Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 22
22________
Sovétríkin
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
Fjórhjóladrifinn
misuzu PICKUP
ENGIN ÚTBORGUN
Útgerðarmenn, verktakar, bændurogaðrir
athafnamenn, sem þurfið lipran, léttan og
rúmgóðan bíl meö mikla flutningsgetu,
komið, sjáið og sannfærist um gæði og
eiginleika ISUZU PICKUP.
Ýmis greiðslukjör í boði, m.a.
KAUPLEIGA: ENGIN ÚTBORGUN, aðeins
mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar
greiðslur til allt að fjögurra ára.
Sölumenn okkar veita allar nánari
upplýsingar.
Tækniatriði:
Bensínvél 88 hö. Diesel 61 hö. Fimm gíra.
Aflstýri. Aflbremsur. Læstdrif. Fjórhjóladrifinn
(4x4). Lengd á palli 2,29 cm. Lengd á palli
(Space Cap) 1,87 cm. Sportfelgur. Deluxe inn-
rétting (allir mælar). Ýmsir litir.
BÍLVANGUR sf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Olíusíuskiptin
ollu stórtjóni
Moskvu, AP. Qj
PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði frá
því í fyrradag, að tveir 500-megawatta raflar hefðu eyðilagst
í eldi, sem upp kom í raforkuveri í Kazakhstan í fyrravetur.
Olli síysið einnig með óbeinum hætti miklu tjóni fyrir trjávöru-
AP/Símamynd
Diana með nýja greiðslu
Diana prinsessa er komin með nýja hárgreiðslu og er líklegt talið, að hún verði ekki ein
um hana mjög lengi. Skartaði hún nýju greiðslunni í Wembley-ráðstefnumiðstöðinni í Lon-
don en þar var hún stödd til að verðlauna unga og efnilega verkfræðinga.
Afganistan:
Frelsissveitir
auka andspymu
Nikósíu, AP.
iðnaðinn í ríkinu.
Eldurinn kom upp í kolakyntu
raforkuveri í Ekibaktuz í norð-
Brasilía:
Fjórir fang-
ar skótn-
ir til bana
Rio de Janeiro, AP.
FJÓRIR fangar voru skotnir til
bana og einn særðist, er þeir
reyndu að flýja úr fangelsi í suð-
urhluta Brasilíu á fimmtudag.
Var þetta í þriðja sinn á einni
viku, sem til uppþota og flótta
kemur úr fangelsi í landinu.
Ekki er þó vitað til þess, að
tengsl séu milli þessara atburða.
Flóttinn á fimmtudag varð í borg-
inni Umarama rúml. 900 km fyrir
sunnan Rio. Fimm fangar, þar af
einn vopnaður, yfirbuguðu tvo
fangelsisverði síðdegis á fímmtu-
dag. Þeir féllust síðan á að láta
gísla sína af hendi fyrir bifreið til
þess að komast burtu.
En þegar fangarnir voru að fara
inn í bílinn, hóf lögreglan skothríð
á þá. Fjórir fanganna létu þá lífið
og sá fímmti særðist, en tókst þó
að komast burt. Leit að honum stóð
enn yfír í gær.
urhluta Kazakhstan og var
ástæðan sú, að einn starfs-
mannanna reyndi að skipta um
olíusíu án þess að loka fyrir olíu-
streymið. I henni kviknaði þegar
hún spýttist yfir heitan málminn
og loks varð gífurleg sprenging
í gasinu, sem safnaðist fyrir
inni í stöðvarhúsinu.
Nánar var ekki skýrt frá
þessu slysi en sagt, að til að
bæta úr raforkuskortinum hefði
starfsmönnum stórrar vatnsafl-
stöðvar í Krasnoyarsk við
Yenisei-fljót verið skipað að
auka framleiðsluna. Verkfræð-
ingar stöðvarinnar vöruðu við
því og sögðu, að það væri ekki
unnt nema með því að auka
rennslið úr uppstöðulónum og
að aukið vatnsmagn gæti valdið
miklum skaða neðar við ána. A
þessar viðvaranir þeirra var
ekki hlustað, sagði í Pravda.
