Morgunblaðið - 26.07.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
21
Sovéskt dagblað:
Sakar Amnesty
um hlutdrægni
Moskvu, AP.
SOVÉSKA dagblaðið Sovietskaya Rossiya hefur ásakað mannrétt-
indasamtökin Amnesty International um , að hafa náin tengsl við
leyniþjónustur Vesturveldanna og þjóna hagsmunum þeirra.
„Enda þótt samtökin þykist út á
við vera hlutlaus, þá var og er andúð
á Sovétríkjunum kjarninn í starfi
Amnesty", segir í blaðinu.
Ennfremur heldur blaðið því fram,
að Amnesty-menn hafi beinlínis „búið
til“ svonefnda „samviskufanga" (
kommúnistaríkjunum, fólk, sem aldrei
hafi verið til. Auk þess væri Amnesty
stutt fjárhagslega af ríkisstjómum
Bretlands og Bandaríkjanna.
Dagblaðið nefndi engar sannanir
fyrir ásökunum sínum, en sagði, að
útvarpsstöðvamar Radio Free Europe
og Radio Liberty flyttu skýrslur Amn-
esty. Sendingar þessara stöðva em
truflaðar af sovéskum stjómvöldum.
Kornuppskera í Sovétríkjunum:
Lakari horfur í
kjölfar þurrka
London, AP.
VEGNA þrálátrar þurrkatíðar í
Sovétríkjunum að undanförnu,
eru nú horfur á, að kornupp-
skera þar verði mun lakari en
vonast hafði verið til, að sögn
Alþjóða hveitiráðsins (IWC).
Irskir hryðju-
verkamenn
handteknir
Belfast, AP.
FREGNIR um handtöku fjögurra
meðlima írska þjóðfrelsishersins
(INLA), í París á miðvikudag, hafa
vakið fögnuð á Norður-írlandi.
Sagt var í París, að mennimir fjór-
ir hétu Harold B. Flynn, George
McCann, John Gormley og Harry
Brown og hefðu þeir verið vopnaðir
skammbyssum, er þeir voru hand-
teknir. Flynn sem flúði úr fangelsi á
N-írlandi fyrir 10 árum, er sagður
hafa verið mjög hátt settur innan
INLA, marxísks anga írska lýðveldis-
hersins og er að sögn mikil ánægja
með að loksins skuli hafa tekist að
hafa hendur í hári hans. París hefur
lengi verið álitin bækistöð írska þjóð-
frelsishersins og er talið að samstarf
sé á milli hans og frönsku borgar-
skæmliðanna „Action Directe". Yfir-
völd í London og Belfast sögðust ekki
hafa fengið staðfestingu á hverjir hin-
ir handteknu em og töldu of snemmt
að fullyrða hvort farið yrði fram á
framsal mannanna.
í skýrslu, sem IWC birti á þriðju-
dag, kemur ennfremur fram, að
heimsmarkaðshlutdeild Banda-
ríkjanna í hveitiútflutningi hefur
minnkað mikið á undanfömum
árum.
Samkvæmt júlíspá IWC verður
heildarkomuppskera Sovétríkjanna
175 milljónir tonna á þessu ári, en
spá ráðsins frá þvi í síðasta mánuði
hljóðaði upp á 185 milljónir tonna.
Komuppskera Sovétríkjanna var
190 milljónir tonna á síðasta ári.
Eins og í síðasta mánuði spáir
IWC, að kominnflutningur Sovét-
manna á þessu ári verði 35 milljónir
tonna, fjórum- milljónum meiri en í
fyrra.
í skýrslu IWC er ekki vikið einu
orði að getgátum vestrænna aðila
um að komuppskera í Sovétríkjun-
um kunni að hafa orðið víðtækri
mengun að bráð eftir kjarnorku-
slysið í Chemobyl í Úkraínu í apríl.
Engar upplýsingar benda til að slíkt
tjón hafi átt sér stað og hefur
heimsmarkaðsverð á komi haldið
áfram að falla.
IWC segist vera að endurskoða
spár sínar um komuppskemna í
heiminum í ljósi breyttra forsendna.
Spáin hljóðar nú upp á 820 milljón-
ir tonna, miðað við 817 milljónir
tonna í síðsta mánuði. Heildampp-
skeran í fyrra var 835 milljónir
tonna og hefur aldrei verið meiri.
Garri Kasparov var frisklegur og glað-
legur á fundi með fréttamönnum i Park
Lane Hotel i London í gær, en þar hefst
einvigi hans og Anatolys Karpovs um
heimsmeistaratitilinn í skák á mánudag-
inn kemur.
