Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
Sinfóníuhljómsveit æskunnar:
Tónleikar í
Hamrahlíð
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æskunnar heldur tónleika í sal Menntaskói-
ans við Hamrahlíð sunnudaginn 21. september nk. kl. 17.00. Á
efnisskrá eru þijú verk: Siegfrieds Rheinfahrt úr óperunni Götter-
dammerung eftir Wagner, fiðlukonsert í C-dúr eftir Haydn og
sinfónía nr. 5 eftir Sjostakovits.
Einieikari á fiðlu verður Gerður
Gunnarsdóttir. Stjómandi er Mark
Reedman.
I sinfóníuhljómsveit æskunnar er
ungt tónlistarfólk, sem undanfarið
hefur verið á Zukofsky-námskeiði
hér í Reykjavík. Eru tónleikarnir
nokkurs konar lok þess námskeiðs.
Þátttakendur eru 85 talsins frá
Stór-Reykjavíkursvæðinu, ísafirði,
Akureyri og Neskaupstað.
Kennarar eru Gerður Gunnars-
dóttir, Bemharður Wilkinsson,
Joseph Ognibene og Ámi Áskets-
son.
Gestir skoða sýninguna
STOKKHOLMIA 86
að bakí
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Alheimsf rímerkjasýningin
STOCKHOLMIA 86 var haldin í
Svíþjóð dagana 28. ágúst til 7.
sept. síðastliðinn. Öllum þeim,
sem ég hef hitt ber saman um,
að þetta hafi á allan hátt verið
stórfengleg sýning. Kemur mér
það vissulega ekki á óvart, þvi
að hún var öll stærri í sniðum
en STOCKHOLMIA 74, en þá
sýningu átti ég kost á að heim-
sækja, og þótti mér hún ærið
verkefni til skoðunar.
I þætti 14. júní sl. var sagt frá
því frímerkjaefni, sem íslenzkir
safnarar sendu á STOCKHOLMIU
86. Margt af því er okkur hér heima
vel kunnugt, en þó er vitað, að eig-
endur safnanna em iðnir við að
bæta þau og laga, svo að þau taka
flest framfömm milli sýninga.
í samkeppnisdeild sýndi Hjalti
Jóhannesson íslenzkt stimplasafn
sitt frá 1873—1950 í fímm römmum
og hlaut fyrir stórt silfur. Er það
bezti árangur hans til þessa. Sig-
urður H. Þorsteinsson fékk silfur
fyrir íslenzkt flugsafn sitt, sem var
í fímm römmum. Þá hlaut safn
Jóns Halldórssonar af 20 aura
Safnahúsinu frá 1925 silfrað brons
og sömu verðlaun fékk Sigurður
Þormar fyrir brúarstimplasafn sitt.
Nokkrir erlendir safnarar áttu
íslenzkt frímerkjaefni, og er margt
af því svo gott og sjaldgæft (og um
leið verðmætt), að leikurinn er
næsta ójafn fyrir okkur. í sam-
keppnisdeild sýndi Norðmaðurinn
Harald Tysland ísland 1850—1904
í sex römmum og hlaut fyrir það
stórt gull. íslenzkir safnarar vita
vel, að Tysland hefur verið ótrúlega
iðinn nú um nokkur ár að koma
þessu safni upp og ekkert til spar-
að. Eru í safni hans bæði stimpluð
og óstimpluð frímerki frá elzta tíma
og mörg mjög fágæt bréf og um-
slög. M.a. eru þar tvö skildingabréf,
og við vitum, að þau eru miklar
gersemar, jafnvel þótt merkin sjálf
séu óheil. Eins eru í þessu safni
dönsk frímerki með þríhrings-
stimpli 237 frá Seyðisfírði og eins
forfrímerkjabréf með dönskum
Fodpost-stimpli.
Lars Ingemann frá Svíþjóð er
aftur kominn af stað með nýtt ís-
landssafn, en fyrir allmörgum árum
seldi hann mikinn hluta íslands-
safnsins, sem í voru meðal annars
skildingabréf. Hér sýndi hann aura-
útgáfu 1876—1904. Sýningargest-
ur hefur tjáð mér, að í þessu safni
séu bæði stimpluð og óstimpluð
merki og mörg bréf og sum umslög-
in bæði mjög falleg og koifágæt.
