Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 44

Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 mmmn áster... .. .að nota aðeins eina vind- sæng TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved e 1386 Los Angeles Times Syndicate Ég get ekki slökkt. Ég sit hér, Dúddi! HÖGNI HREKKVÍSI cr Þetta er vindhögg Iþróttaáhugamaður skrifar: Heiðraði Velvakandi. „Eg fæ ekki orða bundist vegna nýjasta uppátækis Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra. Krafan um að íslensku tali eða texta verði nauðgað inn í erlent íþrótta- efni, sem sýnt er í sjónvarpinu, er ekkert annað en skemmdarstarf- semi. Ég hef ekki verið neinn aðdáandi Sverris sem menntamálaráðherra, en þó hef ég ávallt verið honum sammála um eitt efni, en það er viðleitni hans til að varðveita og styrkja íslenskuna. Ekki veitir af, eins og engilsaxnesk tunga tröllríð- ur öllu afþreyingarefni í landinu. Undanfarið hefur verið sent út íþróttaefni með erlendu tali ein- göngu, s.s. bandarískur körfubolti, enska knattspyman og allmörg golfmót. Þetta hefur nær undan- tekningarlaust verið mjög vandað efni þar sem sérfróðir menn hafa gætt það sem fram hefur farið lífí með kunnáttusamlegum lýsingum. Þetta hefur gert efnið til muna skemmtilegra á að horfa. Mér og mörgum öðrum íþróttaáhugamönn- um hrýs hugur við að þetta efni verði skemmt með því að Ieggja verulegan hluta skjásins undir texta sem ekki getur náð nema fjórða eða fímmta hverju orði sem sagt er, eða þá að íslendingar fari að tala inn á það. Það eru ekki til staðar hér á landi þeir menn sem geta komið í stað erlendu þulanna, sem gjörþekkja efnið. Auk þess eru íslenskir íþróttafréttamenn ekki nógu mál- ugir til að geta flutt talið skamm- laust, jaftivel þótt hvert orð sem erlendu þulirnir segja væri þýtt fyr- ir þá. Það væri mjög dýr lausn að fá þjálfaða leikara til að tala inn á efnið. Því er ég hræddur um að ef á umsjónarmenn þáttanna verði lagt að tala með efninu, eða að fá íþróttamenn úr greininni til að lýsa því sem fram færi, eins og hefur verið gert á stundum, verði það síst Margrét hringdi: „Fyrir hönd nokkurra lesenda vil ég vekja athygli á sérlega ágætri grein Rúnars Guðbjartssonar í Morgunblaðinu 19. júlí sl. undir fyrirsögninni „ímynd íslands". Það er óþægilegt þegar sagt er við mann á erlendri grund: „Nú, þú ert frá eyjunni þar sem eyjarskeggjar standa í því að útrýma hvölum. Lifír fólkið þar á hráu hvalspiki? til framdráttar íslensku máli. í stað hreinnar ensku komi einhverskonar íslenska með svo miklum ensku- slettum að tungunni stafí hálfu meiri hætta af en núverandi hátt- um. Þetta er vindhögg Sverrir. Er þama ósköp frumstætt fólk?“ Hveiju getur maður svarað? Það segir sig sjálft að Alþjóðahvalveiði- ráðið væri ekki að vinna að friðun hvalanna ef ekki væri hætta á út- rýmingu þeirra. Ekki höfum við að öllu leyti orð- ið okkur til skammar því nú var sagt í útvarpinu að Islendingar hygðust hætta hrefnuveiðum í sum- ar.“ Lifa Islendingar á hráu hvalspiki? Víkveiji skrifar Lögreglan og Umferðarráð eru að hrinda af stað herferð fyrir betri umferðarmenningu. Á sér- staklega að beina augunum að hraðakstri og ölvunarakstri. Ekki leikur neinn vafí á því að átaks er þörf í þessum efnum. Ölv- unarakstur er svo alvarlegur hlutur að ekki þarf að fjölyrða um á þess- um vettvangi. En um hraðaksturinn má ræða frekar. Víkveiji er þeirra skoðunar að umferðarhraðinn á götum borgarinnar hafí aukist til muna síðustu misseri og sé orðinn stórhættulegur á sumum götum. Á sama tíma virðist Víkveija að