Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 18

Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 18
18 MORGUNBLA-ÐíÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBERr 1986 Moiyunbluðið/Þorkell Katla Smith Henje, ritari EAPS á Islandi. ÁRLEG ráðstefna Evrópusam- taka ritara, EAPS (European Association of Professional Secr- etaries), hófst á Hótel Sögu á fimmtudag og sitja þingið 206 ritarar frá 15 þjóðum Evrópu. Helsta markmið samtakanna er að berjast fyrir bættum kjörum ritara í Evrópu og að starf þeirra njóti aukinnar viðurkenningar en verið hefur. Aðalfundardag- urinn var í gær og fluttu þá erindi Ragnar Halldórsson, for- stjóri Islenska Alfélagsins, Valgerður Bjarnadóttir, for- stöðumaður markaðrannsókna Flugleiða og Ingjaldur Hannib- alsson, framkvæmdarstjóri Álafoss. Helen Bafé, fulltrúi EAPS í Grikklandi, þar sem næsta ráð- stefna samtakanna fer fram. Fyrir 12 árum stofnuðu nokkrir breskir og franskir ritarar með sér samtök til að efla veg stéttar sinnar og afla henni meiri viðurkenningar. Félaginu var gefið nafnið EAPS og brátt kom í ljós að mikil þörf var fyrir samtök af þessu tagi. Á skömmum tíma náðu þau mikilli útbreiðslu í Evrópu og telja nú um 900 ritara í 15 löndum. Ekki kom- ast allir ritarar í EAPS, því uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að fá inn- göngu í samtökin. í stjórn EAPS á íslandi eiga sæti þær Katla Smith Henje, hjá Fjárfestingafélaginu, Hildur Guð- björnsdóttir, hjá Granda hf., og Vigdís Bjarnadóttir, ritari forseta íslands. Margaretha Didrichsen, út- breiðslustjóri EAPS. Um markmið EAPS sagði Katla að samtökin hefðu það hlutverk að koma á framfæri áhugamálum rit- ara og vinna að því að gera starf ritara áhrifameira. „Ritarastarfið er ekki metið að verðleikum," sagði Katla. „Starf ritara er ákaflega viðamikið og ef hún vill fá hætri laun fyrir vinnu sína, verður hún að fá annan titil innan fyrirtækisins, því ritarastað- an er ekki launuð sem skyldi.“ Katla sagði að unnið væri að því á íslandi að kynna starfslýsingar ritara eftir stigum, þar sem ritarar flokkast annað hvort sem ritarar, einkaritarar eða stjórnunarritarar. Stjórnunarritarar verða að hafa við- amikla kunnáttu og reynslu og Eyvor Bohm hefur um árabil rekið einkaritaraskóla víðs vegar í Evrópu og m.a. haidið nokkur námskeið hér á landi. gegna gjarnan áhrifameiri stöðum innan fyrirtækisin en hefðbundnir ritarar, t.d. stöðum skrifstofustjóra. Til að fá inngöngu í EAPS verður umsækjandi t.d. að vera stjórnunar- ritari og hafa starfað sem slíkur í a.m.k fimm ár. Klúbbur ritara var stofnaður hér- lendis árið 1981, en fékk síðar nafnið Samtök ritara og telja þau nú um 50 félaga. Jóhanna Sveins- dóttir varð fyrst íslenskra ritara til að fá inngöngu í EAPS árið 1983, en nú eru þær orðnar 15 og er ein þeirra, Vilborg Bjarnadóttir, ritari hjá Flugleiðum, varaformaður Evr- ópusamtakanna. Katla sagði mjög mismunandi hvað yfirmenn sýndu riturum mik- inn stuðningi varðandi saintiik þeirra og ráðstefnur. „Yfirmaðui'inn minn hefur stutt mig mjög mikið, því auðvitað hefúr þessi ráðstefna bitnað á vinnunni. Undirbúningur hennar hófst af al- vöru í mars og hafa yrfirmenn okkar, sem að henni stöndum, sýnt mikinn skilning á málinu og leyft okkur t.d. að nota aðstöðuna hjá fyrirtækjunum," sagði Katla, sem