Þá eru burðargjöld þeirra mjög
góð. Eins á Ingemann mjög mikið
af yfirprentuninni þrír frá 1897.
Fyrir allt þetta efni fékk safnið stórt
gyllt silfur.
Annar Svíi og góðkunningi
margra íslenzkra safnara hér
heima, Ingvar Andersson, fékk
einnig stórt gyllt silfur fyrir íslenzkt
stimplasafn sitt fyrir 1893. Þetta
er orðið mjög gott safn, og þar er
m.a. 236 á dönsku frímerki og eins
stimpillinn BERUFJORD.
í heiðursdeild var svo frábært
safn Bandaríkjamannsins Rogers
Swansons í tíu römmum. Eru þetta
frímerki og umslög af eiztu íslenzku
merkjunum, svokölluðum klassísku
útgáfum. Áð sögn sýningargests
er þetta ótrúlega fallegt safn og
„frágangur þess bæði þrifalegur og
smekkiegur", eins og það var orðað
við mig. Er í því mikið fágæti og
m.a. skildingabréf. Og ekki minnk-
ar það í áliti dómara, þegar hið
nýja íslenzka skildingabréf, sem
Swanson keypti nýlega á tæpar
tvær milljónir íslenzkra króna á
uppboði, bætist við. Var því eigi
undarlegt, þótt safn þetta fengi
stórt gull og síðan sérstök heiðurs-
verðlaun.
Ifyrir utan samkeppni sýndi Hálf-
dan Helgason sem dómari íslenzk
bréfspjöld 1879—1920 í §órum
römmum og Bemhard Beskow í
Svíþjóð ísiand 1873—1902 í einum
ramma. Voru í honum m.a. óstimpl-
uð aurafrímerki í ijórblokkum og í
öllum prentunum, og eins þrírút-
gáfan.
íslenzka póststjórnin sýndi arkir
af aurafrímerkjum í fjórum römm-
um. Þá voru íslenzk bréf með
dönskum frímerkjum, sem giltu hér
á landi 1870—1872 í nokkrum
dönskum söfnum, enda geta þau
heyrt þar til eins vel og í íslenzkum
söfnum.
Fátt eitt var af íslenzku efni í
bókmenntadeild sýningarinnar.
Frímerkjaklúbburinn Askja átti þar
Póst- og stimplasögu sína úr Þing-
eyjarsýslu og hlaut fyrir það silfrað
brons. Eins fékk Sigurður H. Þor-
steinsson silfrað brons fyrir verð-
lista sinn Islenzk frímerki 1986.
Þýzkur maður, Kurt Bliese, átti svo
í bókmenntadeild ritsmíð um plötu-
galla í sporöskju á skildinga- og
aurafrímerkjum, og fékk hún brons-
verðlaun.
I sambandi við Stockholmiu 86
fór fram spurningakeppni meðal
unglinga frá fímm Norðurlanda-
þjóðum í boði samtaka sænskra
unglinga. Fjórir drengir fóru héðan
og stóðu sig mjög vel. Verður nán-
ar sagt frá því í þætti að viku liðinni.
Drengrir
hljóp í veg
fyrir bíl
DRENGUR á fermingaraldri
slasaðist á fimmtudag á mótum
Garðsvegar og Sandgerðisvegar
er hann varð fyrir bifreið sem
ekið var í átt til Keflavíkur.
Drengurinn hafði ásamt félaga
sínum fengið far með bífreið og lét
ökumaður hennar þá út við afleggj-
arann og hljóp drengurinn þá út á
veginn í veg fyrir bflinn. Var hann
fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og
reyndist hann handleggsbrotinn en
meiðsl hans voru ekki mikil að öðru
leyti.
bakarameistara
,/^V_ ./Tv • A rf'YJVyfj&í _ S í Awl V ?fiT ’
[JItíVS ^ J\ (:\ h F
/ m * • • •» • ■ WíbM' pi f&j i
\ • 1 '' W.. ff IflilB i ; y ?jJ l-f'í. 1