Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Kvennaathvarf að er dapurlegt til þess að hugsa, að sums staðar skuli heimilislíf í þjóðfélagi okkar vera með þeim hætti að konur telji sig neyddar að leita ásjár í sérstöku kvennaat- hvarfi. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því, hve ömurlegt slíkt hlut- skipti hlýtur að vera. Og ekki bætir það ástandið, þegar börn dragast inn í deilumar og verða einnig að flýja heimili sín. Stofnun Kvennaathvarfs í Reykjavík fyrir nokkrum árum, sem var að fmmkvæði ein- staklinga, var tilraun til að leysa bráðan vanda kvenna, sem orðið höfðu fyrir ofbeldi eiginmanns eða sambýlis- manns á heimilum sínum og vantaði griðastað. Leitin eftir vist í athvarfinu, sem stundum hefur verið meiri en húsnæði þess leyfir, sýnir, að þetta var þarft verk, hversu óþægileg sem mönnum kann að þykja sú staðreynd. Um rekstur Kvennaat- hvarfsins hafa verið eitthvað skiptar skoðanir meðal kvenn- anna, sem komu því á fót. Fjárþörf athvarfsins hefur einnig orðið tilefni nokkurra blaðaskrifa að undanfömu og þar hafa komið fram stað- hæfíngar um afstöðu einstakra stjórnmálamanna, sem ekki er sjáanlegt að hafi við nokkur rök að styðjast. Forsvarsmenn Kvennaathvarfsins hafa gert kröfu til borgarstjómar Reykjavíkur um verulega fjár- styrki og hlotið nokkra úr- lausn. Af hálfu borgarstjórnar hefur á það verið bent, að kon- umar, sem sækja í athvarfíð í Reykjavík, komi einnig utan af landi og því sé eðlilegt að fleiri sveitarstjómir styrki það fjárhagslega. Þetta er eðlileg röksemdafærsla, en líka má velta því fyrir sér, hvort kon- urnar, sem sækja í athvarfið, eigi allar skilyrðislausan rétt á ókeypis þjónustu. Spurningar af þessu tagi og aðrar, sem tengjast Qárhags- legum rekstri Kvennaathvarfs- ins og almennri starfsemi þess, þarf að vera hægt að ræða af fordómaleysi. Fullyrða má, að viðhorf almennings og stjórn- valda til hugmyndarinnar um kvennaathvarf eru mjög já- kvæð og sterklega ber að vara við tilraunum ákveðinna afla til eigna sér annars vegar Kvennaathvarfið í Reykjavík og hins vegar sjálfar umræð- urnar um vandamál kvenna, sem verða fórnarlömb ofbeldis- manna. í Reykjavík hefur verið byggð upp fullkomnasta fé- lagsmálaþjónusta á íslandi. Þar hafa sérþjálfaðir starfs- menn tekið á margskonar vandamálum borgarbúa og m.a. reynt af fremsta megni að greiða götu þeirra, sem hrasað hafa. Við hæfí er að velta því fyrir sér, hvort of- beldi gegn konum á heimilum þeirra sé orðið slíkt vandamál, að Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar verði að láta það til sín taka með nýjum hætti. I því sambandi kæmi til álita, að borgin tæki að sér rekstur Kvennaathvarfsins og bæri alla ábyrgð á honum. Með þessu er ekki verið að fella neikvæðan dóm yfir sjálfboða- liðastarfinu, en í Ijósi þess að almennt virðast gerðar kröfur til þess að opinberir aðilar fjár- magni reksturinn, er það ekki nema eðlilegt framhald málsins að þeir taki hann að sér að öllu ieyti. Tímabær herhvöt Eiturlyf eru hættulegasti óvinur mannkynsins. Ekk- ert fyrirbrigði brýtur jafn margar manneskjur jafn gjör- samlega niður á jafn skömmum tíma. Hættulegustu eiturlyfín breyta heilbrigðu fólki í flök, bæði til