Morgunblaðið - 26.07.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
23
Lenging orlofs í Japan:
Ríkisstjórnin
gengur á undan
með fordæmi sínu
Tókýó. AP.
JAPANSSTJÓRN hefur aflýst
sex reglulegum ríkisstjórnar-
fundum í sumar til þess að gera
embættismönnum kleift að vera
öðrum japönskum vinnusjúkling-
um fyrirmynd í því að taka sér
oriof, að því er Masaharu Got-
oda, ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu, sagði í gær.
„Við viljum, að stjómin gangi á
undan og taki sér frí, svo að jap-
anskur almenningur fáist til að taka
sér lengra orlof í sumar en venja
hefur verið til,“ sagði Gotoda á
fundi með fréttamönnum.
Skýrslur, sem atvinnumálaráðu-
neytið hefur látið taka saman, sýna,
að japanskir launþegar eiga lengri
vinnuviku en tíðkast í Bandaríkjun-
um, Vestur-Þýskalandi og Frakk-
landi.
Áætlanir stjómarinnar um að
auka innlenda eftirspum eftir vöm
og þjónustu í því skyni að draga
úr útflutningsþörfinni án þess að
skaða efnahag landsins, kveða m.a.
á um lengingu árlegs orlofs um 10
daga á næsta áratug.
Launþegar fengju þannig rýmri
tíma til að verja fé sínu í tómstunda-
iðju.
Ríkisstjómin kemur venjulega
saman tvisvar í viku í hálfa klukku-
stund í senn, en Gotoda sagði, að
í næstu viku mundu Yasuhiro Naka-
sone og 20 samráðherrar hans
aðeins hittast einu sinni í viku. Sú
skipan á að haldast út ágústmánuð.
Bandaríkin:
Hassan formælt
Shíita-múslimar mótmæla fyrir utan sendiráð Marokkó í Vestur-
Beirút, eftir að frést hafði um fund Hassans og Peresar í Mar-
okkó.
Ritstj óri frá Panama
leitar pólitísks hælis
Washington, AP.
RITSTJÓRI og útgefandi óháða
dagblaðsins La Prensa í Panama
sagði á Bandaríkjaþingi í gær
að hann hefði leitað hælis í
Bandaríkjunum vegna þess að
hann hefði komist að því að Pan-
amastjóm hefði ætlað að láta
„Walker njósnamálið“
Dæmdur í 35
ára fangelsi
San Francisco, AP.
JERRY Whitworth, fyrrum fjarskiptasérfræðingur í flota Banda-
rikjamanna, á yfir höfði sér 35 ára fangelsisdóm fyrir njósnir í
þágu Sovétmanna, að sögn ákæranda í máli hans. Whitworth er
siðasti meðlimur Walker-njósnahringsins svonefnda sem dreginn er
fyrir dóm.
Yfirvöld í Bandaríkjunum telja
Walker-málið hið alvarlegasta
sinnar tegundar frá lokum síðari
heimsstyijaldarinnar. John Leh-
man, flotamálaráðherra, telur
líklegt að Sovétmenn geti enn hler-
að ýmis ijarskipti Bandaríkjaflota
í krafti þeirra upplýsinga sem
njósnahringurinn seldi þeim. Leh-
man áætlar að það muni kosta um
fjóra milljarða íslenskra króna að
bæta skaðann.
Héraðsdómstóllinn í San Franc-
isco hefur fundið Whitworth sekan
um njósnir og skattsvik en dómur
hefur enn ekki verið kveðinn upp.
Talið er að Walker-njósnahringur-
inn hafi þegið rúma 12 milljarða
króna frá Sovétmönnum í skiptum
fyrir hernaðarleyndarmál.
John Walker sagði fyrir réttinum
að Whitworth hefði útvegað sér
mjög mikilvæg skjöl varðandi fjar-
skipti pg fleira á árunum 1976 til
1983. í október á síðasta ári játaði
Walker að hafa njósnað fyrir Sov-
íranar biðja
SÞ um aðstoð
Nicosia, AP.
ÍRANAR hafa farið fram á að
Sameinuðu þjóðirnar fjalli sér-
staklega um loftárás íraka á
írönsku borgina Sanandaj, en þar
létu 20 óbreyttir borgarar lífið.
í bréfi utanríkisráðherra írans
Ali Akbar til framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna segir að íran-
ar hafi hingað til virt samkomulag
stríðsaðiljanna tveggja um að gera
ekki árásir á skotmörk, þar sem
hætta er á að óbreyttir borgarar
láti lífið eða særist. írakar hafi
ekki hlítt þessu samkomulagi, og
því væri æskilegt að Sameinuðu
þjóðimar hefðu afskipti af málinu.
étríkin í 17 ár og mun hann hljóta
lífstíðardóm. Bróðir hans, Arthur
Walker, hefur þegar verið dæmdur
í ævilangt fangelsi.
myrða sig.
