Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDÁGUR 26. JÚLÍ 1986
29
Hreindýr:
Virðist vera handahófskennt
hvernig kvótinn er ákveðinn
- segir Sólmundur
Einarsson líffræð-
ingur
„Á þessu ári verður ekki við-
höfð nokkur talning á hrein-
dýrum,“ sagði Sólmundur
Einarsson líffræðingur í sam-
tali við Morgunblaðið, en hann
á sæti í hreindýranefnd Skot-
veiðifélags Islands.
„Menntamálaráðuneytið ber
því við að ekki séu nógir pen-
ingar til staðar. Þetta er fráieit
röksemd. Andvirði þessara 700
hreindýra sem er úthlutað á
þessu ári er um tíu og hálf
milljón krona, ef við miðum við
að hreindýrakjöt seljist á 500
krónur hvert kíló í heildsöiu
og að meðalfallþungi dýra sé
30 kíló. Áætlaður kostnaður við
talningu er aftur á móti 80.000
krónur. Skotveiðifélagið hefur
boðið menntamálaráðuneytinu
að það muni standa undir þeim
kostnaði ef það fengi hluta
veiðikvótans sem það mundi
síðan selja og nota tekjurnar
til talningar og rannsókna á
hreindýrastofninum. Þessu
hefur hinsvegar ráðuneytið
synjað og valið þann kostinn
að sleppa talningu.
Talning fer fram úr flugvélum
en best er að hafa jafnframt taln-
ingu á jörðu niðri. Það hefur verið
talið reglulega frá því að veiðar
hófust aftur eftir friðun 1962, þó
að áður hafi komið fyrir að ekki
hafi verið talið. Mest hafa talist
um 4.000 dýr en kvótinn hefur
venð rokkandi á bilinu 500-1.100.
í fyrra var einungis talið á hluta
af svæðinu en samt veittur fullur
kvóti. Þetta virðist vera svolítið
handahófskennt hvemig kvótinn
er ákveðinn. Til dæmis hafa oft
heyrst raddir frá bændum um að
þeir hafi séð hreindýr þar sem
ekki var talið og. ráðuneytið þá
oftast tekið tillit til þess að ein-
hveiju leyti og stækkað kvótann
sem því nemur.
Eftirlit með hreindýrastofnin-
um er því miður alls ekki nægjan-
legt. Auk þess að talning sé ekki
framkvæmd má nefna að eftirlit
er ekkert með því hvort að þau
dýr sem eru veidd séu kálfar,
kvígur eða tarfar né heldur í
hvaða ástandi þau eru. Eftirlit
með veiðmönnum er heldur ekk-
ert, þetta byggist mest á
munnmælum manna á milli. Að
okkar mati á að skikka veiðimenn
til að taka ákveðin sýni, til dæm-
is kjálka dýranna, svo hægt sé
að meta ásigkomulag þeirra, kyn,
aldur og annað útfrá því. Einnig
þyrfti að taka úrtök og athuga
spikþykkt dýranna. Síðan ætti
útfrá þeim niðurstöðum sem
fengjust úr þessum rannsóknum,
að meta hversu mikið af törfum,
kvígum, og kálfum yrði úthlutað
í veiðikvótanum hveiju sinni.
Skotveiðifélagið hefur undan-
farin ár haft nefnd starfandi sem
samið hefur heildartillögur að
nýjum lögum í þessum efnum. Þar
er ekki gert ráð fyrir því að hrepp-
um sé úthlutað tilteknum fjölda
dýra heldur væri ákveðinn, eftir
rannsóknir, dýrafjöldi sem fella
mætti og gætu síðan einstaklingar
keypt veiðileyfi af ráðuneytinu og
fengið að fella dýr undir yfirum-
sjón dýraeftirlitsmanns. Þetta
myndi, auk þess að koma í veg
fyrir þá spillingu sem því miður
viðgengst á þessu sviði eins og
stendur, leysa ýmis vandamál sem
stundum koma upp. Það kemur
til að mynda oft illa niður á bú-
anda að dýr sem dveljast á hans
landi stóran hluta ársins færa sig
um set á veiðitíma. Þetta vekur
oft upp úlfúð milli hreppa."