starfar hjá Fjárfestingafélaginu. Þegar yfirmaður velur sér ritara, hlýtur hann að leita eftir vissum eiginleikum öðrum fremur og sagði Katla að þar kæmi margt til. „Fyrir utan góða kunnáttu í rit- arastörfum, sem hver ritari verður að sjálfsögðu að hafa, held ég að yfirmaðurinn vilji að hún sé stundvís, samviskusöm og geti tek- ið sjálfstæðar ákvarðanir, þegar hann er ekki við. Hún verður líka umfram allt að hafa jákvætt við- mót,“ sagði Katla. Grískir yfirmenn yrðu dauðhræddir við ritara frá Norðurlöndunum Næsta ár fer ráðstefna EAPS fram í Grikklandi, en alls mættu sjö ritarar þaðan til þingsins nú. Aðalfulltrúi EAPS í Grikklandi er Helen Bafé. Hún vinnur fyrir sam- band iðnfyrirtækja í Aþenu og hefur tvær stúlkur sér til aðstoðar. „Það er mjög örvandi fyrir ritara Evrópulandanna að geta borið sam- an bækur sínar um kjör og baráttu- mál. Sums staðar ber á milli og fer það mest eftir yfirmönnunum hvar ritarinn stendur miðað við stöllur sínar annars staðar í Evrópu. Hins vegar held ég að grískir yfirmenn yrðu dauðhræddir við rit- ara frá Norðurlöndunum. Það stafar aðallega af því að norrænu ritararnir eru mjög ákveðnir og líta á sig sem jafningja yfirmannanna. Þrátt fyrir að við gerum það einn- ig, þá leyfum við yfirmönnunum Markmið EAPS er að fá rit- arastarfið metið að verðleikum Sambýli Styrktarfélags vangefinna í Vlðihlíð í Reykjavík. Húsmunasöfnun Styrktarfélags vangefinna í DAG og á morgun efnir Styrktarfélag vangefínna til söfnunar á húsmun- um til nota á sambýlum félagsins. Félagið annast nú rekstur fímm sambýla hér í borginni, en sjötta sam- býlið verður tekið í notkun í næsta mánuði. Til þess að koma þessum heimilum upp hefur félagið notið góðs stuðn- ings og framlaga frá opinberum aðilum, ýmsum félagasamtökum og síðast en ekki síst almenningi. Nú vantar ýmiss konar vel með farin húsgögn til nota á heimilunum og væri vel þegið, ef einhverjir eru aflögufærir, að þeir hafi samband við Sendibílastöðina hf. í Borgartúni 21, sími 25050 milli kl. 10 og 18 laugar- dag og sunnudag og verða húsgögnin þá sótt. (Fréftatilkynning.) II Trovatore á Blönduósi Blönduósi: íslenska óperan verður hér á Blönduósi á morgun, sunnudag, med uppfærslu á óperunni II Trovatore eftir Verdi. Það er Tónlistarfé- lag Austur-Húnavatnssýslu, sem hefur haft forgöngu um komu þessara listamanna. Bylting í bókagerð: Blindraletursprent- vél tekin í notkun Nýi prentarinn prentar bókina „Ég er kölluð Lilla“ fyrir blindra- deild Námsgagnastofnunar. Við prentarann standa Björg Bjarnadótt- ir, forstöðumaður Blindrabókasafnsins, Gísli Helgason og Arnþór Helgason, deildarstjóri námsbókadeildar. „Það tekur 6 mínútur að prenta bókina, i stað tveggja tíma áður.“ Þessi uppfærsla á II Travatore verður sú eina á Norðurlandi að þessu sinni. Sigurður H. Pétursson er formaður Tónlistarfélagsins í A-Hún. og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að um 50 manna hópur frá íslensku óperunni kæmi i fyrramálið til að setja upp sýning- una og sýnt yrði um kvöldið. Um 40 manns taka þátt í sýningunni, þ.e. einsöngvarar og kór ásamt stjórnanda og undirleikara. Aðal- hlutverk eru í höndum þeirra Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Garðars Cortes, Kristins Sigmundssonar, Hrannar Hafliðadóttur og Viðars Gunnarssonar. Hljómsveitarstjóri er Gerhard