Áskorandinn, Anatoly Karpov, sem jafnframt er fyrrver-
andi heimsmeistari í skák, situr hér við skákborðið, sem
hann og Kasparov eiga að tefla við í einvígi sinu. Mynd
þessi var tekin af Karpov við upphaf fréttamannafund-
ar hans í Park Lane Hotel i gær.
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í London á mánudaginn:
„Má ekkivera of
viss um sigurinn“
- sagði Garri Kasparov á fréttamannafundi í gær
„ÉG MÁ ekki vera of viss um sigur, en ég mun vissulega gera
mitt bezta til þess að sigra aftur,“ sagði heimsmeistarinn í skák,
Garri Kasparov, í London í gær. Ekki mætti gleyma þvi, að
„Karpov er nyög sterkur líka,“ bætti hann síðar við.
Heimsmeistarinn og áskorand-
inn, Anatoly Karpov, héldu báðir
fundi en þó sitt í hvoru lagi með
fréttamönnum í gær . Voru fund-
imir haldnir í Park Lane Hotel,
þar sem einvígi skákgarpanna á
að heíjast á mánudag. Það verður
fyrsta viðureign þeirra utan Sov-
étríkjanna og það verður jafn-
framt í fyrsta sinn, sem tveir
sovézkir skákmeistarar tefla um
heimsmeistaratitilinn í skák utan
heimalands síns.
Þeir Kasparov og Karpov gerðu
báðir iítið úr persónulegum
ágreiningi sín í milli, sem stundum
hefur þó verið gert mikið úr.
Karpov sagði, að metingur
væri eðlilegur milli tveggja beztu
skákmeistara heims, en bætti því
síðan við, að þegar ágreiningur
kæmi upp á milli þeirra, þá væri
hann „aðeins tímabundinn".
Kasparov var afdráttarlausari
og viðurkenndi, að „persónulegur
metingur milli okkar nær út fyrir
skákborðið." Hann kæmi bæði
fram í skákum þeirra sem lífstíl
þeirra. „Við erum jafnvel mjög
ólíkir í útliti," sagði Kasparov.
Enda þótt báðir skákmeistar-
amir tali ensku, þá svöruðu þeir
spumingum fréttamanna að
mestu leyti með aðstoð túlka.
Fyrstu 12 skákimar í einvíginu
verða tefldar í London og þær sem
eftir verða í Leningrad. Sá sem
fyrstur verður til þess að ná 12’/2
vinningi, verður sigurvegari ein-
vígisins. Alls verða tefldar 24
skákir, en einvíginu gæti lokið
fyrr, ef annar keppandi nær 12'A
vinningi áður.
Verðlaunaféð fyrir þann hluta
einvígisins, sem fram fer í Lon-
don, nemur 300.000 pundum (yfir
18 millj. ísl. kr.) og hafa báðir
keppendur lýst því yfir, að því
verði varið til styrktar fórn-
arlömbum kjamorkuslyssins í
Chernobyl í Sovétríkjunum 26.
apríl sl.
Sjá grein Margeirs Péturs-
sonar stórmeistara um
væntanlegt einvígi á bls. 35.
GENGI
GJALDMIÐLA
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í
gær gagnvart flestum helztu gjald-
miðlum heims nema kanadiska
dollarnum. Var þessi þróun m.a.
rakin til hagtalna, sem kunngerðar
voru í Bandaríkjunum nú í vikunni
og reyndust hagstæðari en búizt
hafði verið við. Einnig var á kreiki
óstaðfestur orðrómur um, að hinn
nýi fjármálaráðherra Japans, Miic-
hi Miyazawa, væri þvi fylgjandi,
að gengi jensins yrði á bilinu 160-
170 gagnvart Bandaríkjadollar og
að dollarinn færi helzt ekki niður
fyrir 160 jen.
í gær kostaði sterlingspundið
1,4840 dollara (1,4910), en annars var
gengi dollarans þannig, að fyrir hann
fengust 2,1525 vestur-þýzk mörk
(2,1362), 1,7340 svissneskir frankar
(1,7235), 6,9545 franskir frankar
(6,8925), 2,4230 hollenzk gyllini
(2,4065), 1.477,50 ítalskar lírur
(1.464,00), 1,3870 kanadískir dollarar
(1,38875) og 158,10 jen (156,55).
Þú svalar lestrarþörf dagsins
asídum Moegans!
TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR
HJÁLMAR, ANDLITSHLÍFAR
OG HLÍFÐARGLERAUGU