sálar og líkama, og leiða margoft til ótímabærs dauða. I fótspor slíkra eitur- efna fylgja þjáningin, sorgin og dauðinn. í dag verður efnt til stofn- fundar foreldrasamtakanna „Vímulaus æska“ í Há- skólabíói. Tilgangur samtak- anna er samátak gegn eiturlyijum. Herhvöt samtak- anna er: verndum börnin okkar gegn vímuefnum. Morgunblað- ið hvetur fólk til stuðnings við þessi samtök. Bezta vörnin gegn mörgum samtímasjúk- dómum, skæðustu dauðagildr- um mannfólksins, eru heilbrigðar lífsvenjur. Heil- brigði fólks hvílir ekki sízt á lífsmáta þess. í ljósi þeirrar staðreyndar, sem og þess þján- ingafjöturs, sem eiturlyfin hnýta nú um mannkyn allt, er fundurinn í Háskólabíói, og hliðstæð viðbrögð, tímabær herhvöt og vegvísir. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 355. þáttur Oft hef ég verið spurður um orðasambandið að berja eitthvað augnm, sem nú á dögum er notað í merkingunni að sjá eða virða fyrir sér. Fátt fann ég í prentuðum orðabókum, reyndar ekkert nema í Fritzner, svo að ég sneri mér til Orðabókar háskólans, og með dyggilegri hjálp starfsmanna hennar hef ég dregið saman það sem hér fer á eftir. ★ I orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (1705—1779) er þetta orðasamband greint. Orðabók Jóns er íslensk-latnesk og enn óprentuð. Þetta er hinn sami Jón og Halldór Laxness gerði að Jóni Grindvíkingi í Islandsklukkunni. I orðabók Johans Fritzners er, undir auga, tekið upp orðasam- bandið að berja augum í (eitt- hvað), þýtt á dönsku tage noget í Betraktning (=taka til athug- unar). Vitnað er í Flateyjarbók, og þegar flett er upp í henni, kemur þetta í ljós (útg. 1868, III, bls. 319): „En ærið mikið þykir oss á liggja fyrir þér og þínu máli, fé- lagi, segir hann, og berjum vér þar nú augum í.“ Hér hefur textinn verið færður til nútímastafsetningar, og skiln- ingur Johans Fritzners ekki dreginn í efa. Þá er þar næst til að taka sem blaðið Islendingur er, hið elsta með því nafni. Það hóf göngu sína 1860 og stóðu að því margir ágæt- ir menn. I útlendum fréttum í fyrsta árgangi, 13. tölublaði, 4. okt., bls. 101, segir svo (stafsetn- ingu haldið): „Hjer varð sem optar heldur en eigi bið á samkomulaginu; öll- um þótti reyndar, sem hjer yrði handa að hefja, en ekkert mætti gjöra að soldáni nauðugum. Bret- ar börðu helzt augun í liðsending Napóleons, og þótti eigi ugglaust, að liði hans yrði enn setudrjúgt á Sýrlandi og í Rómaborg." Hér vekur athygli þolfalls- myndin augun, og er nú ekki annað sýnna en orðasambandið beija augun i merki að setja eitt- hvað fyrir sig, láta sér mislíka, hengja hatt sinn á. Fjórum sinnum á öldinni sem leið kemur svo orðtakið fyrir í gerðinni beija augum í (eitthvað) í erlendum fréttum Skírnis. Hefur það alstaðar sömu merkingu og í Islendingi, eða svipaða. Fyrsta dæmi (1863, bls. 59; stafsetningu haldið sem og í næstu dæmum): „Vera má að hin minni ríki verði Prússum leiðitam- ari seinna meir en þau nú eru, en þó lýtur samningurinn að ýmsu, er þau munu beija augum í, svo sem því, að það skal jafn- heimilt að flytja út úr landinu hesta..." Annað dæmi (1868, bls. 159): „Við kosningarnar nýju hafa þeir menn komizt á þingið, er lengi hafa barið augum i svo mörg lagalýti, í svo marga ríkisbresti, og móti þeim vilja þeir nú snúast." Þriðja dæmi (1871, bls. 174): „Menn höfðu átt málfundi víða um landið að ræða um þetta mál, og kom sami ágreiningur þar fram og á þinginu, að menn vildu að vísu vera sem bezt við búnir, ef í nauðir ræki og ófrið bæri að höndum, en börðu hins vegar augum í kostnaðinn og þær ábyrgðir, er af því hlytu að rísa fyrir fólkið, ef því yrði haldið til vopnaburðar á prússneska vísu.