Þegar vatnið óx í fljótinu fyr-
ir neðan raforkuverið urðu
afleiðingarnar þær, að það hreif
með sér miklar viðarbirgðir við
bakkana og á þeim og voru trjá-
bolirnir síðan að berast niður
ána lengi á eftir. Gaf Pravda í
skyn, að tijávöruiðnaðurinn í
ríkinu hefði orðið fyrir verulegu
tjóni.
NÍU afgönsk skæruliðasamtök
hafa bundist samtökum um að
stórauka skæruhemað gegn afg-
anska stjórnarhernum og
sovézka innrásarliðinu í vestur-
hluta landsins.
Skæruiiðasamtökin vonast að
með þessu dragi úr sókn 20.000
manna herliðs gegn nokkur hundr-
uð skæruliðum, að sögn írönsku
fréttastofunnar IRNA. Að sögn
fréttastofunnar var samkomulagið
gert á fundi fulltrúa afgönsku
skæruliðasamtakanna í norðaustur-
hluta Irans í fyrradag.
Afgönsku frelsissveitirnar skipt-
ast í mörg skæruliðasamtök, eða
sjö aðalfylkingar og tugi smærri
hreyfinga. Vestrænir stjórnarerind-
rekar herma að undanfamar vikur
hafí bardagar harnað til muna
umhverfís Kabúl og ennfremur í
héraðinu Herat og við samnefnda
höfuðborg þess. Tugþúsunda
manna herlið hefur sótt þar mjög
hart fram gegn skæruliðum.
IRNA skýrði frá því á dögunum
að sovézkir og afganskir hermenn
hefðu hefnt ófara gegn skæruliðum
í Herat með því að hálshöggva 42
óbreytta menn, þ.á.m. konur, börn
og gamalmenni, í þorpi skammt frá
höfuðborg héraðsins.
Lífleg blaðaútgáfa í Suður-Afríku:
Stjórnvöld skortir þor
til að hefta starfsemi
Jóhannesarborg, AP.
HÓPAR námsmanna og annarra andstæðinga kynþáttastefnunnar
reka umfangsmikla tímarita- og blaðaútgáfu í Suður-Afríku þrátt
fyrir bann stjómvalda, lögregluárásir og sífelldan peningaskort.
Blöðin miðla upplýsingum til blökkumanna og era ómyrk í gagn-
rýni sinni á aðskilnaðarstefnu Pretoríustjómarinnar. Mörg þeirra
hafa verið gefin út áram saman.
Blöðin gera hvað þau geta til
að aðlaga sig að þörfíim lesenda.
Þau eru skrifuð á mjög einfaldri
ensku þar sem lesendur eru marg-
ir hveijir ekki fyllilega læsir. Þau
miðla m.a. upplýsingum um at-
vinnuleysisbætur, verkalýðsfélög
blökkumanna og heilsugæslu auk
þess sem saga aðskilnaðarstefn-
unnar er rakin.
Upplag blaðanna vex stöðugt
ekki síst vegna þess að í þeim
koma fram sjónarmið og fréttir
sem sjaldnast birtast í öðrum suð-
ur-afrískum fjölmiðlum. Zwelak-
he Sisulu, ritstjóri The New
Nation segir blöðin þrífast vel
þrátt fyrir höft stjómvalda. „Fólk
er almennt mun betur upplýst um
stjómmálaástandið en áður var.
Hinir hefðbundnu fjölmiðlar hafa
ekki komið til móts við þarfir al-
mennings hvað þetta varðar,"
segir Sisulu.
Blöðin em mörg hver styrkt
af erlendum aðilum. Tímaritið
Learn and Teach, sem gefíð er út
í 25.000 eintökum, nýtur t.d.
stuðnings fjölmargra evrópskra
kirkjusamtaka. Þegar neyðarlög
vom sett í júlímánuði var hluti
upplagsins eyðilagður og þeir sem
skipulögðu dreifingu tímaritsins
handteknir.
Þrátt fyrir þá óvægnu gagn-
rýni, sem lesa má á síðum blað-
anna, hafa stjómvöld í Suður-
Afríku ekki enn beitt sér af fullri
hörku gegn útgefendum þeirra.
„Stjórnin óttast að það muni vekja
heimsathygli ef starfsemi blað-
anna verður brotin á bak aftur,“
segir Zwelakhe Sisulu, ritstjóri
The New Nation. „Ráðamenn hér
gera sér ljóst að loki þeir blöðun-
um mun frelsisbarátta blökku-
manna verða enn hatrammari en