Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Minning: Olafur Sigurðsson _ hreppsijóri Hábæ Fæddur 13. mars 1897 Dáinn 18. júlí 1986 Falls er von af fomu tré. Nú er hann Ólafur í Hábæ allur, tæplega níræður. Og bráðkvaddur varð hann eða svo gott sem. Það var gott, að hann kvaidist ekki. Að vísu var elli kerling tekin að mæða hann allmik- ið. Sjónin var á fömm og heymin einnig. Það er því líkast sem lífið geri okkur með tímanum ónæmari en fyrr á æviskeiðinu gagnvart ytri áreitum eins og birtu og hávaða. Horfinn er af sjónarsviðinu traustur maður, heilsteyptur, haldinorður. Eigum við nógu marga slíka menn í dag? Ólafur í Hábæ, en það var hann jafnan nefndur af heimamönnum og lengra að, var fæddur í Hábæ hinn 13. mars árið 1897. Hann dvaldi alla ævi að kalla á þessum Iitla bletti og þar ber hann nú bein- in, blessaður karlinn. Foreldrar Ólafs vom búandi hjón í Hábæ, Sigurður Ólafsson Ólafs- sonar bónda í Hábæ og Sesselja Ólafsdóttir bónda í Hávarðarkoti Jónssonar. Bæði urðu þau háöldmð. Ólafur dó 1957, en Sesselja árið 1962. Öll var ætt Ólafs hreppstjóra úr Þykkvabænum, að undanteknu því, að amma hans, kona Ólafs Ólafssonar, var úr Landeyjum. Hét hún Ólöf Guðbrandsdóttir. Foreldr- ar Ólafs hvfla í Hábæjarkirkjugarði, einnig afi hans og amma sem fyrr er getið. Kirkja og garður í Þykkvabæ urðu til árið 1914, er kirkjan var flutt úr Háfi í Háfs- hverfi í þéttbýlið í grennd við Hábæ. Flatlent er mjög í Þykkvabæ, en þar sem Hábær stendur er hóll nokkur, hvaðan er gott útsýni yfir byggðina og vítt til Qalla. A fáum stöðum er fjallasýn víðari en úr Þykkvabænum. í Hábæ var lengi höfuðból og þar hafa setið gildir bændur. Þar hóf Ólafur búskap, fýrst ásamt foreldmm sínum og bróður, Óskari, sem enn er á lífi, en árið 1940 var jörðinni skipt og Ólafur byggði sérstakt hús. Hann kvæntist ungri konu árið 1940, Guðrúnu Elíasdóttur, frá Bolung- arvík. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, REGÍNA STEFÁNSDÓTTIR frá Tjarnarlundi, Stokkseyri, andaðist í hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, þann 24. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, KRISTJÁN VIÐAR HELGASON, lést föstudaginn 25. júlí á heimili sínu. Katrfn Magnúsdóttir og systkini, Lambastöðum. t Eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, fyrrverandi verkstjóri, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 22. júli. Jarðað verður frá kapellunni í Hafnarfirði 29. júlí kl. 13.30. Quðrún Magnúsdóttir, Ásgeir Sigurðsson og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ODDGEIR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Haukabergi 5, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. Elísabet Matthfasdóttir og börn hins látna. t Frænka mín, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Nönnugötu 1b, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Lárus Petersen. / t Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU GÚÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Oddabraut 10, Þorlákshöfn. Guðrún Bjarnadóttir, Þórir Guðnason, Ása Bjarnadóttir, Hannes Gunnarsson, Jóhanna Friðriksdóttir, Petra Vilhjálmsdóttir, Sveinn Sumarliðason, og barnabörn. Tók hún við hreppstjórastarfinu af manni sínum fyrir nokkrum árum, og mun vera með fyrstu ef ekki fyrsti kvenhreppstjóri þessa lands, en Ólafur varð fyrsti hrepp- stjóri Djúpárhrepps, sem til varð árið 1936, við klofning úr Ása- hreppi. Varð Þykkvibærinn, sá mikli þéttbýliskjarni, ásamt Háfs- hverfi og Bjóluhverfí og nokkrum bæjum öðrum, að sjálfstæðu sveit- arfélagi, þar sem samtök í búnaði hafa löngum ráðið ríkjum. Ólafur vann þar ævistarf sitt. Kom hann víða við. Auk hreppstjórastarfanna gegndi hann ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sína. Búnaðar- málunum helgaði hann krafta sína óspart. Faðir Ólafs, Sigurður (1870— 1957), var og frammámaður í Þykkvabæ um sína daga. Átti hann mikinn þátt í því verki sem lyfti þessari sveit til þess vegs sem hún hefur haldið síðan, en það var er Djúpós var stíflaður árið 1923. Sig- urður stjórnaði þessu verki og vann Ólafur þar að sjálfsögðu. Lögðu