“ Fjórða dæmi (1877, bls. 151): „Hjer stendur landmannaflokkur- inn mjög öndverður á móti, og þeir menn beija helzt augum í þá byrði sem lögð verður á fólkið, ef herskipuninni verður breytt eptir sniði annara ríkja." Líða nú mörg ár fram, og kem- ur ár 1952. Birtist nú nýstárleg bók, Gerpla, eftir Halldór Lax- ness. Þar segir á bls. 484: „Góðir hálsar, segir hann, það sé yður öllum kunnugt að land það er vér höfum til snúið vorri för heitir Noregur; og munu að vísu nokkrir yðar heyrt hafa getið þess lands, þó að fæstir yðar hafi barið það augum.“ Nú bregður nýrra við. Horfín er forsetningin (atviksorðið) í, augum er notað sem verkfæris- þágufall og orðasambandið merkir að sjá eða virða fyrir sér. Er svo í öllum dæmum síðan. Brekkukotsannáll eftir sama höfund (1957): „Hann [Magnús Stephensen] kallar á sveina og biður þá að hafa til hesta sína þegar, kveðst á þessum stað sjálft helvíti augum barið hafa, og ríður á brott af Húsafelli á því kveldi." Grískar þjóðsögur og ævin- týri, Friðrik Þórðarson snéri úr grísku (1962): „Geysir hann inn í fjandmannaherinn miðjan og varð þar margur skjótur skilnaður búks og höfuðs; þótti Halepí- mönnum því líkast sem þar væri kominn Karos sjálfur; og hver er hann barði augum þá fraus hon- um blóð í æðum.“ Vatn á myllu Kölska eftir Ólaf Hauk Símonarson (2. útg. 1979, bls. 14): „Gunnar Hansson hefur milljón sinnum barið aug- um sjónvarpsloftnet sem trónir efst á blokkinni." Þetta þýddi Peter Rasmussen á dönsku: „G.H. har en million gange fáet öje pá fjemsynsantennaen . ..“ ★ Frá okkar tímum em vafalaust miklu fleiri bókfest dæmi en hér em tínd til. Þau virðast vera sótt til skáldsagna Halldórs Laxness. En hann gæti hafa lært þetta orðasamband, er hann bjó sig til að skrifa íslandsklukkuna, og lagað það í hendi sér. Ekki þykir umsjónarmanni prýði að þessu í máli okkar. ★ Bragarháttur vikunnar er stikluvik (stafhenduætt III); Drussinn sér á háan hól hreykir þá sem varða og rak upp úr sér geysigól, svo glumdi í hveijum tröllastól. (Sr. Jón Þorláksson) Hrekkja spara má ei mergð, manneskjan skal vera hver annarar hrís og sverð; hún er bara til þess gerð. (Natan Ketilsson) Morgunblaðið/Júlíus Gangbrautarslys við Hringbraut Miklar annir voru hjá lögreglunni í Reykjavík á miðvikudag vegna umferðaróhappa. Ekið var á gang- andi mann á Hringbraut um miðjan dag og var hann fluttur á slysadeild. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Maðurinn var að fara yfir götuna við gangbrautarljós, en honum hafði láðst að þrýsta á hnapp til að stöðva umferð ökutækja. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hafa umferðaróhöpp aukist mjög nú síðustu daga, svo sem oft hefur viljað brenna við á haustin og vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.