Ritstjórinn, Roberto Eisenmann,
bar vitni fyrir þingnefndum um
utanríkismál og sagði að hótunin
við líf sitt hefði verið þáttur í ráða-
bruggi herstjómarinnar í Panama
til að þagga niður í eina stóra óháða
fjölmiðlinum í landinu.
Hann kvað stjómina hafa hafið
herferð sína gegn hinu sex ára
gamla blaði 1981 og hefðu verið
gerðar vopnaðar árásir á blaða-
menn, fréttastjóra, dálkahöfunda
og Ijósmyndara blaðsins. Þeim
hefðu einnig borist hótanir og gerð-
ar hefðu verið líkamsárásir á þá.
„Herinn í Panama er orðinn ger-
spilltur vegna þess að öll völd em
í hans höndum," sagði Eisenmann.
„Og herfylki em orðin að bófaflokk-
um.“
Hann sagði að hann hefði verið
sakaður um að bmgga launráð
gegn stjóminni, landráð, svik og
eiturlyíjasmygl. Eisenmann dvaldi
eitt ár á styrk í Harvard við að
nema blaðamennsku. Hann kom
síðast til Panama í apríl, en hann
sagði að blaðamenn La Prensa
hefðu flett ofan af því að gera ætti
við hann banatilræði, þegar hann
ætlaði að snúa aftur heim í maí.
Eisenmann hélt því ennfremur
fram að F-8 herflokkurinn hefði
myrt Hugo Spadafora, aðstoðar-
heilbrigðismálaráðherra, eftir að
hann sakaði leiðtoga Panama,
Manuel A. Noriega hershöfðingja,
um að vera konung eiturlyfjavið-
skipta í Panama og löndunum í
kring. Lík Spadaforas fannst lim-
lest og höfðinu styttra skammt
innan við landamæri Costa Rica að
Panama.
Brúðkaup Andrews
og Söru:
Kostnað-
ur skatt-
borgara
um6,9
milljónir
London, AP.
KOSTNAÐUR skattborgara í
Bretlandi vegna brúðkaups
Andrew Bretaprins og Söru
Ferguson nemur um 6,9 millj-
ónum tslenskra króna.
Þetta kom fram í skriflegri yfír-
lýsingu Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Breta, í breska
þinginu sl. fimmtudag. Um er að
ræða kostnað vegna götuskreyt-
inga, öryggisvörslu, bráðabirgða-
salema fyrir mannfjöldann o.fl.
Thatcher sagði að talan gæti
hækkað eitthvað. Konungsfjöl-
skyldan mun greiða hluta útgjald-
anna m.a. fyrir prentun og
blómaskreytingar í Westminster
Abbey.
ERLENT
Noregur:
Akveða heildarþorsk-
kvóta fyrir Svalbarðamið
Ósló. Frá fréttarítara Morgunblaðsins.
SAMTÖK sjómanna og útgerðar-
manna eru ánægð með ákvörðun
norskra stjóravalda um heildar-
kvóta fyrir þorskveiðar á
miðunum í kringum Svalbarða.
Norsk-sovéska fiskveiðinefndin
hefur komið sér saman um heildar-
kvóta fyrir veiðiskip þriðja aðila á
þessu svæði, en ljóst var, að um
ofveiði hefði orðið að ræða, ef ekki
hefði komið til veiðitakmarkana.
Umtalsverðar veiðar þriðja aðila
á Svalbarðasvæðinu, einkum skipa
frá Evrópubandalagslöndunum,
hefur farið mjög fyrir bijóstið á
norskum sjómönnum.
(fljJPDND TYPAR nýlousnógömlumvondo
TYPAR® jarövegsdúkur frá Du Pont er níösterkur
jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene.
Hann er léttur og mjög meðfærilegur.
TYPAR® jarðvegsdúkur leysir alls konar jarðvatns-
vandamál.
TYPAR® er notaður í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegagerð, hafnargerð og
stíflugerð.
TYPAR® jarðvegsdúkur er ódýr lausn á jarðvatns-
vandamálum við ræsalagnir við hús-
byggingar, lóðaframkvæmdir, íþrótta-
svæði o.s.frv.
TYPAR® jarðvegsdúkur dregur úr kostnaði við jarð-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og
stuðlar að því, að annars ónýtanlegan
jarðveg megi nota. Dúkurinn kemur sér-
staklega vel að notum í ódýrri vegagerð,
hann dregur úr aurbleytu í vegum þar
sem dúkurinn aðskilur malarburðarlagið
og vatnsmettað moldar- eða leirbland-
aðan jarðveg. Notkun dúksins dregur úr
kostnaði við vegi, „sem ekkert mega
kosta“, en leggja verður, svo sem að
sveitabýlum, sumarbústöðum o.s.frv.
TYPAR® er fáanlegur í mörgum gerðum, sem
hver hentar til sinna ákveðnu nota.
®
TYPAR
skrásett vörumerki Du Pont
Siðumúla32 Sími 38000