menn mikið að sér þar, stóðu í vatni upp að öxlum, helköldu jökulvatni að hluta. Ég kynntist Ólafi mikið. Gest- risni þeirra hjóna var_ viðbrugðið. Áreiðanlegri mann en Ólaf var vart hægt að hugsa sér. Þeir voru flest- ir áreiðanlegir, gömlu mennimir. Er þessum eiginleika að hnigna? Margt bendir til þess, því miður. Ólafur í Hábæ var að vísu maður hins gamla tíma. Hann fór aldrei geyst í framkvæmdum, en hann reisti sér heldur aldrei hurðarás um öxl, hann ætlaðist alltaf af, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Mér er kunnugt um það, að enda þótt Ólaf- ur væri ekki langskólagenginn, voru embættisverk hans jafnan hrukkulaus. Samband hans við sýslumann Rangæinga, sem lengst- af embættistíðar Ólafs var Bjöm Friðgeir Bjömsson, var árekstra: laust, enda báðir friðarins menn. í skilnaðarhófi sem Bimi sýslumanni var haldið á Hvolsvelli og flölsótt var að vonum, lét Bjöm þau um- mæli falla, er rætt var um embætt- isferil hans í fjóra áratugi, að hann hefði jafnan viljað fara sáttaleiðina í stað málareksturs, því að „betri er mögur sátt en mikill dómur“. Mér finnst þetta einnig eiga við hinn nýlátna hreppstjóra Þykk- bæinga (Djúpárhrepps) um langa hríð, eða frá 1936-1980, Ólaf í Hábæ. Eftirlifandi konu Ólafs, svo og syni og öðmm aðstandendum, vott- ast hér með samúð frá mér og mínu fólki. Auðunn Bragi Svcinsson Ólafur Sigurðsson Hábæ, Þykkvabæ andaðist á heimili sínu 18. júlí síðastliðinn 89 ára að aldri. Foreldrar Ólafs voru Sigurður Ólafsson bóndi í Hábæ og kona hans, Sesselja Ólafsdóttir frá Há- varðakoti. Faðir Ólafs, Sigurður Ólafsson bóndi í Hábæ, var sonur Ólafs Ól- afssonar sem fæddist 1842 í Krosshjáleigu, síðar bóndi í Hábæ. Hans faðir var Ólafur Sigurðsson fæddur á V atnsbóli 1811, Jónssonar frá Hallgeirsey A-Landeyjum fædd- ur 1773. En systir hans var Guðrún móðir Tómasar Sæmundssonar skálds. Jón Ólafsson faðir Sigurðar frá Hallgeirsey, fæddur 1757, var sonur Ólafs Ólafssonar frá Kirkju- landi, en móðir hans var Guðfinna Magnúsdóttir, kona Ólafs í Miðkoti í V-Landeyjum fæddur 1703. Guð- finna var dóttir Magnúsar Jónsson- ar prests á Breiðabólstað, fæddur 1611, Sigurðssonar prests á Breiða- bólstað, fæddur 1588, Einarssonar einnig prests á Breiðabólstað, fædd- ur 1562, Sigurðssonar prests og sálmaskálds í Eydölum, fæddur 1538. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Hábæ. Eftir að hann varð fulltíða maður vann hann áfram við bú foreidra sinna, en það þótti all gott bú á þeim tíma. Oft var vinnan erfið við að afla fanga fyrir menn og málleysingja því tún og engi voru umflotin vatni allt í kring áður en Djúpós var stíflaður 1923. Ólaf- ur vann að því verki ásamt öðrum Þykkbæingum. Þetta mikla afrek að stífla Djúpós verður skráð á spjöld sögunnar og talið til meiri- háttar afreka jafnframt sem það skapaði Þykkbæingum allt önnur og betri lífsskilyrði. Sigurður faðir Ólafs var einn aðalhvatamaður að þessu verki, auk þess sem hann dreif verkið áfram ásamt öðrum Þykkbæingum. Ólafur stundaði sjóróðra frá Þórhildur Sigurð- ardóttir - Minning Fædd 3. ágúst 1900 Dáin 19. júlí 1986 Amma mín, Þórhildur Sigurðar- dóttir, er dáin. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hún var lögð inn vegna veikinda sem á skömmum tíma drógu hana til dauða. Amma fæddist aldamótaárið að Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, dótt- ir hjónanna Sigurðar Einarssonar og Sigurbjargar Sigurðardóttur, og var áttunda í röð ellefu systkina. Hún var komung þegar hún missti móður sína, aðeins ellefu ára, og fór þá strax að vinna fyrir sér. Faðir hennar dó þegar hún var sex- tán ára. Þegar hún var í Hvítárbakka- skóla kynntist hún afa mínum, Magnúsi Símonarsyni, sem þá var nýkominn úr íþróttakennaranámi í Ollerup í Danmörku. Þau giftust árið 1929 og fimm árum síðar hófu þau búskap á Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi ásamt afabróður mínum, Jóni, konu hans, Ólöfu Elí- asdóttur, og ömmubróður mínum, Jóni Sigurðssyni. Afi og amma eignuðust fjögur böm, Sigurð f. 1931, Inga Garðar f. 1936, Símon f. 1940 og móður mína, Sigríði f. 1945. Bamabömin