dreg- ið hafí úr hraðamælingum og öðrum aðhaldsaðgerðum lögreglu. Hvað veldur? Fróðlegt væri að heyra svör lögreglunnar. Sama þróun virðist vera á um- ferðarhraða á þjóðvegunum. Algengt er að bílar aki á yfir 100 kílómetra hraða. Mesta hættan er þar sem skiptast á malbikaðir kafl- ar og malarvegir. Þá hættir ökumönnum til að gleyma sér og hraðinn á malarvegunum verður meiri en þeir ráða við. Full ástæða er til að hvetja öku- menn og aðra vegfarendur til að gefa gaum aðgerðum lögreglu og Umferðarráðs á næstu vikum til að bæta umferðarmenningu okkar. Ekki virðist af veita. XXX Um síðustu helgi lauk á KR- vellinum í Reykjavík svo- nefndu Pollamóti KSI og Eimskips í knattspyrnu. Víkveiji horfði á nokkra leiki í þessu móti og skemmti sér konunglega. Leikgleði drengjanna var alveg takmarkalaus og stundum var engu líkara en horft væri á sjálfa Heimsmeistara- keppnina. Drengimir hafa greini- lega fylgst vel með keppninni og tileinkað sér ýmislegt sem þar mátti sjá hjá hinum eldri. Fjöldi manns fylgdist með leikj- unum. Foreldrar fylgdust með sonum sínum á vellinum og hvöttu óspart og þama var ósvikin fjöl- skyldustemmning. Blaðamenn vom mættir en enginn sást frá sjón- varpinu. Má það furðulegt heita, því varla er hægt að hugsa sér skemmtilegra sjónvarpsefni. Sýnist Víkveija ekki veita af að hressa upp á íþróttaþáttinn um þessar mundir. Sjónvarpsmönnum þykir máski tveggja ára gömul keilukeppni áhugamanna merkilegra efni en knattspyma í yngstu aldursflokk- unum? Full ástæða er til að þakka KSÍ og Eimskip þetta framtak. Hið gamalgróna skipafélag lék snjallan leik þegar ákveðið var að tengja nafn þess svona skemmtilegri og þarfri keppni. XXX Líklega hafa fáir gert sér grein fyrir því að Reykjavík er ein mesta skemmtiborg heimsins ef . miðað er við höfðatöluregluna margfrægu. Víkveiji fletti upp í laugardags- blaði Morgunblaðsins um síðustu helgi. Þar er auglýstur dans 5 13 veitingahúsum, 27 kvikmyndir vom á boðstólum í 7 kvikmyndahúsum, þijár leiksýningar vom auglýstar og ein Listahátíð. Og þegar bætt er vio öllum veitingahúsum og nærri tug „bjórkráa“ má sjá að í þessu sem og mörgu öðm stöndum við 5 fremstu röð. Gripið hefur verið til þekktrar aðferðar til að selja umfram- birgðir af dilkakjöti. Ríkissjóður leggur fram 75 milljónir af skattfé landsmanna í niðurgreiðslur svo lækka megi verðið um 20 prósent. í gangi hefur verið söluherferð síðan í vor. Hún fólst í því að skipta um nafn á dilkakjötinu og kalla það fjallalamb auk þess sem hringferð var farin um landið til að örva söl- una. Þessi aðferð hefur ekki reynst árangursrík. Margir spáðu þessu strax í vor, sögðu sem rétt var að ekki þýddi að skýra svona gamal- kunna vöm upp á nýtt. Slíkt myndi ekki ganga í landann, sem kom á daginn. Spara hefði mátt kostnað við þessa herferð og nota peningana í dilkakjötsútsöluna, sem allir vissu að yrði óhjákvæmilegþegar nálgað- ist sláturtíð. XXX Nýr kaupstaður er risinn í borg- arlandinu. Skátar hafa lagt undir sig Viðey í eina viku og reist þar 1.000 manna byggð með allri þjónustu. Þar munu þeir una sér í starfí og leik næstu vikuna á sínu 19. landsmóti. Meiningin er að skátarnir kynni almenningi starfsemi sína á meðan mótið stendur. Þeir munu heim- sækja borgarbúa og borgarbúum og öðmm landsmönnum verður gef- inn kostur á að heimsækja þá út í Viðey. F\ill ástæða er til að hvetja fólk til þess að notfæra sér þetta tækifæri. Slá tvær flugur í einu höggi, skreppa út í Viðey og kynna sér um leið skátastarfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.