Deckert og undirleik annast Catherine Williams. Hér er um einstæðan tónlistar- viðburð að ræða og var Sigurður H. Pétursson spurður að því hvort framhald yrði á slíkum tónleikum í vetur. Sigurður sagði að á dag- skrá Tónlistarfélagsins í vetur væru a.m.k. þrennir tónleikar. Þann 21. nóvember verða tónleikar, þar sem Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson leika. Um hina tónleikana vildi Sig- urður lítið segja að svo stöddu því þeir væru enn í undirbúningi. Jón Sig. BLINDRABÓKASAFN íslands er um þessar mundir að taka í notkun nýja blindraletursprent- vél. Vélin er lokaáfangi í fram- leiðslukerfi fyrir blindraleturs- útgáfu, sem hannað var fyrir safnið af Hilmari Skarphéðins syni, verkfræðingi. „Þetta er bylting í framleiðslu bóka með blindraletri á Islandi," sagði Arnþór Helgason, deildar- stjóri námsbókadeildar Blindra- bókasafnsins, en sú deild stóð að kaupum prentvélarinnar. „Bókaút- gáfan getur nú gefíð út um 30 bækur á ári, í stað 10 eða færri áður, auk þess sem blint námsfólk getur nú fengið bækur á mun skemmri tíma.“ Blindrabókasafn íslands var stofnað 1983. Eitt af forgangsverk- efnum þess hefur verið að koma upp góðri aðstöðu til framleiðslu blindraletursbóka. Það hefur jafn- framt verið markmið að blindir gætu unnið framleiðsluna. Auk þess að fullnægja ofangreindum mark- miðum er kerfið sérstaklega sniðið þannig að hæglega má færa texta á ýmsum tölvutækum formum til vinnslu innan þess. Þannig má prenta texta á blindraletri, sem upphaflega heíur verið settur í prentsmiðju fyrir hefðbundna bóka- útgáfu. Þarf þá ekki að vélrita textann vegna blindraletursútgáf- unnar, en það sparar geysilega vinnu. Prentvélin nýja er mjög afkasta- mikil, getur prentað allt að 300 stafí á sek., og prentar báðum megin á pappírinn, sem skiptir geysilegu máli fyrir hið rúmfreka blindraletursprent. Einnar milljón króna framlag Gísla Helgasonar, starfsmanns safnsins, sem er hagnaður af sölu hljómplötu hans Astaijátningar, gerði safninu kleift að hefjast handa við þetta brýna verkefni. Ymsir fé- lagar Gísla lögðu fram vinnu við plötuna endurgjaldslaust. Félaga- samtök og fyrirtæki komu til hjálpar, t.d. gaf Kvennadeild RKÍ 250.000 kr. Fyrsta bókin var prentuð 4. júlí sl. Það var bókin „Af mönnum ertu korninn" eftir Einar Braga. Undir- búningur fyrir prentun bókarinnar tók eina viku í stað 6 vikna áður. Alls háfa 7 bækur verið prentaðar, bæði námsbækur og fagurfræði- bókmenntir og bíða fleiri prentunar. Yfírleitt eru prentuð tvö eintök af hverri bók, en skv. 19. grein laga um höfundarrétt er heimilt að gefa öll íslensk hugverk út á blindraletri. Útgáfa á blindraletursbókum hefur verið mjög lítil síðustu ára- tugi, vegna skorts á tækjabúnaði. Er það m.a. ástæða fyrir takmark- aðri þekkingu á blindraletri meðal blindra hér á landi miðað við önnur Vesturlönd. Vonir eru bundnar við að þetta fullkomna kerfi auki við- gang blindraleturs á Istandi. Nýja kerfíð gefur líka möguleika á hraðari fréttaflutningi með blindraletri, sem einkum er mikil- vægt fyrir blinda og heyrnardapra. „Við auglýsum eftir einhveijum, sem vill gefa smá tíma í að skrá helstu fréttir daglega eða vikulega og hjálpa þessu fólki þannig að fylgjast með umheiminum," sögðu starfsmenn Blindrabókasafnsins að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.