eru orðin tíu og eitt bamabamabam. Þegar afi og amma voru orðin ein eftir á Stóru-Fellsöxl fluttust þau á Dvalarheimilið Höfða á Akra- nesi og bjuggu þar síðustu árin, en afi dó árið 1981 á 87. afmælisdegi sínum. Á Höfða fór ágætlega um þau. Amma eignaðist í fyrsta sinn tómstundir og uppgötvaði hæfileika sem höfðu blundað með henni. Hún gat nú loksins farið að ferðast og áttræð fór hún í fyrsta sinn til út- landa. Ég man að félögum mínum fannst það sniðugt hvað ég átti fjör- uga ömmu, og víst er það að amma mín var lifandi allt sitt líf. Stóra-Fellsöxl var mitt annað heimili. Ég var þar á hvetju sumri til tólf ára aldurs og kynntist lífinu í sveitinni, sem var ómetanleg reynsla. fyrir borgarbam eins og mig. Um leið lærði ég að meta við- horf þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sjónarsviðinu. Þau vom laus við flestan þann hégóma sem nútíminn telur okkur trú um að við getum ekki verið án. Amma fæddist í torfbæ á Fljótsdalshéraði og lifði að sjá bændasamfélagið breytast í vestrænt neysluþjóðfélag, nokkuð sem engin önnur kynslóð íslendinga á eftir að upplifa, og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið Þykkvabæjarijöm eins og aðrir ungir menn á þeim tíma við frum- stæðar aðstæður þar sem skip, föt og öll önnur áhöld vora nánast heimatilbúin. Sjórinn var mikil bú- bót á þeim tíma eins og nánast alltaf auk þess, sem ungir menn öðluðust lífsreynslu og hörku. Ólafur var skipaður hreppstjóri Djúpárhrepps 1936, en áður til- heyrði Þykkvibær Ásahreppi. Hann skipaði auk þess ýmsar trúnaðar- stöður fyrir sveitunga sína. Hrepp- stjóri var Ólafur allar götur til ársins 1981 að kona hans tók við því embætti og skipar enn. Ólafur var farsælt yfirvald, viðmótsþýður og nærgætinn í samskiptum við sveitunga sína. Árið 1940, 6. júlí, gekk Ólafur að eiga unga konu, Guðrúnu Elías- dóttur sjómanns frá Bolungarvík. Þau bjuggu fyrstu árin í sambýli með foreldram Ólafs, en reistu sér íbúðarhús 1943 og hafa búið þar síðan og kölluðu Hábæ 2. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum á hominu sem kallað var og spjallað um gamla tíma, en gest- gjafinn mundi tímana tvenna og hafði álit á hlutunum. Á árunum 1930—1950 starf- rækti Ólafur verslun á heimili sínu og seldi sveitungum sínum aðallega vefnaðarvöra. Ölafur tileinkaði sér fljótt ýmsar tækninýjungar. Til dæmis var hann með fyrstu mönn- um að taka bflpróf og keypti vörabfl 1928 og var síðustu árin með öku- skírteini númer 1 í Rangárvalla- sýslu, gefið út 1932. Útvarp keypti Ólafur strax á fyrsta útsendingar- ári Ríkisútvarpsins 1930 og var þannig með fyrstu mönnum í Þykkvabæ að njóta þeirrar nýju tækni. Ólafur var mikill áhugamaður um stofnun og byggingu kartöflu- verksmiðjunnar í Þykkvabæ og fenginn til að taka fyrstu skóflu- stungu að byggingu verksmiðjunn- ar. Sonur Ólafs og Guðrúnar er Sig- urður bóndi í Hábæ 3, en kona hans er Herdís Hallgrímsdóttir og eiga þau 3 böm. Ólafur Sigurðsson í Hábæ var gæfumaður. Hann var heilsuhraust- ur langa og viðburðaríka ævi. Hann átti trausta og góða konu, sem annaðist hann af umhyggju hin efri árin þegar heilsunni tók að hraka. Ólafur var sannur Þykkbæingur sem vildi hag Þykkbæinga sem mestan. Við hjónin í Rimakoti vottum vandamönnum Ólafs heitins í Hábæ okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ólafs í Hábæ. Sverrir Gíslason, Stóra Rima- koti. að kynnast ömmu jafn vel og ég gerði. Á Stóra-Fellsöxl var handmjólk- að þar til gamla fólkið treysti sér ekki til að halda skepnur. Þannig kynntist ég vinnubrögðum sem margir jafnaldrar mínir hafa aldrei séð. Við amma gengum oft saman yfir heimatúnið til að sækja mjólk að Fellsenda. I bakaleiðinni námum við iðulega staðar og fundum and- litsmyndir í fjallinu, leikur sem ég leik enn þegar færi gefst. Nú er amma mín dáin, en andlitin sem hún sýndi mér era enn í fjallinu þar sem nútíminn sér aðeins gijót. Dauðinn er óumflýjanlegur, en viðskilnaður sem þessi er alltaf sár. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég ömmu mína í síðasta sinn. Davíð Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.