Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
AKUREYRÍ
1
S P
Útsöluskór á
Ráðhústorginu
Akureyri.
STARFSMENN skóverksmiðju
Sambandsins á Akureyri buðu
vegfarendum ódýra skó á Ráð-
hústorginu á Akureyri í gærdag.
Það var mikið að gera hjá sölu-
mönnunum er blaðamaður leit
við. Litavalið í kössunum var
mikið — litir í og ekki í tísku
eflaust — og gerðu margir reyf-
arakaup.
Þórður EA
á heimleið
Akureyri.
BREYTINGAR hafa að undanförnu verið gerðar á Þórði Jónas-
syni, EA, í Noregi. Hann fór i reynslusiglingu í fyrradag og
gekk allt vel. „Menn voru mjög ánæðir," sagði Hreiðar Valtýs-
son eigandi skipsins i samtali við Morgunblaðið í gær.
Skipt var um aðalvél í Þórði eftir helgina. Skipið leggur af stað
og skipið var lengt um sex og heimleiðis í dag. „Hann fer á loðnu
hálfan metra. Þórður var 264 tonn þegar búið er að búa hann til
fyrirlengingunaenaðsögnHreið- þeirra veiða - það tekur nokkra
ars er ekki alveg ljóst ennþá hve daga eftir að hann kemur heim,“
stórt skipið telst í tonnum í dag. sagði Hreiðar.
Þórður er væntanlegur heim
Skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar:
Bæjarráð mæl-
ir með Ingólf i
Akureyri.
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur ákveðið að leggja til við bæjarstjórn
að Ingólfur Ármannsson, skólastjóri Síðuskóla, verði ráðinn skóla-
og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Embætti skóla- og menningar- og fleira áþekkt.
fulltrúa er nýtt embætti hér. Sjö umsóknir bárust um starfið.
Hlutverk fulltrúans verður m.a. að Bæjarstjóm mun væntanlega taka
samræma rekstur skólanna í bæn- afstöðu til tillögu bæjarráðs á fundi
um, hafa tengsl við fjárveitingavald sínum á þriðjudaginn.
KEA kaupir BTB fyrir
ríflega 70 milljónir króna
Akureyri.
KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur
keypt Byggingavöruverslun
Tómasar Björnssonar hf. Skrifað
var undir samning þar að lútandi
í gær. Að sögn Vals Arnþórsson-
ar, kaupfélagsstjóra, er kaup-
verð á fyrirtækinu; húsun, vélum
og tækjum, ríflega 70 milljónir
króna.
Hús BTB hf. við Lónsá eru 5.600
fermetrar. Fyrirtækið hefur starf-
rækt byggingavömverslun, límtrés-
framleiðslu og timburvinnslu.
Vömtalning verður hjá BTB í dag
og í kvöld tekur KEIA við fyrirtæk-
inu. „Byggingavömdeild KÉA tekur
strax við rekstrinum og öll sala á
grófu byggingarefni verður þama,
svo og timburvinnsla. Sala á grófu
byggingarefni hefur farið fram á
lóðinni við Glerárgötu 36 við erfiðar
aðstæður og timburvinnslan á Ós-
e}rri. Nú flyst þetta allt á einn stað,“
sagði Valur Amþórsson í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Valur var spurður hvort hug-
myndir væm ef til vill uppi um að
byggja á lóðinni Glerárgötu 36, þar
sem timburport KEA hefur verið,
og sagði hann einungis að nú yrði
að athuga hvemig sú lóð nýttist
best.
Forráðamenn BTB og KEA hafa
ræðst við í um það bil eitt ár um
þetta mál. „Það hefur tekist ágætt
samstarf um þetta. Ámi Árnason
bauð þetta fram að fyrra bragði og
ég held að menn séu gagnkvæmt
ánægðir með samninginn sem hefur
náðst. Þetta bætir úr þeim aðstöðu-
skorti sem hefur verið hjá KEA og
við vonumst til að geta þjónað okk-
ar viðskiptamönnum betur en
áður,“ sagði Valur.
