIÐ ÖLFUSÁRBRÚ, S.99 2500 MtoMoogsp DtÖDVIUINN; Hvalafridun alpyf blaöi ^TvisKinnungsháttur hjá Könum Úlfur Árnason dósenl: Ber fulla virðingu fyrir sjónamxiðum Grœnfriðunga en þeir verda "ti'au,.................................... ............. ad varast ad gera allt í auglýsingaskyni. Hvalastofninn hér við land ( vexti TOikim VlTT QO BREITT HVALVEIÐIHER Ojanui _ _ r Svara þessi HVALADRAP ÞAI "affestu I 25 M' þýöuflokksins A Irmimi Hvalablástur úr vestrinu íslendingar hafa sætt töluverðum blæstri frá einu stórhveli heimsmálanna að undanförnu. Tilefnið er hvalaveiðar í vísinda- skyni. Morgunblaðið hefur sett sjónarmið sín í þessu efni skýrt fram í tveimur forystugreinum, sl. þriðjudag og sl. fimmtudag. Staksteinar gefa lesendum sínum kost á þvi að glugga lítillega í skrif um þetta efni í öðrum dagblöðum. „Alvarleg aðgerð“ Oddur Ólafsson, að- stoðarritstjóri, segir m.a. í gær „Bandaríkin eru ekki hvalveiðiþjóð. Samt drepa þeir fleiri hvali árlega en nokkur hval- veiðiþjóð, og hafa gert lengi. Hvaladráp Banda- ríkjamanna er líklega ekki minna en sem nem- ur samanlögðum veiðum allra hvalveiðiþjóða og kannski enn meira sé í dýnuri talið. Sá er munurinn á hvaladrápi Bandaríkja- manna og annarra, að þeir nýta ekki veiðina en kasta í sjóinn, en aðrir gera sér mat úr hvalaaf- urðum. Vel má færa rök að þvi að óþarfi sé að nýta hval þar sem kjötfjöll hlaðast upp í flestum heimshomum utan kommúnistaríkjanna og Afríku." Siðan víkur höfundur að hugmyndum, sem settar hafa verið fram vestra um efnahags- þvinganir og segin , Viðskiptaþvingun er alvarleg aðgerð. Það er vart hægt að te|ja þjóð vinveitta sem slíkum að- gerðum beitir.“ Ekki banana- lýöveldi Eiður Guðnason, for- maður þingflokks Al- þýðuflokksins, segir ma.: „Reganstjómin telur greinilega að hún geti komið fram við okkur sem hvert annað banana- lýðveldi. Það er kominn tími til að hún geri sér grein fyrir þvi að það gengur ekki. - Við verð- um að standa saman og svara þessu með festu. Með þessari hegðan sinni hafa þeir stofnað vin- samlegum samskiptum okkar í verulega hættu." Hvalveiðar vafasamar Dagblaðið Vísir segir í m.a. í forystugrein i fyrradag: „Þannig er smám sam- an að koma fram, sem DV hefur lengi spáð, að hvalveiðiþijózka sjávar- útvegsráðherra okkar eigi eftir að verða þjóð- inni dýr, ef hann verður ekki stöðvaður tíman- lega. Hagsmunir okkar em fólgnir í öllu öðm en vafasömum hvalveiðum. Við erum ekki aðeins í vandræðum með Banda- ríkjamenn. Japanir óttast svo fiskveiðihömlur þeirra, að komið hefur fram, að þeir muni tæp- lega þora að kaupa meira af hvalafurðum okkar. Við megum til dæmis engan veginn leggja eins mikla áherzlu á Banda- ríkjamarkað i útflutningi og við gerum nú. Stór- hættulegt er að hafa svo mörg egg í einni körfu. Þetta er orðið enn hættulegra síðan dólgs- háttur fór að vaxa í utanríkisviðskiptastefnu núverandi Bandaríkja- stjómar. Við erum ekki liinir einu, sem verðum fyrir barðinu á Rambó. Japanir og V-Evrópu- menn mega lika sæta ýmsum viðskiptahótun- um.