Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
11
Afmæliskveðja:
Guðríður Ólafsdóttir
Þegar ég kom að Seljahlíð, dval-
arheimili aldraðra, 3. júlí á líðandi
sumri, mætti ég konu sem vakti
strax athygli mína. Ekki veit ég
hvort ég er nokkuð einstök með það
að verða fyrir áhrifum frá fólki, en
svo fór er ég mætti þessari konu
að hún vakti forvitni mína ásamt
sérlega hlýlegri aðlöðun. Við tókum
tal saman og ég spurði um aldur
hennar. „Ég er að enda níunda tug-
inn,“ sagði hún. „Það getur ekki
verið,“ sagði ég, „þú ert að gera
að gamni þínu.“
Með geislandi blik í augum bætti
hún við. „Þetta er sannleikur, hvort
sem þú trúir því eða ekki, og víst
má ég þakka skaparanum fyrir þá
heilsu sem ég hef, það er aðeins
minnið sem ég finn að er heldur
að dofna. Ég fæddist á þeim tíma
þegar fátækt og erfiði þótti ekkert
tiltökumál. Þá varð hver að bjarga
sér eftir bestu getu, og ekki var
hægt að seilast í ríkiskassann."
Guðríður er fædd 20. september
1896 á Brekkum í Hvolhreppi og
fluttist að Kirkjulandi með foreldr-
um sínum hálfs árs gömul og dvaldi
þar til 23 ára aldurs. 1920 giftist
hún Sigurði Þorsteinssyni ættuðum
úr Vestur-Landeyjum, og bömin
fæddust hvert af öðrum 9 taisins,
öll á lífi þegar þetta er skrifað,
mesta manndómsfólk. Guðríður
segir mér að hún hafi sem flest
önnur börn á þessum árum orðið
að vinna eins og kraftar leyfðu, þó
ekki væri há í loftinu. Hún minnist
þess að 9 ára gömul hafi hún orðið
að bera vatn í bæ og fjós, fyrst
þurfti að hala það uppúr brunni
með fláti sem kallað var ponta, síðan
var því helt í ámu sem stóð á brunn-
barminum. Á sumrum var þetta
leikur einn, en á vetrum kuldaverk,
og jafnvel hættulegt fyrir böm þeg-
ar brunnbarmurinn var allur svell-
aður. Eitt sinn vildi svo til að hún
misti fótanna og datt afturfyrir sig
og rann á fleygiferð í áttina til
bmnnsins.
Hún hrópaði til Guðs um hjálp
og kraftaverkið gerðist. Hún var
stöðvuð af ósýnilegri hönd. „Þetta
var hreint kraftaverk," segir hún.
Eitt af mörgum máttarverkum
Guðs sem hún hefur fengið að reyna
um langa æfi. Fyrir augum okkar
í dag er það ekkert annað en krafta-
verk að koma upp stómm bamahóp,
með engin þægindi. „Þá var ekki
Tvíleikur á gítara
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Amaldur Ámason og Carles
Trepat héldu tónleika á vegum
Tónlistarfélags Kristskirkju, sl.
fimmtudag og fluttu gitartvíleiks-
verk eftir ýmsa höfunda. Fyrsta
verkið er eftir Piccinini, er uppi
var á sextándu og sautjándu öld,
eftir því sem stendur í efnisskrá.
Annað verkefni var tilbrigðaverk
fyrir tvo gítara, eftir Hróðmar
Sigurbjörnsson. Það sem er ólíkt
nútíma-akademískum tónverkum
hjá Hróðmari, er samfelldur tón-
bálkur en nýtískan í tónsmíði,
sundurslitnar og stuttar tónhend-
ingar em á fræðimáli sagðar vera
„knappt form“ og að tónskáldið
temji sér að vera „gagnorður".
Auk þess sem tónbálkurinn er
samfelldur, eins texti, sem er
meira en sundurslitin orð, þá var
hljóman verksins þýðlega útfærð
og falleg. Fimm dansar eftir Schu-
bert vom næst á efnisskránni og
fyrrihluta efnisskrár Iauk með
Konserttilbrigðum eftir Giuliani,
er var einna viðamesta verk tón-
leikanna, bæði hvað snertir gerð
og umfang. Eftir hlé vom tvö lög
eftir Albeniz, þijú eftir Ginastera
og skemmtilegt smástykkjasafn
eftir Leo Brouwer. Tónleikunum
lauk svo með tveimur lögum eftir
Granados. Allt var þetta vel flutt
af Arnaldi og félaga hans, Carles
Trepat.
í heild vom tónleikarnir auð-
heyrilega mjög vel æfðir og
samstilling þeirra eftir því yfir-
veguð og allur leikur þeirra vel
útfærður. Eftirtektarverðustu
tónverkin vom tilbrigði Hróð-
mars, konserttilbrigðin eftir
Giuliani og Micro piezas eftir Bro-
uwer, sem er, miðað við það sem
undirritaður hefur heyrt eftir
hann, ágætt tónskáld.