Ámi Amason hefur rekið BTB
síðan 1959 en fyrirtækið var stofn-
að 1923. „Það em allir fegnir að
þetta skuli vera búið — fyrst ákveð-
ið var að selja fyrirtækið," sagði
hann í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Eins og áður sagði hafa aðilamir
ræðst við í u.þ.b. ár. Valur Am-
þórsson var spurður hvort um
mikinn ágreining hefði verið að
ræða í samningum: „Nei, en það
hefur þurft að skoða mjög margar
hliðar þessa máls. Við höfum gert
grein fyrir því á deildarfundum í
Kaupfélagi Eyfirðinga og á aðal-
fundi. Síðan þurfti að gera BTB
upp til að staða þess lægi fyrir.
Allt hefur þetta tekið sinn tíma,“
sagði Valur.
Bæjarsjóður Akureyrar:
20 milljónir í
óvæntar tekjur
Akureyri.
TEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar af útsvörum og aðstöðugjöldum
verða um tuttugu milljónum króna hærri en bæjarstjóm hafði gert
ráð fyrir i áætlunum sínum, að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjar-
fulltrúa hér. Bæjarráð fjallaði um þessar óvæntu tekjur á fundi sinum
í fyrrakvöld og liggur þegar fyrir, að ekki verða vandræði með að
koma peningunum í góðar þarfir.
„Tekjur bæjarbúa hækkuðu
meira á milli ára en við gerðum ráð
fyrir í flárhagsáætlun og þannig
stendur á þessum peningum," sagði
Sigurður í samtali við blm. Morgun-
blaðsins á Akureyri í gær. „Þetta
eru um sextán milljónir umfram
fjárhagsáætlun í útsvör og um fjór-
ar miljónir í aðstöðugjöld. Þetta
gæti að vísu lækkað eitthvað eftir
kærur, sérstaklega aðstöðugjöldin.“
Hann sagði að þegar væri búið
að ráðstafa þessu fé — til dæmis
væri ljóst að rekstur sjúkrasamlags-
ins myndi kosta um 7 milljónum
meira en gert hafði verið ráð fyrir
og auk þess væri ákveðið að ráðast
í 10-12 milljón króna framkvæmd
við Síðuskóla, svo hægt væri að
taka fjórar kennslustofur til við-
bótar í notkun í haust. „Við
komumst ekki hjá því að taka þenn-
an hluta skólans í notkun á þessu
ári og því var þetta ákveðið, þótt
nánast ekkert hafi komið af lög-
bundnu framlagi ríkisins til bygg-
ingarinnar," sagði hann.
Fyrir bæjarstjórn liggja enn-
fremur ýmsar beiðnir um aukafjár-
veitingar, m.a. frá Leikfélagi
Akureyrar, sem á í talsverðum fjár-
hagskröggum.
HLAUPARARNIR fimm, (talið frá vinstri) Stefán Friðgeirsson, Guðmundur Gíslason, Ami Kristíáns-
son, Leiknir Jónsson og Gunnar Kristjánsson. Fyrir aftan þá eru félagar úr Sundfélaginu Oðni,
er fylgdu þeim fyrsta spölinn.
Lagt á Sprengi-
sand úr
göngngötunnni
á Akureyri
Akureyri.
HLAUPARARNIR fimm sem
ætla að hlaupa yfir Sprengi-
sand vegna fjáröflunar í þágu
Sundsambands íslands lögðu
af stað úr göngugötunni á Ak-
ureyri laust fyrir kl. 18 í
gærdag.
Hlauparamir fimm eru Guð-
mundur Gíslason, Leiknir Jóns-
son, Ámi Kristjánsson, Stefán
Friðgeirsson og Gunnar Kristjáns-
son. Þeir áætla að hlaupa um 40
kílómetra á dag — um það bil
maraþonhlaupslengd — og ætla
að verða komnir til Reykjavíkur
mánudaginn 4. ágúst. Þeir enda
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Guðmundur Oddur Sigurðsson umdæmisstjóri Flugleiða afhendir
hlaupurunum áheit frá Flugleiðum.
hlaup sitt á Lækjartorgi. Verið
er að safna áheitum vegna hlaups-
ins en Sundsamband Islands fær
ágóðann eins og fram hefur kom-
ið. Áður en fimmmenningarnir
skokkuðu af stað í gær tilkynnti
Gunnar Oddur Sigurðsson um-
dæmisstjóri Flugleiða að fyrirtæk-
ið hefði heitið á þá einni krónu á
mann fyrir hvem kílómetra.