Morgunblaðið - 20.09.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
19
Islensk þátttaka í
norrænum menningar-
dögum í Diisseldorf
íslensk þátttaka í norrænum menningar- dögum í Dusseldorf
Norrænir menningardagar standa nú yfir í Dusseldorf í Þýskalandi
og eru nokkrir íslendingar þar meðal þátttakenda. Koma þeir fram
sem fulltrúar nokkurra listgreina, m.a. tónlistar og bókmennta.
Borgaryfirvöld í Dusseldorf hafa skipulagt svokallaða “Nordische
Wochen" og standa straum af kostnaði við heimsókn listamanna frá
Norðurlöndunum ásamt stofnunum í hinum einstöku löndum.
stundum að komast upp með að
halda að þeir séu okkur æðri,“ sagði
Bafé.
„Ritari þarf fyrst og fremst að
hafa mikla aðlögunarhæfni og ég
held að yfírmaðurinn leiti mikið
eftir því, þegar ritari er ráðinn. Hún
verður einnig að geta axlað þá
ábyrgð, sem hann felur henni og
gæta þess sífellt að fyrirtækið komi
vel fyrir út á við. Hún er jafn mik-
ið andlit fyrirtækisins eins og
yfírmaðurinn."
„í EAPS erum við að beijast
fyrir aukinni viðurkenningu á störf-
um okkar og reynum því að fremsta
megni að efla veg EAPS. Það er
svo mikils krafist af riturum að
starfíð ætti að njóta meiri virðingar
ogbetri launa. Við þurfum að kunna
á bæði viðskiptavinina, yfirmenn-
ina, við þurfum að kunna nokkur
tungumál, við þurfum að kunna að
koma vel fyrir okkur orði, í viðbót
við annað sem fylgir hefðibundnu
ritarastarfí. Þetta lærir enginn á
einu ári. Til að vera allt þetta þarf
margra ára reynslu," sagði Helen
Bafé.
Samtök ritara einnig
mikilvæg fyrir yfir-
mennina
Margaretha Didrichsen, út-
breiðslustjóri EAPS og fulltrúi
samtakanna í Svíþjóð, sagði að
starfsemi þeirra kæmi sér ekki ein-
ungis vel fyrir ritarana, heldur
einnig fyrir yfirmennina.
„Það kemur oft fyrir að forstjór-
inn þarf að ná í yfirmann fyrirtækis
einhvers staðar í Evrópu, en hefur
ekki tök á því að ná í hann beint.
Þá kemur sér vel fyrir hann að
hafa ritara sem þekkir kollega sína
hjá viðkomandi fyrirtæki og getur
náð sambandi við yfirmanninn á
augabragði," sagði Didrichsen og
bætti því við að yfirmaður hennar
kallaði gjarnan EAPS samtökin í
gríni „alþjóðlegu mafíuna," þar sem
tengslin á milli ritaranna í EAPS
eru mjög sterk.
Didrichsen vinnur hjá Sambandi
sænskra iðnrekenda og sagði hún
að yfirmaðurinn sinn væri ákaflega
samvinnuþýður hvað varðaði þátt-
töku hennar í starfsemi EAPS.
„Það er þekkt staðreynd að kon-
ur njóta ekki jafnréttis á við karla
í launamálum og er starf ritara
undirborgað, sem önnur kvenna-
störf. Við erum að beijast fyrir því
að störf okkar séu metin að verð-
leikum og við gerum það í gegnum
þessi sámtök, en beitum ekki tækni
verkalýðsfélaga. Ef okkur tekst að
auka veg starfsstéttarinnar, þá
munu launin einnig batna.“
Allir kannast við ímynd einkarit-
arans, sem hefur alla merkisdaga
á hreinu og sér um að kaupa gjafir
handa eiginkonu forstjórans, þegar
hann gleymir afmælisdegi hennar.
Allar konurnar á ráðstefnunni, sem
Morgunblaðið ræddi við, voru sam-
mála um að slíkir einkaritarar væru
enn til, en með næstu kynslóð yrðu
þess háttar aukastörf úr sögunni.
„Það ætti að lumbra á ritara sem
lætur bjóða sér slíkt,“ sagði Marg-
aretha hlægjandi. „Það eru vissu-
lega ennþá sumir ritarar sem láta
það viðgangast að hella upp á te-
bolla fyrir yfirmanninn og sjá um
persónulega hluti fyrir hann,“ sagði
hún, „en á næstu árum verða slíkir
einkaþjónar yfirmanna úr sögunni."