Jón Ásgeirsson
TSíframallzadutLnn
■c&'1
Ar*1
lettifgötu 12-18
Toyota Tercel 4x4 1983
Grásanseraöur, ekinn aöeins 51 þús.
km. Mjög gott eintak. Verö 390 þús.
Ford Escort CX 1984
Hvítur, 1600 vól. Ekinn 36 þ. km. 5 gíra.
Gullfallegur 5 dyra bíll. Verö 365 þ.
Honda Civic CRX 1986
Svartur, einn glæsilegasti sportbill
landsins. Verö 600 þús. staögreitt.
Subaru ST 1,8 1983
Ljósbr., ekinn 50 þ. km. 2 dekkjagangar
á felgum o.fl. Mjög fallegur blll. V. 395 þ.
Honda Accord 1982
Blásans. Ekinn aöeins 48 þús. km.
Upphækkaöur, 5 gíra. Verö 330 þús.
M. Benz 190 E 1985
m/öllu, ekinn 31 þ. Verö 990 þús.
Mazda 626 1600 1981
2 dekkjagangar. VerÖ 190 þús.
MMCGalant 2000 1982
5 gira, útvarp o.fl. Verö 320 þús.
Nissan Sunny stat. ’83
Rauöur dekurbíll. Verö 280 þús.
Saab 900 GLS 1983
5 gira. VerÖ 400 þús.
Volvo 244 GL 1982
Vinrauöur, ekinn 47 þús. km.
M. Benz 190 E 1983
Einn sá fallegasti.
Mazda 929 Hardtop '83
Ljósblár, 2ja dyra. Verö 425 þús.
Fiat Panorama stat. '85
Ekinn 14 þús. Verö 220 þús.
Citroen GSA Pallas '82
Gott eintak, góð lán. Verð 240 þ.
Chevrolet Monza 1986
Grásanseraður, ekinn 3 þús. km.
Suzuki Alto 1983
Sjálfskiptur, ekinn 47 þús. km.
BMW 315 1982
Vinrauöur. Verð 300 þús.
Honda Quintet 1981
Rauösans. Einn eigandi. V. 230 þ.
Ford Taunus 1982
Ekinn 45 þús. km. Verð 250 þús.
Ford Sierra 2000 1984
5 dyra bfll. Verö 490 þús.
einu sinni til þvottabretti," segir
hún og brosir. Þegar níunda barnið
þeirra fæddist veiktist maður henn-
ar, fékk hvem illræmdan sjúk-
dóminn eftir annan. Fyrst lá hann
lengi heima, en varð svo að flytja
hann á Landspítalann í Reykjavík,
og varð hann fyrsti sjúklingurinn
sem var fluttur í flugvéi á íslandi.
Það var Öm Johnson sem var með
vélina, en hún var þaklaus og hefur
því nætt um þá, en allt fór þetta
vel og heim komst húsbóndinn aftur
við allgóða heilsu eftir marga mán-
uði. Hann var þó ekki fyrr kominn
en Guðríður þurfti að gangast und-
ir stóran uppskurð. Má nærri geta
hvort hún hefur ekki þurft að leggja
hart að sér á meðan hún var ein,
með allt heimilið úti og inni, og
veik að auki. Það var þó lán í óláni
að maður hennar gat svo tekið við
af henni með aðstoð góðra ná-
granna. Þrátt fyrir veikindin,
fátækt og allt erfiðið er afmælis-
barnið teinrétt í baki, kvikt í
hreyfingum með næstum því ung-
legt yfirbragð. Mig langaði til þess
að gleðja hana á þessum tímamót-
um og þakka henni fyrir stutt en
góð kynni og óska henni og niðjum
hennar allrar Guðs blessunar.
Guðríður ætlar að taka á móti
gestum í dag á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar er búa í Hraun-
tungu 55 í Kópavogi eftir kl. 15.30.
Filippía Kristjánsdóttir
Erum nú að setjafram mesta úrval
haustlaukasem nokkurn tima
GMyú^alrfTúlíponum,
Kl^m^sumhar^emm
smálaukum, sem reynst hata vei
héeqnadhagstæðra innkaupa tekst
okkuraðbióðaótrúlegaMverða
þessum vörum a magntilboði.
Wlagntilboð:
1.50Slk.Túlipanar. Bnlilir(rauðiroggulir), ggg _
tvííitir og blandaðtr. 399 -
2« 25 slk. Páskaliljur. OQQ ■
3- 35stk.lágirogijolænrTúlípartar. Q95".
4« 100 Slk. blandaðir laukar i öskju.
VIS/NVlSnNQÍdVONI