“ Hvalastofninn ívexti Litið hefur farið fyrir skrifum um þetta mál i ritstjómardálkum Þjóð- vilj.uis. Hinsvegar birtir blaðið í gær viðtal við Ulf Amason, dósent, þar sem segir m.a.: „Ég ber fulla virðingu fyrir sjónarmiðum Grænfriðunga og það liggur i augum uppi að hvölum mun fjölga verði þeir alfriðaðir. En það gæti líka orðið um of- fjölgun að ræða, þar sem hvalveiðistöðvar og hval- fangarar myndu grotna niður og hæpið að menn stæðu í að byggja þetta allt upp frá grunni eftir mörg ár. Eg fullyrði einnig að hvalveiðamar hér við land em það mik- ið takmarkaðar að hvalastofnamir em í vexti. Þá þykir mér gæta tvískinnungsháttar hjá Bandaríkjamönnum í þesu máli. Þeir lögðu til á ráðstefnu 1972 að banna hvalveiðar í nytja- skyni, en sjálfir drápu þeir á milli 400-500 þús- und höfrunga árlega við túnfiskveiðamar. Þeir nytjuðu ekki hvalina en hentu þeim í sjóinn dauð- um. Og þetta gera þeir epn. Japanir hirtu aftur á mótí höfrungana við sínar túnfískveiðar og þá kölluðu Bandaríkjamenn það hvalveiðar. Tvískinnungsháttur Grænfriðunga kemur líka víða fram. Nefna má sem dæmi að þjóðira- ar við Eystrasalt hrópa á hvalveiðibann og sel- veiðibann. Á sama tíma hrynur selastofninn í Eystrasalti niður vegna mengunar. Um síðustu aldamót vom 50 þúsund selir í Eystrasaltí, nú er talið að þeir séu um fimmtán hundmð og þar af aðeins 150 heilbrigð dýr. Við þessu segja Grænfriðungar ekkert," segir Úlfur að lokum. N’ART ’86 Dagskráin í dag LAUGARDAGUR 26. JULÍ 15:00 ldr,o Reviuleikhúsið „Skottuleikur' Leikst|óri og holundur Brynja Benediklsdóttir Petta barnaleikrit sem fjallar um þr|ár nútimaskottur, var sýnt síðastliðmn vetur i Breiðholts- skólaogviðaumland. Aðgangur 250 kr. 17:00 Borgarskáli Slagverkstónleikar Steingrimur Guðmundsson og Guðmundur Steingrimsson Aðgangur 200 kr. 20:30 Borgarskáli „ Hendursundurieitar". Onnursýnmg. 21:00 Kjarvalsstaðir Svedenborgarkvariettmn frá Sviþ|óð. Þessi ungi stre ngiakvartett helur þegar vakið mikla athygli fyrir skemmtilegt efmsval og persónulega túlkun, Aðgangur: 300 kr. 21:00 Tjaldrokk Roddin - Sielun Veljet og Ornamentals Aðgangur: 500 kr. Miðasala og upplýsingar i Gallari Borg við Austurvöll. m i tUPOCAPO TJkóamatíadutinn <z4-tettisqötu 1-2-18 MMC Lancer GLX 1986 Hvítur, ekinn 2 þ.km. 5 gíra o.fl.'Nýr bfll. Verö 410 þús. Mazda 626 2000 GLX 1986 4ra dyra, sjálfsk. m/öllu. Ekinn 12 þ.km., sem nýr. Verð 540 þús. Daihatsu Charade 1986 Nýr, óekinn. Verð 310 þús. Nýr bíll Toyota Tercel 4x4 1986 Hvítur, óekinn. Verð 530 þús. Dodge Ramcharger 150 Royal SE 1982 Grásans. 8 cy. (318) m/öllu, ekinn aö- eins 34 þ.km. Rafm. spil. o.fl. aukahlutir. Sem nýr. Alvörujeppi. Verð kr. 780 þús. Subaru Justy 4x4 ’86 Ekinn 9 þ. Verð 330 þús. Volvo 244 GL ’82 Ekinn 62 þ. Verð 390 þús. Mazda 626 GLX '86 Ekinn 12 þ. m/öllu. Verð 540 þús. Mazda 929 '83 Einn m/öllu. Verð 410 þús. Ford Fiesta '84 Ekinn 21 þ. Verð 250 þús. Subaru 4x4 Hatchback '84 Ekinn 39 þ. Verð 400 þús. Suzuki Fox 413 pickup '86 M/húsi, óekinn. Verð 630 þús. Pajero turbo diesel langur '85 Gullfallegur. Verð 950 þús. Vantar nýlega bíla á staðinn árg. '82—'86.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.