Mikil framför á undanf-
örnum árum
Eyvor Bohm er sænsk að uppr-
una, en hefur undanfarin fimm ár
rekið fyrirtæki í London. Hún byrj-
aði feril sinn sem einkaritari, en
hefur sl. 18 verið framkvæmdar-
stjóri ráðgjafafyrirtækis. Hún hefur
rekið skóla fyrir einkaritara og
haldið nokkur námskeið fyrir einka-
ritara hér á vegum Stjórnunarfé-
lags Islands.
„Við hvetjum ritara til að taka
meiri þátt í starfsemi fyrirtækisins
og reynum að efla sjálfstraust
þeirra. Ritari á að taka meiri þátt
í stjórnun fyrirtækisins; hún á að
hafa traust yfirmannsins jafnt við
aðra meðstjórnendur. Ef yfirmaður-
inn gefir henni nógu greinargóðar
upplýsingar um starfsemina, þá á
hún að geta tekið ákvarðanir þegar
mikið liggur við og yfirmaðurinn
er ekki við. Þetta er eins og hvert
annað samband milli samstarfsfólks
- það þarf bæði að gefa og þiggja.
Mér finnst hafa orðið mikil breyt-
ing til batnaðar á undanförnum
árum og ég hef t.d. orðið vitni að
miklum framförum hér á Islandi,"
sagði Bohm.
Hún sagði að þótt enginn karl-
maður væri meðlimur í EAPS, þá
hefðu nokkrir sótt einkaritararná-
mskeiðin hennar í gegnum árin.
„Yfirmenn tveggja þeirra voru
líka konur, svo þetta er kannski
allt að breytast," sagði Bohm.
Ekki var mikið um karlmenn í
Súlnasal Hótel Sögu á fimmtudags-
kvöldið, en fyrir utan þjóna, ljós-
myndara Morgunblaðsins og annan
fréttamann, var samt einn karlmað-
ur viðstaddur. Claudio Rubino er
ítalskur og var hann til íslands
kominn ásamt eiginkonu sinni,
Dora Zacchetti, sem sat ráðstefnu
EAPS.
„Ég kom nú reyndar aðeins til
að sjá landið, en ekki til að fylgjast
með ráðstefnunni," viðurkenndi
Claudio. „En ég verð að segja að
þetta er þarft framtak ritaranna
og þessar ráðstefnur eru mikilvæg-
ar fyrir þær til að skiptast á
skoðunum og reyna að efla stöðu
sína,“ sagði Claudio. „En á morgun
læðist ég í burtu og fer í skoðunar-
ferð um Reykjavík," sagði hann að
lokum.
Ráðstefnan heldur áfram í dag,
en þá fara fram pallborðsumræður
og um kvöldið verður árlegt lokahóf
EAPS haldið á Hótel Sögu. Ráð-
stefnugestirnir halda svo flestir
heim á sunnudag.
Þrennir orgeltónleikar eru meðal
annars á dagskrá menningarvi-
kunnar og fara þeir allir fram í
Neanderkirkjunni í miðborg Dus-
seldorf. Annast þá orgelleikarar frá
Danmörku, Noregi og frá íslandi
Hörður Áskelsson organisti Hallgrí-
mskirkju. Tónleikar hans verða
miðvikudag 24. september. Hörður
leikur verk eftir Pál ísólfsson, Jón
Kópavogur:
SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar i Kópa-
vogi hefur vetrarstarfið með
innritun laugardaginn 20. sept-
ember kl. 14—18.
Innritað verður í Skátaheimilinu
Borgarholtsbraut 7 í ljósálfa, ylf-
inga- og skátastarf. Þrautabrautir
verða á staðnum og boðið upp á
kakó. Allir krakkar eru velkomnir
til starfa. í vetur er áætlað að
starfa á tveimur stöðum í bænum,
Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7
og kjallara bamaheimilisins Efsta-
hjalla.
(Fréitatilkynning)
Nordal, Atla Heimi Sveinsson,
Áskel Másson og J.S. Bach. Verk
Páls er Introduetion og passacaglia
í f-moll, sálmforleikir eru fluttir
eftir Jón Nordal og Atla Heimi og
verk Áskels Mássonar heitir Elegía.
Eftir Bach spilar Hörður konsert í
a-moll eftir Bach-Vivaldi, og G-dúr
fantasíuna.
Skátafélagið Kópar
að hefja vetrarstarf
/
UTSALA
Einstakt tilboð!
Seljum útlitsgallaða skápa
á stórlækkuðu verði. Komið að
Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og
gerið hagstæð kaup.
SÍÐASTI
DAGUR
Fataskáparnir frá AXIS
henta allstaðar!
K
k
ASKAFUM
AXIS
SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI
SÍMI 91 43500