„Þetta er ekkert stórhættulegt,
stofninn er ekki í útrýmingar-
hættu þó að talning fari ekki fram
í ár þó að auðvitað væri æskilegt
að vita meira um stofninn," sagði
Skarphéðinn Þórisson líffræðing-
ur í samtali við Morgunblaðið.
Skarphéðinn hefur unnið viða-
miklar rannsóknir á hreindýrum
á Náttúrufræðstofnun íslands.
„Þetta fer líka mikið eftir því
hvemig kvótinn skiptist niður á
svæði. Á sumum fjörðunum mátti
að ósekju bæta við kvótann. Þar
hefur dýrum fjölgað mikið á und-
anfömum ámm og valda sum-
staðar spjöllum á gróðri. Það leiðir
síðan til andúðar á dýmnum.
Annars em allmargir lausir
enadar í þessum málum og ákveð-
in atriði sem bráðnauðsynlegt
væri að athuga betur. Núna er
einungis talið á aðalsvæðinu,
norð-vestur af Vatnajökli skammt
frá Snæfelli, en þar hefur dýmn-
um fækkað mikið á undanförnum
ámm. Þau hafa fært sig í norður
og austur á firðina. Eftir því sem
dýmnum fækkar í nánd við Snæ-
fell vitum við minna um ástand
stofnsins í heild. Þarna er nú um
þriðjungur stofnsins og fer fækk-
andi.
Það hefur bara einu sinni verið
framkvæmd heildartalning á öllu
svæðinu, en það var árið 1980.
Þá fundum við 17-1800 dýr á
fjörðunum, utan aðalsvæðisins,
sem var mun meira en við höfðum
búist við. Ég var búinn að giska
á um 1.000 dýr og var það talinn
all glæfraleg spá á sínum tíma.
Ég held að engin nauðsyn sé á
heildartalningu árlega, ef fjár-
muni vantar er hægt að skipu-
leggja talninguna þannig, að eitt
árið mundum við telja á aðalsvæð-
inu, síðan í til dæmis Norðfjarðar-
og Helgustaðahreppi og loks
þriðja árið á svæði sem við þekkj-
um lítið til á.
Einnig ætti að skikka menn til
að skila inn upplýsingum um þau
dýr er þeir skjóta til að við gætum
metið stofnin aðeins betur, en þá
verðum við líka gera okkur grein
fyrir því, að ef við viljum fá inn
upplýsingar þá verðum við að
hafa einhvem til að vinna úr þeim
og það kostar peninga. Svo mætti
líka athuga breytingar í þá átt,
að í kvótanum verði tilgreint
hversu mikið megi skjóta af hvoru
kyni og kálfum. Nú er bara til-
greindur fjöldi dýra og hefur það
leitt til þess að á sumum stöðum
hafa tarfar á stundum nánast
horfið. Þeir eru auðvitað stærstir
og gefa mest af sér og þvi fysi-
legra að veiða þá.“
Hreindýr á beit í Eskifirði.
Ekkert hættulegl að taln-
ingu sé sleppt á þessu ári
- segir Skarphéðinn Þórisson líffræðingur
Dagana 27. júlí til 3. ágúst mun Viðey verða
vettvangur lýðveldisstofnunar skáta. Mynduð
verður þjóðstjórn og þing, einnig verður starf-
ræktur banki, pósthús og sjúkrahús og ekki má
gleyma vegabréfinu sem gefið verður út á hvern
einstakling. Þetta lýðveldi hefur einnig sitt skjald-
armerki, lög og þjóðsöng.
Við hvetjum foreldra skáta og gamla skáta til að
koma og kynnast skátalýðveldinu og rifja upp
gömlu góðu tímana, með því að gista í fjölskyldu-
búðum. Ferðir verða daglega út í eyju frá
Sundahöfn. Nánari upplýsingar er að fá í síma
621390.
. —-fý-Jdit í _ _i._v.t__.__________\ -V'_________________________V ; -----------------------------------]
'V ; r T~‘í' V '/'*/Y\ • - *